Morgunblaðið - 13.06.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.06.1979, Qupperneq 1
130. tbl. 66. árg. Hart barist í Managua Manaitua. 12. júní. AP. Reuter. NÚ ER barist um hvert hús í höfuðborginni Managua í Mið-Ameríkuríkinu Nicaragua. Talið er að hundruð manna hafi beðið bana frá því baráttan um höfuðborgina hófst á sunnudag. Somoza einræðisherrann lét flugher sinn gera loftárásir á höfuðborgina og talið er að hundr- uð óbreyttra borgara hafi fallið í loftárásunum. Somoza sagði í gær, að um 1000 skæruliðar hefðu fallið í átökunum en stjórnin misst um 300 manns frá því átökin byrjuðu fyrir um hálfum mánuði. Síamstvíburar taka framförum Salt Lake City, 12. júní. AP í fyrsta sinn eftir að Síams- systurnar Lísa og Elísa Hans- en voru aðskildar hafa læknar lýst yfir bjartsýni um framtíð þeirra. Læknar segja að þær taki framförum. Þó enn sé of snemmt að segja til um hvern- ig taugakerfi þeirra þróist þá gefi fyrstu einkenni ástæðu til bjartsýni. Systurnar voru samvaxnar á höfði og læknar aðskildu þær 30. maí. Aðgerðin tók 16 klukk- utíma. Þær eru 20 mánaða gamlar. Lísa og Elísa eftir aðskilnað- inn. Taraki að falli kominn? Jedda. Teheran. 12. júní. AP. Reuter EINN af trúarleiðtogum Afghan- istana, Burhan Rabbani, sagði f viðtali við dagblað í Saudi-Arabíu, að uppreisnar- menn Múhammcðstrúarmanna væru nú aðeins um 10 kílómetra frá höfuðborg landsins, Kabul. Hann sagði, að aðeins fimm af 29 héruðum Afghanistans væru nú undir stjórn Mohammad Tar- aki en hann komst til valda með byltingu í fyrra. Sovétmenn hafa stutt dyggilega við bakið á Taraki og sagði Rabbani, að Sovétmenn hefðu fjölgað hernaðarráðgjöfum í Afghanistan. Hann sagði, að stjórn Tarakis hefði flutt sig frá Kabul. Kaffihækk- aríverði Sao Paulo, Brazillu. 12. júnl. AP. FROST í lok maí hafa valdið verulcgum samdrætti í kaffiupp- skeru Brazilfumanna. Verð á kaffi hefur þegar hækkað um 20% á alþjóðlegum markaði. Brazilíumenn rækta um fjórðung ails kaffis í heiminum. 32 SÍÐUR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brian Allen, eftir að hafa lent heilu og höldnu f Frakklandi. „Hjólaði”yfir Ermasundið Gris Nez-höfða, Frakklandi, 12. júní. AP. Bryan Allen frá Kalifornfu fór yfir Ermarsund í dag í fótstiginni flugvél, „Gossamer Albatross“, fyrstur manna og vann þar með merkilegt afrek í flugsögunni. Ferðin tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Allen var aldrei í meira en fimm metra hæð yfir sjávarflet- inum og stundum aðeins nokkra þumlunga fyrir ofan hann. Hann þurfti að berjast við loftstrauma og fótkrampa til þess að komast yfir sundið og lenda í fjöru sem er venjulega áfangastaður þeirra sem synda yfir Ermarsund. Allen og félagi hans frá Kali- forníu, dr. Paul MacCready, sem smíðaði farkostinn, fá 200,000 dollara verðlaun frá Englend- ingnum Henry Kram er fyrir afrekið. Nokkrum sinnum hélt Allen að hann yrði að nauðlenda í sjónum og eitt sinn bað hann áhöfn eins af bátum sem fylgdust með ferð hans að vera viðbúna nauðlend- ingu. Meðalhraði Allen var um 9 mílur. Á flugi yfir Ermasundið í aðeins um fimm metra hæð. Brezka fjárlagafrumvarpið: Lækkun tekjuskatta og minnkun ríkisumsvifa London. 12. júni. AP. Reuter. BREZKA stjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp sitt á brezka þinginu í dag. Þar er gert ráð fyrir mikilli lækkun tekjuskatta og minni ríkisumsvifum eins og leiðtogi íhaldsflokksins, Margaret Thatcher haíði lofað í kosningabaráttunni. Tekjuskattur lækkar verulega. Þannig lækkar hæsti skattstigi úr 83% í 60%, sem er svipað meðaltal og víðast hvar í Evrópu. Þá gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir að selja hluti ríkisins í fyrirtækjum, þar á meðal í BP oliufélaginu. „Þetta er fjárlaga- frumvarp aukinna tækifæra," sagði Sir Geoffrey Howe fjár- málaráðherra á þinginu. Gert er ráð fyrir að Englandsbanki auki útlán sín. Fjármálaráðherrann sagði, að óbeinir skattar mundu hækka verðlag um 3,5%. Verð á bensíni hækkar allverulega, og samtök brezkra bifreiðaeigenda mótmæltu því kröftuglega. Búist er við, að verðbólgan muni herða á sér, komast upp í 16% á þriðja ársfjórðungi úr um 10% í dag. Verkalýðsleiðtogar tilkynntu, að þetta mundi valda kaupkröfum. „Við lítum á þetta fjárlagafrum- varp sem fyrsta skrefið í átt að betra Bretlandi snúa þróun hnign- unar í þróun framfara," sagði Sir Geoffrey fjármálaráðherra þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Hann tilkynnti, að ríkisstjórnin stefndi að 1,5 milljarða punda sparnaði í ríkisrekstri. Þá voru framlög til hersins hækkuð um 100 milljón pund. „Þrátt fyrir hækkun söluskatts og verðlags þá mun almennur launamaður hagnast á þessari breyttu stefnu,“ sagði Sir Geoffrey og hann bætti við. „Greiddu eins og þú neytir, en ekki eins og þú aflar." Fjárlagafrumvarpið mætti harðri andstöðu Verkamanna- flokksins á þinginu. „Þetta er óskammfeilinn leikur með brezk- an efnahag," sagði James Callag- han. Frumvarpinu var vel tekið í viðskiptalífi og iðnaði. Raddir voru þó meðal atvinnurekenda um, að frumvarpið myndi kosta deilur við verkalýðsfélögin. í kjöl- far frumvarpsins styrktist staða pundsins gagnvart öðrum gjald- miðlum. Flugmálayfirvöld í Evrópu vilja DC-10 þotumar í loftið Strassbourg, 12. júní. AP. FLUGMÁLAYFIRVÖLD 21 Evrópulands ákváðu á fundi í dag að stefna að því, að allar DC-10 þotur í eigu evrópskra flugfélaga kæmust aftur í loftið 19. júní. Ákveðið var að halda fund á mánudag, þar sem saman kæmu flugmálayfirvöld hinna ýmsu Evrópu- landa, fulltrúar þeirra 13 flugfélaga í Evrópu, sem eiga DC-10, McDollen Douglas, og flugmálastjórnar Bandaríkjanna. Ákvörðun flugmálayfirvaldanna er nokkurs konar málamiðlun. Flugfélögin í Eyrópu vilja fá DC-10 þotur þegar í gagnið. Flugmálayfirvöld landanna gera ráð fyrir nákvæmri skoðun. Verði þessi tillaga þeirra samþykkt á fundinum á mánudag, hinn 18., þá munu DC-10 þotur flugfélaganna í Evrópu komast í gagnið daginn eftir. Þessi málamiðlun kemur í veg fyrir að þvert verði brotið á þá ákvörðun bandarískra flugmála- yfirvalda að kyrrsetja allar DC-10 þotur. Öll Evrópulönd nema Júgó- slavía hafa kyrrsett þotur sínar. Frakkar, Svisslendingar og Júgó- slavar hins vegar hafa verið því ákveðið fylgjandi að þoturnar fái að fara í loftið sem fyrst, en Danir, Bretar og Þjóðverjar hafa viljað fylgja fordæmi Bandaríkja- manna. Jurgen Weber, yfirmaður flugvirkjadeildar Lufthansa, sagði að gallar sem fundist hefðu í DC-10 þotum í Bandaríkjunum hefðu verið vegna rangs viðhalds. Talsmaður flugmálayfirvalda Evrópuríkja vildi ekki segja hvað flugmálayfirvöld í Evrópu gerðu ef bandaríska flugmálastjórnin neitaði að samþykkja, að DC-10 þotur færu í loftið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.