Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 8

Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Hitabeltisplöntur Ævintýrasvædi fyriralla fjölskylduna Garðyrkjusýningin að Reykjum er sannkölluð fjölskyldusýning. 100.000 m2 sýningarsvæði, þar af 6000 m2 undir gleril Kaffiveitingar, hestaleiga, gönguleiðir, gróðurskáli, hitabeltisplöntur, gróður og grænmeti. Grænmetismarkaóur og blómavelta Sérstakur grænmetismarkaður opinn allan sýningatímann, auk Grænu Veltunnar - hlutaveltu með blómum, plöntum og grænmeti í vinninga. Velkomln að Reykjum Skoðið og kynnist undraheimi Garðyrkjuskólans. Aðgangseyrir kr. 2000,- Ókeypis fyrir börn innan 12 ára aldurs. Opið daglega kl. 13-21. Laugard. og sunnud. kl. 10-21. Falleg sýnlng í fögru umhverfi 0% Garðyiiguskóli ríkisins Reykjum Ölfusi -vió Hvetagerði Norrænahúsið: Sýning á nútíma finnskri grafík Laugardaginn 25. ágúst kl. 15:00 verður opnuð sýn- ing á nútíma finnskri graf- ík í Norræna húsinu. Sextán finnskir grafík- listamenn sýna þar 128 grafísk verk. Á sýningunni í Norræna húsinu koma fram allar grafískar aðferðir svo sem æting, trérista, steinþrykk og sáldþrykk. Meðal hinna 16 sem sýna eru nokkrir af þekktustu listamönnum Finnlands og má þar nefna Pentti Kaski- puro, Váinö Raouvinen og Ina Colliander. Sýningin kemur hingað frá Lista- safni N-Jótlands í Álaborg. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14—19 og henni lýkur sunnudaginn 9. sept. Eitt verkanna á sýningunni, en það er eftir Ilppo Heikuri. Barrokk-tónlist á Kjarvalsstöðum EKKI verður sagt að svonefndir Reykjavíkurdagar, sem nú standa yfir gangi mikið í berhögg við „löggildan" og „rannsakaðan" tón- listarsmekk almennings, eða hætta sé að að skammta þurfi veisluföng eða annan viðurgerning vegna kostnaðar af því leiðindatilstandi er heitir nú einu nafni „klassisk tónlist" sem er að verða táknrænt nafn fyrir ótrúlega ógeðfelld menningaróþrif. Þrátt fyrir að klassískt-veikir menn láti nú sem minnst á sér bera og gangi með veggjum, safnaðist fullt hús að Kjarvalsstöðum um síðustu helgi til að hlýða á fjóra listamenn flytja barokktónlist. Æviskeið tónskáldanna, sem verk voru flutt eftir á þessum tónleikum, spannar yfir 109 ár, eða frá 1658 til 1767 og má í rauninni heita stórmerkilegt að tónlist frá þessum tíma skuli enn í dag vera flutt. Til samanburðar við annað efni frá sama tíma t.d. bókmennt- ir, heimspeki og trúfræði, stendur tónsköpun, myndgerð og húsasmíði á þessum tíma svo framarlega, að enn í dag undrast menn glæsiverk þessa tímabils. Maðurinn hafði þá um aldir grópað mikilleik sinn í myndir og hús, en tónlist 17. og 18. aldar var frumsköpun manna, er lifðu á menningarsvæði sem mark- aðist af Róm, Vín, Hamborg, Lond- on, París og Madrid. Tónlist þessa tímabils varð til við þjóðfélagsað- stæður, sem ekki eru fyrir hendi í dag og mótuð af smekk og hug- myndum sem nútíðarmenn þekkja lítið og ættu erfitt með að tileinka sér. Ekki verður það undan dregið að þessi tónlist var leikin á hljóð- færi, sem flest eru óþekkt í dag og samin og flutt fyrir fámenn fjöl- skyldusamkvæmi þjóðhöfðingja. Hvað er það, sem verk þessara manna búa yfir og nútímafólk eyðir stundum við að hlýða á og tónlistarmenn ævi sinni í að flytja? Því hefur verið haldið fram, að tónlist og innri gerð hennar eftir 1600 hafi í minna mæli verið háð ýmsum hindrunum, er þekking og vanþekking var annarri listsköpun og að tónhöfundar hafi getað leikið sér nokkuð frjálst með tóna án þess að hljóta bágt fyrir. Innan þessara frjálsræðismarka varð tæknin markmið, svo að enn í dag er tónlist gerð á þessu tímabili, verðugt viðfangsefni bestu tónlist- armönnum nútímans. Þannig fer saman flókið og margofið tónferli, sem gerir miklar kröfur til ein- beitni við greiningu hljóðanna, eða hlustun eins og það er kallað og Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON einnig, að flutningurinn sé vandað- ur, sem þýðir margra ára ögun og þjálfun hæfileikafólks. í upplifun slíkrar tónlistar er það því bæði tónlistin og flutningurinn sem skiptir máli, en hlustandinn nýtur stundarinnar í samræmi við hæfni sína til að greina margþætt tón- ferli og túlkun þess. Það er í rauninni þetta tvennt, tónferlið og flutningurinn, sem fleytt hefur tónlist eftir Purcell, Hándel, Tele- mann og Bach hingað til íslands, til að verða leikin á Klambratúni, gamalli bújörð, sem nútímasamfé- lag okkar hefur lagt undir lista- verk og skógrækt. I Englandi og Þýzkalandi eru þessir tónhöfundar jafnvirði og okkur Islendingum þeir Jónas Hallgrímsson og Hall- grímur Pétursson, en á Fróni gestir og fulltrúar framandi menn- ingar. Þetta er rétt að hafa í huga þegar deilt er um hlustun tónlistar til daglegs brúks, eða ef menn vilja sækja til annarra þjóða það sem þær kunna best að gera. Fjórir tónlistarmenn, sem sótt hafa til annarra þjóða þekkingu og þjálfun koma heim og flytja rúmlega 200 ára gamla tónlist sunnar úr Evrópu, við fótstall meistara Kjarvals og hlustendur flykkjast að til þess að eiga stund með þeim og tónskáldunum.Flytjendurnir eru flestir enn við nám erlendis, en sú sem fer fyrir hópnum er reynd- ur tónlistarmaður, Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikari. Tvær systur hennar, Unnur María, sem einnig leikur á fiðlu og Inga Rós, celló- leikari, ásamt Herði Áskelssyni orgelleikara, er lék með á sembal, áttu þátt að þessum tónleikum. Eins og að framan greinir voru viðfangsefnin eftir Purcell, Hánd- el, Telemann og Bach og voru tónleikarnir í heild áferðarfallegir. Það sem undirritaður saknaði mest í flutningnum er ýmislegt sérstætt fyrir tónlist þessa tíma- bils, varðandi blæbrigði og skreyt- ingar. Fiðluleikurinn var á köflum vel útfærður en helst til róman- tískur eða heitur. Þá var cellóið nokkru of sterkt, þannig að semballinn hvarf í skuggann. „Continue“ cellóleikur má ekki vera tónmikill (eða rómantískt túlkaður), nema þar sem lagferlið gerir slíkt nauðsynlegt. Þá var ekki nægileg samstaða um styrkleika- breytingar, sem gegna miklu í mótun laghendinga og skipan þeirra. Þrátt fyrir þessa annmarka var margt mjög vel gert og von- andi heldur þessi hópur áfram að þroska sig í samleik og samtúlkun og flytja okkur gamla og nýja tónlist, því víst er að margir telja sig eiga erindi við slíkan hóp og það sem hann kann að flytja. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.