Morgunblaðið - 13.06.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1979
11
Musica Quatro í Norræna húsinu í kvöld
í KVÖLD kl. 20.30 mun
djasshljómsveit er nefnist
Musica Quatro halda
hljómleika í Norræna hús-
Flugleiðir:
25 f erðir
í viku til
Austfjarða
Samkvæmt sumaráætlun
fljúga Flugleiðir frá Reykjavík
til þriggja staða á Austurlandi,
þ.e. til Egilsstaða, Norðfjarðar
og Hornafjarðar. Til Egilsstaða
eru flestar ferðir, þ.e. 18 í viku,
þegar áætlun hefir að fullu tekið
gildi. Á mánudögum, miðviku-
dögum, föstudögum og laugar-
dögum eru þrjár ferðir, aðra
daga tvær ferðir.
inu. Þó hljómsveitin sé ný
eru hér engir nýgræðingar
á ferð, en hljómsveitina
skipa: Gunnar Ormslev,
tenór og altósaxafón,
Reynir Sigurðsson, víbra-
fón, Helgi Kristjánsson,
bassa og Alfreð Alfreðs-
son, trommur. Það vekur
óneitanlega nokkra at-
hygli að Gunnar Ormslev
er aftur farinn að leika á
altósaxafón, en á það
hljóðfæri lék hann er hann
kom fyrst fram.
Hljómsveitin hefur æft af kappi
undanfarið og mun leika ný verk
eftir Gunnar Reyni Sveinsson m.a.
Dexter er Gunnar samdi í inn-
blæstri eftir tónleika Dexter Gor-
dons í Háskólabíói í október á
síðasta ári og Lífið er stutt, listin
löng en það er samið í minningu
A'ndrésar Ingólfssonar saxafón-
leikara. Þeir munu einnig leika
verk eftir ýmsa ameríska djass-
meistara ss. Mingus, Chick Corea
og Steve Swallow. Á fimmtudags-
morgun mun Musica Quatro
leggja land undir fót og halda til
Færeyja þar sem þeir leika á
tvennum hljómleikum í Þórshöfn í
boði Havnar Jazzfélagsins. Þeir
félagar hafa fullan hug á aö halda
samleiknum áfram og leika á
skemmtunum út á landi í sumar. í
haust munu þeir afturámóti leika
á djasskvöldum og í skólum.
Meðlimir Musica Quatro, talið frá vinstri: Alfreð Alfreðsson, Helgi
Kristjánsson, Gunnar Ormslev og Reynir Sigurðsson.
Á Egilsstaðaflugvelli tengist
Flugleiðaflugið Flugfélagi Austur-
lands sem hefir áætlun til átta
staða. Þannig tengist flug frá
Reykjavík flugi til Bakkafjarðar,
Vopnafjarðar, Borgarfjarðar,
Norðfjarðar, Breiðdalsvíkur,
Djúpavogs,. Hornafjarðar og
Akureyrar. Með þessu fyrirkomu-
lagi eru t.d. daglegar flugferðir
milli Norðfjarðar, Egilsstaða og
Reykjavíkur, en til annara staða á
Austurlandi eru flugferðir þrjá til
fimm daga í viku. Þessar ferðir
tengja þannig Austurland ekki
einungis við Suðvesturland heldur
einnig við Suðausturland og Norð-
urland. Flugfélag Norðurlands
flýgur þrisvar í viku frá Akureyri
til Egilsstaða og tengist þar Flug-
félagi Austurlands.
Frá Egilsstaðaflugvelli eru
einnig greiðar samgöngur með
langferðabílum til margra staða á
Austurlandi. Þessar ferðir eru í
beinum tengslum við flug til
Egilsstaða. Bílferðir eru til Reyð-
arfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð-
ar, Seyðisfjarðar, Fáskrúðsfjarð-
ar, Breiðdalsvíkur og Stöðvar-
fjarðar.
Milli Reykjavíkur og Norðfjarð-
ar fljúga skrúfuþotur Flugleiða
tvisvar í viku. Á miðvikudögum er
brottför frá Reykjavík kl. 14:30 og
á laugardögum kl. 11:15, en eftir 1.
júní kl. 09:00. Að auki flýgur svo
Flugfélag Austurlands frá Egils-
stöðum til Norðfjarðar og tengir
Norðfjörð þannig t.d. Hornafirði
og fleiri stöðum.
Ævintýraferðir
til næstu nágranna
Til Hornafjarðar verða í sumar
flognar fimm ferðir í viku frá
Reykjavík alla daga nema mánu-
daga og laugardaga. Þar að auki
flýgur Flugfélag Austurlands frá
Egilsstöðum fjórum sinnum í viku
og frá Hornafirði til Djúpavogs á
föstudögum og sunnudögum. Þá
verða bílferðir frá Hornafirði í
sambandi við áætlun Flugleiða
þangað.
Samband grunnskóla-
kennara og Lands-
samband framhalds-
skólakennara sam-
einuð á næsta ári
Á aukafulltrúaþingi S.G.K. 6. og
7. júní var samþykkt að sameina
Samband grunnskólakennara og
Landssamband framhaldsskóla-
kennara í ein kennarasamtök á
næsta ári. Samtökin munu heita
Kennarasamband íslands,
skammstafað K.Í., og var ákveðið
að stofnþing yrði í júní á næsta
ári. Félagsafjöldi L.S.F.K. og
S.G.K. er nú um 2800 manns.
Grænland
Ferö til Grænlands-þóttstuttsé er
engu lík. í Grænlandi erstórkostleg
náttúrufegurö og sérkennilegt
mannlíf, þar er aö finna hvort
tveggja ísenn nútíma þjóöfélag
eins og viö þekkjum þaö-og
samfélag löngu liöins tíma.
Stórskemmtilegar feröir
sérstaklega fyrir fjölskyldur
-starfshópa og félagasamtök.
Færeyjar
Þaö sem gerir Færeyjaferö aö
ævintýri erhin mikla náttúrufegurö,
ásamt margbreytilegum
möguleikum á skemmti- og
skoöunarferöum um eyjarnar, og
síöast en ekki síst hiö vingjarniega
viömót fólksins.
Efþú ert einhvers staöar velkominn
erlendis-þá erþaö íFæreyjum.
Spyrjiö sölufók okkar,
umboösmenn eöa feröaskrifstofurnar
um nánari upplýsingar.
FLUGLEIÐIR