Morgunblaðið - 24.08.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.08.1979, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn umferðamála: Börnin, umferð- in og skólarnir Nú nálgast sá tími, er skólar borgarinnar taka til starfa. Sam- kvæmt áætlun Fræðsluskrifstofu borgarinnar, sem gerð var í maí s.l. er gert ráð fyrir að börn á aldrin- um 6 til 12 ára sem sækja eiga skóla í Reykjavík, verði 8.152. Þar af verða 6 og 7 ára börn ca. 2.350 eða 1161 barn 6 ára og 1189 7 ára. Lögreglan mun nú eins og und- anfarin ár gera sitt til þess að leiðir barnanna að og frá skóia verði sem öruggastar, jafnframt því sem umferðarfræðsla í skólan- um, jafnt frá hendi kennara og Iögreglu hefst strax er skólarnir byrja. Að auki mun svo umferðar- ráð koma á framfæri bæklingum „Leiðin í skólann" en þar eru foreldrum og forráðamönnum barna bent á ýmsar hættur er leynast á leið barnanna og foreldr- ar .hvattir til að fylgja börnunum fyrstu dagana og velja leið þá, sem er hættuminnst fyrir barnið. Jafn- framt er bent á það að stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta. Einnig er bent á að heppilegt sé talið að áður en barnið er sent eitt í skólann þá hafi barnið fengið að sýna aðstandendum sínum kunn- áttu sína með því að fá að stjórna ferðinni. Ekki þarf að taka það fram að ætlast er til þess að ökumenn og aðrir vegfarendur geri sitt til þess að vernda börnin í umferðinni en það verður ekki gert nema að fólk almennt láti sér koma þetta við, minnugt þess að ég hjálpa barninu þínu þarna og þú mínu á öðrum stað. Einnig ríður á því að þeir sem eldri eru hafi það hugfast, að þeir eiga að vera börnunum til fyrir- myndar í umferðinni eins og ann- arsstaðar. Ég get ekki stillt mig um að einmitt í sambandi við börnin og skólana að minnast á eftirfarandi. Ég las það í dagblöðunum nú nýlega að Reykjavíkurborg hefði selt ríkinu hluta af Laugarlækjar- skóla og var það nefnt í þessu sambandi að Fósturskólinn ætti að verða þarna til húsa. Á ári barnsins virðist engum hafa dottið í hug að benda á það að stór hópur barna sem sækir Laugarnesskóla eru börn sem búa í blokkunum við Laugarnesveg og Kleppsveg. Þessi börn verða flest á leið sinni í og frá Laugarnesskóla að fara fram hjá Laugarlækjar- Oskar ólason. skóla og eiga þá eftir að fara yfir miklar umferðaræðar eins og Sundlaugaveg og Reykjaveg. Ef þessi börn hefðu mátt sækja skóla í Laugarlækjarskóla þá er auðsætt að ferðir þeirra að og frá skóla hefðu verið hættuminni. í Laugar- nesskóla hefði áreiðanlega farið vel um fóstrurnar sem eiga allt gott skilið. Þó ég hér nefni þetta einstaka tilvik, þá er mér Ijóst að hætturnar í umferðinni ekki síst fyrir yngstu skólabörnin eru víða. að mætti t.d. nefna að börn sem sækja Breiða- gerðisskóla eiga mörg heima aust- an við Réttarholtsveg og fara fram hjá Réttarholtsskóla á leið sinni í Breiðagerðisskóla. Börnin verða þarna að fara yfir mikla umferðar- æð, sem er Réttarholtsvegur, en þessi vegur er hættulegur m.a. vegna mikillar hæðarbungu og mikillar umferðar. Það mætti láta sér detta í hug, að áðurnefnd börn, sérstaklega 6 og 7 ára börn, ættu að vera í Réttarholtsskóla í stað Breiðagerðisskóla. i Fleiri dæmi mætti nefna, en að lokum vil ég benda á eftirfarandi. Er ekki hægt að koma í veg fyrir að 6 og 7 ára börn þurfi að mæta í skóla í myrkri á morgnana? Er hægt að sjá til þess að kennslu yngstu barnanna ljúki ekki kl. 12:00 en þess í stað t.d. kl. 12:15 og kennsla eftir hádegi hefj- ist t.d. kl. 13:30 í stað kl. 13:00? Ef hægt er með breyttu skipu- lagi að gera á þennan hátt ferðir barna að og frá skóla öruggari þá á að gera það. Það er hættuminna að færa kennara á milli staða en fjölda ungra skólabarna. Löngumýrarskólinn er miðsvæðis í sögufrægu héraði. Haustnámskeið fyr- ir aldraða að Löngu- mýri í Skagafirði NÆR 130 manns hafa dvalið að Löngumýri í Skagafirði í sumar, en kirkjan í samvinnu við Akur- eyrarbæ og Reykjavíkurborg hefur skipuiagt ferðalög þangað og dvöl fyrir aldraða. Að jafnaði hafa verið um 25 manns í hverjum hópi að sögn Margrétar K. Jónsdóttur skólastjóra á Löngumýri. Hefur þetta starf verið undanfarin sumur við vaxandi vinsældir, en nú á að brydda upp á þeirri nýjung að hafa sérstakt haustnámskeið með fjöl- breyttu formi fyrir aldrað fólk. „Hugmyndin er,“ sagði Margrét í samtali við Mbl., að efna til námskeiða í haust til fróðleiks og skemmtunar. Margir eldri borgarar hafa ekki haft tíma eða tæk.ifæri til mikillar skólagöngu, né heldur tíma til þess að sinna sínum áhugamálum til hlítar. Við vitum að ýmsir vilja gjarnan bæta við sig einhverju nýju eða hrista upp í því gamla og fólk er aldrei of gamalt til þess að nema ef heilsan leyfir það okkur til gleði og Við erum í Höllinni! Verið velkomin í sýningardeild okkar nr.18 Þar sýnum við nýjungarnar í okkar glæsilegu og ótrúlega fjölbreyttu heimilistækjalínu. , •. SINGER PRJÓNA & SAUMAVÉLAfí llílpÉtfe | SKmSmSm. ALÞJOÐLEG VÖRUSÝNING INTERNATIONAL FAIRff=1979 KitchenAid HRÆRIVÉLAfí kuknecht KÆLISKÁPAR Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Sími 38900 gagns og tekjuauka ef vel tekst til.“ Efni náskeiðsins verður bæði bóklegt og verklegt, að sjálfsögðu engin próf, en um er að ræða Biblíuleshring, bókmenntir og sögu, fjallað um það að eldast, kosti og galla og einnig verða umræður og erindi um tryggingamál og rétt fólks í þeim efnum. Þá má af verklegum greinum nefna bókband, hnýtingar og vefnað, leiðbeiningar um mataræði, t.d. hvernig hægt er að matreiða góðan mát á þægilegan og fljótan hátt fyrir einn eða tvo og leikfimi verður við hæfi þeirra sem námskeiðið sækja. Þátttakendur geta að sjálfsögðu valið í hverju þeir taka þátt og þannig verður þetta mjög frjálst fyrirkomulag með mörgum möguleikum. Einnig verður farið í ferðalag um héraðið og kvöldvökur haldnar. Ferðir aldraðra í Skagafjörð hafa tekizt mjög vel undanfarin ár og gistiaðstaða öll og aðbúnaður í skólanum á Löngumýri er mjög góð. Þátttökugjaldi verður stillt í hóf eins og unnt er, en reiknað er með að þátttakendur greiði fæði, efnis- kostnað og ferðir. Þeir sem hafa hug á þessu nýstárlega námskeiði fyrir aldraða geta haft samband við Biskupsstofu eða skólastjórann á Löngumýri, en námskeiðið verður haldið 17.—29. september.- Margrét Jónsdóttir skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.