Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 20

Morgunblaðið - 10.06.1979, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 LJÓSIN í BÆNUM: ÞURSAFLOKKURINN: Ólafsson, yfirþurs, er við ókum vestur Suðurlandsbrautina. Esjuberg reyndist vera búið að loka, en í Múlakaffi var enn þá opið og fyrir náð og miskunn starfsfólksins var okkur leyft að setjast þar niður og sötra te. Inni voru aðeins þrjár hræður, tveir menn reyndu að auðgast á Rauða kross kassa, eina fjárhættuspilinu, sem leyft er á íslandi, en einn hinna mörgu bifreiðarstjóra, sem svo mjög setja svip á staðinn, var að drekka kvöldkaffið sitt. Eftir að hafa komið okkur þægilega fyrir við borð eitt úti í horni, gat samtalið loks hafizt og fyrsta spurningin var, hvaða lög kemur Þursaflokkurinn til með flytja á hljómleikunum? Níuþús- undasti gesturinn fær frítt inn FRÁ litlu bakhúsi rétt innan við Hlemm mátti heyra torkennileg hljóð. Annað veifið var sem hrað- lest færi þar um, en inn á milli komu hljóð er minntu óneitanlega á hnegg í hrossi, en síðan breytt- ust hljóðin í byssuhvelli. Er að var gáð reyndist aðeins um æfingu hjá Ljósunum í bænum vera að ræða, en auk þeirra var á æfingu Magnús Sigmundsson, en liðs- menn Ljósanna koma til með að leika undir hjá Magnúsi og Jó- hanni á hljómleikunum. Eftir skamma veru inni við, var afráðið að halda út undir bert loft og sjá, sólin hafði brotið sér leið gegnum þykkan þokubakkan, sem grúfði yfir Reykjavík og nú böðuðu geislar hennar grænan grasflöt- inn. Friðrik fór og náði í teppi og þá var okkur ekkert að vanbúnaði að hef ja skrafið. Hvernig finnst ykkur að koma fram á hljómleikum? „Við kveljumst náttúrulega af ótta alveg fram að hljómleikunum og eflaust einnig á meðan við erum að spila. Þetta er okkur alveg nýtt og við hljótum að vera mjög spenntir. En við kvíðum þeirri taugaspennu, sem eflaust á eftir að hrjá okkur uppi á sviðinu. Þetta er búið að vera gífurlegt álag að undanförnu, við höfum æft á hverj- um degi, mun lengur en nokkurn gæti órað, því að mörg laganna sem við komum til með að flytja eru af nýju plötu okkar, þannig að raun- verulega má segja að við höfum hafið æfingar í marz. sem minnst hljóðflutningskerfi, t.d. þegar Cleo Lane lék í Laugar- dalshöllinni á listahátíð þá var hún ekki með mjög kraftmikið kerfi, en það skilaði samt fyrsta flokks hljómi. Galdurinn er sá að geta gizkað rétt á fjölda áhorfenda. Ef miðað er við að margir komi, en fáir láta síðan sjá sig, þá verður hljóðið mun verra, en efni stóðu til, og öfugt. Við verðum með nokkuð stórt kerfi miðað við íslenzkar hljómsveitir og höfum fengið ein- staka hluti þess lánaða víðs vegar um bæinn." Hinu má ekki gleyma að eina helzta hindrunin í vegi eðlilegs hljómleikahalds, eru hin fáranlegu lög, sem í gildi eru um þetta efni. Þar segir að til að hægt sé að fá felldan niður söluskatt verði að minnsta kosti 16 hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar að koma fram. Það hefði svo sem verið nógu gaman að fá þá til að koma og vera „gó-gó-stúlkur“, en þetta sýnir bara hvað lögin eru óraunhæf. Inn í þetta atriði kemur einnig per- sónulegur smekkur viðkomandi ráðamanna um hvað sé sígild tónlist og hvað ekki.“ Hvaða meginmunur er á hljóm- leikunum og á þeim böllum, sem þið ætlið að leika á úti á landi? „Við komum til með að taka samkomuhúsin úti á landi á leigu og leika þar fyrir dansi. Við verðum kannski með þriggja tíma prógram og einn þriðji þess, verður þá kannski eitthvað í anda þess, sem við hyggjumst leika á hljóm- leikunum. Hitt verður svo eingöngu dansmúsík. En við vonum að ferðin um landið verði skemmtileg og við hlökkum til hennar. Maður verður alltaf að vera bjartsýnn í upphafi. Svo stefnum við náttúrulega að dúndurfjöri á öllum stöðunum. Við verðum einnig með gott diskótek með í förinni og ljósasýningu undir stjórn Eiríks Ingólfssonar. Þess má einnig geta að Gísli Sveinn Loftsson sér um ljósin á hljómleikunum í Laugardalshöll- inni og síðast en ekki sízt verður einum aðstoðarmanni bætt í hljómsveitina fyrir hljómleikana, Birni Thorarensen, en hann var í hljómsveitinni Sturlungar." Hvað tekur svo við að lokinni landreisunni? „Við ætlum að taka okkur frí í júlí, en byrja síðan aftur í ágúst. Með haustinu er ætlunin að halda í skólana og halda hljómleika þar. Einnig má geta þess að plötu okkar Disco-Frisco verður dreift til Band- aríkjanna, Bretlands og Skandin- avíu í gegnum CBS hljómplötufyr- irtækið, en síðar er ætlunin að senda til Bretlands og Bandaríkj- anna prufuupptöku með nokkrum lögum af Disco-Frisco, en sú verður með enskum textum í stað þeirra íslenzku." Að svo mæltu lölluðu þeir aftur inn í æíingaskúrinn, sem nötraði og skalf þegar æfing hófst að nýju. „Við ætlum að flytja bæði gam- alt efni og nýtt. Við verðum með lög af nýju plötu okkar, Þursabit, en auk þess bæði önnur ný lög og gömul. Fólk kemur á hljómleika til að heyra lög, sem það þekkir og þess vegna munum við leika þau lög fyrir það. Alls gerum við ráð fyrir að leika í 45 mínútur, eða þar um bil. Ástæðan fyrir því að hljómleik- arnir verða í Höllinni er sú að það er hagstætt peningalega séð, þótt svo ég persónulega hefði frekar viljað leika á minni stað. Það er ódýrara að leigja Höllina frá sunnudegi og fram á þriðjudag, en að taka kvikmyndahús á leigu, því þá þurfum við að kaupa upp bíósýninguna. Draumurinn er hins vegar að halda hljómleika í litlu húsi, eins og t.d. íðnó, og hafa þá hljómleikana ókeypis. Fólki hættir til að miða hljómleika út frá því hvað það fær mikið fyrir peningana. Ef hljómleikarnir væru ókeypis, eins og t.d. þeir sem við héldum á Klambratúni í fyrra og tókust mjög vel, myndi fólk skemmta sér betur. Auðvitað er mikill munur á því að leika á sviði og að spila inn á plötu. I stúdíóinu ertu einn á báti. Þegar maður heldur hljómleika þá stendur maður og fellur með áheyrendunum. Ánnað hvort bakka þeir þig upp eða taka þér illa. Höllin er svo mikill geimur að það er hætta á að þessi stuðningur áhorfenda verði að engu og menn- irnir uppi á sviðinu verði einangr- aðir. Samt vona ég að það gerist ekki. Ég held að fólk erfi það ekkert við okkur að við hættum við að spila á hljómleikunum með Stranglers í fyrra,“ segir Egill og hlær við. „Við bættum það líka upp með hljómleikunum á Klambratúni. Hvað allan hljómburð varðar í Höllinni þá ættum við að geta lofað öllu góðu. Við verðum með sérstakan hljómblöndunarstjóra og munum reyna að gera okkar bezta í þessum efnum.“ Klukkan var farin að nálgast hálf-tólf og stúlkurnar i Múlakaffi voru farnar að hreinsa til og undirbúa sig undir lokun. Bezt að hafa hraðann á áður en okkur verður hent út. Hvað tekur við eftir hljómleik- ana? „Við förum til Los Angeles daginn eftir hljómleikana og ætl- um að leika þar í eitt skipti í klúbb, sem heitir Trubador. Þetta er frægur klúbbur, sem margir þekktir menn hafa heiðrað með veru sinni og leik. Nú þar á eftir munum við koma fram á Lýð- veldishátíð í Los Angeles, en íslendingafélagið þar í borg á 35 ára afmæli á árinu. í það skipti kemur fram með okkur fjallkona, sem er Herdís Þorvaldsdóttir. Ég held að það verði gaman af að leika á lýðveldishátíðinni, en hún verður haldin þann 16. Við ætlum að hafa prógrammið dálítið öðru vísi en venjulega, vera með ein- hver ættjarðarlög og gömul íslenzk lög á borð við vögguvísur, sem allir þekkja alveg örugglega. En inn á milli ætlum við að lauma Hljómleikarnir eru náttúrulega fyrst og fremst kynning á þessari nýju plötu, Disco Frisco, en við munum einnig leika önnur lög. Alls komum við til með að leika í um það bil 45 mínútur, og um það bil þriðjungi þess tíma verður varið í „instrumental" lög. Meðal annars eru það tvö lög eftir þá Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson. „Tónlist okkar mótast svo af lífs- gleði, lífsvilja og birtu". Teljið þið grundvöll fyrir hljóm- leikum sem þessum? „Ja, hér um árið þegar rokkhá- tíðin var haldin, en þar komu fram Eik, Kabarett, Paradís, Celsíus og Fresh, þá komu vel yfir tvö þúsund manns í Höllina og það ævintýri kom út með gróða. Það má benda á það að sameiginleg plötusala Þursaflokksins og Ljósanna er eitthvað yfir 5.000 eintök, án þess að það segi nokkuð tií um hve margir komi á hljómleikana. En það sýnir að grundvöllinn vantar ekki. Við í Ljósunum hyggjumst hins vegar verðlauna þann, sem kaupir aðgöngumiða númer 9.000“. Eruð þið ekkert hræddir við hljóminn í Höllinni? „Nei, það er engin ástæða til þess. Við fáum nægan tíma til að æfa í Höllinni, eða allt frá sunnu- degi og fram á þriðjudag og við getum þess vegna lofað góðu „sándi". Það hefur sýnt sig að stundum getur verið gott að hafa Þursar, Magnús og Jóhann og Ljósin a Alltof sjaldan gerist þaö hérlendis aö innlend- ar hljómsveitir halda hljómleika. Á þessu veröur þó gerö nokkur bragarbót á þriöjudaginn, en þá halda Ljósin í bænum, Magnús og Jóhann og Þursaflokkurinn hljómleika í Laugardalshöllinni. Já, þaö er skammt stórra högga á milli, því aö í fyrri mánuöi var Laugardalshöllin vettvangur hljómleika HLH-flokksins. Slagbrandi lék hugur á aö heyra hljóöiö í þeim sem fram koma á þriöjudag og leitaöi því til viökomandi tónlistar- manna. Tekiö skal fram aö lokum aö margnefnd- ir hljómleikar hefjast klukkan 21 en forsala aögöngumiöa er í hljómplötudeildum Karnabæj- ar, Fálkans, Skífunni og Faco. „Við komum til með að flytja sex lög á hljómleikunum og þar að hafa fimm aldrei heyrzt opinberlega áður,“ sagði Magnús Sigmundsson, en hann kemur fram ásamt félaga sfnum Jóhanni Helgasyni. „Eitt þessara laga er á plötunni Keflavík í popskurn, sem út kom nýlcga og heitir það Meditation vobooze“. Þessi sex lög skiptast í þrjá hluta, en þau fjalla öll um ákveðið tema, sem er byggt á okkar eigin lífs- reynslu. í fyrsta hlutanum eru lögin Born To Lose og Tarantuala. Bæði þessi lög eru um lægstu tilfinningar mannsins og þær verstu. Tarantula er nafn á köngulló og í laginu er lýst viðhorfum manns, sem vaknar dag einn og finnst umhverfi sitt kulda- Tema byggtá eigin reynslu ; I a ;s;s %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.