Morgunblaðið - 13.06.1979, Page 32

Morgunblaðið - 13.06.1979, Page 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 lílflrfittn&IabiJ) AUGLY SIMGASÍMrNN ER: 22480 |B*rflwnI>Iaíiií> MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 Sambandsstjórnarfundur vinnuveitenda í dag: Rflásstjómin biður um aflýsiiigu verkbannsins I því felst ósk um frestun ef afboðun er hafnað — segir forsætisráðherra „RÍKISSTJÓRNIN skrifaði okkur hróf í dag. þar sem þess var óskað að verkbanninu yrði aflýst, og í framhaldi af því óskuðurn við eftir fundi mcð forsætisráðhcrra, og ráðherrum frá hinum stjórnar- flokkunum. og var sá fundur hald- inn klukkan fjögur í dag, með þcim Ólafi. Svavari Gcstssyni og Bene- dikt Gröndal," sagði borstcinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasamhands íslands í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þorsteinn sagði að vinnuveitendur hefðu óskað eftir skýringum á því, hvað lægi að baki þessari ósk um að verkbanninu yrði aflýst. Jafnframt hefði ráðherrunum verið skýrt frá því aö í dag klukkan tvö hefði verið boðaður fundur í sambandsstjórn V.S.Í. til þess að taka afstöðu til þessarar beiðni. Þorsteinn sagði, að á fundinum með ráðherrunum hefði það komiö fram, að ríkisstjórnin teldi verk- bannið hafa óheppileg áhrif, en þeir vildu ekki svara því hvort þeir væru meö einhverja lausn á prjónunum. Þorsteinn kvaðst því ekki vilja á þessu stigi segja til um það, hver afstaða vinnuveitenda til þessar beiðnar yrði, en ljóst væri þó að þessi beiðni væri litin allt öðrum augum heldur en ef beðið hefði verið um frest í tiltekna daga. „Við tókum það skýrt fram, að við litum þetta allt öðrum augum, heldur en ef ríkisstjórnin hefði óskað eftir frest- un,“ sagði Þorsteinn, „og það hefur því raunverulega ekkert breyst frá því ákvörðunin um verkbannið var tekin.“ í sjónvarpsþætti í gærkvöldi sagði Óiafur Jóhannesson forsætisráð- herra að hann treysti því að vinnu- veitendur taki þessa beiðni ríkis- stjórnarinnar til alvarlegrar athug- unar, og að í henni felist það sem minna er, ósk um að verkbanninu verði frestað ef ekki verður fallist á að aflýsa því. Getum án efa lært af reynslu íslendinga við landhelgisstörf — segir vamarmálaráðherraNoregs NORSKI varnarmálaráðhcrrann Rolí Hansen kom til Reykjavíkur í gær, en hann er hcr í einkaheim- sókn. Kom hann til landsins um kvöldmatarleytið mcð einkavól frá Jan Mayen. í samtali við Mbl. í gær sagðist hann hingað kominn m.a. til að kynna sér íslenzku landhelgisgæzluna, ræða við Bcnedikt Gröndal utanríkisráð- hcrra og myndi hann einnig heim- sækja varnarliðið í Keflavík, sem hann sagði að væri mikilvægur hlekkur í vörnum á Norður-At- lantshafi. Ráðherrann sagði að þetta væri fyrsta heimsókn sín til Islands og myndi hann auk þessa eiga viðræð- ur við sendiherrann og að honum þætti forvitnilegt að kynnast land- ínu. Rolf Hansen sagði að Norð- menn hefðu án efa margt að sækja til Islendinga í sambandi við reynslu þeirra við landhelgisstörf og væri hann m.a. hingað kominn til að fræðast af forráðamönnum landhelgisgæzlunnar. Ráðherrann heldur til Noregs á fimmtudags- morgun. Rolf Hansen varnarmálaráðherra Noregs. Ljósm. Emilía. Komu inn með fyrstu hvalina í gærkvöldi ÓLAFUR Jóhanncsson forsætis- ráðherra lýsti því yfir í sjónvarps- þætti í gærkvöldi, að stefna ríkis- stjórnar hans væri sú að aðilar farmannadeilunnar ættu að leysa hana mcð samningum og að það væri ótímabært að grípa inn í með aðgerðum aí hálfu stjórnvalda. Þessi yfirlýsing Ólafs Jóhannes- sonar gengur þvert á ummæli Stcingríms Ilermannssonar íor- manns Framsóknarflokksins á fundi Framsóknarfólagsins í Rcykjavík í fyrrakvöld, en Stein- grímur sagði þá að ríkisstjórnin hefði þegar beðið of lengi með aðgerðir að mati framsóknar- manna og að það væri skylda stjórnvalda að grípa inn í með aðgerðum. í fyrrnefndum sjónvarpsþætti sagði Ingólfur Ingólfsson formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, að yfirlýsingar ráðherra um lagasetningu hefðu torveldað lausn deilunnar þegar í upphafi. Ólafur Jóhannesson greip þá frammí, og sagði að slík yfirlýsing hefði aldrei komið frá sér. Ólafur Jóhannesson sagði enn fremur að hann liti ekki á verk- bannsaðgerðir vinnuveitenda sem pólitískar aðgerðir, en hins vegar myndu þær setja deilurnar í meiri hnút en áður og gætu leitt til víðtækari ófriðar á vinnumarkaðn- um. Loks sagði forsætisráðherra að hann teldi sanngjarnt að meðlimir Alþýðusambands íslands fengju 3% grunnkaupshækkun eins og ýmsar aðrar stéttir hefðu fengið, og Snorri Jónsson varaforseti A.S.Í. sagði að ekki væri óeðlilegt að ríkisstjórnin beitti lagasetningu til að tryggja meðlimum A.S.Í. þessa grunnkaupshækkun. Ólafur Jóhannesson í andstöðu við Steingrím Hermannsson: Otímabært að stjómvöld grípi inn í vinnudeilur NÍU hvalir höfðu veiðst þegar Mbl. hafði samband við Hvalstöð- ina um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Sem kunnugt er fóru hvalbát- arnir fjórir út á sunnudaginn og veiddist strax vel. Hvalur 7 fékk fyrsta hvalinn en hinir bátarnir fengu einnig veiði fljótlega. Veiðst hafa 8 langreyðar og einn búr- hvalur. Hvalur 7 var væntanlegur inn í Hvalfjörð um sjöleytið í gærkvöldi með fyrstu tvo hvalina, búrhval og langreyði. Var allt tilbúið á planinu fyrir vinnslu hvalanna, að sögn Rafns Magnús- sonar á skrifstofu Hvals hf. Ljósm. Mbl. RAX. 17. júníáHall- ærísplani í ár VEGNA slæmrar fjárhagsstöðu Iteykjavíkurborgar hefur verið ákveðið að draga vcrulega úr hátíðahöldum þann 17. júní að þessu sinni. Um daginn verður barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli. og um kvöldið verður síðan stiginn dans í miðhænum, nánar tiltckið á mótum Aðal- strætis og Austurstrætis. í sparnaöarskyni munu börn og unglingar standa fyrir skemmti- atriðunum um daginn í ríkari mæli en áður hefur verið, og af sömu ástæðu verður nú aðeins haldinn einn dansleikur í borginni að kvöldi þjóðhátíðardagsins, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér. Samkomulag um aflt nema launaliðinn STÖÐUG fundahöld voru í farmannadeilunni í allan gærdag, þar sem ræddur var sá ágreiningur sem upp kom í fyrrakvöld og í fyrrinótt. Að sögn Þorsteins Pálssonar framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins hafði um kvöldmatarleytið í gærkvöldi hins vegar náðst samkomulag um rammasamning í deilunni, það er, um þá liði er ekki snerta launaliðina sjálfa. í gærkvöldi var unnið að því að ganga frá þes<u samkomulagi, enda í því mikil „handavinna" eins og einn sáttanefndarmanna komst að orði, en ekki var að vænta sáttatillögu frá sáttanefnd eða sáttasemjara í nótt eða nú í morgun að því er Morgunblaðið komst næst í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.