Morgunblaðið - 13.06.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979
29
Vegleggjöf til
Reykjahlíðarkirkju
dansleikir í sveitum við mikið
fjölmenni og tekist furðu vel að
sögn. Hvers vegna geta Reykvík-
ingar það þá ekki einnig?
Önnur hugmynd er sú, að loka
áfengisverslunum nokkru fyrir 17.
júní. „Dýrt fyrir ríkið“, segja
menn. En hvað er dýrt?
Aðrir vilja fara áróðursleiðina,
höfða til betri tilfinninga allra
manna í félögum, fyrirtækjum,
blöðum og útvarpi og biðja alla
þjóðina að skemmta sér vel þenn-
an dag, en í hófi.
Víst er allt þetta reynandi. Með
góðum óskum kem ég þessum
hugmyndum á framfæri.
Reykvíkingur.
• Síríus, hin
bjarta hvíta
sól
Mörg eru undur hins mikla
geims og vísindin eru stöðugt að
leiða æ fleiri þeirra í ljós.
Eitt af furðum alheimsins eru
hin hvitu dvergstirni, en það eru
litlar sólstjörnur, á því stigi
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Fyrir nokkru fór fram í Minsk í
Sovétríkjunum skákmót til minn-
ingar um hinn þekkta skákmann
og þjálfara Sokolsky, en við hann
er byrjunin 1. b4 kennd. Þessi
staða kom upp á mótinu í skák
þeirra Kapenguts, sem hafði hvítt
og átti leik, og Mochalovs.
20. Bxg5! - Rg6 (Ef 20... fxg5,
þat21. Re5+) 21. Hxe7+! - Hxe7,
22. Bxf6 og svartur gafst upp.
Sigurvegari á mótinu varð Kupr-
eitschik. Hann hlaut 10 V4 v. af 15
mögulegum. Vinningi neðar komu
þeir Didishko og Kapengut.
Þessir hringdu . . .
• Óvirðing við
sjómenn
Kona nokkur hafði samband
viö Velvakanda vegna sjómanna-
dagsins.
„Ég vil að borgin biöji sjómenn
opinberlega afsökunar á því að
strætisvagnarnir flögguðu ekki á
sjómannadaginn. Þeir flagga fyrir
öllu mögulegu öðru en ekki sjó-
mannadeginum og finnst mér það
óvirðing og móðgun við sjómenn.
Einnig finnst mér það óviðeigandi
að á þessum hátíðisdegi skuli vera
opinber útiskemmtun á Miklatúni
þar sem ekki er á nokkurn hátt
minnst á sjómannadaginn. Þarna
var beinlínis verið að stela þessum
hátíðisdegi sjómanna."
þróunar, að efnisþéttleiki þeirra
er orðinn margfaldur á við það
sem um er að ræða í venjulegum
stjörnum.
Álitið er að hvítir dvergar,
svokallaðir, séu um 14 af hundraði
allra stjarna í vetrarbrautinni.
Dvergstirni eru ólík öðrum sól-
stjörnum að því leyti, að upp-
sprettur kjarnorkunnar eru þar að
fullu tæmdar, nema í allra ystu
lögum þeirra. Þetta eru stjörnur
þar sem efnin eru úr sér gengin,
kjarnakrafturinn uppurinn. Efni
þeirra eru úrkynjuð, ef svo mætti
segja, því rafeindir frumeindanna
eru horfnar út í veður og vind, og
aðeins frumeindakjarnarnir eru
eftir, ólíkt því sem er í venjulegum
stjörnum. Slíkt efni hefur því
margfaldan þéttleika á við venju-
legt efni.
Meðalþéttleiki hvítra dverg-
stjarna er um það bil milljónfald-
ur á við þéttleika okkar sólar og
annarra hliðstæðra sólna, og
stærð þeirra e.t.v. aðeins á við
stærð jarðstjarna.
Bjartasta sólstjarna himins frá
okkur að sjá er Síríus sem er í
tæplega 9 ljósára fjarlægð. Þarna
er um tvístirni að ræða. Tvær sólir
ganga þar hvor um aðra og er
umferðartiminn um 50 ár. Bjart-
ari stjarnan, Síríus A, er 25
sinnum bjartari en okkar sól. En
minni stjarnan, Síríus B, er hvítur
dvergur um 50 sinnum minni að
þvermáli en okkar sól, og er 14
birtustigum daufari en Síríus A,
eða 1/100 af birtu okkar sólar. En
þéttleiki litlu stjörnunnar er slík-
ur, að einn rúmþumlungur af efni
hennar mundi vega eitt tonn!
Hverjar eru líkur á þróuðu lífi,
á einhverri reikistjarna Síríusar,
þessarar björtu sólar? Stjörnu-
fræðin kann enn ekki að svara
þeirri spurningu með neinni vissu.
En fyrirburðafræðin (Parapsycho-
logy) er komin á þröskuld þess, að
láta lífið á stjörnunum til sín
taka, og að takast á við þau
rannsóknarefni sem þar bíða úr-
lausnar. Hér er um að ræða
stjörnulíffræðina, sem verða mun
eitt af aðalviðfangsefnum fram-
tíðarinnar, ef vísindin ná að þró-
ast í þá átt, sem vera ætti.
Ingvar Agnarsson
HÖGNI HREKKVÍSI
AfHVPZ'sO VéflWM vfo Altf/fF HÐ H/rrASl
0 '! PÆ6SAR? MOIU?!"
«nai laiiai miw
B&’ SIG&A V/öGA £ ÁiLVEfcAN
Mývatnssveit, 12. júní
VIÐ messu í Reykjahlíðarkirkju
á hvítasunnudag las sóknarprest-
urinn, séra Örn Friðriksson,
eftirfarandi gjafabréf:
„Við undirrituð sendum hér með
orgelsjóði Reykjahlíðarkirkju
krónur 225 þúsund að gjöf, til
minningar um foreldra okkar,
hjónin frá Vogum, Guðfinnu
Stefánsdóttur f. 5.11.1890, d.
8.1.1977 og Jónas Pétur Hall-
grímsson f. 1857, d. 5.12.1945. Með
innilegri ósk um að þetta framlag
megi verða til þess að efla það
fagra hlutverk sem sjóðnum var
ætlað, og að ætíð megi óma fagrir
hljómar í þessu guðshúsi guði til
dýrðar í blíðu og stríðu. Ólöf
Valgerður Jónasdóttir, Jón Jónas-
son, Stefán Jónasson, Sigurgeir
Jónasson, Þorlákur Jónasson,
Guðfinna Friðrika Jónasdóttir,
Kristín Jónasdóttir, Hallgrímur
Jónasson, Pétur Jónasson."
Séra Örn þakkaði fyrir hönd
kirkjunnar þessa veglegu gjöf. —
Kristján.
Ljósmynda-
samkeppni
FÉLAG áhugaljósmyndara og
Æskulýðsráð Reykjavíkur efna
árlega til samkeppni um bestu
mynd vetrarins meðal hópa í
tómstundastarfi, en félagið hefur
gefið farandbikar, sem keppt er
um.
1. og 2. verðlaun hlaut sam-
starfshópur úr Æfingaskóla
Kennaraháskóla íslands, en 3.
verðlaun fékk Gunnar Þór Gísla-
son nemandi í Hlíðaskóla.
t
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auösýndu okkur samúð og
vinarhug viö andlát og útför móður okkar,
STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Höfða, Skagafirói.
Guðrún Antonsdóttir,
Þóra V. Antonsdóttir,
Friðrik Antonsson.
t
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og útför,
GUÐMUNDAR HELGASONAR
frá Ytri-Kárastöðum,
Hamarsteigi 3, Mosfellssveit.
Ingibjörg Kristjónsdóttir,
Margrét S. Guömundsdóttir, Þorgeir Sæmundsson,
Kristján Guðmundsson, Helga Jörundsdóttir,
Davíð Þór Guðmundsson, Hrafnhildur Þorleifsdóttir,
Bjarni Rúnar Guömundsson,
Ásgeir P. Guömundsson, Ásthildur Jónsdóttir,
Örlygur A. Guðmundsson,
Nina Hrönn Guömundsdóttir,
Jónína M. Pétursdóttir, Þórðveig Jósefsdóttir
' og barnabörn.
óskar eftir
blaðburðarfólki
VESTURBÆR:
□ Hjarðarhagi 44—64
□ Fornhagi
□ Nesvegur frá Vega-
mótum að Hæðar-
enda.
Uppl. i sima
35408
^Tdv/ó/v v/a
YqyíA \!L OKM'K
m vy&hT \iójv
MEM AQúAriáA V!?+,
ÝYlWYl \\LöföY/
\INTÍ ‘tfÓY-
KoC6ÍLIGTÍ 'tGr
SKoTZ4 Wf/\JN/f ÓVAY
Á ylÓAl VÍMMA^
J9
//-SLO
i
aa-zj—h