Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 Arnbjörn Sigurgeirs- son fgrrv. kennari og kaupmaður —Mnning Arnbjörn fæddist 21. sept. 1904 að Selfossi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru þau sæmdarhjónin Jóhanna Andrea Bjarnadóttir og Sigurgeir Arnbjarnarson, sem tekið hafði við búi þar af foreldr- um sínum. Arnbjörn varð snemma efnilegur til starfa og áhugasamur um að afla sér fróðleiks og þekk- ingar, eftir því sem föng voru á. Hann stundaði nám í eldri deild Hvítárbakkaskóla 1924 —’25. Síðan fór hann í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1928. Á grundvelli þessarar menntun- ar hóf hann þegar kennslustörf, fyrst í sinni heimasveit, en 1929 gerðist hann kennari við barna- skólann í Vestmannaeyjum og var þar rúman áratug, en 1940 flutti hann aftur í heimabyggð sína. Gerðist fyrst starfsmaður hjá kaupféiagi Árnesinga, setti síðan á stofn eigin verzlun, „Addabúð", og starfaði við hana ásamt ýmis- konar aukastörfum meðan líf og heilsa entust. En hann andaðist eftir nokkuð langa vanheilsu 15. þ.m. Þannig vildi til, að það kom að vissu leyti í minn hlut að taka að móti Arnbirni, þegar hann kom fyrst til dvalar í Vestmanna- eyjum. Hvort tveggja var, að við vorum frændur og sveitungar og urðum svo samstarfsmenn við barnaskólann þar og fleiri störf í fullan áratug. Tel ég hann hafa verið einn af mínum beztu starfs- félögum á lífsleiðinni, enda mynd- aðist með okkur vinátta, sem héizt æ síðan. Ferðir milli lands og Eyja lágu þá mjög oft um Stokkseyri og um Selfoss til Reykjavíkur. Vil ég nota tækifærið og minnast sér- staklega hinnar miklu gestrisni, vinsemdar og hlýhugar, er ég varð svo oft aðnjótandi hjá foreldrum og allri fjölskyldu Arnbjörns á þeim árum. Þá rifjaðist upp í huga mér, að þegar ég var lítill drengur í Flóanum, þá hafði ég heyrt móður mína ásamt fleiri konum hafa orð á því hvílík rausnar- og myndarkona hún Jóhanna á Sel- fossi væri. Slík bernskuminning hefir ef til vill orðið til þess að gera mig opnari fyrir vinsemd þeirri og hlýju sem ég mætti á þessu heimili. En um leið minnir það mann líka á þau sígildu sannindi, að miklu máli getur skipt, hvernig orð berast til eyrna barninu. Vingjarnleg orð um með- bræður okkar og systur geta verið frækorn, sem vinátta og góðvild vaxa af, og kunna stundum að bera einhvern góðan ávöxt í gegn- um lífsviðskipti okkar mannanna. Hinn 15. sept 1934 kvæntist Arnbjörn Viktoríu M. Jónsdóttur, kennara. Hún starfaði líka sem kennari í Vestmannaeyjum, og vil ég því minnast þeirra sameigin- lega á því sviði með söknuði en miklu þakklæti fyrir samvinnu og samveru. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Jóhönnu Sigrúnu. Hún vinnur í Seðlabanka Islands, en er gift Kristjáni Ásg. Ásgeirssyni, húsasmíðameistara í Hafnarfirði. Arnbjörn var ekki mikið fyrir að láta á sér bera. En vegna traustleika þess, sem allir fundu í fari hans, og skýrleika í hugsun um hvert málefni, sem hann fjall- aði um, var hann valinn til ýmissa trúnaðarstarfa t.d. var hann lengi í skólanefnd, fyrst í Vestmanna- eyjum og síðar í Sandvíkurhreppi, eftir að hann fluttist til heima- byggðar sinnar. Hann var á tíma- bili í stjórn Kennarafélags Vest- mannaeyja ofl. ofl. sem honum var tiltrúað. Og eitt er sameiginlegur vitnisburður um öil hans störf, að hann vann ávallt og alisstaðar af trúmennsku og fullkomnum heiðarleika jafnt í smáu sem stóru. Ég hefi minnst nokkuð á kynni mín af hinu eldra heimili Arnbjörns í austurbænum á Selfossi. En þegar þau Arnbjörn og Viktoría fluttust frá Eyjum, þá byggðu þau sér að sjálfsögðu sitt eigin heimili, fagurt að útliti og alveg sérstaklega fyllt innri fegurð. Ég og kona mín Elín S. Jakobsdóttir, áttum því miklu láni að fagna að njóta þar í ára tugi ómetanlegrar vináttu og yndis- stunda. Því miður féll frú Viktoría frá fyrir aldur fram. En það var hvort tveggja að gamla og nýja heimilið stoðu hlið við hlið og sami andi gestrisni og sannrar tryggðar og vináttu ríktu jafnt á þeim báðum. Þakklæti okkar hjóna og fagrar minningar ná því jafnt til yngra sem eldra. Um leið óskum við hinu nýjasta heimilinu, sem fjölskyldan hefir reist þar á næstu slóðum, allra heilla og blessunar í framtíðinni, enda ríkir þar áfram hinn sami andi gest- + Dóttir mín ÁRNÝ SIGRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR sem lést 19. maí veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. maí kl. 15. Fyrir hönd barna hennar, systkina og annarra vandamanna Baldvin Árnaaon. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA JÓNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Skólavöröustíg 41, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 28. maí kl. 13.30. Gunnhildur Pálsdóttir, Kristinn Einarsson, Esther Pálsdóttir, Fríðrik Friðriksson, Gyða Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúöarþakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa GUNNARS MARELS JÓNSSONAR, skipasmíðameistara, Vestmannaeyjum. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. Kristín M. Jóns- dóttir — Minning risni, mannkærleika og fegurðar sem á hinum fyrri. Það er allt í anda hins fráfaílna vinar og hinn- ar áður fráföllnu konu hans. Að lokum vottum við dóttur Arnbjörns, dóttur börnum, syst- kinum og öllum vinum og vanda- mönnum okkar dýpstu og innilegustu samúð. Guð blessi minningu hins mæta manns, og gefi þeim, sem eftir lifa og sakna nýjar vonir með nýrri fegurð og lífsgildi. Halldór Guðjónsson. Fædd 17. desember 1891. Dáin 18. maí 1979. Kristín í Baldursbrá er dáin. Fjöldi Islendinga þekkti hana vegna áratuga starfrækslu verzl- unarinnar Baldursbrár á Skóla- vörðustíg 4. Kristín og Ingibjörg Einarsdóttir (Eyfells) kynntust sem kennslukonur við Kvenna- skólann á Blönduósi á árunum 1913—1918, bundust þá órofa vin- áttuböndum og hófu samstarf, sem entist þeim til æviloka. Þær ráku hannyrðaverzlunina Baldursbrá, frá 1922, meðan þrek entist og raunar allnokkuð lengur. Samstarf þeirra var þó víðtækara en verzlunarrekstur, því að Krist- ín var alla tíð í heimili Ingibjarg- ar og Eyjólfs Eyfells á Skóla- vörðustíg 4. Hún tók þátt í rekstri heimilis, uppeldi barna Ingibjarg- ar og Eyjólfs svo og þeirri miklu risnu, sem heimilið veitti. Þar voru ávallt gestir og aðkomufólk utan af landi, skyldfólk og vanda- laust fólk. Margt af því dvaldist þar langdvölum. Minning: Kristján Eldjárn Krisijánsson Hellu Kristján Eldjárn Kristjánsson, föðurbróðir minn, fyrrum bóndi að Hellu, Árskógsströnd, lézt hinn 18. maí. Hann varð háaldraður, 96 ára, fæddur 14. október 1882 á Litlu-Hámundarstöðum í sömu sveit, sonur hjónanna Rristjáns Jónssonar, bónda og Guðrúnar Vigfúsdóttur, kominn af sterkum bændaættum. Hann var næst- elstur bræðra sinna, en þeir voru Jón Kristjánsson, sem var þeirra elstur, bjó lengstum á Litla-Árskógsandi og reri til fiskj- ar, Jóhann Fr. Kristjánsson, bygg- ingarmeistari, Vigfús Kristjáns- son, bóndi á Litla-Árskógi, en hann stundaði jafnframt útgerð frá Sandinum. Yngstur var Stefán Kristjánsson, sem fluttist til Kanada á þriðja áratugnum. Kristján Eldjárn lauk búfræði- námi við Hólaskóla árið 1905. Fór að því loknu til Norðurlanda til framhaldsnáms. Fyrst við Lýð- háskóla í Danm. 1906-1907. Að því loknu stundaði hann nám við Búnaðarskóla í Noregi 1906—1907 og að lokum við Búnaðarháskóla í Noregi 1908—1909, sem ekki var algengt á þeim tímum. Skömmu eftir heimkomuna keypti hann landnámsjörðina Hellu og hóf búskap árið 1912 og giftist 1914 sinni ágætu konu, Sigurbjörgu Jóhannesdóttur, ætt- aðri frá Þönglabakka í Fjörðum, S-Þing. Sigurbjörg lézt árið 1952. Heimili þeirra var bráðmyndar- legt, hreint og fágað. Þau voru rausnarleg heim að sækja. Þegar ég, sem unglingur, kynntist fyrst Kristjáni, kom hann mér fyrir sjónir eins og ég hafði gert mér hugmyndir um bændahöfðingja. Hann hafði virðulega en látlausa framkomu, en gat verið nokkuð fasmikill. Svipmikill var hann, eins og hann átti kyn til, og það var eins og birta væri yfir honum, einkum þegar hann bar við glettni. Kristján Eldjárn starfaði jafn- an mikið að félags- og búnaðar- málum í sinni sveit og var sæmdur riddarakrossi fyrir þau störf áið 1967. Hann starfaði í mörgum nefndum þ.á.m.: í sýslunefnd um 50 ára skeið, árin 1912—1962. í hreppsnefnd Árskógsstrandar var hann 1939—1967, formaður sóknarnefndar um árabil, formað- ur Búnaðarfélagsins um áratugi. Þá starfaði hann við Ræktunar- félag Norðurlands á annan tug ára. Oddviti var hann árin 1930—1940. Þá var hann hrepps- stjóri árum saman eða frá 1939 til 1967, en þá tók sonur hans, Snorri, við því starfi. Börn Kristjáns eru auk Snorra: Þuríður, býr að Ytri-Tjörn, Eyjafirði, Sigríður, búsett í Reykjavík, Jóhannes, forstj. Véísm. Odda, Akureyri, og Guðrún Sigríður kjördóttir þeirra. Búskap lagði hann sjálfur niður árið 1952 og fluttist skömmu síðar til Snorra sonar síns og konu hans að Krossum, sem var heimili hans upp frá því. Kristján Eldjárn Kristjánsson verður jarðsettur í dag, laugardag, frá Stærri Árskógskirkju. Með Kristjáni Eldjárni er horf- inn af sjónarsviðinu einn af þess- um traustu og góðu mönnum úr bændastétt. Hákon Jóhannsson. Kristín hafði litla tveggja her- bergja íbúð fyrir sig en var að öðru leyti í heimili Ingibjargar og Eyjólfs. íbúð Kristínar var þó, að sjálfsögðu, notuð jafnt fyrir allt heimilið, þegar gesti bar að garði og þegar veizlur voru haldnar. Vinátta og samstarf Ingibjarg- ar og Kristínar lýsir báðum vel. Kristín var óvenju smávaxin kona en mikill persónuleiki. Hún var ekki hávær en fólk tók eftir því, sem hún sagði. Ég minnist þess frá því ég var drengur og lék mér við frændur, mína, Jóhann og Einar Eyfells, og var daglegur gestur á heimili þeirra, að ekki varð komist fram hjá að hlusta á Krstínu og hlýða, þó að við værum fullir ærsla. Það er mér einnig minnisstætt frá bernskuárum, að í jólaboðum og öðrum veizlum þögnuðu venju- lega viðstaddir og hlustuðu, þegar Kristín lagði eitthvað til málanna. Kristín fóstraði Einar, eldri son Ingibjargar, og kostaði hann í skóla. Okkur Jóhanni, eða a.m.k. mér, fannst Einar hafa nokkur forréttindi fram yfir okkur. Þó nutum við ekki síður hlýju og elskulegheita Kristínar hversdags. Þessi kona hafði alla tíð lag á að hugga hnuggin börn, hughreysta þau og koma í gott skap. Þetta átti ekki síður við á elliárum hennar, þegar barnabörn Ingibjargar og annað smávaxið frændfólk áttu í hlut. Kristín tók slíku ástfóstri við Ingibjörgu, að það voru ekki ein- vörðungu hún og börn hennar, sem nutu ástríkis Kristínar, held- ur einnig systkinabörn Ingibjarg- ar og margir aðrir ættingjar. Það hefur undrað fleiri en mig, hve þessi litla kona hafði stórt hjarta. Óhætt er að segja, að allt frændlið Ingibjargar bar mikla virðingu fyrir Kristínu og hlýju til hennar. Einar, fraéndi minn, hefur gold- ið Kristínu vel fóstrið með því að hafa hana í heimili sínu eftir að elli og sjúkdómar fóru að sækja hana heim. Og við þá aðhlynningu hafa kona hans, Unnur, og dæt- urnar tvær ekki látið sitt eftir liggja. Mun þó hafa mætt mest á Unni. Þó að það sé lögmál lífsins, að gamalt fólk, satt lífdaga, deyi, hlýtur söknuður að setjast að manni, þegar svona hjartfólgið fólk hverfur á braut. Haraldur Árnason. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.