Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAI1979 31 Minning: Páll Geir Þorbergs- son fgrrv. verkstjóri Fæddur 29. júní 1894. Dáinn 17. maí 1979. Þá er enn einn aldamótamaður- inn genginn, Páll G. Þorbergsson, fæddur að Syðri-Hraundal 1894, búandi að Stóra-Hrauni í Kol- beinsstaðahreppi vestra í fjögur ár eftir 1924, en fluttist þá hingað suður með fjölskyldu sína og bjó hér síðan lengst af á Mánagötu 16. Þetta er svipuð saga margra þessarar kynslóðar og mörgum farnaðist vel eftir að kreppuárum linnti. Þrátt fyrir það var hugur- inn jafnan á sveitaslóðum þótt ætla mætti, að þeir syrgðu ekki svo mjög sveitafátæktina, en svona er nú mannshugurinn. Páll kvæntist Önnu Árnadóttur prests á Stóra-Hrauni 1924, og börn þeirra eldri, Elisabet, sem látin er fyrir aldur fram, og Árni eru þar fædd, en Bjarni í Reykjavík. Mestan starfsaldur sinn vann Páll sem verkstjóri hjá Lýsisstöð- inni á Kletti og þótti þar góður félagi. Það æxlaðist svo til, að fjöl- skyldur okkar urðu nágrannar stuttu fyrir stríð í áratug eða svo og þar eð við Árni vorum jafnaldr- ar iá það beinast við að gerast heimagangar hvor hjá öðrum og vart gerður munur á okkur og öðru heimilisfólki amk. settist maður alltaf óboðinn til borðs, stundum þegjandi. Þau hjón voru bæði samhent og skemmtileg, svo slungin að aldrei var ég alveg klár á hlut gríns og alvöru í umræðum og umgengni og var þó oft strengurinn þaninn. Þetta voru indæl ár, man ekki betur en að við þremenningarnir, Árni, Bjarni Bragi og ég, sem stofnuðum Spælsfélagið, sem kunnugt er, lægjum þar úti í garði maí hvern snöggklæddir í sól og áttum að vera í próflestri — það er munur en hraflandinn nú. Ávallt var gestkvæmt á heimili þeirra, enda hélt hin stóra fjöt- skylda vel saman og kom vel saman, græskulausara fólk var vandfundið. Páll var grannvaxinn, meðal- maður á hæð á sinni tíð, lipur- menni til orðs og æðis, glettinn og meinlegur, skilningsríkur og ljúf- ur — hann gaf mér hundraðkall á stúdentsdag sem fleiri góðir menn og kom sér, þoldi okkur félögum ærsl og slagsmál í kjallara hússins flesta daga. Þó hvessti stundum. Páll átti góða daga og lifði lengi, bóndinn vék aldrei frá honum og oft gerðist hann um tíma bústjóri hjá syni sínum, séra Árna, meðan hann bjó í Söðulsholti. Hann hafði yndi af hestum og átti lengi, haust hvert sótti hann réttir í heima- sveitir sér til gleði og heilsubótar. Þau hjón mótuðust mjög hvort af öðru, því frú Anna á einnig geðlýsinguna hér að ofan að mein- lægninni undanskilinni. Og hvort alvaran var grín eða öfugt, það er hulið. Hún lét eitt sinn í veðri vaka að fimmtug yrði hún öll, en svo vildi til, að dóttir mín fæddist nefndan dag og hvort hún hefir hætt við þess vegna er óklárt, en er meðal vor. Hún sagði okkur einnig að það væri svo meðal hjóna, að með aldrinum viki ástarbríminn fyrir væntumþykju, og skyldi ekki hverjum manni ljúft að lifa? Ilreggviður Stefánsson. „Ég lít í anda liðna tíð.“ Þessi ljóðlína skáldsins komu mér í hug er hringt var til mín að kvöldi hins 17. maí og mér sagt að Páll mágur minn hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu Mánagötu 16. En útför hans fór fram frá Fossvogs- kirkju í gær. Við Páll vorum búnir að þekkj- ast frá því við vorum ungir. Fyrstu kynni okkar voru í Borgar- nesi — höfuðstað okkar sveita- manna vestra. Ég var staddur fyrir utan svokallaða Jónsbúð þegar ég sá hvar ungur maður kom ríðandi með tvo til reiðar. Hann fór af baki og heilsaði mér mjög alúðlega en ég tók strax eftir hestunum, hvað þeir voru fallegir. Það sem einkenndi þennan mann var fagurt útlit og frjálsleg fram- koma. Hann kynnti sig og sagðist vera frá Syðri-Hraundal í Álfta- neshreppi. Síðan sagði ég til mín. Eftir þessar upplýsingar fóru kynni okkar að verða frjálslegri því við þekktum auðvitað ættir hvors annars. Frá þessum fyrstu kynnum okkar Páls má segja að þau hafi enst til hinstu stundar hans þó vík yrði stundum milli vina. En svo skeður það nokkru eftir þetta að faðir minn ræður til sín þennan unga mann sem bú- stjóra. Ég varð sannarlega hrifinn af þessari ráðstöfun föður míns enda reyndist Páll tilþrifamaður á hvaða sviði búskapar sem var. Það lék allt í höndum hans, hann var smiður af guðsnáð og slíkir menn hafa alltaf nóg verkefni. En Páll átti eftir að tengjast fjölskyldu okkar sterkari böndum því eftir nokkurn tíma gerist það að Anna systir mín og Páll felldu hugi saman og að ári liðnu gaf faðir minn þau saman í hjónaband að Stórahrauni og var mikið fjöl- menni við þá athöfn. í næsta mánuði hefðu þau hjón- in átt 55 ára brúðkaupsafmæli hefði Páll lifað. Þau systir mín og Páll byrjuðu búskap sinn á Stórahrauni, bjuggu þar í 4 ár og þar fæddust 2 af börnum þeirra. Síðan fluttust þau til Reykjavíkur og vann Páll aðal- lega við smíðavinnu fyrst í stað eða þar til hann réðst sem verk- stjóri til Lýsissamlags ísl. botn- vörpunga. I því starfi var hann yfir þrjátíu ár. Forstjóri fyrirtæk- isins var Ásgeir heitinn Þorsteins- son verkfræðingur og dáði hann Pál mikið fyrir hagsýni og frá- bæra stjórn í starfi. Páll var gleði maður, sagði skemmtilega frá ýmsu því skoplega er gerðist og var í eðli sínu „húmoristi". Páll var hestamaður ágætur og margan baldinn fola tamdi hann enda frábær tamningamaður og átti sjálfur ágæta hesta bæði í sveitinni og hér í Reykjavík. Það var gaman að sjá hann á hestbaki, áseta hans var lærdómsrík fyrir ungmenni sem vildu læra list hestamannsins. Páll hafði gaman Hveragerði: Sýnir drög að kirkju- gluggum og vatnslitamyndir JÖRUNDUR Pálsson arkitekt heldur sýningu ( Eden í Hvera- gerði dagana 24. —31. maí. Á sýningunni eru meðal annars frumdrög að myndum í steinda glugga Hveragerðiskirkju. Sókn- arnefndin bendir þeim sem hafa áhuga á gluggum í kirkjuna að gefa sýningunni gaum. Þeir sem hafa áhuga á að gefa rúðu í kirkjuna geta látið rita tilefnið í glerið. Einnig eru á sýningunni 20 vatnslitamyndir. Jörundur Pálsson teiknaði Hveragerðiskirkju, sem vígð var 1972, en hann og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir, hafa ætíð sýnt kirkjunni mikinn áhuga og velvild. af að spila sem sannur borgfirð: ingur og þá aðallega „Lomber". í febrúar síðastliðinn vetur vorum við Páll með konum okkar á Heilsuhælinu í Hveragerði og spiluðum við þá talsvert. Við vorum svo heppnir að þar voru tveir menn sem spiluðu „Lomber" og var Páll þá með þetta leiftrandi fjör við spilamennskuna, þó hálf níræður væri. Hefði einhverjum þá orðið á að segja Páll gamli um mág minn hefði það þótt stór- brandari svo andlega hress var hann og kátur. Eitt var það sem var einkennandi í fari Páls, það voru gæði hans við börn. Þegar börn voru nærri honum var hann sannarlega glaður. Ég veit að það ríkir því mikill söknuður hjá barnabörnum og barnabarnabörn- um hans að góði afinn skuli vera horfinn. Anna og Páll áttu 3 börn Önnu Maríu Elísabetu sem gift var Bergi P. Jónssyiii flugumferðar- stjóra en hún lést á besta aldri frá þremur börnum og var það mikið áfall fyrir alla fjölskylduna; séra Árna prest í Kópavogi sem kvænt- ur er Rósu Björk Þorbjarnardótt- ur kennara; Bjarna skólastjóra á Núpi við Dýrafjörð, sem kvæntur er Valborgu Þorleifsdóttur kenn- ara. Páll var framúrskarandi heimil- isfaðir, vildi allt gera fyrir konu sina og börn og hvatti þau öll til mennta svo þau væru betur búin að takast á við- þann vanda sem lífið útheimtir. Páll var fæddur að Syðri-Hraundal í Álftaneshreppi 29. júní 1894. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Pálsdóttir ljósmóð- ir og Þorbergur Pétursson bóndi. Þessi hjón voru rómuð fyrir gest- risni og aðra fyrirgreiðslu er þau veittu sveitungum. Eitt sinn sem oftar var Kristín sótt til sængur- konu en þar var fátækt mikil. Þar fæddist sveinbarn og þegar hún er tilbúin að fara heim þá spyr hún bónda hvort hún eigi ekki að taka barnið með sér heim um tíma og varð það úr. Þessi litli drengur varð kyrr í Hraundal til fullorð- insára. Þegar hann fór að þroskast kom það í ljós að hann var óvenjulega bókhneigður. Svo hjón- in ákveða að senda hann í skóla. Dvaldi hann svo um námstímann hjá Önnu systur minni og Páli, þar til hann hafði lokið prófi í guðfræði. Þessi piltur var sr. Helgi Sveinsson skáld. Því miður lést hann af völdum slyss á ferða- lagi erlendis og var það mikill skaði að slíkur efniviður skyldi falla frá svo snemma. Því nefni ég þetta hér að hjarta- hlýja og hjálpsemi hjónanna í Syðri-Hraundal og barna þeirra var einstök. Tvö systkini átti Páll: Málfriði sem gift var Guðjóni heitnum Guðmundssyni bónda á Svarfhóli í Hraunhreppi og Pétur bónda á Nautaflötum í Ölfusi. Hann kvæntist Vigdísi Eyjólfsdóttur en þau eru bæði látin. Ég mun nú láta hér staðar numið með þessar hugleiðingar mínar af kynnum okkar Páls mágs míns og vinar. Um þau gæti ég skrifað langt mál því margar ánægjustundir áttum við saman á langri lífsleið en allt á sinn enda hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fjölskylda mín þakkar Páli Geir Þorbergssyni fyrir alla hlýj- una og vinsemdina við okkur. Dætur mínar þakka honum að hann var þeim ávallt frá æsku til fullorðinsára hinn sami góði mað- ur sem ávallt var kominn með útbreiddan faðminn á móti þeim er þær komu í heimsókn til þeirra hjóna að Mánagötu 16. Hann verður alltaf ógleymanlegur öllum þeim sem kynntust þessum góða og uppörvandi manni. Ég og kona mín kveðjum með þeirri ósk að við hittum hann glaðan og hressan sem fyrr á hinu fyrirheitna landi. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Að lokum vottum við systur minni og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Þórarinn Árnason frá Stórahrauni. Minning: Svavar Antoníus- son frá Byggðarholti Fæddur 27. descmber 1908. Dáinn 19. maí 1979. I dag verður borinn til hinztu hvíldar í Landakirkjugarði í Vest- mannaeyjum Svavar Antoníusson fyrrverandi útvegsbóndi. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Vífils- stöðum 19. maí s.l. Með honum er genginn einn af þessum hæglátu, góðviljuðu mönnum, sem unnið hafa störf sín í kyrrþey en hafa þó skilað drjúgum hlut í þjóðarbúið og átt sinn þátt í þeirri framfara- sókn, sem sett hefur svip sinn á síðustu áratugi. Við brottför hans er mikið skarð fyrir skildi í fjölmennum hópi ástvina og vandamanna. Svavar var fæddur í Vest- mannaeyjum 27. desember 1908. Foreldrar hans voru Antoníus Þorvaldur Baldvinsson og kona hans, Ólöf Jónsdóttir. Antoníus dó árið 1938 en Ólöf árið 1963. Eftir lát manns síns og allt til dauða- dags var Ólöf á heimili Svavars og konu hans Kristínar. Mér er sagt, að hún hafi verið vel greind kona, mjög vel verki farin, mikið fyrir hannyrðir og af þeirri gerð, er lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Ólöf og Antoníus eignuðust fimm börn. Élstur var Sigurður, sem dó á barnsaldri. Þá Svavar, síðan Guðbjörg, sem dó innan við tví- tugt, þá Selma, sem nú er ein á lífi þeirra systkina. Yngsta barnið var Sigurða, sem dó á fýrsta ári. Fyrri maður Ólafar var Árni Jónsson og missti hún hann eftir skamma sambúð. Þeirra dóttir var Árný, sem nú er látin. Á uppvaxtarárum sínum í Vest- mannaeyjum gekk Svavar að öll- um almennum störfum á sjó og landi. Árið 1938 gerðist hann formaður á m/b „Emrnu" en 1944 hóf hann sjálfur útgerð og þá með m/b „Þór“, sem hann stýrði til ársins 1947. Þá réðst hann í að láta smíða m/b „Jötun", 43 tonna bát, sem mun þá hafa verið með stærstu bátum í Eyjum. „Jötunn" var mikið happaskip. Undir stjórn hinna hæfustu formanna færði hann mikinn afla á land og var jafnan með aflahæstu bátum. I heimahögum sínum var Svav- ar þekktur sem atorku- og dugn- aðarmaður. Skipstjórn og útgerð fórust honum vel úr hendi og aldrei varð hann fyrir mannskaða. Hann lagði stund á útgerð allt til ársins 1964, en upp úr því hóf hann störf við seglagerð hjá Hall- dóri syni sínum, fyrst í Vest- mannaeyjum, en eftir gos í Hafn- arfirði. Þar starfaði hann til ársins 1977, er hann varð að láta af störfum sakir heilsubrests. Upp frá því var hann ýmist heima eða á sjúkrahúsum og lengst af á Vífilsstöðum. Var hann af hjarta þakklátur fyrir þá góðu umönnun, sem hann þar varð aðnjótandi. Þann 22. október 1938 kvæntist Svavar Kristínu Halldórsdóttur frá Tréstöðum í Hörgárdal, mikilli myndarkonu. Voru foreldrar hennar Halldór Árnason, bóndi á Tréstöðum, og kona hans Krist- jana Gunnarsdóttir. Þeim Krist- ínu og Svavari varð 7 barna auðið og eru þau hér talin í aldursröð: Ólöf ritari, búsett í Reykjavík, f. 10.11. 1938. Börn hennar eru fjög- ur. (2) Kristjana, húsmóðir, f. 16.3. 1941, búsett í Vestmannaeyjum. Hún er gift Hjálmari Guðnasyni, loftskeytamanni og tónlistarkenn- ara, og eru börn þeirra sex. (3) Halldór, kaupmaður, búsettur í Hafnarfirði, f. 9.7. 1942. Hann er kvæntur Vigdísi Ásgeirsdóttur og eiga þau fjögur börn. (4 og 5) Tvíburarnir Bragi og Valur, f. 27.9. 1944. Bragi drukknaði 4. febrúar, 1966. Valur er verzlunarmaður, búsettur í Hafnarfirði. Kona hans er Halldóra Valdimarsdóttir og eru börn þeirra þrjú. (6) Antoníus, flugvélstjóri, búsettur í Reykjavík, f. 18.3. 1949. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og eiga þau eitt barn. (7) Margrét Guðbjörg, fóstra, búsett í Árósum, f. 1.11. 1954. Hún er' gift Jens Parbo, byggingatæknifræðingi. Svavar og Kristín hófu búskap sinn í Byggðarholti, þar sem Sva- var var fæddur og uppalinn. Árið 1956 fluttu þau að Heimagötu 1 og 1968 að Bárustíg 5, þar sem þau bjuggu fram að gosi. Við gos fluttust þau eins og svo margir aðrir á Reykjavíkursvæðið og nú síðast bjuggu þau að Sléttahrauni 25 í Hafnarfirði, þar sem þau áttu fallegt og hlýlegt heimili. Eins og fram kemur af þessari upptalningu hefur barnalán þeirra hjóna verið mikið. Það er gangur lífsins að blanda blítt með stríðu. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvert áfall það hefur verið þessari samhentu og sam- lyndu fjölskyldu að sjá á bak ungum og mannvænlegum syni á morgni lífsins. Það var Svavari mikið yndi að sjá frændgarðinn eflast og dafna. Eftir að heilsu- leysi hafði dæmt hann til lang- varandi dvalar á sjúkrahúsum, ætla ég að hann hafi metið þær sólskinsstundir alveg sérstaklega, er honum leyfðist að vera í hópi eiginkonu, barna, tengdabarna og barnabarna. Þrátt fyrir bága heilsu, var hann alltaf léttur 'i lund. Hann átti gott með að umgangast fólk og greiðvikni hans var viðbrugðið. Umræður hans um menn og málefni einkenndust af þeirri hógværð, sem var svo áberandi þáttur í fari hans. I langvarandi veikindum Svavars annaðist Kristín hann af fádæma alúð og kærleika. Við öll, sem á einn eða annan hátt teljumst til þessarar stóru fjöl- skyldu, stöndum í mikilli þakkar- skuld við þessa göfugu konu. Henni og börnum hennar og eftir- lifandi systur Svavars votta ég innilega samúð. í dag verða jarðneskar leifar tengdaföður míns lagðar til hvíld- ar í Landakirkjugarði á Heimaey þar sem sonur hans Bragi hlaut hinzta legstað fyrir þrettán árum. Megi hann hvíla í friði undir þeim máttugu orðum trúarinnar sem þar standa skrifuð: ég lifi og þér munuð lifa. Ilrafnhildur Sigurðardóidr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.