Morgunblaðið - 13.06.1979, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979
KAffinu \\
Málaskólinn er á næstu hæð!
Nei, ég veit ekki hver hann er,
enda eru þeir allir eins!
17. júní
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sé ekki litið fram á við í upphafi
spils, taldir tökuslagir, teknir til
greina hinir ýmsu möguleikar og
aðrir athugaðir er ekki nema
augnabliksverk að spila niður
annars upplögðu spili.
Suður gaf, allir á hættu.
COSPER
Norður
S. KG5
H. K42
T. Á
L. ÁKDG105
Vestur
S. 10982
H. ÁG10
T. 10982
L. 98
Austur
S. 63
H. 865
T. KD643
L. 763
Heyrðu vina mín. — Láttu mig fá sparisjóðsbókina,
sem honum var gefin í skírnargjöf!
Suður
S. ÁD74
H. D973
T. G75
L. 42
Eftir tvö pöss opnaði norður á
einu laufi. Suður sagði einn spaða
og norður vatt sér þá beint í
ásaspurningu með fjórum grönd-
um. Fékk fimm tígla, einn ás, og
skellti makker sínum í sex spaða.
Útspil tígultía.
Borðið tók fyrsta slaginn og
sagnhafi sá, að auðvelt var að
vinna spilið ef trompin skiptust
3—3. En ef það skiptust 4—2 varð
að fá slag á hj^: ta meðan tromp
var enn í borðinu til að ráða við
tígulinn. Hann spilaði því hjarta
frá borði í næsta slag, lét drottn-
inguna heima og vestur tók slag-
inn. Hjarta hefði nú verið sagn-
hafa hagstætt en vestur spilaði
tígli og eftir trompkóng og gosa
var ekki fyrir hendi innkoma á
hendina til að taka tvö síðustu
trompin. Eina úrræðið var að
drepa gosann með ásnum og vona
að trompin féllu. En svo var nú
ekki, vestur fékk trompslag —
einn niður.
Hefði suður séð fyrir framvindu
spilsins, hefði hann um leið komið
auga á ráð við þessu. Spila þurfti
hjartakóngnum frá borði í slag nr.
2. Tæki vestur hann með ásnum
yrði drottningin innkoman dýr-
mæta og ef ekki yrði kóngurinn
tólfti slagurinn.
Mesti merkisdagur þjóðarinnar
er á næsta leiti. Þeir sem muna
fyrstu árin eftir lýðveldisstofnun-
ina, hljóta að gera samanburð á
hátíðahöldunum þá og nú. Þeir
sem dagskránni ráða vilja vafa-
laust að þau séu á hverjum tíma
fögur minning um þá ákvörðun
þjóðarinnar að breyta íslenska
ríkinu úr konungsríki i lýðveldi.
Þetta má segja að hafi tekist
vel, hvað dagskránni viðkemur.
Allir virðast samtaka um að
leggja fram þann skerf á þessum
degi, sem góðum borgarbúum
sæmir: Að tjá virðingu sína með
hæglátri gleði. Margir Reykvík-
ingar eiga góðar minningar frá
þessum degi á umliðnum árum og
bíða þess næsta með nokkurri
eftirvæntingu.
Það sama verður ekki sagt um
það sem gerist er kvölda tekur nú í
seinni tíð. Það mun nokkuð al-
menn skoðun að útidansleiki þá
sem víða eru haldnir í borginni að
kvöldi þessa dags, beri að þurrka
út af dagskránni, ef svo heldur
fram sem horfir.
Eg hef nokkur ár ekið milli
dansleikja til að líta með eigin
augum það sem ég vildi ekki trúa.
Víðast hvar hefur þetta gengið
meinlítið, en almenn þátttaka lítil.
17. júní í fyrra fórum við nokkur
saman að Austurbæjarskóla til
þess að kynna okkur, hvernig þeir
fagna lýðveldinu, sem nú ráða
ferðinni.
Á leiðinni mættum við nokkrum
hópum veifandi flöskum og enginn
vafi lék á því, hvað í þeim var. Er
inn á danssvæðið kom, tók þó
steininn úr. Meirihluti dansgesta
virtist undir áhrifum stútdrykkju
og fjöldi ungmenna ofurölvi. Allt
svæðið var stráð flöskubrotum,
sem einhverjir höfðu kurlað sér til
skemmtunar. Þá höfðu ýmsir sýn-
ingar á ástarleikjum með allnán-
um tilþrifum og þykir víst ekki
tiltökumál nú á dögum.
Við höfum víða komið, en aldrei
séð neitt þessu líkt. „Hrikalegt
svínarí“, kallaði einhver, „ælur,
flöskubrot, óþverri — og við borg-
um.“
Segja má að „Bakkus gamli“ sé
samur við sig og margir skemmti
sér ekki nema að hann sé með í
spilinu. Ekki eru allir sammála
um nauðsyn þessa og réttur dóm-
ur aldrei upp kveðinn.
Þeirri hugmynd hefur skotið
upp, að einmitt Austurbæjar-
skólasvæðið sé hið ákjósanlegasta
til að halda svokallaða „þurra“
dansleiki. Svæðið er vel varið með
aðeins tveimur inngöngum og hin
ágætasta aðstaða til eftirlits, sé
útbúnaður á þeim skynsamlegur.
Og hvers vegna mega þeir ekki
skemmta sér á þessum degi, sem
ekki vilja hafa hinn háttinn á?
Haldnir hafa verið „þurrir"
Hverfi skelfingarinnar
62
eru viðurstyggilegar framin en
gengur og gerist. Allar konurn-
ar þrjár eru skornar á háls. Nú
því er ekki að neita að síðan eru
þær stungnar ailmörgúm si-
nnum. en það þarf ekki að sýna
sérstakan blóðþorsta heldur
hitt að morðinginn vill vera
alveg viss um að viðkomandi sé
örugglega dauður.
Mortcnsen hristi ákaft höfuð-
ið.
— Það kemur fram í krufn-
ingarskýrslum allra þcssara
þriggja kvenna að ekki er
hnífnum aðeins stungið f lík-
ama þeirra heldur eru þær
beinh'nis ristar út og suður. Það
er í mínum augum merki um
svo sjúklegan trylling hjá
morðingjanum að ég íæ ekki
séð annað en túlka megi það svo
að hann hafi firna mikla þörf
fyrir að verða vitni að hrottal-
egu blóðbaði.
Jacobsen yppti öxlum og tott-
aði vindil sinn.
Síminn hringdi og Jacobsen
tók hann.
Hann hlustaði um hríð, lagði
tólið á og sagði drumbslega:
— Það sýnist scm Bo Elmer
sé staddur í Kaupmannahöfn.
17. kafli
— Komdu heim til okkar
hjónanna í kvöld og reyndu að
slappa af hafði Clemmensen
sagt í sfmann, þegar Kirsten
hringdi til að biðja afsökunar á
því að hún hefði ekki enn lokið
við teikningarnar.
— Þetta er hræðilegt álag
sem þú býrð við. Þér veitir ekki
af að reyna að dreifa huganum.
Ég sæki þig. Taktu litla strák-
inn þinn með.
— Ég held það sé bezt að
Lars verði heima, sagði Kirst-
en.
— Ilann er óhress í dag.
Kannski er hann að fá ein-
hverja pest. Ég hef góða barna-
píu sem hann er mjög hrifinn
af.
Og nú sat Kirsten á notalegu
heimili yfirmanns síns og
drakk þurran Martini og
fannst eina stund eins og hún
væri manneskja á ný. Martröð
síðustu daga létti í hlutfalli við
vínið sem hún drakk.
Á mcðan passaði Caja Lars
heima á Beykivegi. Drengurinn
svaf óvært. Ilann var rjóður í
kinnum og andardrátturinn
óeðlilega þungur. Caja hafði
hreiðrað um sig í sófanum og
sjónvarpið var í gangi en hún
hafði dregið niður í hljóðinu.
Hún sökkti sér niður í Billed-
bladet og hrökk við þegar sím-
inn hringdi. Átti hún að svara?
Það gat verið Kirsten sem var
að spyrja um Lars. Eftir eilítið
hik reis hún úr sæti og tók tólið.
Sagði „halló“ vandræðalegri
röddu. Oskýr og drafandi rödd
sem hún bar ekki kcnnsl á strax
sagði:
„Ósköp áttu bágt að vera ein.
Ég veit hvað er að vera einn. Má
ég koma til þín og...“
— Við hvern tala ég? spurði
Eftir Ellen og Bent Hendel
Jóhanna Kristjónsdóttir
snéri á íslenzku.
Caja og hélt niðri í sér andan-
um.
— Við gætum hughreyst
hvort annað, hélt röddin áfram
án þess að skeyta um spurningu
hennar. — Ég skyldi vera góð-
ur við þig.
Hún þekkti þessa rödd, hún
var sannfærð um það. En
hver...
— Má ég koma? sagði röddin
biðjandi. — Þú skalt ekki vera
hrædd, ég ætla ekki að gera þér
neitt illt.
Ilún grýtti tólinu á, leit í
kringum sig í stoíunni og það
var flóttalegur svipur yfir
henni. Svo hljóp hún að dyrun-
um og slökkti ljósið og þreifaði
sig síðan áfram inn í vinnuher-
bergi Bos þar sem gluggatjöld-
in voru ekki dregin fyrir. Hún
staðnæmdist í skugganum og
beið.
Nokkrar mínútur liðu svo
heyrði hún einhvern koma fyrir
hornið á Bakkabæjarvegi. Hún
stóð og hallaði sér fram og hélt
niðri i sér andanum. Hún