Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979 Framkvi Útgefandi amdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinaaon. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstraati 6, sími 10100. Aóalstrseti 6, sími 22480. Sími83033 Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. ' lausasölu 150 kr. eintakiö. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla Ríkisstjórnin brást í málefnum bænda Marjrvíslejíir erfiðleikar steðja nú að bændastéttinni. Þótt það þinjí, sem nú var verið að slíta, hafi setið lengur en flest önnur var ekki tekið á þessum málum og er þar ekki við aðra að sakast en ríkisstjórnina og þá sérstaklega landbúnaðar- ráðherra. Eins og Geir Hallgrímsson tók fram á blaðamanna- fundi nú í vikunni hafa sjálfstæðismenn verið tilbúnir til þess að veita liðsinni sitt til þess að leysa vandamál bænda og m.a. fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarnefnd tillögu í neðri deild, sem gat verið grundvöllur heimildar til lausnar á þessu máli áður en gengið var frá lánsfjáráætlun yfirstandandi árs. Allt stjórnarliðið rétti upp höndina til að fella tillöguna. Þá var ekki talað um ofstæki í garð bænda. Geir Hallgrímsson minnti á að Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, hefði ekki sýnt lit á því í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar að leysa vanda offramleiðsiu með nægum fyrirvara. Hann hefði neitað að taka þátt í störfum nefndar vegna þess, að fulltrúi ASÍ átti þar sæti og þannig tafið störf hennar óhæfilega mikið. Geir Hallgrímsson sagði í sambandi við þá 3,5 milljarða - lántökuheimild, sem farið hefði verið fram á, að ekki hefði verið gerð grein fyrir því, hvernig ætti að endurgreiða hana, hvort það yrði gert með aukinni skattheimtu eða annarri tekjuöflun. Ekki hefði legið fyrir, hvernig dregið yrði úr offramleiðslunni og þá hvort vandamálið og þar með skattheimtan yrðu varanleg. Loks hefðu sjálfstæðismönnum ekki verið veitt svör við því, hverjum þessir 3,5 milljarðar ættu að koma til góða. — Er það bændum eða sölusamtökum þeirra? Fer hluti þessarar upphæðar til að greiða söluiaun SÍS? Er þá ekki hægt að leysa vanda bænda á ódýrari hátt? spurði hann. Geir Hallgrímsson lagði að lokum áherzlu á, að greina yrði á milli vanda bænda vegna offramleiðslu og vegna hinna sérstöku vorharðinda. Það væri ekki hlutverk stjórnarandstöðu að leysa ágreining milli stjórnarflokka, — annaðhvort yrðu þeir að una ágreiningi og aðgerðaleysi eða segja af sér. Vandi bænda vegna vorharðinda er geysilegur. Ekki er að efa, að samstaða getur tekizt milli allra flokka um lausn hans og er ástæða til að grípa á þeim vanda fyrr en síðar. Vandi bænda vegna offramleiðslu er annars eðlis. A undanförnum árum og áratugum hefur miklum fjármunum verið varið til útflutningsbóta. Nú liggur dæmið þannig fyrir, að verulega aukna fjármuni þarf í útflutningsbætur, ef bændur eiga að fá fullt verð fyrir alla framleiðsluna. Bændur eru svo íhugulir og sanngjarnir menn, að þeir skilja áreiðanlega, að þingmenn eru ekki tilbúnir til að samþykkja aukna fjármuni í þessu skyni, að lítt athuguðu máli. En harma ber hve illa Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra hefur staðið að kynningu og meðferð í þessum sérstöku vandamálum landbúnaðarins.- Stórhugur Sl. laugardag var mikið um dýrðir á Ólafsfirði, þegar hinn nýi og glæsilegi skuttogari, Sigurbjörg, kom fyrsta sinni í heimahöfn. Hundruð manna söfnuðust við bryggjuna til að fagna komu þess, enda ástæða til, þar sem Sigurbjörgin er eitt fullkomnasta fiskiskip hér á landi, hannað og smíðað að öllu leyti í Skipasmíðastöðinni á Akureyri. Eigendur skipsins eru Magnús Gamalíelsson og synir og sannast hér sem oftar hið fornkveðna, að „sjaidan bautasteinar standa brautu nær nema reisi niður að nið.“ Sú var hin gamla speki Hávamála, og vel má það á sannast enn, hvílík gifta það er, þegar synir taka við af föður og halda uppbyggingunni áfram. Fyrir meira en hálfri öld kom Magnús Gamalíelsson fyrst til Ólafsfjarðar. Þá stóð útgerð þar þegar með nokkrum blóma að þeirrar tíðar hætti. En það fannst fljótt, að vaskur maður hafði bætzt í hópinn og sér verka hans víða stað. Þegar hin fyrri Sigurbjörg var smíðuð í Skippstöðinni á Akureyri árið 1966, markaði það þáttaskil í skipasmíðum hér á landi. Slíkur var stórhugur Magnúsar Gamalíelssonar, að hann hikaði ekki við að leggja þessum unga iðnaði lið. Hið sama endurtók sig nú. Þótt hann sé kominn fast að áttræðu, er stórhugurinn sá sami og áður, svo að ekki er að sjá að elli hans saki í þeim efnum. Magnús Gamalíelsson er einn þeirra manna, sem með lífshlaupi sínu sýnir það og sannar, hvaða kraftur og frumkvæði býr í einstaklingnum, þegar hann fær að njóta sín. Um leið og Morgunblaðið óskar honum til hamingju með hið nýja skip, óskar það þess, að gæfa og gifta megi fylgja þeim stórhug, sem lýsir sér í smíði Sigurbjargar. Birgir ísl. Gunnarsson: Reykjavík og Sjálf- stœðisfíokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn minnist um þessar mundir 50 ára afmæl- is síns. Þessi tímamót hafa orðið tilefni ýmissa athafna af hálfu flokksins og ýmislegt hefur verið ritað í blöð, m.a. hér í Mbl. í tilefni afmælisins. Þegar saga flokksins er hugleidd, fer ekki hjá því, að minnst sé hinna miklu áhrifa, sem flokkurinn hefur jafnan haft í Reykjavík. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mótað Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meiri áhrif á þróun Reykja- víkur en nokkur annar stjórn- málaflokkur og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mótað Reykja- vík meir en nokkra aðra stofnun í þjóðfélaginu. í áratugi hafði Sjálfstæðisflokkurinn meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur og á störfum flokksins þar má sjá í framkvæmd þá stefnu og þær hugsjónir, sem flokkurinn hefur barizt fyrir. Grundvallarstefna Sjálfstæð- isflokksins byggir á trúnni á manninum sem einstakling og gildi hans. Athafnafrelsi og sér- eignarréttur er því eitt af bar- áttumálum flokksins. Hinar miklu framfarir í Reykjavík, sem gert hafa borgina að blóm- legasta byggðarlagi landsins, eru öðru fremur því að þakka, að hér hefur þessi stefna verið framkvæmd í ríkari mæli en annarsstaðar á landinu. íbúðir í eigu fjölskyldnanna Tökum t.d. húsnæðismálin. Sú var tíðin, að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins héldu því fram, að hið opinbera, ríki og sveitar- félög ættu að eiga sem mest af húsnæði og leigja það út. Sú stefna skýtur reyndar alltaf upp kollinum öðru hvoru. Sjálfstæð- ismenn tóku upp andstæða stefnu og báru hana fram til sigurs. Stefna þeirra var sú, að sem flestar fjölskyldur ættu að eiga sínar eigin íbúðir og því skyldi miða stefnuna í skipu- lagsmálum, lánamálum, skatta- málum og húsnæðismálum al- mennt við þetta markmið. Eng- inn vafi er á því, að þessi stefna hefur verið til mikillar blessunar fyrir Reykjavík og íbúa hennar og reyndar landið allt. Örva einstakl- inginn í at- vinnumálum í atvinnumálum hefur verið reynt að örva einstaklingana og félagasamtök þeirra til dáða. Reykjavíkurborg hefur með margskonar óbeinni fyrir- greiðslu stuðlað að því. Má þar nefna að hér er öruggasta orku- öflun á öllu landinu, bæði raf- orku og hitaorku. Hér er bezta höfn landsins og hér er ýmiskon- ar þjónusta við atvinnurekstur betri en víðast annars staðar, t.d. í formi varanlegrar gatna- gerðar. Hefur þó haft forgöngu um stórátök í at- vinnumálum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó ekki verið meiri kredduflokk- ur en svo, að þegar nauðsyn hefur borið til, þá hefur flokkur- inn beitt sér fyrir því, að sveitar- félagið hefði forgöngu um stór- átök í atvinnumálum. Dæmi um það er stofnun Bæjarútgerðar Reykjavíkur um rekstur þeirra togara, sem einstaklingar feng- ust ekki til að kaupa, þegar endurnýjun togaraflotans fór fram eftir stríðið. — Fyrir rúmu ári síðan beitti flokkurinn sér fyrir því, að samþykkt var í borgarstjórn stefnuskrá í at- vinnumálum, sem fyrst og fremst fól í sér að örva einka- framtakið til eflingar atvinnu- lífs í borginni, en því miður hafa vinstri flokkarnir lítið eða ekk- ert gert til að koma þeirri stefnuskrá í framkvæmd. Frumkvæði í félagslegum aðgerðum Einstaklingshyggja Sjálfstæð- isstefnunnar hefur leitt til þess, að flokkurinn hefur í Reykjavík haft frumkvæði að margvísleg- um félagslegum aðgerðum, sem miða að því að örva sem flesta til sjálfsbjargar og aðstoða beint þá, sem undir hafa orðið í lífs- baráttunni. Má þar nefna endur- skipulagningu Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur og stórátök í byggingum stofnana fyrir aidr- aða og margvíslega aðstoð við aldrað fólk. Af öðrum félagslegum fram- kvæmdum má nefna byggingu barnaheimila, félagsmiðstöðva, sjúkrastofnana, íþróttamann- vtrkja o.m.fl. Hvað sem hver segir, þá er það staðreynd að um allar slíkar framkvæmdir hefur Reykjavík, undir forystu Sjálf- stæðismanna, verið brautryðj- andi, en önnur sveitarfélög eða jafnvel ríkið síðan fylgt á eftir. Reykjavík er stolt Sjálfstæðis- flokksins Sjálfstæðismenn geta með stolti bent á Reykjavík sem dæmi um það, hvernig til tekst, þar sem stefna flokksins hefur fengið að njóta sín án þess að slá hafi þurft af í hrossakaupum við aðra flokka. Ein af þeim heitstrengingum sem Sjálfstæðismenn gera á 50 ára afmæli flokksins er að ná aftur meirihluta í Reykjavík, sem tapaðist fyrir réttu ári, og beina borginni aftur inn á glæsta braut framfara, en nú stefnir í óefni um stjórn borgar- innar undir sundurþykkri vinstri stjórn. Guðrún A. með kvöld- skemmtun í dúr og moll GUÐRÚN Á. Símonar óperu- söngvari mun efna til sérstæðra tónleika í Háskólabíói miðviku- daginn 6. júnf n.k. og kaliar hún skemmtunina, Kvöldskemmtun með Guðrúnu Á. og kompaný í dúr og moll. Skcmmtunin verður í léttum stfl og m.a. mun Guðrún rifja upp lög sem hún söng á sfnum tfma með hljómsveit Bjarna Bö. Á efnisskrá kvöld- skemmtunarinnar eru annars fjölmörg lög f flutningi Guðrún- ar úr heimskunnum söngleikjum eins og t.d. West Side Story, Sound of Music og Oklahoma, lög frá Napólf og lög eftir t.d. Jón Múla og Árna Johnsen. Þá mun Guðrún syngja ýmis létt lög eins og t.d. hið franska Apres toi. lög um hunda og ketti og Þurfður Pálsdóttir óperusöngvari mun syngja kattadúcttinn með Guð- rúnu. Þá verða að sjálfsögðu mættir til leiks nokkrir af kött- um Guðrúnar og má þar nefna John John, Mimi og Nino og hundana Rudi og Puskin sem munu leika kúnstir. Auk þess að Guðrún flytur ýmis lög, bæði íslenzk og erlend, þá hefur hún fengið til liðs við sig fleiri. Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson taka lagið, Krist- ín Sædal og Árni Johnsen, félagar úr kór Söngskólans í Reykjavík og undirleikarar eru Guðrún Krist- insdóttir og Árni Elvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.