Morgunblaðið - 13.06.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 13.06.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 Kveðjuhóf í Hveragerði Overagerði 11.6.1979. NÝLEGA fluttu frá Hveragerði hjónin Jytte og Georg Michelsen, bakarameistari, eftir rúmlega 30 ára búsetu hér. Vinir þeirra og kunningjar efndu til kveðjuhófs og var það haldið 1. júní s.l. í Hótel Hveragerði. Sigrún Sigfúsdóttir setti hófið með ávarpi og var veislustjóri. Aðalræðu kvöldsins hélt Ólafur Steinsson fyrrverandi oddviti og þakkaði þeim störf í þágu byggðarlagsins, en þau hjónin voru mjög virk í félagsmálum, átti Georg sæti í hreppsnefnd um árabil og gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Frú Jytte var ein af stofnendum kvenfélagsins og átti lengi sæti í stjórn þess, einnig starfaði hún mikið í bridgefélaginu o.fl. Þá fluttu ræður þeir Þórð- ur Snæbjörnsson oddviti, Hafsteinn Kristinsson fyrrv. oddviti og séra Tómas Guð- mundsson. Frú Helga Bald- ursdóttir söng tvö ný lög eftir Eirík Bjarnason frá Bóli við undirleik Einars Markússon- ar píanóleikara. Þessi lög voru nú frumflutt hér í Hveragerði og var þeim vel fagnað. Einnig stjórnuðu þau fjöldasöng og Einar lék einleik á píanó. Heiðursgestunum bárust skeyti og gjafir. Frú Elín Gpðjónsdóttir afhenti gjöf frá kvenfélaginu og flutti kveðjur og þakkir. Bridgefé- lagið sendi blómakveðju. Fé- lagar úr sjálfstæðisfélaginu Ingólfi færðu þeim gjöf með árituðum skildi með þakklæti fyrir margra ára samstarf, en þau voru bæði félagar og Georg formaður þess í 7 ár. Að lokum lék Eiríkur Bjarnason fyrir dansi af sinni kunnu snilld og skemmti fólk sér hið besta. Hvergerðingar kveðja þau hjón með eftirsjá og óska þeim alls góðs í framtíðinni. — Sigrún Jytte og Georg Michelsen HEMPEIS þakmálning. Geró fyrir skipsskrokk enboóinþérá þakmálningarveiói. Hvaóhefur þú út úr því? Skipamálningu er ætlaö aö standast særok, nudd, frost, snjó og fugladrit meö öllum þeim eyöandi efnum sem í því eru. Þess vegna teljum viö aö betra efni fyrirfinnist ekki á íslensk húsaþök. wf S/ippfélagid i Reykjavík hf Máíningarverksmiðjan Dugguvogi Sirnar 33433og 33414 / Arekstur úti fyrir Austfjörðum Eskifirdi, 12. júní. TVÖ fiskiskip rákust á úti fyrir Austfjörðum fyrir helgina, vél skipið Votaberg frá Eskifirði og Guðmundur Kristinsson frá Fár- skrúðsfirði. Voru skipin á leið norður með Austfjörðum og voru út af Fár- skrúðsfirði í svartaþoku er at- burðurinn varð. Mun ratsjá Guðmundar Kristinssonar hafa verið í ólagi. Votabergið, sem er 70 lesta tréskip, skemmdist talsvert við áreksturinn en hitt skipið mun minna. Slys urðu ekki á mönnum. Sjópróf hafa farið fram hjá sýslu- mannsembættinu á Eskifirði. — Ævar. Álftamýraskóli sigurvegari á skákmótiÆsku- lýðsráðs Reykja- víkur og Taflfé- lags Reykjavíkur Skákmót Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Taflélags Reykjavíkur 1979 var haldið í félagsheimili Taflfélags Reykja- víkur við Grensásveg dagana 25. mars og 31. mars — 1. aprfl. 20 sveitir frá 15 skólum tóku þátt í mótinu, eða 120 þátttakendur alls. Úrslit urðu þau að Alftamýrar- skóli varð sigurvegari, og hlaut farandbikar, sem gefinn er af Kiwanisklúbbnum Esju. í öðru sæti var sveit Langholtsskóla, en í því þriðja sveit Hvassaleitisskóla. Þær hlutu báðar verðlaunaskjöl. Taflfélag Reykjavikur veitti bókaverðlaun fyrir bestu afrek á 1. og 2. borði. Verðlaun fyrir 1. borð hlaut Jóhann Hjartarson, en á 2. borði varð efstur Árni Á. Árnason. Þeir eru báðir úr Álfta- mýrarskóla. Æskulýðsráð Reykjavíkur og Taflfélag Reykjavíkur gefa út þrjá bæklinga, „Tæknileg viðfangsefni í skák“. Fullnægjandi skil við- fangsefna í hverjum bæklingi færir viðkomandi skákmanni eitt stig: brons, silfur eða gull. Hér er um viðfangsefni að ræða, sem samræmt hefur verið á öllum Norðurlöndunum. í vetur hefur 21 unglingur unnið til bronsverðlauna, 12 fengið silfur og 4 gullverðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.