Morgunblaðið - 19.08.1979, Page 1
Sunnudagur
18. ágúst
Bls. 33 — 64
Bræðurnir
Þorgils og
Hermann.
Þcir eru mjög
samrýndir
og búa tveir
einir að
Efri Hrísum
Sérstæð söfnun bræöra á Snæfellsnesi:
„Oft í dagbók litið fæ
liðnu þar að sinna.“
Eiga þúsundir klukkustunda
af útvarpsefni á spólum - Hafa
ræktað prjár jardir, en aldrei
verið við kvenmenn kenndir
Dagbókar- og veðurfregna-
ritun upp á dag í45 ár.
/slenzkt veðurfar er breytilegt og geta líf og afkoma margra manna veriö
komin undir vitneskjunni um væntanlegt veðurfar, enda blusta menn úr
vissum starfsstéttum, s.s. bændur og sjómenn, reglulega á veðurlýsingar og
fréttir í útvarpi.
A bænum Efri Hrísum, skammt frá ólafsvík, búa tveir bræöur, Þorgils og
Hermann Þorgilssynir. Þorgils, sem er á 61. aldursári hefur frá 16 ára aldri
haldið dagbók og skráð nákvæmar veðuriýsingar. Þeir bræður eignuðust
útvarpstæki 1942 og hefur Þorgils upp frá því, með aðstoð Hermanns, skráð niður
hvern einasta veðurlýsingar- og veðurspárþátt útvarpsins og með tilkomu
sjónvarpsins 1968 hafa þeir cinnig tekið niður allt efni þaðan, sem fjallar um
veðurfar.
Arið 1963 tóku þeir tæknina í sína þjónustu, er þeir festu kaup á
segulbandstæki og upp frá því hafa þeir tekið upp á segulbönd og skráð allar
veðurlýsingar og einnig fjöldamikið af öðru efni. Við heimsóttum þá bræður að
Efri Hrísum og spjölluðum við eldri bróðurinn, Þorgils, um þetta áhugamál
þeirra.
— Hvað kom til að þú fékkst
svo mikinn áhuga á veðurfrétt-
um og til hvers skráir þú þœr?
„Þetta er sífellt hugðarefni
mitt. Ég fékk snemma áhuga á
að skrifa og var þetta góð æfing í
því. Ég byrjaði að skrá dagbók
16 ára að aldri, hún verður 45
ára á árinu. Þegar ég var ungur
töluðu eldri menn alltaf mikið
um veðrið, litu til lofts og sögðu
spekingslegar setningar. Þetta
vakti áhuga minn, þegar ég var
barn og unglingur."
Þorgils sagði að hann hefði
haft mikla ánægju af að fylgjast
með veðri og skrá, en þó hefði
hann fagnað tilkomu segul-
bandsins, því nú væri hann ekki
eins bundinn við útsendingar-
tímana. „Veðurfréttum er út-
varpað sjö sinnum á sólarhring,
kl. 8.15, 10.00, 12.45, 16.15, 19.00,
22.30 og 1.00. Ég hlusta alltaf
þegar ég mögulega get og skrái
þær niður, en svo er tækninni
fyrir að þakka, að nú get ég
rólegur lokið mínum verkum og
látið taka fyrir mig upp á band
og skráð síðar."
— En var ekki erfitt að ná
öilu niður beint? spurði ég
Þorgils, minnug þess, að veður-
fréttir eru heill aragrúi af
tölum og staðarheitum.
„Jú, það var stundum nokkuð
erfitt, en ég var búinn að ná upp
miklum hraða og missti lítið úr.
Ég fékk líka sérstök veður-
skeytablöð frá þeim á Veðurstof-
unni og gekk það mun betur eftir
það Ég er nú hættur að kaupa
þau, þau voru orðin svo dýr.“
— En svo tókuð þið tæknina
í þjónustu ykkar, hverjar voru
helstu breytingarnar við það?
„Við eignuðumst fyrsta segul-
bandstækið 1963, nú eigum við
þrjú tæki. Það getur komið sér
vel, ef eitt bilar. Nýjasta tækið
okkar er mjög fullkomið, með
fjórum rásum. Helsta breytingin
varð sú, að nú söfnum við marg-
víslegu öðru efni. Veðurlýsingar-
þættir og allt sem viðkemur því,
t.d. viðtöl við veðurfræðinga,
hafísfréttir og ileira er náttúru-
lega númer eitt hjá okkur, við
eigum t.d. alla annála frá Köldu
árunum ‘65 — ‘70. En við söfnum
einnig ýmsu öðru efni, fræðslu-
þáttum ýmiss konar, bæði úr
sjónvarpi og útvarpi. Við eigum
allar útvarpsumræður frá
Alþingi og ekki má gleyma tón-
listinni. Ég safna öllum fallegum
lögum, sérstaklega er ég hrifinn
af harmoníku- og alþýðumúsik
Sígild tónlist er ekki það sem
heillar mig mest.
Spólusafnið telur
450—460 spólur
— En er þetta ekki
kostnaðarsamt og hvað
eigið þið orðið stórt
spóiusafn?
„Það má kannske segja
að þetta kosti sitt, en ég
reyki ekki og drekk ekki
brennivín og fer sjaldan
sem aldrei á
skemmti-
staði nú orðið. Ég hef aðeins
einu sinni farið út fyrir lands-
steinana, það var í fyrra, þá fór
ég til Skotlands. Eitthvað verður
maður að veita sér, og þetta er
mín skemmtun og okkar bræðr-
anna.
Við eigum eitthvað á milli
450—460 spólur áteknar. Þær
eru margar stórar, fjögurra rása
og allt að 7 klst. langar. Þær eru
allar skráðar og númeraðar og
auðvelt að finna efnið. Tæknin
er góð, þetta er allt tölusett á
tækjunum og enginn vandi að
sjá um skrásetninguna.
Ég tek aldrei ofan í efni. Ef
maður gerir það, þá þynnast
böndin og endast verr. Eg hef
vanið mig á að taka aðeins það
upp sem ég veit að við viljum
eiga.“
— Hafið þið hugleitt, að fá
ykkur myndsegulbandstæki til
að geta einnig safnað sjón-
varpsefni með myndum?
„Já, við höfum talað um það.
Sjónvarpstækið okkar er
svart/hvítt og við ætlum ekki að
fá okkur littæki áður en það
gamla er orðið ónýtt. Mynd-
segulbandstækin eru enn það
dýr, — ég er viss um að þau
lækka í verði, þegar framleiðslan
vex, þá fáum við okkur eitt slíkt.
Það verður gaman að eiga veður-
fréttirnar í mynd líka.“
Hef aldrei hugleitt að fá að
ráða neinu um útvarpsdag-
skrána
— Ertu ánægður með dag-
skrá útvarpsins og hvernig
myndir þú hafa hana. ef þú
mættir ráða hcnni í einn dag?
„Það hafa nú verið gerðar
einhverjar skoðanakannanir.
Það finnst mér rétt að gera og
svo ætti að reyna að hafa dag-
skrána í samræmi við niðurstöð-
urnar. Ég hef nú aldrei hugleitt
að fá að ráða neinu þarna um.“
SJÁ NÆSTll SÍÐIJ
**
—