Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Sjónvarp kl. 21.30: Isadóra Sjónvarpið sýnir í kvöld bandaríska bíómynd frá árinu 1969 (The Loves of Isadora), um ævi banda- rísku dansmeyjarinnar Isadóru Duncan. Leik- stjóri er Karel Reisz, en aðalhlutverkin leika Van- essa Redgrave, James Fox, Jason Robards og Ivan Tchenko. Isadóra Duncan var uppi á árunum 1878— 1927. Hún hafði mikil áhrif á nútíma dans og Vanessa Redgrave í hlut- verki ísadóru Duncan. ferðaðist hún víða, ma. til Frakklands og Rússlands og setti á stofn dansskóla. Hún fórst árið 1927 af slysförum, en dánarorsök- in var kyrking. Var hún á ferð í bíl og flæktist trefill sem hún bar í hjóli bif- reiðarinnar, með þeim höfmulegu afleiðingum að hún lést. Þýðandi þessarar myndar er Kristrún Þórð- ardóttir, en myndin er í litum og er rúmlega tveggja klukkustunda löng. (Sjá grein um Isadóru bls. 16 og 17.) Sjónvarp kl. 20.40: Skonrok(k) Skonrok(k)ið verður á dag- skrá sjónvarpsins ( kvöld og er þátturinn fjölbreyttur að vanda. Hefst hann á lagi, sem spilað er í tilefni kvöldsins og heitir Friday Night. Flytjendur eru tveir lítt þekkt- ir söngvarar, Bell og James. Þá leikur hljómsveitin Supertramp tvö lög, Breakfast in America og Logical Song, en hljómsveit þessi er mjög vinsæl um þessar mund- ir. Síðan mun hljómsveitin Tube- way Army, en hún hefur vakið mikla athygli í Bretlandi upp á síðkastið, flytja lagið Are Friends Electric. Þá flytur hljómsveitin Tube lag um sjónvarp og þá sem eyða öllum sinum bestu stundum fyrir framan sjónvarpið, en lagið heitir Prima Time. Hljómsveitin Tube er 8 manna, og er hún jafnframt leikflokkur og má því búast við líflegri sviðframkomu. Þessu næst mun Thin Lissy, hin góðkunna írska rokkhljómsveit, flytja lagið Waiting for an Alibi og er það hressilegt rokklag. Þá verður eitt disco lag á dagskrá, en það er flutt af fjögurra manna negrahljómsveit sem heitir því fábreytta nafni G.Q., en lagið heitir Disco Nights. Þátturinn endar síðan á lagi Wet Willie, og fjallar það lag um helgina fram- undan og heitir Weekend, að sjálfsögðu. Þorgeir Ástvaldsson kynnir lögin. "HafiÓ þið hcyrt um hjónin sem máluðu húsiö sitt með HRAUNI fyrit 12 árum. Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. I málninghlf Utvarp Reykjavík FÖSTUDKGUR 24. ágúst MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónieikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 8.05 Morgunstund barnanna: Margrét Guðmundsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Sumar á heimsenda“ eftir Moniku Dickens (10). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Morguntónleikar Dietrich Fischer-Dieskau syngur lög eftir Franz Schu- bert; Gerald Moore leikur á píanó / Fine Arts-kvartett- inn leikur Strengjakvartett í Es-dúr op. 12 eftir Felix Mendeissohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.'* 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍDPEGIO_____________________ 14.30 Miðdegissagan: „Aðeins móðir“ eftir Anne De Moor Jóhanna G. Möller les þýð- ingu sína (14). 15.00 MiðdegÍ8tónleikar: Fflharmonfusveitin í New York leikur Carmen-svítu nr. 2 eftir Bizet. Leonard Bern- stein stj. / Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur „Le Cid“, balletttónlist eftir Mas- senet; Robert Irving stj. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn: Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Litli barnatíminn Sigríður Eyþórsdóttir sér um tímann. Lesnar tvær sögur eftir Lilju Kristjánsdóttur. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIP______________________ 19.40 Aaron Copland leikur eigin píanóverk a. Tilbrigði b. Fjórir blúsar. 20.00 Púkk Sigrún Valbergsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson sjá um þátt fyrir unglinga. 20.40 Til eru hlutir hér í heimi Þáttur um peninga og popp- tónlist f umsjá Árna Oskars- sonar, Halldórs Guðmunds- sonar og örnólfs Thorsson- ar. 21.15 Sönglög eftir Halfdan Kjerulf Olav Eriksen syngur; Einar Steen-Nökleberg leikur á pfanó. 21.40 Áhrif MS sjúkdómsins á lff okkar Harpa Jósefsdóttir Amin ræðir við Hafdfsi Berg og Lárus Ásgeirsson. 22.05 Kvöldsagan: „Grjót og gróður“ eftir óskar Aðal- stein Steindór Hjörleifsson leikari les (4). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Eplamauk Létt spjall Jónasar Jónasson- ar með lögum á milli. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FOSTUDKGUR 24. ágúst 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrái 20.40 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir ný dæg- urlög. 21.10 Græddur var geymdur eyrir. Þessi þáttur er um matvöru- merkingar. Rætt vcrður við Davfð Scheving Thorsteins- son, formann Félags fs- lenskra iðnrekenda. Hrafn Friðriksson, forstöðumann Heilbrigðiseftirlits rfkisins, og Jón Óttar Ragnarsson matvælaverkfræðing. Um- Umsjónarmenn Sigrún Stefánsdóttir og Ilalldór Reynisson blaðamaður. 21.30 Isadóra. (The Loves of Isadora). Bresk bfómynd frá járinu 1969 um ævi bandarfsku dansmeyjarinnar ísadóru Duncan (1878-1927). Leik- stjóri Karel Reisz. Aðalhlut- verk Vanessa Redgrave, Jam- es Fox, Jason Robards og Ivan Tchenko. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.40 Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 25. ágúst 16.30 íþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.30 Heiða. Sautjándi þátt- ur. Þýðandi Eirfkur Haralds- son. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- 20.30 Silfurkórinn. Kórinn syngur syrpu af vinsælum rokklögum. Útsetningar og stjórn: Magnús Ingimarsson. Dansatriði: Dansstúdío 16 Stjórn upptöku: Andrés Indriðason. 20.55 Derby-veðreiðar í tvær aldir. Bresk mynd um Derby-veðreiðarnar, knáa knapa, glæsta gæðinga og hrikaleg hneyksli. Þýðandi Ingi Karl Jó- hannesson. 21.50 Svarta liljan. (Black Narcissus) Bresk bfómynd frá árinu 1946. Aðalhlutverk Deobrah Kerr, David Farrar, Sabu og Jean Simmons. Ungri nunnu er falið að stofna klaustur f kastala nokkrum í Himalaja-fjöll- um, en margs konar erfið- ieikar verða á vegi hennar. Þýðandi óskar Ingimars- son. 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.