Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
192 tbl. 66 árg. FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Stuðningsmenn Janatabandalagsins hrópa vígorð gegn Reddy, forseta
landsins. Símamynd AP
Janatabandalagið:
r _
Asakar Reddy
um valdníðslu
Nýju Dehli, 23. ágúst — Reuter
LEIÐTOGAR Janatabandalags-
ins á Indlandi hvöttu 30 þúsund
stuðningsmenn sína á fundi í
Nýju Dehli í dag til að fara í
verkfall til að mótmæla þeirri
ákvörun Sanjiva Reddys að efna
til kosninga. Leiðtogar Janata-
bandalagsins segja það samsæri
til að koma í veg fyrir að leiðtogi
bandalagsins. Jagjiva Ram, verði
forsætisráðherra.
Þriggja manna nefnd banda-
Iagsins hefur verið skipuð til að
undirbúa í þinginu ákæru á hendur
Reddy um valdníðslu. Til að slík
tillaga næði fram að ganga þarf
samþykki % hluta þingsins. Olík-
legt er talið, að aðrir flckkar styðji
Janatabandalagið í þessu máli en
bandalagið er í minnihluta í báð-
um deildum þingsins. Formaður
Janatabandalagsins, Chandra
Shekhar, sagði á fundinum í dag:
„Ég þekki forsetann mjög vel og
mér finnst, að honum eigi ekki að
líðast að verða einræðisherra."
Annar leiðtogi bandalagsins sagði
á fundinum, að Reddy ætti að
segja af sér og hvatti flokksmenn
til andstöðu við forsetann.
Reddy hefur ekkert látið hafa
eftir sér um gagnrýni leiðtoga
Janatabandalagsins eftir að hann
ákvað í gær að kosningar færu
fram í nóvember.
Fundi um Palestínu-
málið var frestað
New York. 23. ÓKÚst — AP. Reuter
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð-
anna frestaði f kvöld umræðum um
deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins. Miklar viðræður fóru fram í
hliðarherbergjum eftir að Andrew
Young, fulltrúi Bandarikjanna og
forseti öryggisráðsins þennan
mánuð, hvatti til þess, að um-
ræðum yrði frestað. Fulitrúar
Araba ræddu síðan við Akporodo
Clark frá Nígeríu, sem hafði lagt
fram tillögu f ráðinu þar sem
réttindi Palestínumanna til að
stofna eigið ríki voru viðurkennd.
Eftir þann fund var ákveðið að
fresta fundinum í ráðinu klukkan
10 í kvöld að fslenzkum tíma.
Andrew Young, hinn umdeildi
fastafulltrúi Bandaríkjanna, hafði
lýst því yfir, að Bandaríkjamenn
mundu greiða atkvæði gegn tillög-
unni um réttindi Palestínumanna
þrátt fyrir að hann sjálfur fylgdi
slíkri lausn. Hann hafði lýst því
yfir, að hann kysi fremur að þurfa
ekki að greiða atkvæði gegn
Palestínumönnum. Young varð að
segja af sér embætti fastafulltrúa
eftir að hafa rætt við Terzi, fulltrúa
PLO hjá samtökunum. Fundur
ráðsins stóð yfir í tvo klukkutíma og
var fulltrúum PLO, Egyptalands,
Iraks, Júgóslavíu, Kúbu og
Afghanistans leyft að taka þátt í
umræðum þó að þessi ríki eigi ekki
sæti í ráðinu nú.
Andrew Young sagði þegar hann
frestaði fundi, að áfram yrði haldið
á morgun. Fyrir fundinn í kvöld
ræddi Young við Yehuda Blum,
aðalfulltrúa Israels og var til þess
tekið, að engin óvild virtist á milli
Rédust inn
í Zambíu
Salisbury. 23. ágúst — AP. Rcuter.
HER Zimbabwe-Ródesíu fór í dag
yfir landamærin til Zambfu og
gerði árásir á stöðvar skæruliða
Joshua Nkomo, að sögn herstjórn-
arinnr í Salisbury f dag.
Herflokkarnir voru studdir or-
ustuþotum en ekki var skýrt frá
hvort manntjón hefði orðið. í gær
réðust orrustuþotur á stöðvar
skæruliða í Zambíu og kom sú árás í
kjölfar yfirlýsingar skæruliða um að
þeir tækju þátt í ráðstefnu um lausn
deilunnar í Lundúnum en þeir fundir
hefjast innan þriggja vikna.
þeirra þó að ísraelsmenn hefðu
krafist afsagnar Youngs eftir fund-
inn með Terzi.
ísraelskur hermaður lét lífið og
tveir særðust þegar ísraelskur her-
flokkur réðst inn í Líbanon og
sprengdi í loft upp tvö hús. Israelsk
yfirvöld vildu ekki segja hvernig
hermaðurinn lét lífið, en atburður-
inn átti sér stað í þorpinu Brashit,
um 10 kílómetra norðan landamær-
anna. Þá var skotið á gæzlusveitir
Sameinuðu þjóðanna en enginn
særðist. ísraelsk yfirvöld sögðu, að
hermenn þeirra hefðu ekki verið þar
að verki.
The New York Times gagnrýndi
Jimmy Carter harðlega í dag fyrir
stefnuleysi í deilunni fyrir botni
Miðjarðarhafs. Blaðið spurði að því
í hverju stefnan væri fólgin og hver
mótaði hana. Þar átti blaðið við, að
undanfarna daga hefur Carter siglt
um Mississippi á fljótaskipinu Delta
Queen. „Ég skemmti mér stórkost-
lega,“ sagði Carter við mannfjölda
og ræddi í fyrsta sinn um borð í
skipinu um deiluna og þá óánægju
Joseph Strauss að hafa ekki meira
svigrúm til samninga og sagði hann,
að blöð hefðu ýkt mjög óánægju
Strauss.
Harðir bardagar um
Saqqez í Kúrdistan
Stjómarherinn beitti stórskotaliði og þyrlum gegn Kúrdum, sem halda borginni
Tcheran, Saqqcz. 23. áqú.st
— Reuter AP
HARÐIR bardagar stóðu í kvöld
um borgina Saqqez í Kúrdistan í
íran. íranski herinn beitti stór-
skotaliði og þyrlum gegn um tvö
þúsund vel vopnuðum Kúrdum og
voru margir borgarbúar, sem eru
um 40 þúsund, í bráðri hættu þegar
þyrlurnar steyptu sér yfir borgina
og skutu eldflaugum. Þá flugu
orrustuþotur yfir borginni en þær
vörpuðu ekki sprengjum.
Að sögn fréttamanna á staðnum
varð mannfall mikið f hvorum
tveggja flokknum og skriðdrekar
stjórnarhersins stefndu f átt að
borginni. Stjórnarherinn beið öfl-
ugri vopna í baráttunni um borgina
og liðsauka.
Ayatollah Khomeini, trúarleiðtogi
írana, varaði stjórnarhermenn í dag
við því að hlýðnast ekki skipunum og
sagði, að þeir, sem það gerðu, yrðu
dregnir fyrir byltingardómstóla. Þá
varaði hann Kúrda við frekari mót-
stöðu og sagði, að ef Kúrdar héldu
áfram baráttu sinni gegn fólkinu þá
yrðu þeir að taka afleiðingunum. Áð
minnsta kosti eitt þúsund Kúrdar og
stjórnarhermenn hafa beðið bana í
bardögum síðan í marz.
Jimmy Carter, forseti Bandaríkj-
anna, sem undanfarið hefur verið á
ferð með fljótabáti um Missisippi,
Aðaldansari Bolshoiballettsins:
Bað um hæli í
Bandaríkjunum
New York, 23. á«úst
- AP
ALEXANDER Gudunov,
aðaldansari Bolshoiballettsins
sovéska, hefur beðið um hæli f
Bandarfkjunum sem pólitfskur
flóttamaður. Gudunov hefur
undanfarnar vikur verið í
Bandaríkjunum f sýningaferð
með Bolshoiballettinum. Hann
lét sig hverfa á sfðustu
sýningarviku ballettsins.
Lillian Libman, framkvæmda-
stjóri Nederlander producing
company of America, sem stóð
fyrir komu Bolshoiballettsins til
Bandaríkjanna, sagði að hvarf
Gudunovs hefði komið mjög á
óvart í Bolshoiballettinum. Hún
sagði að eiginkona Gudunovs
væri einnig með ballettinum en
hefði ekki beðið um hæli í Banda-
ríkjunum.
Álexander Gudunov fetar í
fótspor þekktra sovéskra dansara
er hafa flúið vestur yfir járntjald.
Rudolf Nureyev flýði í París 1961,
Natalia Makarova strauk í Lond-
on 1970 og Mikhail Barysnikov
bað um hæli í Kanada árið 1974
en þau voru öll dansarar með
Kirovballettinum frá Leningrad.
Gudunov hafði ekki áður verið
leyft að fara í sýningaferð til
Vesturlanda með Bolshoi-
ballettinum þar eð Sovétmenn
óttuðust að hann kynni að biðja
um hæli sem pólitískur flótta-
maður.
Alexander Gudunov — hefur
beðið um hæli í Bandarfkjun-
um. Fjórði sovéski stórdansar-
inn er svo gerir. Símamynd ap
fordæmdi í dag stjórn Ayatollah
Khomeinis í Iran en hann varði
jafnframt þá ákvörðun sína að hafa
sent húshitunarolíu og benzín til
Irans fyrr í þessum mánuði. Sú
ákvörðun forsetans olli miklum hug-
aræsingi þegar hún spurðist út, en
Carter varði ákvörðunina með því að
vitna til þeirrar nauðsynjar, að góð
samskipti væru við írani og að „þeir
senda okkur daglega eina og hálfa
milljón tunna af olíu“. Eldsneytið
var sent til Irans vegna eldsneytis-
skorts þegar skemmdarverk höfðu
verið unnin á olíuleiðslum.
30 fangar
brutust út
Jcssup. 23. ájtúst — Rcutcr
ÞRJÁTÍU fangar sluppu úr fang-
elsi í Maryland í dag og þegar
sfðast fréttist hafði lögreglan að-
eins haft hendur í hári 16 þeirra.
Fangarnir eru sagðir hættulegir,
næstum allir þekktir fyrir ofbeldis-
hneigð. Lögreglan leitaði ákaft að
föngum, notaði þyrlur og sterk
leitarljós.
Fangarnir komust út úr fangels-
inu með því að saga rimla í sundur í
glugga á 1. hæð fangelsisins og
komust síðan yfir tvær girðingar.
Aðbúnaður í fangelsinu er sagður
slæmur. Fyrir ári skipaði dómari, að
föngum yrði fækkað í 1275 en yfir
1500 fangar eru geymdir í fangels-
inu. Talsmaður fangelsisins kenndi
flóttann of fáum fangavörðum.