Morgunblaðið - 13.06.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979
13
rURHORNINU
Þannig var umhorfs í frystiklcfa hraðfrystihússins á Raufarhöfn,
staflað upp í loft ok aðeins örlftið pláss eftir fyrir fisk. Hallur
Þorstcinsson kemur fiskikassa haganlcga fyrir, enda ekki vanþörf
á vegna plássieysisins.
Frá vinnslu í hraðfrystihúsinu á Raufarhöfn.
Þéttur snjór. margra metra þykkur ligRur að húsunum. Ef myndin
prentast vel má sjá vcrksummerki eftir jarðýtu sem reyndi að lótta
mesta þunganum af húsinu írcmst á myndinni.
Felipe
Gonzales
enginn
virðist
trúa því
að hann
sé raun-
verulega
hættur.
Spánn
Var Gonzales
ekki alvara?
Felipe Gonzales kom öllum á óvart þegar
hann tilkynnti á þingi spænska sósíalista-
flokksins (PSOE) á dögunum að hann hefði
ákveðið að segja af sér sem aðalritari
flokksins, en ýmsir efast um að honum sé alvara og
sú spurning er á allra vörum á Spáni hvort takast
muni að fá hann til þess að skipta um skoðun.
Gonzales gaf þá skýringu á hinni áhrifamiklu
ákvörðun sinni, að barátta hans fyrir því að losa
flokkinn við marxistískt yfirbragð hefði farið út um
þúfur. Hann sagði að honum hefði sárnað, að
flokksþingið samþykkti með yfirgnæfandi meiri-
hluta að PSOE yrði sem fyrr stéttarflokkur og
alþýðuflokkur, sem aðhylltist marxisma, lýðræði og
alríkisstjórn. Hann sagði furðu lostnum þingfulltrú-
um, að þetta væri siðferðilegur ósigur, sem vægi
þingra á metunum en allar pólitískar ástæður er
gætu rökstutt áframhaldandi forystuhlutverk hans
í flokknum — að minnsta kosti um stundarsakir.
Glundroði í flokknum
Ákvörðun Gonzalesar olli glundroða í flokknum
og fyrstu forystuerfiðleikunum í honum síðan hann
varð leiðtogi PSOE 1974, einu ári fyrir dauða
Francos einræðisherra þegar allir stjórnmálaflokk-
ar voru bannaðir nema hinn opinberi flokkur
stuðningsmanna einræðisherrans.
Síðan hefur Gonzales þótt sýna töluverðan
dugnað og stjórnmálahæfileika, sem hann hefur
notað til þess að gera POSE að geysisterku
stjórnmálaafli og binda endi á klofning er ríkti í
flokknum áður en hann tók við forystu hans með
þeim árangri að hann er annar stærsti stjórnmála-
flokkur Spánar, næst á eftir Miðflokki (UCD)
Adolfo Suarezar forsætisráðherra.
PSOE treysti stöðu sína í öðrum þingkosningun-
um sem hafa farið fram á Spáni síðan Franco lézt 1.
marz sl. og hlaut 121 þingsæti miðað við 168
þingfulltrúa Miðflokks Suarezar. Því hafði verið
spáð samkvæmt skoðanakönnunum fyrir kosning-
arnar að PSOE mundi jafnvel standa sig ennþá
betur og sigra Suarez og Miðflokk hans, en Suarez
notaði lokaávarp er hann flutti í sjónvarpi fyrir
kosningarnar til þess að vara kjósendur við
marxistískum uppruna PSOE með þeim árangri að
margir óákveðnir kjósendur fylktu sér um hann til
þess að eiga ekkert á hættu.
Hefnd Gonzalesar
Gonzales kom fram hefndum einum mánuði siðan
í fyrstu bæjar- og sveitarstjórnakosningum á Spáni
síðan fyrir borgarastríðið 1936—39 þegar PSOE
náði völdum í flestum stærstu borgum landsins, þar
á meðal Madrid og Barcelona.
En Goncales hafði ennþá áhyggjur af marxistísk-
um svip PSOE og hóf nýja krossferð gegn vinstra
stimplinum á flokknum tæpum hálfum mánuði fyrir
flokksþingið. í ræðu í fylkinu Austurias á Norður-
Spáni þar sem jafnaðarmenn hafa jafnan staðið
traustum fótum ítrekaði hann. Þá áskorun sem
hann hafði sett fram réttu einu ári áður, að
flokkurinn legði marxistískar skilgreiningar sínar á
hilluna. Þar með sagði hann að flokkurinn gæti
breikkað fylgi sitt meðal kjósenda og aukið líkur
sínar á því að fella Suarez og miðflokk hans í næstu
kosningum.
Á sama hátt og í fyrra vakti áskorun Gonzalesar
mikla reiði herskárra vinstrisinna í PSOE róttæk-
asta jafnaðarmannaflokk Vestur-Evrópu. Gonzales
hélt þessu ekki til streitu 1978 og deilan hjaðnaði án
þess að hann þyrfti að bíða álitshnekki, en að þessu
sinni ákvað hann að láta til skarar skríða á
flokksþinginu.
Ekkert ágengt
Gonzales gerði sér fulla grein fyrir því að
meirihluti óbreyttra flokksmanna vildi í engu
breyta vinstra yfirbragði flokksins og sagði hrein-
skilnislega á fyrsta degi flokksþingsins að marzisma
ætti ekki að skoða sem algildan sannleika.
Hann hélt þessum málflutningi áfram í
stjórnmálanefnd, sem flokksþingið skipaði til aö
skilgreina grundvallarstefnu flokksins, en honum
varð ekkert á'gengt og hann varð svo reiður að hann
sagði nefndarmönnum að þeir væru engu betri en
vonlausir smáborgarar.
Þegar málið kom loks fyrir allsherjarfund
flokksþingsins bar Sevilla-deildin fram hófsama
breytingartillögu, sem var felld með 61% atkvæða
^egn 31%. Þar með var harðsoðin marxistísk
skilgreining herskárra flokksmanna flokksmanna
frá Astrias samþykkt sjálfkrafa.
Gonzales hafði um tvennt að velja: láta eins og
ekkert hefði í skorizt, þótt það ylli honum
vonbrigðum, og halda áfram sem leiðtogi flokksins
eða segja af sér sem aðalritari. Hann ákvað að
lokum að taka síðari kostinn — en ekki fyrr en hann
hafði fullvissað sig um að enginn annar yrði
skipaður eftirmaður hans á stundinni.
Enginn eftirmaður
Þingfulltrúar hrópuðu „Felipe, Felipe, segðu ekki
af þér“, en gátu ekki komið sér saman um
frambjóðendur í stöður nýs aðalritara og fulltrúa í
framkvæmdastjórn flokksins. í staðinn skipuðu þeir
fimm manna stjórn flokksstarfsmanna til að stýra
flokkskerfinu þar til haldið verður aukaflokksþing
innan sex mánaða. Þar á að ræða aftur marxisma-
skilgreininguna í smáatriðum og þegar samkomulag
hefur náðst á að skipa nýjan aðalritara og
framkvæmdastjórn. Háttsettir starfsmenn flokks-
ins spá því að aukaflokksþingið verði haldið innan
þriggja mánaða.
Jafnaðarmenn reyndu að bera sig vel eftir þingið
og sögðu að ákvörðun Gonzalesar væri dæmi um
lýðræði í reynd. Nokkur blöð hrósuðu Gonzales fyrir
að gefa gott fordæmi með ákvörðun sinni sem bæri
vott um pólitískt siðgæði á háu stigi. En aðrir sögðu,
að hann hefði sviðsett uppgjörið við vinstri vænginn
frá byrjun og vitað fullvel að hann biði ósigur, en
verið þess fullviss að flokkurinn gæti ekki án hans
verið lengi.
Samkvæmt þessari kenningu verður Gonzales
endurkosinn á aukaþinginu og staða hans verður
sterkari en nokkru sinni fyrr. En það felur í sér, að
hann verður að nota tímann þangað til til þess að
brjóta vinstrisinnana á bak aftur og það er ekki
auðvelt verk, þar sem nú er hann aðeins óbreyttur
flokksmaður.
Flokkur jafnaðarmanna hefur ekki á að skipa
nokkrum leiðtoga, sem kemst í hálfkvisti við
Gonzales, og almennt er álitið að hann komi aftur
fram í sviðsljósið áður en langt um líður. Hitt er
annað mál, hvort honum tekst að sveigja flokkinn
inn á hófsama braut. En enginn trúir því almenni-
lega að hann hafi í raun og veru sagt af sér.