Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 Sjötugur; Guðmundur Jónasson Merkilegt fyrirbæri Guðmundur Jónasson, merkilegt náttúrufyrir- bæri liggur mér við að segja, því hann er í huga mér samgróinn náttúru Islands, hraunum lands- ins og heiðum, jöklum og söndum. Merkilegt vélvætt náttúrufyrir- bæri væri enn nær réttu, því að í augum fjölmargra þeirra, sem Guðmundi hafa kynnst, er hann fyrst og fremst „fjallabílstjórinn", maðurinn við stýrið á öræfabíl eða snjóbíl á ferð yfir auðnir landsins, svartar sem hvítar, maðurinn sem líklega hefur átt meiri þátt en nokkur annar í að opna þjóðinni öræfaheim landsins og töfra hans. Til eru þeir, sem telja að „blikk- beljur" eigi lítið erindi í þann heim og víst eru þar viðkvæmar vinjar, sem eru fjarri því að þola ótakmarkaða aðsókn. Þó ætla ég, að verulega drægi úr hættu af náttúruspjöllum á öræfum íslands ef allir, sem þar fara um, kynnu eins vel til ferðamennsku og um- gengni á áfangastöðum og Guð- mundur Jónasson. Þekking Guðmundar á öræfum íslands er með ólíkindum og hon- um er sérlega sýnt um að miðla þeirri þekkingu þeim sem hann ekur um landið og koma þeim á lagið með að njóta þess, sem öræfin hafa upp á að bjóða. Þó /------------------------------- heyrist hann aldrei segja, að þetta eða hitt, sem fyrir áugu ber, sé fagurt eða unaðslegt. Hann segir: Nú blasir Herðubreið við í suðri, eða: Þarna rís Sveinstindur. Far- þegana lætur hann um dásömun- ar- og undrunarorðin. Svo virðist sem ekkert fari framhjá honum, þegar hann er á ferð, og hann sjái bæði fram á við og til beggja hliða í einu, þegar hann situr við stýri, enda sjónskerpan með eindæmum. „Þarna skauzt lóa af hreiðri. Eigum við að stanza og skoða eggin hennar?“, og bregzt ekki að hann finni hreiðrið, eða „Sko flugutetrið þarna á snjónum, hún hefur borizt inn á jökulinn með norðanáttinni." Einu svæði á landinu ann Guð- mundur öðrum fremur. Það er Vatnajökull. Hann hefur í aldar- fjórðung verið sjálfkjörinn hrepp- stjóri í Grímsvatnahreppi, þeim góða hreppi, sem einn hreppa mun alveg skuldlaus og þurfa landsfeð- ur litlar áhyggjur af honum að hafa, nema þegar vatnsborð í Grímsvötnum tekur að nálgast hlaupmörk. Hvergi nýtur ferða- mennska Guðmundar sín betur en á Vatnajökli. Þar er ærið villu- gjarnt ef þoka grúfir yfir, og fátt um kennileiti, en Guðmundur læt- ur það ekki aftra sér. Ratvísi hans og sú heppni, sem löngum fylgir honum í ferðum — en hann teflir stundum djarft — er sambland af góðri athyglisgáfu, stálminni á umhverfi, eðlisávísun og útsjónar- semi. í snjóbíl hans eru bæði hæðarmælir og áttaviti, en á síðarnefnda tækinu hefur Guð- mundur takmarkaða trú og lætur það ekki ráða stefnu úr hófi. Eitt af því, sem ég hefi oft undrast í fari Guðmundar er það, hvernig í fjandanum hann fer að því að gera sig skiljanlegan far- þegum sínum af allskonar þjóð- erni. Háskólanemendur mínir, sem hafa þó stúdentspróf að baki, kynoka sér flestir við að bera í munn sér annað erlent mál en ensku, eða lesa bækur á öðru máli. En Guðmundur, sem ekki hefur einu sinni gengið í venjulegan barnaskóla, en verið fermdur upp á fræðslu frá farkennara, hikar ekki við að tala við Kana, Þjóð- verja, Frakka og Skandinava, og þeir skilja. Sumarið 1955 var með okkur á Vatnajökli franskur jarð- eðlisfræðingur, Jean Martin. Sá kunni ekki önnur tungumál en sitt móðurmál og varð því lítið um samtöl við aðra leiðangursmenn, nema Guðmund. Á góðvirðiskvöld- um mátti sjá þá tvo sitja saman vestan undir sleðahúsinu með mælitækjum Frakkans, að því er virtist í hrókasamræðum. Minnis- stætt er einnig, er Guðmundur las í snjóbílnum, efst á Tungnárjökli, þáttinn af Butralda í eftirlætisbók N B/acksi Decken Mest selda garösláttuvél landsins Hin vinsæla rafknúna Black & Decker MEÐ NÝTT ÚTLIT STÆRRI MÓTOR OG TVÖFALDA EINANGRUN D. 808 525 w m/ grasskúffu Slær blautt gras Stutt og langt - snöggt og gróft aó yóar vilja. ÓDÝR - LÉTT - HANDHÆG Lítið inn á næsta útsölustaö. G. Þorsteinsson & Johnson ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533 sinni, Gerplu. Var ekki betur að sjá, en að innihald þáttarins skilaði sér með einhverjum hætti til ambassadors Bandaríkjanna, Penfields, og frúar hans, sem voru þarna með í för, þótt ekki virtust þau skilja tal annarra íslendinga í bílnum. Ymsir kollegar mínir erlendir hafa á liðnum árum tjáð mér þakklæti sitt fyrir það, að hafa bent þeim á að ferðast með Guð- mundi, er þeir vildu kynnast íslandi, og segjast margt hafa af honum lært. Hann á orðið vini og aðdáendur víða um lönd og mikið má vera, ef hann hefur ekki borizt í tal á tunglinu, þegar farið var að aka þar um á bíl, því það virtist samdóma álit geimfaraefna, eftir að hafa kynnzt Guðmundi, að æskilegt væri að geta skotið hon- um til tunglsins áður en ökuferðir hæfust þar. Mikið er skráð af ævisögum í þessu landi, en enn er þó óskráð sagan af fjallabílstjóranum Guð- mundi Jónassyni og ferðalögum hans. Þá sögu þyrfti þó vissulega að skrifa, því það er ekki aðeins saga af sérstæðum persónuleika, sem margt hefur reynt um sína daga, það er einnig saga af þróun bílasamgangna á íslandi i hálfa öld. Röskur þriðjungur aldar er nú liðinn síðan við Guðmundur fund- umst í fyrsta sinni. Snemmsumars gosárið 1947 var ég, eitt sinn sem oftar, á leið til Heklu, þrammandi með þungan bakpoka eftir aur- blautum Landveginum, er bíll hemlaði að baki mér. Sá er við stýrið sat kallaði til mín hressileg- um rómi og bauð mér far, sem ég þáði feginn. Samverjinn miskun- sami var Guðmundur Jónasson. Nánari urðu okkar kynni nokkrum árum síðar, er við fórum saman til að velja bílaslóð um Tungnáröræfi inn að Tungnárjökli og síðar í leiðangur með nokkrum Ármenn- ingum til Grímsvatna, Kverkfjalla og Bárðarbungu í snóbílnum Gusa. Var þetta fyrsta ferðin til Grímsvatna um Tungnáröræfi en sú leið hafði opnast er Guðmundur fann bílavaðið breiða á Tungná hjá Hófi. Þær eru nú orðnar fleiri en ég hefi tölur á, ferðirnar, sem við höfum síðan farið saman, og ófáar næturnar, sem við höfum sofið í sama skála, sama tjaldi, sama bíl. Margs er sameiginlega að minnast, sem notalegt verður að rifja upp þegar elli tekur að ofra sér, en ekki verður það tíundað hér. Ég hefi nú í nokkur vor verið svo heppinn að fá Guð- mund sem bílstjóra, er ég hefi farið með nemendur mína í jarð- fræði og landafræði í vikuferð um Skaftafellssýslur. Ég er hreykinn af því, að geta boðið, þessum nemendum upp á slíkan bílstjóra og þeir hafa kunnað vel að meta og hrifist af Guðmundi eins og flestir þeir, er með honum ferðast. Lúmskt gaman hefur þeim þótt þegar bílstjórinn var að reka kennara þeirra á gat varðandi hæðina á þessu eða hinu fjallinu eða nafnið á einhverjum tindi úti við sjóndeildarhring. Ég tala í nafni nemenda minna, en þó fyrst og fremst í nafni Jöklarannsókna- félags íslands og fjölmargra jöklakarla og kvenna, er ég flyt honum hugheilar árnaðaróskir á sjötugsafmælinu. Sjálfur á ég þá ósk bezta honum til handa, að hann eigi marga ferðina ófarna enn um sveitir og öræfi okkar lands. í þeirri ósk leynist sá eigingjarni þanki, að ef til vill auðnist mér að verða með í ein- hverjum þeirra ferða. Sigurður Þórarinsson. Rjómaís Marcng stoppur. *1 apiþelsmur 2 hvitur 4 insk. sykur 1 ? iin i uppelsiiuus vða sukku- líióiis. Skvriö appvlsmumar i fvennt. l.osið appelsinurn- <)t nr berkinum og skerið þær í litla bita. Stil|n-yti<' eggjahvituniar, b.i-tiö sykr- iinim i '<<j jjeytiö niarengí.- . inn stÚíin. Blandið isniun »anian við app< IsnMibitana. Skiptið isbliindtmni i appelsími- holmingana og svtjið vggjafivíitiinai' ufir. Bakið í olni viii 250° í 3-5 niin. þar til marengsínn hefut tekíð !it.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.