Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 21 Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur í tilefni 50 ára afmælis flokksins sent frá sér eftirfar- andi ávarp: Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929, þegar þingmenn íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins lýstu því yfir, að þeir hefðu sameinazt í einn flokk, sem hefði þessi aðalstefnumál. 1. Að vinna að því að undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin heldur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstíma sambandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandamálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstakl- ingsfrelsis og stvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Til þessarar yfirlýsingar hafa Sjálfstæðismenn síðar mjög vitnað. Þar er að finna skýrum orðum stefnu flokksins. Stefnan er einstaklingshyggja. Sjálfstæðismenn miða við einstaklinginn og kjósa frelsi hans innan marka laganna. Frelsi einstakl- ingsins er skilyrði fyrir lífshamingju hans og almennum, efnalegum framförum. Og stefnan er þjóðernishyggja, því að Sjálfstæðismenn telja, að ávaxta beri menningararf þjóðarinnar, kunna söguna, þekkja bókmenntirnar, gæta tungunnar, bera virðingu fyrir kristinni trú og vernda þjóðleg verðmæti. Sjálfstæðisstefnuna má þannig kenna við einstaklingshyggju og þjóðernishyggju, við frjálslyndi og íhaldssemi. Stétt með stétt. — er kjörorð Sjálfstæðis- manna. Þjóðinni vegnar bezt, þegar einstakl- ingarnir vinna saman þannig að hver sinni sínu, en ríkið tryggi frið með þeim og afkomu lítilmagnans. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur einnar stéttar, heldur allrar þjóðarinnar, allra einstaklinganna. Hann vill ekki umsvif og vald ríkisins nema þar, sem einkaframtakið getur ekki leyst vandann. Þar skilur Sjálfstæðis- flokkurinn og aðra stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki forystuhlut- verki í íslenzkum stjórnmálum vegna ranglátrar kjördæmaskipunar fyrr en 1942. Hann hafði þrisvar forystu um að leiðrétta kjördæmaskipun- ina, 1933, 1942 og 1959, þannig að hún yrði samkvæmari flokkaskipun og byggðinni í land- inu. Með stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944 var öðru megintakmarki Sjálfstæðisflokks- ins náð. En Sjálfstæðisbaráttan er ævarandi. Hún er í raun lífsbarátta þjóðarinnar. Öryggis lýðveldisins varð að gæta, og það með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamvinnunni við Bandaríkjamenn. Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka óskiptur í þessu sjálfstæðismáli þjóðarinnar. Efnalegt sjálfstæði er þjóðinni lífsnauðsynlegt, en yfirráð yfir auðlindum hennar, fiskimiðum og fallvötnum, skynsamleg nýting þeirra og aðgangur að útlendum mörkuðum tryggja það. Sjálfstæðisflokkurinn hóf sóknina í landhelgis- málinu og beitti sér fyrir setningu landgrunns- laganna 1948 og hafði forustu um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur 1975, sem tryggði okkur óskoruð yfirráð yfir auðlindum hafsins. Islenzka þjóðin hlaut ekki einungis sigur, heldur einnig sóma af sem friðsöm lýðræðisþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn hafði einnig forystu um virkjun fallvatnanna og samvinnu Islendinga við aðrar þjóðir í viðskiptamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjórum sinnum gengið til sjórnarsamstarfs, þegar í óefni hefur verið komið vegna lítillar fyrirhyggju stéttar- flokkanna, 1939, 1950, 1959 og 1974, enda þótt honum hafi ekki tekizt að ná öllum markmiðum sínum og takizt það varla fyrr en hann nær hreinufn meiri hluta á Alþingi. Hann hafði frumkvæði að þeim breytingum á hagkerfinu í anda frjálshyggju 1950 og 1960, sem leystu þá fjötra, sem voru á einkaframtakinu, og færðu þjóðarbúskapinn fjær haftabúskap og nær markaðsbúskap, þannig að sjálfsbjargarhvöt og sérþekking einstaklingsins nýttust betur en áður öllum í hag. Sjálfstæðisflokkurinn leggur óhræddur störf sín í 50 ár undir dóm þjóðarinnar. En framtíðin skiptir þó mestu máli, þótt að fortíð skuli hyggja. Framtíðin kann að bera í sér margar hættur — en við þeim mun Sjálfstæðisflokkurinn bregðast með því að leggja enn áherzlu á stefnu sína, þjóðlega frjálshyggju, stefnu einstaklingsfrelsis og mannúðar sem ein getur tryggt Islendingum góð lífskjör, almenn mannréttindi trausta þjóðmenningu. í stjórnmálayfirlýsingu 23. Landsfundar Sjálf- stæðisflokksins 3.—6. maí s.l. segir: „Á næstu árum og áratugum bíða okkar Islendinga verkefni, sem miklu skiptir að giftusamlega séu af hendi leyst. Við þurfum að treysta lýðræði og öryggi og efla samstöðu og samskipti við nágranna okkar. Við verðum að styrkja einingu þjóðarinnar á grundvelli aukins jafnréttis í kjöri fulltrúa til Alingis og vaxandi jafnvægis í atvinnu og aðstöðu á milli landshluta. Við þurfum að tryggja varðveizlu og hagkvæma nýtingu á auðlindum lands og sjávar. Við verðum að auka framleiðslu með haganlegri beitingu fjármagns og þekkingar. Við verðum að stuðla að velmegun hvers og eins og samhjálp allra. Við þurfum að standa vörð um þjóðerni og tungu, kristindóm og kirkju og styrkja heimili og fjölskyldu í umróti harðstígra þjóðlífsbreytinga. Sjálfstæðisflokkurinn er þess fullviss, að þessum markmiðum verði bezt náð á grundvelli frelsis einstaklinga og ábyrgðar þeirra og heitir að stuðning þjóðarinnar við þá stefnu“. Ritgerðasamkeppni Ríkisútvarpsins: Húsf rey ja f rá Kjalamesi sigrar Dómnefnd og sigurvegarar í ritgerðasamkeppni Ríkisútvarpsins. Talið frá vinstri: Auður Auðuns. Hjörtur Pálsson, Hulda Pétursdóttir, Pétur ólafsson, Gunnar Erlendsson og Stefán Júlíusson. Rannsaka oMuverziunina ÁKVEÐIÐ var í fyrra, af þáver- andi útvarpsráði, að efna til ritgerðasamkeppni, þar sem fólki gæfist kostur á að senda útvarp- inu ritgerðir, sem fjölluðu um reynslu þess og kynni af hernám- inu eða væru byggðar á endur- minningum frá styrjaldarárun- um síðari. Tilgangur þessarar ritgerða- samkeppni var tvíþættur, í fyrsta lagi sá að afla útvarpinu efnis og í öðru lagi að hvetja fólk til að stinga niður stílvopni og færa þannig í letur ýmislegt sem orðið gæti til að skýra það sem gerðist á þessum umbrotatímum í íslensku þjóðlífi. Ákveðið var að veita þrenn verðlaun, 100 þúsund, 75 þúsund og 50 þúsund krónur. Dómnefnd skipuðu: Auður Auðuns fyrrv. ráðherra, Stefán Júlíusson rithöfundur og Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri af hálfu ríkisút- varpsins. Alls bárust 66 ritgerðir eftir 64 höfunda, en tveir þeirra sendu tvær ritgerðir hvor. Höfundar skiluðu ritgerðum sínum undir dulnefnum, en hin réttu nöfn þeirra voru látin fylgja með í lokuðum umslögum. Ritgerðir bárust af öllu landinu, þó að stærsti hlutinn kæmi frá höfuð- borgarsvæðinu eða nágrenni. Fyrir skömmu lauk dómnefnd störfum og ákvað hvaða ritgerðir skyldu hljóta efstu sætin. Fyrsta sætið hreppti höfundur ritgerðar sem send var undir dulnefninu „275“ og reyndist vera Hulda Pétursdóttir, húsfreyja í Utkoti á Kjalarnesi. Önnur verðlaun hlaut Pétur Ólafsson hagfræðingur, Marklandi 8, Reykjavík, en dul- nefni hans var Jóm III. Þriðja sætið kom í hlut Gunnars Er- lendssonar tæknifræðings, Kópa- vogsbraut 87, Kópavogi. Að áliti dómnefndar voru þess- ar þrjár ritgerðir falla vel inn í þann ramma sem ritgerðunum var markaður. Hulda lýsir fjölskyldu- lífi á venjulegu heimili í Reykja- vík á persónulegan hátt og áhrif- um hernámsins á hversdagslíf fólks, atvinnu og hugsunarhátt og er frásögn hennar krydduð nokk- urri kímni, mannleg og lýsandi. Pétur dregur upp fjörlega og fróðlega mynd af hernámsdegin- um sjálfum í Reykjavík þar sem í senn er skyggnst á bakvið tjöldin og lýst ástandi þjóðlífsins á árinu 1944. í ritgerð Gunnars Erlends- sonar, sem er að verulegu leyti bundin við Hafnarfjörð, kemur skýrt fram hvernig samskipti við erlent herlið urðu stór þáttur hins daglega veruleika í lífi drengja á hans aldri. I ráði er að þær ritgerðir sem viðurkenningu hlutu verði lesnar í útvarp í sumar en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um, hvenær að því kemur. Ætlunin er að lesa fleiri ritgerðir en þær þrjár sem viðurkenningu hlutu, en þær verða lesnar í framhaldi af verðlauna- ritgerðunum, ef um semst við höfundana. RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að skipa sérstaka nefnd til þess að rannsaka alla helstu þætti olíuverslunar og olíunotkunar í landinu. Verkefni nefndarinner eru að athuga eftirfarandi þætti: a) olíukaup erlendis, verðviðmiðanir í olíuinnkaup- um og olíufragtir, b) flutninga til landsins, strand- flutninga með olíu, flutninga innanlands, geymslurými, smásöludreifikerfi olíufélag- anna, c) rekstur olíufélaganna á þeim áratug sem nú er að líða, fasteignamyndun þeirra, kostnað og tekjumyndun, d) verðmyndunarkerfi olíu innanlands, þ.m.t. skattlagn- ingu hins opinber, bankakostnað, álagningu olíufélaga og vísitölu rekstrarkostnaðar olíufélag- anna, e) olíunotkun landsmanna með tilliti til orkubúskapar lands- manna í heild. Nefndinni er ætlað að gera tillögur um úrbætur varðandi ofangreinda efnisþætti. í nefndinni eiga sæti: Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Finnbogi Jónsson, verkfræðingur, Gunnlaugur Stefánsson, alþm., Halldór Ásgrimsson, lögg. endurskoðandi, Ingi R. Helgason hæstaréttarlögniaður og Stefán Jónssoon, prentsmiðjustjóri. Ingi R. Helgason er formaðu nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.