Morgunblaðið - 13.06.1979, Side 23

Morgunblaðið - 13.06.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 2 3 Að veita kærleikanum brautar- gengi hefur mörgum reynst hættuspil, en þeir hafa líka verið stoð og stytta að framvindu góð- leikans í mannheimi. Gagnstætt þessu vinnur sá, sem aðeins ann eigin öryggi, hann á ef til vill minna á hættu, en óhultur verður aldrei sá er með öllu byggir elskunni út. Framtak athafnamannsins, þótt stefni markvisst til mannbætandi áhrifa, er og háð þessari áhættu. Þess má því vænta að misjafnlega tiltakist, stundum vel og stundum miður vel, en sé þokast í rétta átt, götuna fram, er vel farið. Og með fullvissu um að lokasigurinn verði sigur kærleikans, hefur Axel Kristjánsson af karlmannlegum ötulleik verið maður áhættunnar í lífi sínu, byggt upp og borið stein úr götunni svo greiðfærari væri öðrum. Kynni mín af Axel Kristjáns- syni um áratugi og náið samstarf hafa sannfært mig um, að hann leitaðist við að vinna og lifa eftir anda þessara orða A. Lincolns: „Þafl er ekki skylt afl ég vinnl sigra, en ég er skyldugur a6 vera sannur. Það er ekki skylt aÖ mér heppnist œvinlega, en mér er skylt að íylgja því ljósi, sem lýsir mér hið innra...“ Blessuð sé minning Axels Kristjánssonar. Guð minn, lát þitt eilífa ljós lýsa honum nú og ævinlega. Aðstandendum öllum og vensla- fólki vottast innileg samúð. Sigurg. Guðmundsson. Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Á annan dag hvítasunnu barst okkur sú harmafregn, að formað- ur félagsins, Axel Kristjánsson, forstjóri, hefði látizt skyndilega um miðjan daginn. Með honum er fallinn í valinn sá félagi okkar, sem sett hefur hvað mestan svip á framkvæmdir og uppbyggingu félagsins s.l. hálfan annan áratug. Þessi fregn var sem reiðarslag því það var svo skammt um liðið síðan við sátum saman stjórnar- fund og ræddum ýmis stórmál félagsins vegna framkvæmda í Kaplakrika. Á þessum fundi greindi Axel frá að niðurstaða væri fengin í lóðamálum Kapla- krikasvæðisins og einnig varðandi byggingu áhorfendastúku við grasvöllinn í Kaplakrika, en þess- ar upplýsingar hefðu komið fram á fundi sem fulltrúar FH áttu með bæjarstjórn Hafnarfjarðar og greinilegt var að þær vöktu Axel mikla ánægju, því þetta var lausn á miklu hjartansmáli hans og félagsins. Á aðalfundi FH í maí s.l. féllst Axel á að taka að sér formennsku eitt ár í viðbót, en lagði jafnframt ríka áherzlu á að tíminn væri notaður til að finna formannsefni sem menn gætu sætt sig við. Hann gerði þetta fyrir sérstaka þrá- beiðni félaga sinna sem fannst alls ekki gerlegt að formannaskipti yrðu á stórafmælisári, en FH verður 50 ára 15. október næst- komandi. Árið 1964 varð Axel Kristjáns- son við beiðni nokkurra félaga í FH að taka við formennsku í félaginu. Hann varð við því með þeim skilmálum að hið félagslega starf færi að mestu fram í íþrótta- deildum félagsins, en verkefni hans og aðalstjórnar yrði sam- ræming verkefna og uppbygging íþróttasvæðis félagsins. Eins og sjá má á íþróttasvæði félagsins í Kaplakrika er þar hugsað til langrar framtíðar, hvað varðar aðstöðu til hinna ýmsu íþróttaiðkana, enda hefur stór- hugur og festa einkennt alla stjórnun framkvæmda. Þeir sem bezt þekkja til hafn- firzkrar íþróttasögu vita að þegar um 1940 er áhrifa Axels Kristj- ánssonar farið að gæta til góðs fyrir íþróttastarfið í bænum og má þar nefna hina frægu RAFHA-keppni í knattspyrnu milli FH og Hauka, sem hann átti verulega hlutdeild í að koma á vegna áhuga síns á knattspyrnu. Upp úr 1950 átti Axel enn á ný hlutdeild í að styrkja og endur- bæta alla aðstöðu knattspyrnu- manna og iðkenda í Hafnarfirði, sem formaður Knattspyrnuráðs Hafnarfjarðar á hinu svokallaða „Blómaskeiði knattspyrnunnar í Hafnarfirði." Þegar litið er yfir æviferil manna kemur oft upp sú hugsun: Hvað var verðmætast í æviferlin- um? — Var það brauðstritið eða voru það athafnirnar að loknum ströngum og erilsömum starfs- degi, sem ber hæst í minningunni um manninn? Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir þá sem ekki þekkja störfin að meta hvað þau eru tímafrek og vandasöm, en aftur á móti virðist vera auðvelt fyrir hvern sem er að sjá hvað eftir stendur, þegar leik eða starfi er lokið. Fimleikafélag Hafnarfjarðar mun njóta þess um alla framtíð að hafa borið gæfu til að eiga að formanni merkan atorkumann, sem kunni þá list að hugsa hátt til framtíðarinnar, en jafnframt að hafa þau bönd á öllum gerðum dagsins að þáer gætu verkað sem traustur og óbifanlegur grundvöll- ur, sem staðizt gæti kröfur síðari tíma. Við í aðalstjórn FH, sem áttum mest samskipti við Axel, erum innilega þakklátir fyrir þau áhrif og skólun sem fólst í því að vera með honum í því að taka ákvarð- anir um hinar ýmsu framkvæmdir og hvernig standa ætti að hinum ýmsu samningaaðgerðum fyrir félagið, þar sem helzta mottóið var: 1,Lofið aðeins því sem þið getið staðið við.“ I huga okkar er þakklæti, virð- ing og eftirsjá eftir góðum manni og félaga. Skarð hans verður vandfyllt. Blessuð sé minning Axels Kristjánssonar. Félagið sendir eftirlifandi eigin- konu hans, Sigurlaugu Arnórs- dóttur, börnum og öðrum ástvin- um innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður B. Gröndal rithöfundur - Minning Fæddur 3. nóvember 1903. Dáinn 6. júní 1979. Sigurður B. Gröndal er látinn. Mig setti hljóðan er ég frétti þá helfregn, þó svo að ég mátti vita að hverju dró, því hann var búinn að vera rúmliggjandi illa þjáður mestan hluta vetrarins. Hann fæddist á Ólafsvík, var sonur merkishjónanna Sigurlaugar Guð- mundsdóttur og Benedikts Gröndal Þorvaldssonar skóla- stjóra á Ólafsvík og síðar bæjar- fógetaskrifara í Reykjavík. Stofn- unin vex og frá góðum stofni dafnar greinarnar og það var gæfa Sigurðar og vera borinn af traust- um meiðum. Sigurður B. Gröndal lærði ungur gosdrykkja- og aldin- safafræði í Reykjavík. Hann gerð- ist árið 1925 meðeigandi í gos- drykkjaverksmiðjunni KALDÁ en árið 1927 seldi hann og félagar hans verksmiðjuna fyrirtækinu NÓA h.f. og vann eftir það við ýmis verzlunarstörf fram til árs- ins 1932, en það ár gerðist hann yfirframleiðslumaður á Hótel Borg, en áður hafði hann stundað nám í framleiðslu á Hótel íslandi. Á Hótel Borg starfaði Sigurður til ársins 1943 um vorið, en þá hóf hann störf í Hótel Valhöll á Þingvöllum, og vann hann þar á hverju sumri þar til fyrir rúmum sextán árum, og þá lengsUaf sem hótelstjóri. Á vetrum vann hann svo við framleiðslustörf í Reykja- vík, þar til hann hóf störf við Matsveina- og veitingaþjónaskól- ann, sem nú heitir Hótel- og veitingaskóli íslands. Fyrst í stað rak Sigurður mötuneyti í húsa- kynnum skólans, ýmist sjálfur eða á vegum skólanefndar skólans, en þegar skólinn tók til starfa 1955 var Sigurður Gröndal skipaður yfirkennari skólans og jafnframt aðalframleiðslukennari. Þegar skólastjórinn, Tryggvi Þorfinns- son, féll frá í blóma lífsins var Sigurður settur skólastjóri um skeið. Áður en skólinn tók til starfa, eða siðast á árinu 1949, skipaði þáverandi samgönguráð- herra Sigurð formann skólanefnd- ar og sat hann í skólanefnd til ársins 1958. Sigurður lét sig miklu varða félagsmál stéttar sinnar og vann heill og ótrauður að þeim málum allt til enda starfsdags síns. Hann var í stjórn innan samtaka matreiðslu- og fram- leiðslumanna í 10 ár, þar af formaður í 5 ár. Hann var fyrst kosinn formaður árið 1933. Hann var lengi formaður prófnefndar í framleiðsluiðn og mótaði störf hennar svo vel að enn í dag er unnið að mestu eftir þeim reglum sem hann bjó nefndinni. í félags- málastarfi sínu var hann rögg- samur, tillögugóður og fylginn sér. Sem prófnefndarmaður og síðar kennari og skólastjóri var hann strangur en hollur ráðgjafi þeim mörgu sem nutu lærdóms hans og kennslu. Það vár Sigurði mikið kappsmál alla tíð, að skólinn gæti á sem fyllstan hátt rækt það hlutverk sitt að mennta sem færasta menn í þessum greinum. Enginn veit ég um sem unnað hefur iðn sinni í verki betur, virðing hans og metn- aður fyrir starfl sínu var hans stóri aðall. Hann lagði gjörfa hönd á plóginn til ræktunar á líít plægðum akri íslenzkra veitinga- mála og háði oft harða baráttu málefnum sínum til framdráttar, og þeir sem bezt til þekkja þar, vita nú að þar var vel og trúlega unnið, þótt oft hafi gleymst að þakka honum sem skyldi. Það var gifta skólans, að hann skyldi fá að njóta hinna ágætu starfskrafta Sigurðar B. Gröndals, allt frá fyrstu tíð og þar til hann hætti störfum fyrir aldursakir. Sem vott þakklætis og virðingar fyrir störf sín að félagsmálum var Sigurður á árinu 1964 gerður að heiðursfélaga í Féiagi framleiðslumanna, var hann sá fyrsti er þann sóma hlaut. Efast ekki nokkur um, að hann var vel að þeim heiðri komirin. Það var mér undirrituðum ung- um og lítt reyndum manni sem nýlokið hafði námi i framleiðslu mikið gæfuspor að fá að starfa undir hans handleiðslu í Hótel Valhöll á Þingvöllum sumarið 1949. Það voru dagar náms og þroska, þar sem ég lærði að meta gildi háttvísinnar í umgengni við aðra, lærði að meta mannlífið, kosti þess og galla svo fjölbreyti- legir sem þeir eru. Sigurður B. Gröndal var einstakur hótelstjóri, hafði reisn fagmannsins í hendi sér og fékk virðingu allra sem hans nutu. Hann var sannkallaður vormaður íslands. Um haustið þegar störfum var lokið í Hótel Valhöll, sagði ég Sigurði að ég hefði lært meir í iðn minni á þrem mánuðum undir hans umsjón en öll þau þrjú ár sem hið lögbundna nám mitt tók, en það mátti hann ekki heyra, svo dulur var hann um kosti sína. Hann hafði markað djúp spor í huga mínum og gjörð- um og þau verða ekki af mér máð á meðan ég er og verð. Sigurður hafði glaðlegt of fagurt yfirbragð, hann var þó fyrst og fremst hinn hugumstóri hjartaprúði drengur, maður ríkra skapsmuna og til- finninga, sem vildi gjöra rétt og þoldi eigi órétt. Sigurður varð aldrei ríkur af veraldlegum auði, en hann átti samt gull og gersemar, það var fjölskylda hans, kona hans og börn. Það var mikill gæfudagur í lífi Sigurðar B. Gröndals 15. nóvember 1924. Þá giftist hann eftirlifandi konu sinni Mikkelínu Maríu Sveinsdóttur Árnasonar bónda og búfræðings á Hvilft í Önundarfirði, síðar á Flateyri. Eignuðust þau sjö börn, sem öll eru á lífi og uppkomin. Þau eru: Benedikt utanríkisráðherra, kvæntur Heidi Jeager, Sigurlaug, gift Arent Claessen. Séra Halldór, prestur í Grensásprestakalli í Reykjavík, kvæntur Ingveldi Lúð- víksdóttur. Ragnar sölumaður, kvæntur Ingu Hjartardóttur. Þórir verzlunarmaður búsettur í Bandaríkjunum, kvæntur Erlu Ólafsson. Ragnheiður, gift Birgi Þorgilssyni deildarstjóra hjá Flugleiðum. Gylfi ritstjóri Sam- vinnunnar, kvæntur Þórunni Tómasdóttur. Að framantöldu má sjá hvílika gæfu þau hjónin höfðu skapað sér með tilkomu slíks barnahóps, enda var virðing og samelska þeirra til hvors annars brotalaus alla tíð. Sigurður ritaði mikið í blöð og tímarit um hin óskyldustu málefni, enda ritfær vel og ágætt skáld. Eftir Sigurð B. Gröndal hafa komið út þessar bækur: Glettur, ljóð, 1929, Bárujárn, smá- sögur, 1932. Opnir gluggar, smásögur, 1935. Skriftir Heiðingjans, ljóð, 1938. Svart vesti við kjólinn, smásögur 1945. Fágaður og svipmikill listamaður í starfi og leik er hér kvaddur með hlýhug og þakklæti fyrir þá alúð sem hann lagði í störf sín, iðn sinni til framdráttar. Eftirlifandi eiginkonu Sigurðar, Mikkelínu Maríu, börnum hans og öllum öðrum ástvinum votta ég innileg- ustu samúð. Megi Drottinn leggja þeim líkn með þraut. Símon Sigurjónsson. Nú hönd mér réttu, herra svo hjartafl verfli rótt nú lækkar óflum ljómlnn, ok líður stundin ótt. Ber mig nær draumsins brunnum bjarta sumarnótt. (Sig. B. Gröndai.) Liðinn er dagurinn hans Sigurðar B. Gröndal. Hann sveif inn í bjarta sumarnóttina hinn 6. júní s.l. eftir langa sjúkrahúsvist. Dagurinn var orðinn nokkuð langur, en hann skildi eftir sig marga bautasteina, sem þjóð hans fær nú að njóta. Sigurður B. Gröndal fæddist í Ólafsvík 3. nóvember 1903, sonur Benedikts Þorvaldssonar Gröndal bæjar- fógetaskrifara í Reykjavík og konu hans Sigurlaugar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp í föðurhúsum, en var nokkurn tíma hjá sera Bjarna Símonarsyni á Brjánslæk. Hjá séra Bjarna lærði hann, og varð það nám hans undirstaða fyrir lífið. Hann mun hafa ætlað sér lengra á náms- brautinni, en örlögin leyfðu það ekki. Tilviljun réð því, að Sigurður hóf framreiðslunám á Hótel Is- landi og varð einn af frumherjum okkar Islendinga í þeirri grein. Vann hann mikið að þv að hefja veitingastarfsemina upp í þjóð- félaginu. Hann varð yfirþjónn á Hótel Borg frá 1930 til 1950. Hann var fyrsti formaður skólanefdar Matsveina- og veitingaþjónaskóla Islands, yfirkennari hans um ára- bil og settur skólastjóri í tvö ár áður en hann lét af störfum vegna aldurs. Sigurður var í stjórn Félags framreiðslumanna um margra ára skeið og formaður þess um tíma. Hann var heiðursfé- lagi þess félags. Formaður próf- nefndar í framreiðslu var hann 1949—1958. Sigurður var yfir- þjónn við konungskomurnar 1936 og 1938 og ferðaðist þá um landið með þeirri fríðu fylkingu. Þessi stutti úrdráttur úr sögu Sigurðar segir sitt. Hann lét ekki deigan síga í starfi sínu enda samviskusamur með afbrigðum og virtur mjög af sínum samferða- mönnum og nemendum. Sigurður kvæntist 1924 eftirlif- andi konu sinni Mikkelínu Maríu Sveinsdóttur. Foreldrar hennar voru Sveinn Árnason búfræðingur og Rann- veig Hálfdánardóttir frá Hvilft í Önunarfirði. Sigurði og Línu varð sjö barna auðið. Þau eru: Benedikt utanríkisráðherra, kvæntur Heide Jeager, Sigurlaug, gift Arent Claessen forstjóra, Halldór sóknarprestur, kvæntur Ingveldi Lúðvigsdóttur, Ragnar sölumaður, kvæntur Ingu Hjartardóttur, Þór- ir forstjóri, kvæntur Erlu Ölafs- dóttur, Ragnheiður, gift Birgi Þorgilssyni fulltrúa, og Gylfi rit- höfundur, kvæntur Þórönnu Tómasdóttur. Barnabörn eru orð- in 20 og barnabarnabörnin 12. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er það ekki lítið, sem þessi hjón hafa gefið þjóð sinni. Sigurður lét sér ekki nægja að ala upp þennan stóra og glæsilega barnahóp. Hann skrifaði sjö bækur. Hvernig hann fór að því munu fæstir trúa. Þau ár, sem hann vann á Hótel Borg frá 1930 fram undir 1950, var vinnudagur- inn frá klukkan 11 á morgnana fram til miðnættis og stundum mun lengri. Sumarfri voru engin á þessum árum. Þegar Sigurður kom heim upp úr miðnætti, settist hann niður við skrifborðið sitt, sem stóð í einu horninu á stofunni. Þar var konan búin að koma fyrir kaffikönnu og bolla. Sat hann þar við skriftir fram á morgun, svo svefntíminn var ekki langur. Bækur Sigurðar eru: Glettur, ljóð, Bárujárn, smásögur, Opnir flugg- ar, smásögur, Skriftir heiðingjans, ljóð, Svart vesti við kjólinn, smásögur, Dansað í björtu, saga, og Eldvagninn, skáldsaga. Ekki er hægt að ljúka þessum fátæklegu línum án þess að minnast á lífsförunaut Sigurðar, hana Línu. Það segir sig sjálft, að lífsgangan hefur ekki alltaf verð dans á rósum hjá þessum hjónum, með sinn stóra og glæsilega barnahóp. Hversdagserfiðleikarn- ir hafa sagt til sín og ekki voru rithöfundarlaunin hátt metin á þessum árum. Starfsdagur Sigurð- ar var mjög langur eins og áður er getið og uppeldisstörfin munu hafa að mestu lent á húsmóður- inni. Þar stóð hún líka eins og klettur og lét aldrei bilbug á sér finna. Við eftirlifandi systkini Línu, mágur og mágkonur, sendum henni og hennar stóru fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall mikils manns. Eitt kvæða Sigurðar, sem heitir „Minni látins vinar“, endar svona. Jarðneskt líf er lítill tími af lífi ódauðlegs eilffðarblóms. Megi björtu sumarnæturnar bera ódauðlega eilífðarblómið hans til sólarlanda Alföður. Þjóð- in þakkar honum þau fögru blóm er hann sáði handa henni. Þeim bið ég blessunar Guðs. Karl Sveinsson. Afmœlis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða aö berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi íyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.