Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Árni Snœvarr —Minningarorð Fæddur 27. apríl 1909 Dáinn 15. ágúst 1979 Árni Snævarr, verkfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lézt í Danmörku að morgni 15. þ.m., en þangað var hann nýkom- inn, með eiginkonu sinni, til nokk- urra vikna sumardvalar. Bar and- lát hans snöggt að, því kvöldinu áður var hann hinn hressasti í hópi vina sinna. Tímabil erfiðra veikinda átti hann þó að baki, sem gert gat hið stutta stig milli lífs og dauða enn styttra. Stutt er það raunar fyrir oss öllum. Árni Snævarr var fæddur á Húsavík 27. apríl 1909, sonur hjónanna Vaidimars Snævarr, skólastjóra í Neskaupsstað og Stefaníu Erlendsdóttur. Árni varð stúdent frá Akureyrarskóla 1930 og byggingaverkfræðingur frá Verkfræðiháskólanum í Dresden 1935. Eftir verkfræðistörf í Þýzka- landi um eins árs skeið kom Árni til starfa sem verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins og starfaði þar til ársins 1942. Hann stofnaði með öðrum Almenna byggingafélagið h.f. sem síðan var um áratugi eitt virkasta verkfræði- og verktaka- fyrirtæki hér á landi. I ársbyrjun 1970 tók Árni við embætti í nýstofnuðu iðnaðarráðuneyti, við gildistöku stjórnarráðslaga, sem samkvæmt þeim fjölgaði ráðu- neytum, með meiri aðgreiningu málefna en áður hafði verið. Lausn frá því starfi baðst Árni í árslok 1976 vegna vaxandi sjón- depru, er leiddi af fyrri veikind- um. Við fulla starfskrafta að öðru leyti bjó Árni þó enn og annaðist áfram ýmis ráðgjafarstörf fyrir iðnaðarráðuneytið. Árni kvæntist 19. ágúst 1939 eftirlifandi einin- konu sinni Laufeyju Bjarnadóttur Jónssonar, forstjóra frá Galtafelli og Sesselju Ingibjargar Guðmundsdóttur konu hans. Fjór- ar dætur hafa þau Árni og Laufey eignazt, sem lifa hann ásamt 9 barnabörnum. Aðrir munu betur og af meiri kunnáttu lýsa ferli Árna Snævarr sem eins af frumherjum hinnar nýrri tæknialdar á íslandi. Mér er hinsvegar ríkt í huga, og tel íslenzkum skákmönnum skylt að rifja upp feril hans sem skák- manns og starfa að málefnum skáklistarinnar. Varla mundi það öðrum skyldara en þeim sem átt hefur samleið með honum á því sviði í 45 ár, en einnig hin síðustu ár notið samstarfs við hann í daglegum störfum og einnig ná- innar vináttu. Árni var þegar í Menntaskóla mjög sterkur skákmaður, og er það trú mín, að hann og bekkja- bróðir hans, Guðmundur heitinn Guðmundsson, frá Þúfnavöllum, hafi er þeir héldu til náms í Þýzkalandi eftir stúdentspróf, mátt teljast meðal beztu skák- manna landsins. Svo kappssamur námsmaður sem Árni var, má telja það með ólíkindum, hvað honum tókst að iðka skáklistina mikið, samtímis, og varð hann einn allra sterkasti skákmaður Dresden borgar, sem var þó ein mesta skakborg Þýzkalands. Ég gæti raunar trúað því að Árni hafi á þessum árum teflt meira en honum nokkru sinni vannst tími til síðar. — Það ber einnig hinum bráðskemmtilega skákstíl Árna vitni að fjölmargar skákir, sem hann tefldi, birtust jafnóðum í dagblöðum í Dresden. Eg hefi á undanförnum mánuð- um haft tilefni og tækifæri til að skoða a 'ikinn fjölda af skákum hans og efur sú skoðun enn styrkt þa nat á skákstíl hans, sem raunax blasir við sem ríkt einkenni persónuleika hans. Skák- in hans e*... enndist af hug- kvæmni, í óven.ju ríkum mæli, af skarpri reiknigáfu hans, og verk- gleði og verknautn við lausn á viðfangsefnum hverrar skákar. Keppnin sem slík hvarf honum miklu meir, og var hann þó engan veginn kapplaus maður. — Einn bsti árangur Árna í skákkeppni var er hann tefldi á 5. borði í skáksveit íslands á Olympíuskák- mótinu i Miinchen 1936 og fékk besta vinningshlutfall i íslensku sveitinni. Árni tefldi í furðu mörg- um skákmótum eftir heimkomu frá námi, þótt það yrði oft á „hlaupum" vegna starfa hans, þar sem þeim fylgdu stöðug ferðalög. Einna bestum árangri náði hann í landsliðskeppni í ársbyrjun 1944 er hann og Ásmundur Ásgeirsson urðu jafnir efstir og Ásmundur vann einvígið um efsta sætið méð minnsta mun. — Yfir Árna voru þó þá að hellast verkefni vegna undirbúnings lýðveldinshátíðar á Þingvöllum. — Árni var árin 1947—1952 forseti Skáksambands íslands, en bæði fyrr og síðar lagði hann íslenskum skákmálum lið með óþrjótandi áhuga sínum og hugkvæmni. Öll þau störf mega íslenskir skákmenn þakka. Ég vil þakka þau störf að mín- um hluta, en margt fleira er mér þakkarefni, og þó mest samfylgd góðs manns. Baldur Möller. Víða liggja spor Árna Snævarr á framfarabraut verklegra fram- kvæmda hér á landi. Hann undir- bjó og stóð að virkjunum, gerð vega, hafna og annarra mann- virkja í fjóra tugi ára, sem verk- fræðingur, verktaki og ráðuneytis- stjóri. I hitaveitumálum Reykvíkinga urðu þáttaskil, 1954, þegar hita- veitunefnd var komið á fót undir formennsku Árna Snævarr, en í upphafi þess árs var hann kosinn varafulltrúi í bæjarstjórn Reykja- víkur. Víðtækar rannsóknir voru hafnar á jarðhita í Reykjavík sjálfri og víðar og unnið að áætl- unum til að tryggja öllum borgar- búum hitaveitu til frambúðar. Vísindamennirnir Trausti Einars- son og Gunnar Böðvarsson voru beðnir álits á því, hvort ekki væri vænlegt að bora í bæjarlandinu. Eftir ábendingum þeirra var það gert með góðum árangri. Til þess að unnt væri að kanna jarðgufuna og nýta hana, var keyptur til landsins fyrir frumkvæði Reykja- víkurborgar hinn mikli gufubor, sem er sameign ríkisins og Reykjavíkur og hefur nú í tvo áratugi skilað þjóðinni ómetanleg- um verðmætum. Framsýni Árna og glöggskyggni naut sín vel í þessu starfi í fjögur ár. Þegar virkjun Efra-Sogs var í undirbúningi og útboð í bygging- arvinnu hafði farið fram urðu um það skiptar skoðanir, hvoru skyldi taka af tveim hagstæðum tilboð- um frá tveim ágætum fyrirtækj- um. Sú hugmynd kom upp í stjórn Sogsvirkjunar, sem ákvörðun átti að taka um tilboðin, að fá þessa tvo verktaka til samstarfs, þannig að þeir tækju sameiginlega að sér verkið. Það tókst og stofnað var fyrirtækið „Efrafall". Það var forystumönnum hinna tveggja verktaka, þeim Árna Snævarr og Kay Langvad til mikils sóma, að þessari samvinnu varð komið á. Hún leysti mikinn vanda og varð landinu til góðs. Og með þessum tveim mönnum og fjölskyldum þeirra tókst einlæg, varanleg vin- átta. Jóhann Hafstein iðnaðarráð- herra skipaði Árna Snævarr ráðu- neytisstjóra í iðnaðarráðuneyti, sem varð til sem sérstakt ráðu- neyti í ársbyrjun 1970. í því starfi var Árni hugljúfi samstarfs- manna. Mörg og stór verkefni hafði hann með höndum. Hann gegndi því starfi í sjö ár, til ársloka 1976. Baðst hann lausnar, er sjónin dapraðist svo mjög, að ekki var lengur unnt að lesa. Það var honum gleðiefni, að við starfi hans skyldi taka vinur hans og samstarfsmaður Páll Flygenring, og tengst héldust áfram hin næstu ár milli Árna og ráðuneytisins. Fjölþættar gáfur, margbreyti- leg áhugamál, en öllu framar drengileg skapgerð voru þess vald- andi, að Árni Snævarr hlaut að virðast vel hverjum manni. Árni unni bókmenntum og bar gott skyn á Ijóð, enda átti hann ekki langt að sækja, þar sem faðir hans, skáldið og skólastjórinn Valdemar Snævarr. Ég varð þess var eitt sinn, að Árni hafði sér- stakar mætur á snilldarkvæði Hallgríms Péturssonar: „Aldar- hætti", og hann fór með upphaf eins erindis af miklum næmleik: Manndómur mundi. þar sveinar á sundi sóttust af afli. Einn sat í lundi hjá litfovrru sprundi ok lék sér að tafli. Taflið var honum hugleikið. Hann var forvígismaður í skáklist og sjálfur taflmaður góður. Þessa mannkostamanns er minnst með söknuði og innilegar samúðarkveðjur eru sendar Lauf- eyju konu dans, dætrunum fjórum og allri fjölskyldu. Gunnar Thoroddsen. Með Árna Snævarr er fallinn í valinn einn af fremstu brautryðj- endum verklegra framkvæmda á íslandi síðustu fjóra áratugina. Þegar Árni hélt út til náms við lítil efni í upphafi heimskrepp- unnar miklu, hefur brennandi áhugi, bjartsýni á framtíð íslands og vissan um ónotuð tækifæri í verklegum efnum vorið hann hálfa leið. Varla hefur hann þó getað grunað, eins og efnahag tslands var þá háttað, hve stórkostleg og fjölbreytt verkefni áttu eftir að bíða hans á löngum starfsferli. Varla er ofmælt, að enginn íslenzkur verkfræðingur hafi átt jafn fjölþættan starfsferil og lagt meira starf af mörkum á jafn mörgum sviðum framkvæmda og uppbyggingar. Kom í þessu glöggt fram, hversu miklum og óvenju- legum gáfum Árni var gæddur, enda var hann alla ævi síleitandi nýrra viðfangsefna og nýrra fram- faraleiða. Hvergi skildi Árni þó eftir sig dýpri spor en á sviði orkumála. Þegar á fyrstu starfsárum sínum hér heima varð hann þátttakandi í undirbúningi vatnsorkuvera, svo sem Skeiðfossvirkjunar og Laxár- virkjunar, en eitt síðasta embættisverk hans, áður en hann lét af störfum ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu í árslok 1976, var að ganga frá virkjunarleyfi til nýrrar stórvirkjunar við Hraun- eyjarfoss. Og á þeim fjórum ára- tugum, sem hér liðu á milli, átti Árni meiri eða minni hlut að flestum stórframkvæmdum á sviði vatnsaflsvirkjana hér á landi, ýmist sem ráðunautur, verktaki eða embættismaður. Árna var það mikið kappsmál, að íslendingar gætu sem fyrst orðið sjálfum sér nógir um undir- búning og framkvæmd meiri hátt- ar mannvirkjagerðar hér á landi. Blómann af starfsævi sinni var hann framkvæmdastjóri Almenna byggingafélagsins, sem lengi var umsvifamesta vektakafyrirtækið hér á landi. Það brautryðjanda- starf, sem Árni vann á þess vegum, var ómetanlegur þáttur í uppbyggingu þeirrar verkkunn- áttu og reynslu, sem íslenzk fyrir- tæki á þessu sviði eiga nú yfir að ráða. En þeir sigrar, sem braut- ryðjendur unnu á þessum vett- vangi, kostuðu oft mikla baráttu og miklar fórnir, enda er í fáum atvinnurekstri áhættan meiri né ríkari kröfur gerðar til hæfileika og starfsorku þess, sem um stjórn- völinn heldur. Undan þeirri ábyrgð skoraðist Árni aldrei, enda var hann ósérhlífinn og skyldu- rækinn, svo að af bar. Fyrir hönd stjórnar Landsvirkj- unar og hinna mörgu vina hans í fyrirtækinu er mér ljúft og skylt að þakka þann ómetanlega skerf, sem Árni Snævarr hefur lagt til þróunar íslenzkra orkumála. Jafn- framt sendi ég Laufeyju , konu hans, dætrum hans og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Jóhannes Nordal. Árni Snævarr, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, varð bráðkvadd- ur s.I. miðvikudag í Kaupmanna- höfn, þar sem hann var á ferðalagi ásamt konu sinni. Árni Snævarr fæddist 27. apríl árið 1909 á Húsavík og var þvt rösklega sjötugur er hann lést. Hann var sonur hjónanna Stefa- níu Erlendsdóttur og Valdemars V. Snævarrs, er var skólastjóri, fyrst á Húsavík en síðar á Norð- firði. Valdemar Snævarr var þjóð- kunnur maður bæði sem skóla- maður og skáld m.a. sálmaskáld og eru nokkrir sálmar eftir hann í sálmabókinni. Þá er líklegt að þeir sem eldri eru hafi fengið fyrstu vitneskju um eðlisfræði úr kennslubók þeirri er hann skrifaði fyrir barnaskóla. Árni var elstur fjögurra syst- kina, en þau eru Laufey Snævarr, húsfreyja á Egilsstöðum og síðar í Reykjavík, sr. Stefán Snævarr prófastur að Völlum í Svarfaðar- dal og Ármann Snævarr, hæsta- réttardómari. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1930. Á þeim árum var einungis máladeild við þann skóla og þurfti Árni því að bæta við sig allnokk- urri vitneskju í stærðfræði og eðlisfræði áður en hann hæfi nám í byggingaverkfræði, sem hann hafði ákveðið að stunda. Var það á þeim árum furðu mikil bjartsýni að ráðast í slíkt nám þar sem atvinnumöguleikar verkfræðinga voru þá ákaflega takmarkaðir. Mun hér m.a. hafa ráðið hve stærðfræði og eðlisfræði lágu opin fyrir Árna, enda sóttist honum námið ágætlega. Lauk hann verk- fræðiprófi við Tækniháskólann í Dresden árið 1935. Réðst hann fyrsta árið sem aðstoðarverk- fræðingur hjá Prófessor K. Beyer í Dresden, en Beyer þessi var mikið nafn á sínum tíma í Þýska- landi, skrifaði m.a. þykkar bækur um steinsteypu. Árið 1936 réðst Árni til Vegagerðarinnar og starf- aði þar til ársins 1942. Starfaði hann bæði að vega- og brúargerð og vann þar einnig að undir- búningi vatnsaflsstöðva, en á þeim árum var það einnig verkefni vegamálastjóra. Árið 1941 stóð Árni að stofnun Almenna byggingafélagsins ásamt félaga sínum Gústaf E. Pálssyni, mági sínum Herði Bjarnasyni, síðar húsameistara ríkisins og fleirum. Réðst hann ári síðar til Almenna sem annar fram- kvæmdastjóri þess. Stofnun Al- menna byggingafélagsins var algjört brautryðjendastarf hér á landi, en félagið tók að sér alls- konar meiriháttar mannvirkja- gerðir ásamt hönnun þeirra, sem áður hafði nær eingöngu verið unnin af erlendum aðilum. Sem framkvæmdastjóri Almenna í 28 ár vann Árni að undirbúningi og framkvæmdum við fjölda mann- virkja svo sem stækkun Ljósafoss- stöðvar árið 1943, Andakílsár- virkjun (1945—‘47), undirbúningi við virkjun Irafoss 1946, Mjólkár- virkjun, Áburðarverksmiðjunni, Sementsverksmiðjunni, síldar- verksmiðja o.fl. Þá gerði hann útreikninga og uppdrætti að járn- bentri steinsteypu í fjöida bygg- inga. Með breytingu á lögum um Stjórnarráð Islands árið 1969 var stofnað sérstakt ráðuneyti er færi með iðnaðar- og orkumál. Þáver- andi iðnaðarráðherra Jóhann Hafstein valdi Árna Snævarr til forstöðu hins nýja ráðuneytis og sýnir það hið mikla traust er Árni naut alla tíð. Hann tók við ráðu- neytisstjórastarfinu 1. janúar 1970 og gengdi því til ársloka 1976 er hann varð að láta af því starfi sakir skertrar sjónar. Var það mikið áfall þar sem hann hafði fullt andlegt þrek og hæfni. Árni mótaði alla starfsháttu ráðu- neytisins og mun það lengi búa að fyrstu gerð. Sem ráðuneytisstjóri beitti hann sér fyrir því að sífellt stærri verkefni voru falin íslensk- um verkfræðingum til úrlausnar. Árni Snævarr var óvenju vel gefinn maður. Hann hafði skarpan skilning og stálminni m.a. á tölur. Var oft að hann skrifaði með fingrinum er hann rifjaði upp símanúmer eða aðrar tölur. Um langt árabil var Árni einn af fremstu skákmönnum Islands og keppti á ýmsum skákmótum. Er sjónin skertist hlustaði hann mikið á útvarp og kona hans las fyrir hann dagblöðin. Hann fylgd- ist jafnan af áhuga með þjóð- félagsmálum. Árni Snævarr var mikið ljúf- menni, hjálpsamur og samvinnu- þýður. Hann var mannasættir. Málhagur mjög og átti létt með að kasta fram tækifærisvísum. Ríka kímnigáfu hafði hann, kunni ótal gamansöm tilsvör og vísur, sem féllu að umræðuefninu. Sakir hæfileika sinna og trausts þess er hann naut var hann kjör- inn f ótal nefndir og stjórnir. M.a. var hann formaður Verkfræðinga- félags íslands og kjörinn heiðurs- félagi þess á s.l. vori. Þá var hann nýlega sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Árni hafði setið í varastjórn Norræna iðnþróunarsjóðsins fyrir Island um árabil. Hann var, er hann lést, á ferðalagi um Norður- lönd í boði stjórnar sjóðsins. Árni var kvæntur Laufeyju Bjarnadóttur, Jónssonar frá Galtafelli, og eignuðust þau fjórar dætur. Páll Flygenring. Við lok kreppuáranna sneri heim til íslands lítill hópur ís- lenskra námsmanna, sem lagt hafði stund á tækninám erlendis. Það féll einkum í hlut þessara manna að hafa forgöngu um þá uppbyggingu er hér hófst í lok stríðsins og stendur enn. Margir þessara vormanna urðu mikilvirk- ir brautryðjendur og hafa staðið í fylkingarbrjósti allt fram á þenn- an dag. Einn þessara manna var móðurbróðir minn Árni Snævarr, verkfræðingur, sem í dag verður lagður til hvílu. Árni Snævarr var fæddur á Húsavík 27. apríl 1909, sonur hjónanna Valdemars Snævarr skólastjóra frá Þórustöðum á Svalbarðsströnd og Stefaníu Er- lendsdóttur frá Ormsstöðum í Norðfirði. Ungur að árum fluttist Árni með foreldrum sínum til Neskaupstaðar þar sem faðir hans tók við skólastjórn árið 1914. Fjaran í Norðfirði, beitingaskúrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.