Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 VOR Á AKUREYRI Hér hefur Oddur Björnsaon leikhÚMtjóri á Akureyri króaö eina blómarósina af. Raunar mun hún reykvísk. Mennirnir á bak viö vaxandi myndlistaráhugs á Akureyri, Helgi Vilberg skólastjóri myndlistarskólans og Óli G. Jóhannsson stofnandi, sigandi og rekstrarstjóri sýningarsalarins Háhóls. Óli G. Jóhannsson og Baltazar (fjörugum samrssöum Örn Ingi á sýningu sinni (lönskólahúsinu. Um hvítasunnuhelgina gafst undirrituöum tækifæri til að skreppa dagstund til Akureyrar. Tilefniö var opnun samsýningar í Gallerí Háhól. Gamall bóndi, hár þulur og forvitri, haföi hvíslaö því aö Ola G. Jóhannssyni eig- anda sýningarsalarins, aö voriö væri komiö til Akureyrar. Þessu trúði Óli þrátt fyrir undangengna kulda og vildi fagna því meö myndarlegri samsýningu og jafnframt bjóöa fólki upp á brjóstbirtu til aö kústa einnig burt kulda úr sinni. Til sýningar- innar bauö hann nokkrum stór- löxum úr Reykjavík, þeim Alfreö Flóka, Kjartani Guöjónssyni, Eiríki Smith og Baltazar, jafn- framt fékk eitt „gönguseiöi“ aö fljóta með eins og Óli túlkaði þátttöku sjálfs sín. Óþarfa lát- leysi aö mínum dómi því aö myndir hans falla vel aö mynd- um hinna. Ég hef fylgst úr fjarlægö meö því sem hefur verið aö gerast noröan heiöa á undanförnum árum, skroppið þangaö í skot- heimsóknir nokkrum sinnum og vissi sitthvað um uppganginn í myndlistarlífinu þar. En ég bjóst þó ekki viö því sem ég sá og upplifði á laugardaginn — áhug- inn minnir mig helst á áhugann í Reykjavík fyrir aldarfjórðungi en aö því viöbættu aö nú kaupir fólk myndir í stórum stíl og aösóknin á sýningar fyrir noröan er aö meðaltali engu minna en í höfuðstaönum. Ekki eru mörg ár síöan, aö því var slegið föstu aö vonlaust væri aö setja upp samsýningar í Reykjavík — fáir kæmu og salan væri lítil sem engin — þetta hefur sem betur fer breyst eitthvaö hér fyrir sunnan og hvaö þá á Akureyri þar sem menn virðast rokselja myndir á slíkum samsýningum taki maöur miö af umræddri sýningu. Á fyrsta degi seldust 39 af 53 uppi hangandi myndum og aösókn var meö afbrigðum goö, þannig má ætla aö 500 gestir hafi heimsótt sýninguna með boö- gestum sem var álitlegur mann- grúi. Baltazar, sem var viö- staddur opnunina, sagöi aö þetta væri eins og best gerðist í stórborgum erlendis, en raunar þurfti enginn aö segja mér þaö. Það merkilega er, aö allur þessi mikli áhugi er ávöxtur dugnaðar örfárra manna, hug- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON vits þeirra og áræöi og þeir hafa hvorki sparaö tíma né fyrirhöfn til áróöurs til hags fyrir skapandi myndlistir á Akureyri. Þaö má vel koma fram her, aö fyrir nokkrum árum álitu reyk- vískir listamenn að Akureyri væri eyðimörk á myndrænu sviöi. Listamenn er heimsóttu þennan höfuöstaö Norðurlands meö myndir í farangrinum höföu fæstir erindi sem erfiiöi, — þaö seldist varla mynd en þó var þaö stórum verra, aö aðsókn á sýningar var nánast engin og slíkt svíður listamönnum skiljan- lega mest. En þetta sannar þaö, aö víöa má sá frjókornum á þann veg að fljótlega vex þar gróöur, sem lengi getur átt eftir aö auka viö sig. Þaö má slá því föstu, aö vaxandi áhugi fólks á myndlist fyrir noröan byggist aðallega á tvennu: starfsemi listaskólans og rekstri Galleríisins. Galleríiö Háhóll er algjört einkaframtak Óla G. Jóhannssonar, stendur undir sér sjálft og á sér enga hliðstæðu í Reykjavík. Má segja aö hér gefi Akureyringar Reyk- víkingum langt nef því oft hefur verið reynt aö reka gallerí með líku sniöi í höfuöborginni en án árangurs. Einstrengishátturinn hefur veriö of mikill. Þaö er þeim mun merkilegra aö Galleríiö skuli standa undir sér sjálft þegar tekiö er tillit til þess, aö þaö tekur einungis 20% af and- viröi seldra mynda á sama tíma og hliöstæð gallerí á Norður- löndum taka 33Vá og margir sýningarsalir í París, Hamborg, New York og London taka heil 50%. Þá er þetta þegar á allt er litiö algjört kraftaverk í kaup- staö á Islandi er telur einungis 12.500 íbúa. Þaö hafa óhjákvæmilega einnig veriö haldnar lítilssigldar sýningar í Háhól, en viö megum heldur ekki gleyma því aö slíkar voru þær einnig margar í Lista- mannaskálanum forna í Reykja- vík. Meta skal það einnig að Óli G. Jóhannsson gerir sitt besta til að reyna aö lokka til sín listamenn frá höfuöborginni og hafa þegar allmargir slíkir sýnt í sýningarsal hans. Svo vikið sé aö sýningunni sjálfri er yfir henni þokkafullur biær, pennateikningar Alfreös Flóka bera af ööru framlagi hans. Eiríkur Smith er sjálfum sér samkvæmur. Kjartan Guöjónsson viröist alfariö hafa snúiö sér aö hlutlægum við fangsefnum. Baltazar viröist í mikilli gerjun og mega þaö vera áhrif frá fangabrögðum hans viö grafíkina — litirnir í myndum hans hafa tekiö stökkbreyting- um og eru íslenzkari en nokkru sinni. Gestgjafinn ' Óli G. Jóhannsson er í hægri en mark- vissri framför. Þá skal þess getiö aö í lön- skólahúsinu sýnir Örn Ingi allmargar myndir mjög misjafn- ar að gæðum en hinar bestu þeirra bera augljósan vott um aukinn tök á tjámiölinum. Ég haföi mikla ánægju af heimsókn minni til Akureyrar, — aö listaskólanum vík ég fljótlega í næsta myndlistarvettvangi, — og svo er einungis eftir aö þakka fyrir sig. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.