Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri um Kópavogshæli: „Túlkum umræðumar á Alþingi sem heimild til úrlausnar” Forráðamenn Kópavogshælis og yfirmenn heil- brigðisráðuneytisins fjölluðu um málefni Kópavogs- hælis á fundi s.l. miðvikudag. Fundinn sátu f.h. Kópavogshælis Sævar Halldórsson læknir og Jón Sigurður Karlsson sálfræðingur og f.h. ráðuneytisins Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Jón Ingimarsson skrifstofustjóri. Mbl. hafði samband við Jón Sigurð Karlsson og Pál Sigurðsson eftir fundinn á miðviku- dag til að afla upplýsinga um niðurstöður hans. Jón Karlsson sagði, að þeir væru hinir hressustu með niður- stöðurnar. „Við getum ekki dregið aðrar ályktanir en að málin verði leyst og vorum við allir sammála um nauðsyn þess.“ Páll Sigurðsson hafði eftirfar- andi áð segja: „Málin voru rædd og það fór vel á með okkur eins og vant er. Við í ráðuneitinu getum ekki túlkað þær umræður sem áttu sér stað á Alþingi í gær öðru vísi en svo, að vilji sé fyrir hendi um lausn vandans. Það er augljóst, að það sem við höfum verið að gera í ráðuneyt- inu og í stjórnarnefnd ríkis- spítalanna er aðeins að fylgja eftir ákvörðunum fjárveitinga- valdsins á Alþingi. En ég lít svo á, að það sem kom fram á Alþingi í gær sé mótandi. Þar voru allir sammála og var ekki fundið að því að starfsmanna- fjöldinn sé of mikill. Þeir hafa ákveðið að víkja frá fyrri ákvörðunum — þeir hafa kannski ekki vitað hvað þeir samþykktu um áramótin eða tekið ákvörðun um að breyta því. Mín niðurstaða se sú, að ég mun gefa framkvæmdastjóra ríkisspítalanna heimild til að hafa á Kópavogshæli það starfs- lið sem þarf til að veita þar góða þjónustu, ef ekki kemur beint bann við því frá ríkisvaldinu.„ Páll sagði, að til að halda þjónustunni óbreyttri þyrfti að auka fjárveitingar til hælisins um a.m.k. 60—70 millj. kr., en til að veita þá þjónustu sem fyrir- hugað var að gera í áætlunum fyrir þetta fjárhagsár, og þeir teldu nauðsynlega, þyrfti að auka þær um 130—150 millj. kr. Aðspurður sagði hann að ráðu- neytið hefði ekki yfir þessari viðbótarfjárhæð að ráða og teldi hann að fjárveitingavaldið mundi hlaupa hér undir bagga með sérstakri viðbótarfjárveit- ingu. „Öðru vísi er ekki hægt að túlka umræðurnar á Alþingi í gær, allavega mælti enginn því í mót.“ Páll sagði einnig: „Vegna yfirlýsingar Geirs Gunnarsson- ar formanns fjárveitinganefndar í gær um að heilbrigðisyfirvöld hefðu fengið 210 millj. kr. til að fjölga starfsmönnum á ríkis- spítölunum, og af þeirri fjárhæð hefði Kópavogshælið aðeins fengið níu starfsmenn vil ég taka eftirfarandi fram: Þegar þetta mál kom til okkar í ráðuneytinu þá fylgdi því sú yfirlýsing, að hér væri um að ræða fjárveitingu, sem ekki ætti að verja til nýrra starfsmanna á eldri deil<}um heldur til að manna tvær nýjar deildir, þ.e. geðdeild við Landspítala og göngudeild í Hátúni. Ef við hefðum talið, að þetta fé ætti að vera til þess að fjölga starfsliði á eldri spítaladeildum þá hefðum við að sjálfsögðu varið mun stærri hluta til Kópavogshælis, því þörfin er þar brýn.“ Páll sagði að lokum, að heilbrigðisyfirvöldum væri mjög vel kunnugt um, að varla fyndist innan heilbrigðisþjónustunnar meira vinnuálag en á Kópavogs- hæli. „Hjúkrun þess fólks, sem þar dvelst er mjög erfið og til að eiga ekki á hættu að missa það fólk, sem þar starfar nú, er áriðandi að fjölga starfsmönn- um hið fyrsta. Við teljum, að við höfum nú heimild til þess.“ Starfsfólk Kópavogshælis hafði fyrirhugað að efna til mótmælagöngu nú um helgina. Vegna þessara málaloka hefur göngunni verið aflýst og sögðu forsvarsmenn starfsfólksins, að það væri gert í þeirri góðu trú, að málin væru nú komin í höfn. Þinglausnir sl. miðvikudag: 82 lög og 29 þingsályktanir Alþingi íslendinga, 100. lög- gjaíarþingi, lauk í gær. Þingið stóð samtals í 193 daga, frá 10. október til 22. desember 1978 og frá 25. janúar til 23. maí 1979. Þingfundir urðu alls 325: 101 f neðri doild, 119 í efri deild og 105 í sameinuðu þingi. AIIs voru lögð fram 92 stjórnarfrumvörp: 34 f neðri deild. 56 f efri deild og 2 f sameinuðu þingi. 80 þingmanna- frumvörp voru lögð fram: 46 í neðri deild og 34 f cfri deild. Af þessum frumvörpum voru 82 samþykkt sem lög, 61 stjórnar- frujmvarp og 21 þingmanna- frumvarp. Eitt þingmannafrum- varp var fellt. Þrem stjórnar- frumvörpum og þrem þing- mannafrumvörpum var vísað til ríkisstjórnar. Þrjú frumvröp voru afgreidd með rökstuddri dagskrá. — 25 stjórnarfrumvörp og 55 þingmannafrumvörp, eða samtals 80, urðu ekki útrædd. Fram voru lagðar 102 tillögur til þingsályktunar: 95 í samein- uðu þingi. 1 f neðri deild og 6 f efri deild. Ályktanir Alþingis urðu 29. 7 tillögum var vísað til ríkisstjórnar, 1 afgreidd með rökstuddri dagskrá og 65 urðu ekki útra’ddar. Fyrirspurnir í sameinuðu þingi urðu 78 og voru allar ræddar nema ein. Mál til meðferðar í þinginu voru alls 319. Skýrslur ráðherra voru 7 og tala prentaðra þingskjala 900. Framanritað kom fram í stuttu þingyfirliti Gils Guðmundssonar, forseta Sameinaðs þings. Hann sagði m.a. að ágreiningur hefði risið á Alþingi um eitt og annaö. Deilur hefðu risið nokkuð hátt og skyggt á hin merkari málin, sem þingið hefði um fjallað og afgreitt. Það er von mín, sagði forseti þingsins, að þegar upp er staðið, megi störf þessa þings, sem nú er að ljúka, verða þjóðinni til nytja. Hann þakkaði þingmönnum og starfsliði þingsins gott samstarf og árnaði gæfu og gengis í þing- hléi. Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, þakkaði forseta, í nafni þing- manna allra, sanngirni, réttdæmi og trausta fundarstjórn. Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, las síðan forsetabréf um þinglausnir og árnaði þingi og þjóð heilla. Forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, mælti loks, samkvæmt þinghefð: „Heill forseta vorum og fósturjörð — ísland lifi“ en þingmenn tóku undir með ferföldu húrra. Þannig lauk á ýmsan hátt nýstárlegu þingi með hefbundnum hætti. Rafafl og ríkisreikningurinn: Gils Guðmundsson, forseti Sameinaðs þings, ræðir við Albert Guðmundsson (S) Fjórföld greidsla f jár- hæðar verksamnings Meðal mála sem voru á dag- skrá neðri deildar sl. föstudag var rikisreikningurinn fyrir ár- ið 1977. Vilmundur Gylfason (S) vakti athygli á athugasemd- um yfirskoðunarmanna ríkis- reikningsins, sérstaklega varð- andi verksamning við Rafafl, samvinnufélag, sem Kröflu- nefnd gerði. Vilmundur sagði að verktilboði Rafafls, samvinnufélags, hefði vtntTZS'. m. kr., verksamningurinn heföi hins vegar hljóðað upp á 3 m. kr. Samkvæmt rfkisreikningn- um hefði þessu verktaka- fyrirtæki hinsvegar verið greiddar 123 m.kr. eða meira en Lög frá Alþingi Meðal laga, sem samþykk, vóru á Alþingi síðustu daga þess og ekki hafa enn verið tíunduð á þingsíðu Mbl., eru: Lög um húsaleigusamninga. Lög um heimild til hækkunar framíags íslands til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, kvóti hækk- aður úr 29 m. kr. í 43,5 m. kr. sérstakra dráttarréttinda. Lög um stofnun og slit hjú- skapar; aldursmark lækkað úr 20 í 18 ár. Breyting á lögum um meðferð opinberra mála (um réttar- gæzlumenn handtekinna og samneyti verjanda sökunautar, þegar hann er í gæzlu). Lög um landhelgi, efnahags- lögsögu og landgrunn. Breyting á lögum um Háskóla íslands (m.a. varðandi reglugerð fyrir skólann). Lög um dómvexti (með hlið- sjón af varðveizlu verðgildis fjármagns skv. dómum). fjórföld fjárhæð verksamnings. Eg er hér i' umboði skattborg- ara, sagði VG, og ég get ekki látið rfkisreikninginn renna f gegn um þingið, umræðulaust, þegar athugasemd yfir- skoðunarmanna hefur tilefni til að staldra við og skoða mál betur VG sagði m.a. að viðhlítandi skýring hefði ekki fengist á þessum mun verksamningi og greiðslu, þótt eftir hafi verið leitað. Vilmundur sagði Rafafl hafa keypt húsnæði þao af Þjóðviljanum, sem blaðið hefði verið í (við Skólavörðustíg) áður en það fluttist í nýbyggingu sína við Síðumúla. Hann vakti og athygli á því, að fv. formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, ætti sæti í Kröflu- nefnd, og spurði, hvort hér væri tengsl á milli. Ef húsbyggingar- sjóður Framsóknarflokksins og Kristinn Finnbogason kæmu hér við sögu, sagði VG, myndu þeir Alþýðubandalagsmenn örugglega taka undir könnunar- kröfu á þessu atriði. Þá minnti VG á kjallaragrein ólafs Ragnars Grímssonar í Dagblað- inu, sem lýst hafi því á tárvekj- andi hátt, hve vel færi á, að samvinnufélag rafiðnaðarmanna tæki við húsnæði, hvar skrifaðar hafi verið um áratugi baráttugreinar í þágu verkalýðs. Ef hér er um svindl að ræða, þá er það svindl, þó breitt sé yfir með tilfinningavaðli. VG vakti enn athygli á því að rafverktaka- sambandið hefði mótmælt þeim verksamningi, sem hér um ræddi, og talið rangt staðið að gerð hans. Pólitískir flokkshags- munir eiga ekki að hafa áhrif á, hvern veg fjármunum skatt- borgaranna er varið, og samvinnufélög eiga að sæta sama aðhaldi og einkarekstur. VG gagnrýndi og ýmsa fleiri þætti í verksamningum Kröflu- nefndar, sem hann taldi flokkast undir samtryggingarkerfi flokk- anna, en hér væri um afmarkað mál að ræða, sem sérstök athugasemd yfirskoðunarmanna gæfi tilefni til að ræða sérstak- lega. Það er skylda Alþingis að halda vöku sinni í þessu efni. Halldór E. Sigurðsson (F), sem mælt hafði fyrir nefnd- aráliti meirihlutans, gerði grein fyrir svari iðnaðarráðuneytisins, varðandi athugasemdir yfir- skoðunarmanna, en þar kom fram, í stuttu máli sagt, að tilgreind greiðsla hefði einnig spannað verk umfram það, sem var innan ramma útboðs og verksamnings. HES sagði rétt, að siðferðis þyrfti að gæta í verksamningum og ráðstöfun opinbers fjár en vel færi á því einnig, að þess gætti í málflutn- ingi manna, einkum og sér í lagi þegar rætt væri um fjarstadda einstaklinga, er ekki hefðu aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Framhaldsumræður urðu um þetta mál síðla kvölds sl. mánudag þar sem Kjartan ólafsson (Abl) Veittist harðlega að Vilmundi Gylfasyni (A), vegna ásakana á hendur Rafafli og Kröflustjórn. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings hefðu metið gildar skýringar iðnaðarráðuneytis á greiðslum umfram verksamning, sem annars vegar stöfuðu af 40% kauphækk- un frá samningsgerð og í raun (meðalkaup á verktíma) og verk- auka umfram útboð og verksamn- ing. Taldi hann málflutning VG „subbuskap", sem byggðist á fljót- færni og athugunarleysi en ekki agnarögn staðreynda. VG taldi enn að mikið skorti á, að nægjan- Iegar skýringar væru fram komn- ar á fjórfaldri greiðslu til Rafafls, miðað við verksamning, eða ýms- um öðrum fjármálahliðum Kröflumála, þó „samtryggingar- kerfi og flokkar" reyndu að fela atburðarás með þögninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.