Morgunblaðið - 13.06.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979
19
„Opinberum starfemönnum tryggð-
ur réttmætur hlutur í þjóðartekjum”
— segir m.a. í kröfugerð BSRB —
„BSRB setur fram kröfugerð sína
með þeim fyrirvara, að launastigi
verði lagður fram síðar. Launastig-
inn mun verða byggður upp á
kröfunni um að bætt verði sú
kjaraskerðing sem orðið hefur,
tekið verði mið af þeirri þróun sem
orðið hefur í kjaramálum og
tryggður verði réttmætur hlutur í
þjóðartckium. Einnig verða höfð í
huga áiirif gildistíma samnings-
ins,“ segir í upphafi kröfugerðar
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, en úrdráttur úr kröfugerð-
inni er eitt þeirra þingskjala sem
liggja frammi á 31. þingi BSRB
scm stendur yfir í Reykjavík þessa
dagana.
Starfsaldursákvæði verði
rýmkuð
Farið er fram á að réttur þeirra
sem vinna minna en 50% starf sé
kannaður, starfsaldursákvæði verði
rýmkuð, tilfærslur í neðstu þrepum
launastigans verði örari, starfsmenn
hækki um einn launaflokk við 10 ára
starfsaldur og einnig við 15 ára
starfsaldur eins og nú er. Uppbót í
desember verði krónutala sem gildi
fyrir alla, einnig lífeyrisþega.
Farið er fram á að lágmarksveik-
indaréttur þeirra sem vinna meira
en 50% starf sé 30 dagar á fullum
launum og 30 dagar á hálfum
Verðlagsbætur á laun greiðir sam-
kvæmt framfærsluvísitölu, að prói
sem veiti starfsréttindi skuli jafn
gild til launa, að viðbótarnám sen
nýtist í starfi skuli metið til launa
hækkunar.
Hækkun yfirvinnukaups
Þá er í kröfugerðinni sett fram sú
krafa að tímakaup í yfirvinnu verði
1,25% af mánaöarlaunum, en það
jafngildir 100% álagi í stað 60%
álags sem nú er og að vinna á
stórhátíðardögum verði greidd með
200% álagi. Ákvæði um lágmarksor-
lof falli niður, en í stað þess komi
sumarleyfisframlag 100 þúsund
krónur.
Varðandi lágmarksorlof er sú
krafa sett fram að það verði 24
virkir vinnudagar að frátöldum
laugardögum, en ef laugardagar fara
úr orlofinu lengist það um 32
klukkustundir segir í kröfugerðinni.
Farið er fram á það að í stað 10
ára starfsaldurs dugi mönnum 8 ára
starfsaldur til að ná 3ja daga leng-
ingu en áfram haldi menn sig við 40
ára aldurinn. Að 12 ára starfsaldur
eða 45 ára aldur þurfi til að ná
lengingu númer tvö. í þriðja lagi við
15 ára starfsaldur eða 50 ára lífaldur
Kristbjörg
hlaut Lands-
bankabátinn
Húsuvík, 12. júní.
Á SJÓMANNADAGINN á
Húsavík fór fram afhending á
svokölluðum „Landsbanka-
bát“, farandgrip sem sá af
stærri bátunum hér hlýtur
sem hefur hæst meðalverð á
innlögðum bolfiski hjá Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur.
Þetta árið hlaut Kristbjörg
ÞH 44 bátinn, en meðalverð
hjá henni var tæpar 100 krón-
ur. Áður hafa Sæborg og
Fanney hlotið „Landsbanka-
bátinn“.
— Frétlaritari.
komi einnig orlofsauki er nemi enn 3
virkum dögum.
Innlagt orlofsfé
verði verðtryggt
Gert er ráð fyrir því að prósentu-
tala af orlofsfé hækki til samræmis
við lengingu orlofsins og grunn-
prósentan verði 10,2% í stað 8,33%
áður. Farið er fram á það að innlagt
orlofsfé sé verðtryggt. Þá er sett
fram sú krafa að þegar stofnun lokar
vegna sumarleyfa þá skuli orlof
starfsmanns lengjast um þriðjung
og lengingin skuli tekin að vetrinum.
Kaflinn um tryggingar verði
endurskoðaður, tryggingaupphæðir
hækkaðar, skilmálar endurskoðaðir
og samið um farangur- og sjúkra-
kostnað á ferðalögum. Tekin verði
upp fullorðinsfræðsla, endurmennt-
un og endurhæfing fyrir starfsmenn
og starfshópa. Sérstök nefnd, sem
tilnefnd verði af samningsaðilum,
hafi forgöngu í þessum efnum. Sam-
ið verði um félagsmálastarfsemi
starfsmanna. Heimilt veröi að halda
vinnustaðafundi.
„Félagsmálafjarvistir“
Allir starfsmenn eigi á fjögurra
ára fresti rétt á að sækja á fullum
launum allt að vikunámskeið á
vegum samtakanna. Trúnaðarmönn-
um séu árlega heimilar „félagsmála-
fjarvistir" allt að tveim vikum segir
og m.a. í kröfugerðinni.
Loks má geta þess að sú krafa er
sett fram að heimilt verði að segja
upp kaupliðum samningsins með
mánaðar fyrirvara verði röskun á
umsaminni vísitölutryggingu eða
veruleg rýrnun á kaupmætti launa-
taxta.
FRÁ 31. þingi BSRB sem haldið er á Hótel Sögu í
Reykjavík þessa dagana.
ISLANDSBOK
Frábær landkynningarbók
á ensku.
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18, Sími 19707
Skemmuvegi 36, Kópavogi, Sími 73055.