Morgunblaðið - 13.06.1979, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI1979
— Strákarnir sýndu mikin dugnað í leiknum, og léku
eins og ég ætlaðist til af þeim. — Ég er að sjálfsögðu
mjög ánægður með úrslitin. Valsmenn eru með gott lið
sem erfitt er að sigra, sagði Victor Helgason þjálfari
ÍBV er lið hans hafði borið sigurorð af Val 2—0 í 1.
deildinni í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gær-
kvöldi.
Já, þar kom að því að Valur tapaði leik. Liðið hafði
leikið alls 37 leiki án þess að tapa í 1. deild, glæsilegt
afrek. En í gærkvöidi mættu þeir ofjörlum sínum.
Eyjamenn unnu sanngjarnan sigur, þeir voru betra
liðið á vellinum. Börðust af miklum krafti og dugnaði
frá fyrstu mínútu og uppskáru í samræmi við það.
Framan af fyrri hálfleiknum voru Valsmenn öllu
hættulegri. Strax á 3. mínútu leiksins fékk Albert góða
sendingu frá Herði en var seinn að leggja boltann fyrir
sig og klúðraði tækifærinu. Atli á átætt tækifæri á 11.
mínútu, en lánið leikur ekki við hann og skotið fer
framhjá.
Smátt og smátt færa Vestmannaeyingar sig upp á
skaftið og ná tökum á leiknum. Á 20. mínútu bjargar
Sævar á marklínu Vals naumlega eftir gott skot frá
Tómasi. Og þremur mínútum síðar ver Guðmundur
hörkuskot Tómasar sem var mjög ógnandi í framlínu
ÍBV.
Tvö mörk í
fyrri hálfleik
Á 30. mínútu leiksins kemur svo
fyrra mark ÍBV. Vilhjálmur
Kjartansson gefur boltann illa frá
sér og Ómar Jóhannsson kemst
inn í sendinguna og rennir inn á
Tómas Pálsson sem er á auðum sjó
óvaldaður. Tómas gaf sér góðan
tíma, lagði boltann vel fyrir sig og
skoraði svo með góðu skoti í
markhornið fjær.
Margir vildu meina að Tómas
hefði verið rangstæður. Ómögu-
legt var að dæma um það úr
blaðamannastúkunni, en eftir
leikinn ræddi undirritaður við Óla
Olsen línuvörð, og sagði hann það
ekkert hafa farið milli mála að
Dýri Guðmundsson miðvörður
Vals hefði verið fyrir innan, og
hefði vantað góðan metra upp á að
Tómas væri rangstæður.
Valsmenn hresstust við að fá á
sig mark og sóttu stíft. Atli gefur
góða sendingu á Guðmund sem er
óheppinn með skot sitt úr góðu
færi því þaö fór hátt yfir. Skömmu
síðar ver Ársæll glæsilega þrumu-
skot Alberts.
Á 44. mínútu fyrri hálfleiksins
skorar ÍBV sitt annað mark.
Tómas Pálsson átti allan heiður-
inn af því. Brunaði hann upp
kantinn með varnarleikmann á
hælunum, en tókst að snúa hann
f
r‘"li ? rr
; * '
I
-SJÍSÖP?.
l=—-Trr“ i ..rrr fj
• Valsmenn sækja fast að marki ÍBV, en án árangurs. Valsmenn töpuðu þarna sínum
háa herrans tíð.
; ■„ ^ -
fyrsta deildarleik f
Ljósm. Kristinn.
Ovæntur sigur IBV
Loks tapaði Valur leik í 1. deild
höfðu leikió 37 leiki án taps
af sér á móts við markteigshornið
og senda góðan bolta fyrir. Gústaf
Baldvinsson fylgdi vel á eftir og
skoraði örugglega af stuttu færi.
Var þetta vel gert hjá Tómasi,
sýndi hann harðfylgi og gafst ekki
upp.
Valur
— ÍBV
0:2
Valsmönnun’ tókst ekki
að rétta úr kútnum
Á 52 mínútu leiksins voru Vest-
mannaeyingar nær því búnir að
bæta þriðja marki sínu við. Ómar
Jóhannsson skaut þrumuskoti af
um 25 metra færi sem skall í
einum varnarmanni Vals og þaðan
í þverslá og yfir.
Valsmenn gerðu nú allt hvað
þeir gátu til að jafna leikinn en
allt kom fyrir ekki. Vörn ÍBV var
traust fyrir og gaf framlínumönn-
um Vals aldrei frið. Valsmenn
áttu nokkur góð færi á að skora,
en þetta var ekki þeirra dagur.
Eitt besta færi þeira var er Ingi
Björn skallaði af um eins metra
færi eftir fyrirgjöf, en Ársæll
bjargaði vel. Þá átti Atli gott skot
á 42. mínútu rétt yfir þverslá.
Liðin
Liðsmenn ÍBV komu svo sann-
arlega á óvart í leiknum. Þeir léku
allan tímann vel. Notuðu vallar-
breiddina til fullnustu og sköpuðu
sér góð tækifæri með fyrirgjöfum,
börðust af dugnaði og voru yfir-
leitt fljótari á boltann. Tómas
Pálsson var besti maður liðsins.
Skapaði hann ávallt hættu með
hraða sínum g útsjónarsemi er
hann fékk boltann. Þá var vörnin
föst fyrir. Friðfinnur er ávallt
drjúgur og Óskar og Örn eru
jaxlar sem gefa ekki þumlúng
eftir nema síður sé. Þá greip
Ársæll markvörður vel inn í leik-
inn og varði oft vel.
Valsmenn léku nú ekki eins vel
og oftast áður. Sigur kemur ekki á
silfurfati, það verður að hafa fyrir
honum. Að þessu sinni var miðjan
gefin eftir og framlínumennirnir
náðu illa saman. Atli var yfir-
burðamaður í liðinu og aðaldrif-
fjöðrin. Þær voru ófáar sóknirnar
sem hann byrjaði. Þá voru Grím-
ur, Dýri og Sævar seigir í vörninni
að venju. En aðrir leikmenn risu
varla upp úr meðalmennskunni.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild. Laugardals-
völlur 12. júní. Valur — ÍBV 0—2
(0-2) ,
Mörk IBV: Tómas Pálsson á 30.
mínútu og Gústaf Baldvinsson á
44. mínútu.
Áminning: Einar Ingólfsson ÍBV
gult spjald.
Áhorfendur 942.
Dómari Þorvarður Þorbjörnsson.
- Þr.
Gefa strákunum ekkert eftir!
• Sigurlína (t.v.) og Halldóra (t.h.)
• Það hefur færst f aukana aö
kvenfólk láti sér ekki nægja að
hafa gaman af að horfa á
knattspyrnu, heldur taki upp á
þvi að æfa hana og leika ekki
síður en karlarnir. Enda er nú til
sérstök kvennadeild. Það eru þó
ekki nema örfá kvennalið á öllu
landinu og hvað eiga stúlkur að
gera sem hafa ekki aðgang að
kvennaliði, en þrá að ieika
knattspyrnu'/
Þetta hafa tvær ungar stúlkur í
Bolungarvík leyst á mjög sérstæð-
an hátt. Þær Sigurlína Pétursd-
óttir (t.v.) og Halldóra Gylfadóttir
(t.h.) leika einfaldlega með stráka-
liði Bolungarvíkur. Þær eru í 5.
flokki og gefa strákunum ekkert
eftir nema síður sé. í fyrra urðu
þær Vestfjarðarmeistarar með
Bolungarvík og þær munu að
öllum líkindum leika flesta leiki
Islandsmótsins með liðinu. Nýlega
vann Bolungarvíkurliðið góðan
sigur á jafnöldrum sínum frá
HSÞ, 4—0. Haukur nokkur
Vagnsson skoraði þrennu fyrir
Bolungarvík, en Halldóra Gylfa-
dóttir skoraði fjórða markið. Er
óhætt að fullyrða, að þetta uppá-
tæki stúlknanna á sér ekki mörg
fordæmi.
HSÞ var
létt bráð
ÞÓR SIGRAÐI HSÞ í bikar-
keppni KSÍ á Akureyri í gær-
kvöldi, með 4 mörkum gegn 2,
staðan í hálfleik var 3—0 fyrir
Þór.
Þór hafði umtalsvérða yfir-
burði í leiknum, en gestir þeirra
skoruðu úr einu færunum sem
þeim buðust. Jón Lárusson (15,
og 27. mín.) og Hafþór Helgason
(20. og 82. mín.) skoruðu mörk
Þórs. Jónas Hallgrfmsson komst
tvívegis inn fyrir vörn Þórs og
nýtti sér það vel, skoraði bæði
mörk HSÞ. Allmargir leiki
verða í keppni þessari víða ui
land í kvöld, en þeir eru:
Skallagrímur — ÍBÍ í Borgarnes
Ármann — Víðir í Reykjavík
UBK — Stjarnan í Kópavogi
Hekla — Grótta á Hellu
Leiknir — Selfoss á Fellavelli
Magni — Svarfdælir á Grenivík
Reynir — Völsungur á Árskóg
strönd
KS — Árroðinn i Siglufirði
Einherji — Austri á Vopnafirði
Súlan — Þróttur á Stöðvarfirði.
Víkingarnir
að stinga af
VÍKINGARNIR hans Tony KnappOafa nú náð þriggja stiga forskoti i
norsku deildarkeppninni eftir siórsigur gegn Start á útivelli í
gærkvöldi. Víkingur hefur 15 stig og er enn ósigraður. Bryne er á
næstu grösum með 12 stig. Úrslit leikja í norsku deildarkeppninni í
gærkvöldi urðu þessi.
Bryne — Lilleström 3—0
Ilamkam — Mjöndalen 6 — 1
Start — Viking 0—3
Brann — Valerengen 0—1
Rosenborg — Moss i—3
Skeid — Bodö Glint 2—0
'Æ