Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI1979 5 Aðstoð Islands við þróunarlöndin: Samningur um fisk- veiðiaðstoð við Kenya undirritaður Sendiherrann og Benedikt Gröndal takast í hendur, er þeir höfðu lokið undirritun samningsins. Viðstaddir undrirritunina voru, auk sendiherrans og utanríkisráðherrans, tveir starfsmenn sendiráðs Kenya í Stokkhólmi og fyrir íslands hönd Hörður Helgason ráðuneytisstjóri og Guðmundur Eiríksson og Sveinn Björnsson starfsmenn utanríkisráðuneytisins. Ljósm. Mbl. Emilía. SENDIHERRA Kenya á íslandi, Joel Wanyoike, og Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, und- irrituðu í gær í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu samning um þróunaraðstoð íslands við Kenya á sviði fisk- veiða. Þetta er í fyrsta sinn sem sendiherra Kenya kemur til íslands, en hann situr í Stokk- hólmi. Hann mun af- henda forseta íslands trúnaðarbréf sitt í dag. Áður en undirritunin fór fram lýsti Benedikt Gröndal ánægju sinni með undirritun samnings- ins og Joel Wanyoike sagði þetta Góða byrjun á væntanlegri á- framhaldandi aðstoð Islands við Kenya. Hann sagði Kenya-menn vænta mikils af aðstoðinni og sagðist vera fullviss um, að kunnátta íslendinga á sviði fiskveiða kæmi Kenya-búum að góðum notum. Verkefni þetta er liður í starf- semi Aðstoðar íslands við þróunarlöndin. íslenzkur skip- stjóri, Baldvin Gíslason, mun leiðbeina og kenna á vegum Aðstoðar íslands í Kenya og stjórna tilraunaveiðum í 12 mánuði, en í samningnum er ákvæði um að framlengja megi þann tíma. Ennfremur eru lögð til veiðarfæri í skip það sem Baldvin Gíslason hefur til af- nota. Guðjón Illugason skipstjóri fór á árinu 1977 til Kenya í könnunarleiðangur til undirbún- ings þróunaraðstoðinni. Samingurinn er fyrst um sinn gerður til tveggja ára. Ljóða- tónleikar John Speight. baritónsöngvari. og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, píanóleikari, halda ljóðatónleika í Félagsheimilinu við Heiðarveg annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar, lög eftir Faure og Ravel. auk þess munu þau flytja hinn þekkta ljóðaflokk Schumanns „Dichterliebe“ við ljóð Heine. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Vitni og ökumaður gefi sig fram UM tvöleytið s.l. sunnudag varð 7 ára drengur á reiðhjóli fyrir hvítri bifreið á Sogavegi á móts við húsin 158—164. Talið var í fyrstu að drengurinn hefði ekki meiðst neitt og hjálpuðu tvær konur honum heim. Síðar kom í ljós að drengurinn hafði orðið fyrir meiðslum. Eru konurnar tvær beðnar að gefa sig fram við rannsóknadeild lögreglunnar svo og ökumaðurinn. Sagt var frá giftusamlegri björgun þriggja ára drengs í blaðinu fyrir skömmu. Drengurinn féll í sundlaug við hótel í Aþenu, en var bjargað af fjögurra ára gömlum félaga sínum, Ottó Karl Ottóssyni. Myndin hér að ofan er tekin af þeim félögum nokkrum dögum eftir atburðinn. Ottó Karl er til vinstri og heldur á lifandi krabbadýri, en Magnús horfir á. Ljósm. Guðríður Pétursdóttir. Sýning á verkum Ríkarðs í Moskvu HINN 29. maí var opnuð í „Húsi vináttunnar“ í Moskvu sýning á verkum Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara. Félögin Sovétrík- in — ísland og MÍR, Menn- ingartengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna, standa fyrir sýningunni sem opin verður í nokkrar vikur. Á sýningunni eru 27 frum- myndir eftir Ríkarð, blý- ants-, penna- og krítarteikn- ingar, einkum mannamyndir frá yngri árum listamanns- ins og einnig tillögur hans að hátíðarfrímerkjum í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930. Þá eru á sýningunni yfir 20 ljósmyndir af höggmyndum eftir Ríkarð, myndskurði ýmiss konar, lágmyndum o.fl. Einnig eru á sýningunni fáeinir smíðisgripir úr steini, tré og beini. Við opnun Ríkarðssýning- arinnar fluttu þeir S.A. Andréev leikhússtjóri, einn af varaformönnum Vináttu- félagsins Sovétríkin — ís- land, og Jón Ögmundur Þor- móðsson sendifulltrúi í Moskvu ávörp. Auk fulltrúa frá sambandi sovéskra vin- áttufélaga, félaginu Sovét- ríkin — Island, Norðurlanda- deild utanríkisráðuneytis Sovétríkjanna og annarra Klkarður Jónsson myndhöggvari sovéskra aðila, var þriggja manna sendinefnd frá borg- arstjórn Reykjavíkur undir forsæti Sigurjóns Pétursson- ar, forseta borgarstjórnar, viðstödd opnun sýningarinn- ar. Sýningin á verkum Rík- arðs Jónssonar var saman- tekin að frumkvæði MÍR og sett upp í Moskvu í tilefni 20 ára afmælis félagsins Sovét- ríkin — ísland. Ríkarður var virkur félagi í MÍR um langt árabil. (Fréttatilkynning) LEECOOPER FLA.UELS- OG GALLABUXUR BARNASTÆRÐUM! 6.118

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.