Morgunblaðið - 13.06.1979, Side 25

Morgunblaðið - 13.06.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 25 fclk í fréttum Gerist nú aldur- hniginn. + Hinn mikli grínisti og kvik- myndaleikari Bob Hope gerist nú aldurhniginn. — Hann ku þó fara létt með það, en fyrir skömmu átti hann 76 ára af- mæli. — A afmælinu var afmæl- isterta borin fram með einu kerti (einu ári umfram 75) er Bob kom í bækistöðvar sjón- varpsstöðvarinnar NBC í New York. Blés leikarinn á logandi kertið eins og vera ber. Með honum á myndinni er dóttir hans Linda en maðurinn sem er með þeim er forstjóri NBC-sjónvarpsins, Fred Silver- man. ,JBreyttur bær” — ljósmyndasýning í Hafnarfirði BYGGÐAVERND, samtök fólks um byggðavernd í Hafnarfirði gengst um þessar mundir fyrir sýningu á gömlum myndum úr Hafnarfirði í húsi Bjarna ridd- ara Sívertsen. Þetta er saman- burðarsýning á húsum úr bæn- um þar sem safnað er saman gömlum myndum af húsum og þær síðan bornar saman við nýjar. Aðaltilgangur félagsins er að vekja athygli á húsum og húsa- verndun auk þess sem það er að reyna að opna hús Bjarna meira fyrir almenningi en verið hefur. Hús þetta var byggt, að talið er, upp úr 1800, af Bjarna sem var með verslun og útgerð í Hafnar- firði og hinn mesti fram- kvæmdamaður. Húsið var síðan endurbyggt 1974 og notað sem byggðasafn, en byggðasafns- vörður er Gísli Sigurðsson. Um 130—150 myndir eru á sýningunni og góð aðsókn hefur verið að henni síðan opnað var, þann annan í Hvítasunnu. Elstu myndirnar eru frá því um 1890. Sýnin'gin er opin daglega frá kl. 20—23.30 en um helgar kl. 14.00—23.30, og stendur til 17. júní. Ljósm. Emilía. Forsvarsmenn félagsins Byggðaverndar, þau Páll Bjarnason og Edda Óskarsdóttir. Þarna sjást nokkrar þeirra mynda sem eru á sýningunni, auk þess sem húsráðandi, Bjarni riddari Sívertssen, horfir með velþóknun yfir híbýli sín. Á kvikmyndahátíð + Þessir náungar, reyndar eru báðir mjög frægir kvikmyndaleikarar, eru hér staddir á hinni árlegu kvikmyndahátíð í franska Miðjarðarhafsstrandar- bænum Cannes. — Til hægri er ameríski leikarinn Jerry Lewis, sem kjörinn var bezti kvikmynda- leikarinn. Með honum er Þjóðverjinn Schlondorff, sem hlaut „Gullpálmann" fyrir mynd sína „the Tin Drum“ (pjáturtrumban — lausl. Þýtt). VIÐ ÁRNAGARÐ + Þessi mynd var tekin á stéttinni fyrir framan Árnagarð á dögunum er hinir góðu gestir austan frá Kína voru hér í heimsókn. — Fremstir á myndinni eru varaforsætisráðherrann kínverski, Geng Biao, og Pétur Thorsteinsson sendiherra. — Túlkur ráðherrans er lengst til hægri. Að baki þeim Biao og Pétri eru eiginkonur þeirra, Zhao Lanxiang og frú Oddný Thorsteinsson. — Fylgdarliðið rekur lestina. Mandeville of London: Nýr hártoppur með gegnsæju grunnefni MANDEVILLE-fyrirtækið i London hefur hafið framleiðslu nýs hártopps sem þeir hafa nefnt „Alþjóðlega hártoppinn“ og telja hann hafa bylt allri afstöðu manna til daglegrar notkunar hártoppa. Um nokkurra ára skeið hefur fyrirtækið staðið fyrir rannsókn- um á því að finna með hvaða hætti bæta mætti hártoppa þá sem fyrir eru á markaðnum. Aðalmárkmið þeirra var að finna fullkomið grunnefni og einnig að aðlaga grunn hártoppsins höfuðlagi ein- stakra manna og jafnframt að forðast fellingar og sauma og treysta grunninn að öðru leyti, svo hann næði æskilegri lögun. Grunnefnið hafa þeir nú búið til úr mjög grannri fiskilínu. Efni þetta er sterkt og nær alveg gegnsætt og telja þeir, að með framleiðslu þessa efnis hafi þeir náð því markmiði að finna full- komið grunnefni. Allt að 15.000 einstök hár eru handhnýtt við grunninn. Hvert einstakt hár er fest til að öðlast eðlilega „lyftingu" og útlit vaxandi hárs. Unnt er að greiða hárið, bursta, leggja og hagræða með fingrunum. Um 120 vinnustundir tekur að búa til einn hártopp en hann mun kosta hingað kominn um 700.000 íslenskar krónur eða um helmingi meira en sá hártoppur sem Mandeville-fyrirtækið hefur haft bestan á boðstólum hingað til. Lj6f>m. Kristinn. Hinn nýi „Alþjóðlegi hártoppur“ Mandeville of London. Eins og sjá má á myndinni er grunnefnið gegnsætt og hárin mynda hvirfil rétt eins og eðlilegt hár. Menningar- og fræðslusjóð- ur Félags bifreiðasmiða AÐALFUNDUR Félags bifreiða- smiða var haldinn nýlega. Félag- ið hefur fyrir skömmu ráðist í kaup á orlofshúsi að Svigna- skarði í Borgarfirði að % hlutum á móti Sveinafélagi skipasmiða. I tilefni 40 ára afmælis félags- ins var í fyrra stofnaður menning- ar- og fræðslusjóður Félags bif- reiðasmiða, í þeim tilgangi að styrkja bifreiðasmiði til aukinnar menntunar í starfsgreininni inn- anlands eða utan. í þennan sjóð renna 10% af félagsgjaldi hvers félagsmanns. Stjórn félagsins veitir styrki úr sjóðnum og skal sveinum bent á að leita til stjórn- arinnar. Úr stjórn félagsins gengu þeir Gunnlaugur Einarsson og Guð- mundur Á. Kristjánsson. Núver- andi formaður félagsins er Ást- valdur Andrésson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.