Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 61 TT^1 ^ VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI þessi umrædda lúguafgreiðsla var sett á í þeim eina tilgangi að lengja sölutíma á frímerkjum og um leið að gera mönnum kleift að póstleggja almenn bréf. Aðra almenna póstþjónustu, svo sem viðtöku ábyrgðarbréfa, sem krefst bókunar og sérstaks með- höndlunar, svo og annarrar póst- þjónustu af svipuðum toga spunn- in, er því miður ekki hægt að veita við þessar aðstæður, enda engan veginn á færi eins manns. Eg vona að viðskiptavinir pósts- ins kunni að meta þessa viðleitni og skilji þá aðstöðu, sem hér er um að ræða — og virði óþægindin á betri veg. Matthías Guðmundsson póstmeistari. • Símaskráin 1979 Þegar ég las fyrst um að smækka ætti letur símaskrár fannst mér að þetta væri spor aftur á bak vegna smæðar leturs- ins. Þegar nýja skráin kom fannst mér hún betri en sú gamla. Ég vil taka það fram að ég nota gler- augu, án þeirra rennur allt saman, en letrið er greinilegt þótt smátt sé. Þá er einn kostur, að maður þarf ekki að fletta mörgum blöð- um. Til dæmis er d-dálkur rúm- lega 2% síða. Þetta flýtir fyrir. Ég á orðabók þar sem d-dálkurinn er 255 blaðsíður. Þar er letrið ennþá smærra, svo smátt að ég þarf á stækkunargleri að halda. Þó er ég fljótur að finna orð þar. Ég veit að margt fólk sér verr en ég. Vil ég vinsamlegast benda því á að reyna að fá sér stækkun- argler, helst ekki minna en 6—8 cm í þvermál. Ætti þá vandi flestra að vera leystur og fljótara að finna í skránni vegna færri blaðsíðna. Eitt er það sem þessi bók hefur erft frá símaskrám liðinna ára. Það er allt of þunn kápa. Mætti ekki næst hafa hana úr þykkara efni svo hún héldist ókrumpuð þetta ár sem við notum hana. Kópavogsbraut 16, Asgeir Guðmundsson. • Steypugallar Töluvert hefur verið rætt og ritað um þá. Öllum kemur held ég saman um það, að þessir gallar hafi aukist á seinni árum, og fært ýmis rök að þeirri niðurstöðu. Minna má á merka grein eftir Harald B. Bjarnason í Morgunblaðinu um daginn, hann talaði þar, bæði af reynslu og þekkingu. Við gamlir steypukarlar, getum enn í dag séð, bæði hús og önnur mannvirki standa óbrotin og ósprungin eftir áratugi. Hin stóra spurning er, hvað veldur? Þá var steypuefnið hrært á flekum og mælt í flötum eða börum. Sjáið gömlu brýrnar á Elliðaán- um. Sú syðri var steypt haustið 1919, en hin nyrðri vorið 1920. Þær standa þarna enn, heilar og ósprungnar, eftir mikia umferð í marga áratugi. Heill sé hinum gömlu steypuköllum og traustu mannvirkjum íslands, sem enn standa. Gamall brúarkarl. Islandsmótið 1. deild Valur - Haukar á laugardalsvelli í dag kl. 14 Allir á völlinn. Valur. Þessir hringdu . . • Fleiri hestamyndir 2298—2478 hringdi vegna mynd- arinnar í sjónvarpinu „Dagur hestsins“. „Mig langar til að biðja félag tamningamanna að ganga á undan með góðu fordæmi og nota hjálma og helst að láta Iögleiða notkun þeirra. Það hafa oft orðið slys og menn fengið heilahristing við að stunda hestamennsku og í sjón- varpinu voru t.d. aðeins tveir knapar með hjálma í stóðhesta- reiðinni. Einnig langar mig til að minn- ast á það hversu ósmekklegt það var að sjá fulltrúa hestamannafé- laganna í sínum eigin fötum en SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á opnu skákmóti í Islington í Englandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Brittons. og stormeistarans Nunrs. sem hafði svart og átti leik. ekki í einkennisbúningum síns félags. Það er leiðinlegt að sjá mann skemma fallegan hest. Jafn- vel formaður eins félagsins spók- aði sig um óeinkennisklæddur. Að lokum langar mig að benda á það að tónlistin í myndinni var einum of há. En Bjarni Felixson mætti gera meira af því að sýna okkur hestamyndir í íþróttaþátt- unum og hvíla okkur á knatt- spyrnunni um stund." HÖGNI HREKKVÍSI ■ & Þ/& £//£/ tWœQ/IBD 6-/E&/A/, hA ^A/p />/£) JSA/DI//2MJZ/TT uaP/Æews >u PZTTA KöM/Ð... 5oo/<{óaajÆ! Egyptaland Grikkland rn ;S§i*5Em::' BSSStt Brottför 21. júní (15 dagar). Fariö um söguslóöir í Aþenu, Cairó, Alexandríu, Sues og Luxor. FERÐASKRIFSTOFAN Verð 345 Þús. Víósýn, Austurstræti 3, sími 27090. S2F SIG6A V/öGá £ A/LVE^AW 33 ... Bxel! 34. fxel - IIí2. 35. Dg5 - IIxg2+! 36. Kxg2 - Rf l+ og hvítur gafst upp. Eftir 37. Kg3 - Dgl+, 38. Kh4 - Df2+, 39. Rg3 — Rg2+ er hann mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.