Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 40
AHiIASlNí.ASIMINN ER: 22480 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979 Síminn á afgreiöslunni er 83033 jn*r0unblnt>it) Sjálfstæöisílokkurinn átti 50 ára afmæli f gær og var opið hús í Valhöli við Háaleitisbraut á afmæiisdaginn. Úér cru þau Geir Hailgrímsson og Erna Finnsdóttir að taka á Ólafi Björnssyni, prófessor. Til hægri er Svcinn //. Skúlason. Undanþágu til SH var hafnað VERKFALLSNEFND Farmanna- ok íiskimannasambands íslands tók ekki afstöóu til undanþáKubeiðni EimskipafélaKs íslands h.f. í gær, er félagið fór fram á að fá að flytja fisk til Bandaríkjanna fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Sögðust farmenn ekki ráða við málið sjálfir. þar sem verkbann væri f jfildi á undirmenn á Eimskipafélagsskip- unum. Myndu þeir þvf ekki taka afstöðu til beiðni Eimskipafélags íslands. fyrr en verkbanni hefði vcrið aflýst. MorKunblaðið hafði í gær sam- band við Þorstein Pálsson, fram- kvæmdastjóra VSÍ, og spurðist fyrir um það, hvort vinnuveitendur myndu aflýsa verkfalli til þess að le.vsa vandamál Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtækis SH í Bandaríkjunum. Þorsteinn kvað slíkar hótanir, sem fælust í for- sendum FFSÍ fyrir synjun undan- þágubeiðninnar, ekki hafa áhrif á vinnuveitendur. „Það eru þeir sem settu á verkfall og á meðan það stendur, þá eru þessir erfiðleikar fyrir höndum. Sú alvarlega staða, sem komin er upp vegna okkar markaðsmála erlendis, er alfarið á ábyrgð farmanna. Er því fáránlegt af þeim að reyna að skjóta sér undan henni með tali sem þessu. Þeir eru í verkfalli og um leið og þeir aflýsa því, aflýsum við okkar verkbanni og þar með er deilan leyst.“ Afleiðingar farmannaverkfallsins: Neyðarástand að skap- ast viða vegna olíuskorts Olíufélögin kenna farmönnum um, þeir kenna olíufélögunum NEYÐARÁSTAND er að skapast vi'ða um land vegna olfuskorts, sem stafar af verkfalli yfirmanna á farskipum. Sauðárkrókur, Hrís- ey og Dalvfk eru nú olfulaus, um hclgina má gera ráð fyrir að Húsavfk verði olfulaus og Akur- eyri um miðja næstu viku. í bynun vikunnar verður olfulaust á Olafsfirði, eftir 4 til 5 daga í Bolungarvfk og f Siglufirði, en þessir þrír sfðastnefndu staðir fá allir rafmagn frá dísilstöðvum. Litlar olfubirgðir eru um allt Norðurland og á Austfjörðum er að verða bensínlaust. Önundur Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzlunar ísiands, skýrði Morgunblaðinu frá því í gær að síðastliðinn þriðjudag hefði OLÍS ritað viðskiptaráðuneytinu bréf, þar sem bent var á yfirvofandi neyðarástand. Önundur sagði að bréfið hefði verið ritað í trausti þess að ráðuneytið gæti í einhverju um bætt og þar var sagt að nauð- synlegt væri að þau tvö olíuskip, sem önnuðust dreifingu á olíu innanlands hæfu nú þegar flutn- inga með fullum og óskertum afköstum. Ekki væri grundvöllur fyrir rekstri skipsins með 26% afköstum. Alls eru 57 birgðastöðv- ar olíu á landinu og eru mjög margir þessara staða komnir að neyðarástandi. Indriði Pálsson, forstjóri Olíufé- lagsins Skeljungs, kvað eigendur Kyndils hafa farið fram á margar undanþágur þennan tíma, sem verkfallið hefði staðið til þess að fullnægja þörf fólksins úti um land. Beiðni olíufélaganna hefur jafnan verið um almenna undan- þágu og sagði Indriði, að útgerð Kyndils hefði ekki verið boðin undanþága miðað við dagvinnu eina saman. Enda þótt slíkt hefði verið boðið, þá kvað Indriði það hreinan leikaraskap, því að enginn vissi betur en farmenn, að slík undanþága væri ekki raunhæf. Ef verkfallið leystist strax kvað hann of nauman tíma til þess að afstýra neyðarástandi um einhvern tíma. Á blaðamannafundi hjá FFSÍ í gær kom fram að olíufélögunum hefði átt að vera í lófa lagið að haga svo siglingum skipanna, Kyndils og Litlafells, innan þess ramma, sem losun og lestun í dagvinnu leyfði, að neyðarástand yrði ekki. Farmenn veittu leyfi til Aðeins veitt undan- þága fyrir undan- rennu og nýmjólk MJÓLKURFRÆÐINGAR og við- semjendur þeirra sátu sáttaíund í ga‘r. cn hann varð árangurslaus. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í deilunni. cn Mjólkur- fra“ðingafélag íslands sendi í ga>r frá sér frétt þar sem segir m.a. að undanþága sem semþykkt hefði verið á félagsfundi 20. maí hefði gilt til miðvikudagskvölds. Hefði hún síðan verið framlengd til föstudagskvölds í trausti þess að eitthvað þokaðist í samkomulags- átt. Þar sem fundi er nú lokið án nokkurs árangurs, sjáum við ekki ástæðu til að veita neina undan- þágu á annað en nýmjólk og undanrennu. Verður því gefin und- anþága til sölu á samtals 280 þúsund lítrum af nýmjólk og und- anrennu á viku frá og með næsta mánudegi og gildir það fyrir sam- sölusvæðið í Reykjavík, segir í frétt frá félaginu. Nýja flug- stöðin í Keflavík minnkuð um þriðjung? UM ÞESSAR mundir er unnið að frumhönnun nýrrar fluKstöðvarbygg- ingar á Keflavíkurflug- velli. Hafa sérfræðingar utanríkisráðuneytisins unnið úr tillögum danskra sérfræðinga sem lagðar hafa verið fram og hefur m.a. komið til tals að byggingin verði allt að ‘/3 minni en upphaflegar hugmyndir ráðgerðu. Ekkert hefur enn verið ákveðið endanlega stærð eða útlit, en lendir arkitektar teikna stöðvarbygging- una þegar frumathugun- um er lokið. um er- munu vinnu allan sólarhringinn, tak- mörkuðu aðeins lestun og losun skipanna í dagvinnu. Litlafell hefði þrisvar fengið undanþágu, hinn 8. maí hefði það dreift olíu frá Seyð- isfirði á Áustfjarðahafnir, en 11. maí hefði borizt bréf að fengist ekki leyfi til afgreiðslu allan sólar- hringinn, yrði því lagt. Leyfið var ekki veitt og var skipinu þá stefnt til Reykjavíkur, þar sem það lá í 9 daga. 21. maí var veitt undanþága til flutnings á olíu og bensíni til Vestmannaeyja, 8. maí var leyfi veitt til olíuflutninga til Vestur- og Norðurlandshafna. Var það Kynd- ill, sem annaðist þá flutninga, en að lokinni ferðinni var skipinu lagt og liggur það enn. Farmenn heim- ila aðeins lestun og losun í dag- vinnu. Þeir eru í verkfalli og krefjast m.a. vaktaálags. Þeir segj- ast vilja leysa brýn nauðsynjamál landsmanna, en á meðan ekki er anzað kröfum um álag á vinnu utan dagvinnutíma, sjá þeir sér ekki fært að leyfa afgreiðslu skipa utan þess tíma. Sjá nánar frá blaðamanna- fundi farmanna á bls. 2. Sepp med seppa ÍSLENDINGAR leika landslcik í knattspyrnu við V-Þjóðverja á Laugardaisvollinum í dag og hefst leikurinn klukkan 14. í liði Þjóðverjanna eru margir heims- þekktir knattspyrnumenn og nokkrir þeirra urðu heimsmeist- arar í íþróttinni árið 1974. Eng- inn er þó þekktari en markvörðurinn Sepp Maier, sem sést á meðfylgjandi mynd með seppann Kobba, en myndin er tekin á Laugardalsvelli á fimmtudagsmorgun. Sepp Maier þ.vkir einstaklega snjall markvörður auk þess, sem hann er þekktur fyrir að vera hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fer. Á íþróttasíðum blaðsins, síðum 38 og 39, er fjallað um liðin, sem leika í dag, í máli og myndum. (Ljósm. Bml. RAX) Undirmenn boða verkfall hjá verkbannsaðilum SAMKVÆMT áðurfengnu umboði, ákvað stjórn og saminganefnd Sjómannafé- lags Reykjavíkur á fundi sínum í gær að boða til vinnustöðvunar á farskipum þeirra útgerða er verkbann hafa boðað á félagsmenn í Sjómannafélagi Reykjavík- ur, hafi samningar ekki tek- izt fyrir 3. júní n.k., þ.e. klukkan 24 kemur til vinnu- stöðvunar á kaupskipum verkbannsaðila, hf. Eim- skipafélagi íslands, Hafskip hf., Nesskip hf. og Jöklum hf. frá og með 4. júní 1979, þar til samningar um kjör far- manna hjá ofangreindum útgerðum hafa tekizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.