Morgunblaðið - 13.06.1979, Side 4

Morgunblaðið - 13.06.1979, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 Bílaleiga Á.G. Tangarhöföa 8—12 Ár- túnshöföa. Símar 85504 og 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. símanúmer RITSTJÓRN 0G SKRIFSTOFUR: 10100 AUGLYSINGAR: 22480 AFGREIOSLA: 83033 AUGLÝSIWGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adíilstræti 6 sími 25810 Sjónvarp kl. 21.20: „Valdadraumar” Sjötti þáttur „Valdadrauma“ verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Það leit ekki gæfulega út fyrir Rory, syni Jósefs, í lok siðasta þáttar, en þar var hann laminn í klessu vegna ástar sinnar á Marjorie Chrisholm. Nú kemur þar að að piltur nær sér af sárum sfnum, en þá bregður svo við að hann vill ekki gjalda ofbeldismönnunum f sömu mynt, vegna heiðurs ættarinnar. Hins vegar fer það svo að bróðir hans, Kevin, tekur málið í sínar hendur og kemur því „í höfn“. Rory reynir enn að ná ást- um Marjorie hinnar fögru og tekst nú betur hjá honum en í hið fyrra sinnið. Þó fylgir sá böggull skammrifi að stúlkan er mótmælendatrúar en Jósef, faðir Rorys, hefur ákveðið að sonur hans skuli aðeins kvænast írsk-kaþólskri stúlku. Vandast þá málið en piltur ákveður þó að virða óskir föður síns að vettugi. Þau Anna María, dóttir Jósefs og Courtney, sonur Elísabetar ku vera ástfangin hvort af öðru og þegar þeir Courtney og Rory útskrifast frá Harvard, hvetur Rory hinn til að skýra Jósef frá hvernig í öllu liggur milli þeirra hjúa. Courtney gerir það en er þá sagt hvernig tengdum milli þeirra er háttað, þ.e. Tom Henn- essey er faðir hans en afi henn- ar. Eins og eðlilegt má teljast verður piltur allt annað en glað- ur við þessar fregnir og gengur mikið á. Mjög fer á svipaðan veg þegar Anna María skýrir móður sinni frá öllu saman, nema hvað stúlkan, að afloknum samræðun- um, stekkur á bak hesti sínum og þeysir út í skóg, en eins og ætla má eru útreiðar í skógi varhuga- verðar og hættur leynast við hvert fótmál. Jósef Armagh og fjölskylda meðan allt lék í lyndi. Sjónvarp kl. 20.35: „Jónsi matrós” I kvöld mun sjónvarpið sýna ævintýri sem norska sjónvarpið hefur gert og er í teiknisagnabúningi. Er þetta fyrsta ævintýrið af fjórum sem sjónvarpið hyggst sýna á næstu vikum. Ævintýri þetta fjallar um strák, Jónas matrós, sem er á skipi. Skip þetta liggur uppi við land og áhöfnin bíður þess að byr gefi. Skipsfélagar Jónsa fara nokkrir i land og strákur með þeim. Gefur þá skyndilega byr og skipið siglir burt en piltur verður eftir á eyjunni einn og yfirgefinn. Strákurinn lendir í ýmsum ævintýrum, eins og siður er undir svona kringumstæðum, en allt fer þó vel að lokum eins og vera ber. Þýðandi myndarinnar er Jón Thor Haraldsson en sögumaður er Jónsi matrós á smá kænu úti á hafi. Þetta er þó ekki eina ævintýrið Ragnheiður Steindórsdóttir. sem pilturinn í myndinni í kvöld lendir í. Útvarp Reykjavlk A1IDMIKUDKGUR 13. júní MORGUNAIINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson held- ur áfram að lesa ævintýri sitt „Höllin bak við hamrana“ (3) 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Víðsjá: Friðrik Páll Jón- son stjórnar þættinum. 11.15 Kirkjutónlist: Messa í C-dúr „In tempore belli“ eftir Joseph Haydn Elise Morison, Marjorie Thomas, Peter Witsch og Karl Christian Kohn syngja með kór og hljómsveit út- varpsins í MUnchen. Stjórnandi: Rafael Kubelik. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SIÐDEGIÐ____________________ 13.40 Á vinnustaðnum Umsjónarmenn: Hermann Sveinbjörnsson og Haukur Már Haraldsson. 14.30 Miðdegissagan: „Kapp- hlaupið" eftir K&re Holt Sigurður Gunnarsson les þýðingu sína (7). 15.00 Miðdegistónleikar: Karel Bidlo og Tékkneska ffl- harmoníusveitin leika Fagottkonsert í F-dúr op. 75 eftir Carl Maria von Weber/ 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.20 Litli barnatíminn: Hjá barnatannlækni Umsjónarmaður tímans, Unnur Stefánsdóttir, fylgist með Þóríaugu Sigfúsdóttur (6 ára), þegar hún fer í tannskoðun. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einsöngur í útvarpssal: Ágústa Ágústsdóttir syngur og kynnir sönglög eftir Hugo Wolf við ljóð Mörikes, Jónas Ingimundarson Ieikur á píanó. 20.00 Samleikur á fiðlu og píanó Vladimír Spivakoff og Boris Behtiereff leika a. Sónötu nr. 2 eftir Béla Bartók — og b. „Nornadans“ eftir Niccolo Paganini. (Frá ung. útvarp- inu). 20.30 Útvarpsagan: „Nikulás“ eftir Jonas Lie Valdís Halldórsdóttir les þýð- ingu sína (3). 21.00 Óperettutónlist: Hilde Giiden og Valdemar Kmentt syngja ásamt kór og hljóm- sveit Alþýðuóperunnar í Vín þætti úr „Syni keisarans“ eftir Franz Lehár; Max Schönherr stjórnar. 21.30 „Við langelda“ Ljóð eftir Sigurð Grímsson. óskar Halldórsson les. 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Loft og láð Pétur Einarsson sér um flug- málaþátt: Blindflug Reykja- vík-Akureyri. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 13. júní 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.30 Barbapapa Endursýndur þáttur frá síðastliðnum sunnudcgi. 20.35 Norður-norsk ævintýri Norska sjónvarpið hefur fært fjögur ævintýri í teiknisagnabúning, og verða þau á dagskrá öðru hverju á næstu vikum. Fyrsti þáttur. Jónsi Matrós Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. (Nordvision-Norska sjón- varpið) 20.50 Nýjasta tækni og vísindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.20 Valdadraumar Sjötti þáttur. Efni fimmta þáttar: Jósef er ákveðinn í að stöðva frumvarp um erlent. vinnuafl á þinginu, og hann þvingar mikilsvirtan þingmann til að ná mark- miði sínu. Bernadetta kona Jósefs, skýrir Elísabetu Healey frá því, að sér sé kunnugt um ástarsamband þeirra Jósefs. Jósef bindur miklar vonir við Rory, son sinn, og sendir hann til mennta í háskóla. Þar verður Rory ástfanginn af hinni fögru Marjorie Chisholm. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.10 Vor í Kampútseu Ný sænsk fréttamynd frá Kampútseu. Stjórn Rauðu khmeranna er fallin, og margir eiga um sárt að binda eftir var- göldina miklu. Það er fyrst nú, að almenningur þorir að leysa frá skjóðunni. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. (Nordvision-Sænska sjónvarpið) 22.40 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.