Morgunblaðið - 24.08.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979
3
Rafmagnsbíllinn „eyðir”
66 krónum á hunaraðið
„Eru engin
púströr
undir
bflnum?'* *
- verður sýndur á vörusýn-
ingunni í Laugardalshöll.
FLUTTUR hefur verið til lands-
ins rafknúinn fólksbfli og er
hann af gerðinni Daihatsu
BCX-M. Þessi bfll er sportbfll,
en hann er í raun rafmagnsút-
gáfa af Daihatsu Charade, sem
er fluttur hingað til lands. Bfll
þessi er árangur samvinnu Dai-
hatsu-verksmiðjanna og Matsu-
shita Electric Industrial Co,
Ltd., sem hannaði í bflinn raf-
hlöður, vél, hleðslubúnað og
annað þar að lútandi.
Orkugjafi bílsins eru rafhlöð-
ur, svokallaðar járn-nikkel raf-
hlöður, en þær eru nýjar af
nálinni. Þeim er komið fyrir
undir aftursæti og í farangurs-
geymslu bifreiðarinnar. Bíllinn
kemst 140—150 km á hleðslunni
en eyðir 1 kwstund á hverjum 7.7
kílómetrum. Samkvæmt upplýs-
ingum Gísla Jónssonar prófess-
ors myndi orkukostnaður á
hverja 100 km vera um 66 krón-
ur. Sé reiknað með að bensínbíll
af þessari gerð eyddi um 10
lítrum á hverja 100 km kostaði
bensínið 3012 kr. í stað 66 króna,
sem rafmagnsbíllinn „eyddi". I
þessu sambandi ber að athuga,
að reiknað er með svokölluðum
næturtaxta á rafmagni. Sam-
kvæmt honum er verðið á hverri
Yngvi Hrafn Jónsson frá Daihatsu-umboðinu sýnir rafgeyma hins
nýja rafmagnsbfls. Ljósm. Mbl. Rax.
kwstund 5.07 kr., hins vegar er
almennur heimilistaxti hjá Raf-
magnsveitum ríkisins 41.90 kr.
hver kwstund, og er því um
umtalsverðan mun að ræða. Há-
markshraði er 113 km á klst. og
bíllinn er 6.7 sekúndu að ná 40
km hraða, og getur hann klifrað
10 gráðu halla á þeim hraða.
Bíllinn er 3.89 m á lengd, 1.51 m
á breidd og 1.29 m á hæð. Gírar
eru 5 áfram og einn aftur á bak
og minnsta hæð frá jörðu er 12.5
cm.
Þær upplýsingar fengust hjá
innflytjendum bifreiðarinnar að
bíll sem þessi kostar um helm-
ingi meira en bensínbíll af svip-
aðri stærð, en þar á móti kemur
að viðhald er lítið og einnig hitt
að rafmagnsbílar eru mun ódýr-
ari í rekstri en bensínbílar.
Einnig er talið að þessir bílar
endist tvöfalt á við bíla sem
ganga fyrir bensíni eða olíum.
Rafmagnsgeymar bílanna end-
ast í 3—5 ár, en að þeim tíma
liðnum verður að endurnýja þá.
Bíllinn er svotil hljóðlaus í
akstri, einungis heyrist þegar
ekið er af stað.
*Þessi bíll var fluttur hingað til
lands vegna Alþjóðlegu vörusýn-
ingarinnar sem nú stendur yfir í
Laugardalshöll, en verður flutt-
ur til Japans strax að sýning-
unni lokinni.
Þessi bíll Daihatsu-verksmiðj-
anna er nýjasta tilraun þeirra til
að framleiða rafknúinn fólksbíl,
en líklega verður einhver bið á
því að svona bíll sjáist á götum
borgarinnar.
GRUNDIG
20" 4613
Lteldom kr.70.500.
Nú n kr.485.700.
% Útborgun: Mánaðargr.:
20% kr. 97.000 2 X kr. 195.000
30% kr. 146.000 3 X kr. 113.000
40% kr. 195.000 4 X kr. 73.000
50% kr. 243.000 5 X kr. 49.000
60% kr. 292.000 Frjálst innan árs
100% kr. 461.400 (5% staðgr.afsl.)
VEXTIR OG KOSTNAÐOR EKKIINNIFALIÐ.
• Línumyndlampi. („Black-stripe inline“).
Ný og mjög fullkomin gerð.
• Einingaverk. Einfaldar allar viðgerðir
og gerir þær mögulegar í heimahúsum.
• AFC (sjálfvirk tíðnistilling) og
AGC (sjálfvirk mögnunarstilling).
Þessi atriði tryggja bestu viðtöku
hljóðs og myndar.
• Kalt kerfi. Straumnotkun aðeins lOOw.
(Tækið hitnar minna og endist lengur).
• Framvísandi hátalari. (Superphon).
Gefur betri hljómburð en hátalari á hlið.
• Tónstillir fyrir bassa og diskant.
• Valhnotukassi. Stærð 64 X 42 X 45.
Þriggja ára myndlampaábyrgð og sjö daga skilaréttur á öllum tækjum.
Leiöandi fyrirtæki
á sviöi sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).
Þrostur Magnusson