Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 5

Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 37 Kirkjuhúsið ber þar hátt við lygnan sæ. Fámennt er í eyjunni við hið ysta haf með veðrin hörð. Kirkja Grímseyinga sú hin nyrsta á landi voru er hin reisulegasta. í báðum þessum kirkjum er Guði sungið lof og dýrð ásamt bænarákalli safnaðarins. Þá kemur mér í hug orð úr Grímseyjarbók sr. Péturs er hann spurði við húsvitjun gamlan sjó- mann: varstu aldrei hætt kominn í björgunum, — það kom fyrir — en Faðir vor dugði mér, ég bað um hans vernd og blessun á meðan ég vann verkið. Ég óska frænda mínum sr. Pétri Sigurgeirssyni og konu hans Sól- veigu Ásgeirsdóttur til hamingju á þessum merka degi. Pétur Indgjaldsson Á ÞESSUM tímamótum ævi þinnar sér Pétur, sendi ég þér innilegar hamingjuóskir og þakkir fyrir langa og trausta vináttu, snuðrulaust og gott samstarf pg öll störf þín í þágu kirkjunnar. Ég bið þér og fjölskyldu þinni Guðs blessunar og þakka ykkur hjónun- um hugstæðar og ljúfar samveru- stundir á heimili ykkar. Við embættisbræður þínir í Eyjafjarðarprófastsdæmi árnum þér árs og friðar. — Lifðu heill. Stcíán Snævarr prófastur. Um leið og við hjónin óskum þér til hamingju með sextugsafmælið þökkum við margra ára vináttu og samstarf. Þökk sé þér fyrir ötula og markvissa forystu í Prestafé- lagi hins forna Hólastiftis, — fyrir stofnun Æ.S.K. í Hólastifti og starfsins þar, — fyrir byggingu sumarbúða við Vestmannsvatn, en Æ.S.K. er 20 ára á þessu ári. Þannig mætti lengi telja. Störf þín mörg og margvísleg einkennast öll af dugnaði og þrautseigju, en lipurð og mildi. Við þökkum gestrisni ykkar hjónanna og mörgu ánægjustund- irnar á heimili ykkar fyrr og síðar. Megi íslenzk kirkja lengi njóta krafta ykkar. Aðalbjörg og Sigurður Grenjaðarstað. Ég veit að í Mbl. 2. júni 1979 verður á myndarlegan hátt minnst þeirra tímamóta í ævi sr. Pétur Sigurgeirssonar, vígslubiskups okkar Norðlendinga, er hann þann dag verður sextugur. Mitt erindi er aðeins að biðja þessum góða vini allrar Guðs blessunar, svo og konu hans Sólveigu og öllum ástvinum þeirra, og þakka hin löngu og góðu kynni, og einkum og sér í lagi alla þá hlýju vináttu, sem hann hefur auðsýnt mér frá fyrstu tíð kynna okkar. Séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, er manngæðamaður; maður sem lifir öllum til góðs og sjálfum sér til mikillar sæmdar. Mikið er Akureyringum og okkur Norðlendingum öllum það þakkar- efni, að við fengum að eignast sr. Pétur og í svo langa tíð að njóta mannkosta hans, hins glaða hlýja hugar, trúmennsku og starfs- hæfni. Sú er ósk mín að við megum njóta starfs sr. Péturs og vináttu um langa tíð. Ég þakka honum forystu fyrir Prestafélagi Hóla- stiftis hins fona og fyrir sam- starfið í stjórn þess og yndis- stundir á greiðasömu menningar- heimili þeirra vígslubiskupshjóna. Gott er með sr. Pétri að vera. í návist hans finnst svo glöggt sem verða má, að sönn eru þessi orð norska stórskáldsins: „að þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir“. Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sr. Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup Hólastiptis er 60 ára í dag og allir vinir hans og kunningjar fjær og nær óska honum innilega til hamingju. Mér er ennþá í fersku minni þegar ég fyrst kynntist Pétri. Það var sumarið 1938 á ísafirði þar sem faðir hans var þá prófastur. Pétur var þá að koma úr síma- vinnu og var á leið heim til sín. Við höfðum sézt áður í bænum og vissi hann að ég var frá Skotlandi pg var að þjálfa í knattspyrnu á ísafirði. Við heilsuðumst og spjöll- uðum dálítið saman. Seinna hitti ég Pétur í kirkjunni við messu- gjörð, þó skal ég viðurkenna að ég skildi mjög lítið af því sem fór fram. Ég hafði þá kynnst foreldr- um Péturs og gleymi ég aldrei þeirri gestrisni sem þau sýndu mér á meðan ég dvaldi það sumar á ísafirði og síðar. Og var það séra Sigurgeir Sigurðsson biskup sem síöar tók virkan þátt í því að ég ílentist á íslandi og gerðist þjónn þjóðkirkjunnar. En leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en Pétur fluttist með foreldr- um sínum til Reykjavíkur og hann, ásamt mér, innritaðist í Guðfræðideild Háskólans. Og þá fékk ég þá ósk mína uppfyllta að kynnast þessum unga og hrein- skilna manni sem ég sá fyrst í vinnugalla á götu ísafjarðarbæjar á sólríkum sumardegi. Sú kynning var mér til mikillar gleði og úr henni varð vinátta, traust og fögur. Máltækið segir: „Sá er vinur sem í raun reynist". Pétur var ekki lengi að skilja að ég sem var einbirni foreldra minna hafði áhyggjur af þeim úti í Skotlandi þar sem striðshættan var dagleg- ur viðburður, enn fremur komst ég ekki til þeirra vegna stríðsins. Það var óvanalegt, og er það ennþá, að ungur maður sýnir öðrum mikinn kærleika og skilning eins og Pétur Sigurgeirsson sýndi mér á þessum tíma. Enginn veit nema ég um þau uppörvandi orð og hvatningu sem hann veitti mér; um þá daglegu hjálp á margan hátt sem hann veitti mér. Hann var einnig kennari minn, leiðrétti íslenzku mína og kenndi mér ný orð. Eins og fyrr segir var ég einbirni, en ég eignaðist bróður í fyrsta sinn og það langt frá ættlandi mínu. Hann var Pétur Sigurgeirsson. Hann vildi vera prestur og vissi ég vel af kynnum mínum af honum, að hann var útvalinn til þess. Það voru ungir menn þá í Guðfræði- deildinni sem vissu vel um þörf á æskulýðsstarfsemi innan kirkj- unnar. Pétur var einn þeirra og eftir framhaldsnám í Bandaríkj- unum settist hann að á Akureyri og varð frumkvöðull að stofnun æskulýðsstarfsemi kirkjunnar þar í bæ, og var dæmi hans til þess að Þjóðkirkjan stofnaði til almennrar æskulýðsstarfsemi sem hefur vaxið og er nú sterkur þáttur í starfi kirkjunnar. Án efa er margur æskumaður sem þakkar sr, Pétri í dag fyrir prédikanir hans, leiðbeiningar og góð ráð sem hann hefur veitt honum í 32 ár og meira. En ef vígslubiskupinn hefði ekki orðið prestur, og þá hefði kirkja Islands tapað miklu. Hefði hann t.d. getað orðið afbragðs góður blaðamaður. Hann er vel pennafær eins og mátti sjá í Kirkjublaðinu sem hann stjórnaði að mestu á meðan faðir hans var biskup. Og bókin hans um Grímsey, sem hann hefur einnig þjónað í 26 ár, er fyrsta flokks heimildarrit um eyjuna og vel skrifuð. Ég varð einnig var við það að á ungum aldri' bjó sr. Pétur yfir miklum skipulagsgáfum og hafa þa'r komið fram í ríkum mæli í starfi hans sem prests og víglslubiskups. Trú séra Pélurs hefur alltaf verið lifandi og raun- sæ, Guði til dýrðar og mönnum til sáluhjálpar. Hann hefur Drottin í öllu sem hann gerir. Ég þakka af alhug stéttarbróður mínum fyrir aila ómetanlega hjálp í „langan aldur" og óska honum og frú Sólveigu konu hans og fjölskyldu innilega til hamingju með stóra daginn. líóbert Jack. KAUPMANNAHÖFN GLASGOW 51.000 HELSINKI 94300 DUBLIN 5Z300I LUXEMBORG 78.300 FÆREYJAR 7Q 0/1/1 38.000 iuu LONDON 63.100 STOKKHOLMUR 84.000 GAUTABORG 72.900 OSLÓ 67.300 BERGEN 67.300 Vissir þú um þetta verð? Ofangreind dæmi sýna fargjöld (fram og til baka) hvers einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu, sem nýtur fjölskylduafsláttar frá almennum sérfargjöldum. til viöbótar-og þá lítur dæmiö út eins og sýnt er hér aö ofan. Þar eru aöeins sýndir nokkrir möguleikar af fjölmörgum - en viljirþú vita um flugfargjöld til fleiri staöa og alla afsláttarmögu- Almenn sérfargjöld eru 6-30 daga leika sem bjóöast þá er bara aö fargjöld sem gilda allt áriö til nær 60 staöa í Evrópu - en fari fjölskyldan saman til Noröurlanda - Luxemborgar eöa Bretlands fæst fjölskylduafsláttur hringja í síma 25100, heimsækja næsta umboösmann eöa söluskrif- stofu okkar í fíeykjavík í Lækjar- götu og aö Hótel Esju. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.