Morgunblaðið - 24.08.1979, Side 13

Morgunblaðið - 24.08.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 13 og bryggjur urðu hans vettvangur næstu árin og alla ævi leit hann á Norðfjörð sem sína heimabyggð. Árni lauk stúdentsprófi á Akur- eyri vorið 1930 og mun hann hafa verið fyrsti stúdentinn sem þar tók við skírteini eftir að mennta- skólaréttindin voru fengin. Að því loknu sigldi Árni til verkfræði- náms í Þýzkalandi. Fyrstu árin var hann við nám í Darmstadt, en lauk síðan prófi í byggingaverk- fræði frá TH í Dresden árið 1935. Námsárin urðu Árna afdrifarík. í Þýzkaiandi komst hann í nána snertingu við hámenningu Evrópu. Þar kynntist hann mörg- um þeim félögum sem áttu eftir að verða vinir hans og samstarfs- menn og þar nam hann skáklist til þeirrar hlítar að verða einn af fremstu skákmönnum íslands um langt árabil. Þetta voru um- brotatímar á meginlandi Evrópu, efnahagskreppa og þriðja ríkið í uppsiglingu. Beygurinn þjappaði hinum litla hópi íslenskra náms- manna fast saman. Þeir höfðu marft lært og margt séð. Þeir áttu saman trúna á ættjörðina. Þeir sáu í draumi ísland nútímans. Fyrsta árið eftirlokapróf starf- aði Árni hjá prófessor dr. Beyer í Dresden, ásamt félaga sínum Ein- ari B. Pálssyni. Munu þeir hafa átt þar margra kosta völ, en hugurinn leitaði heim. Eftir heimkomuna til Islands gekk Árni fyrir hvers manns dyr í leit að vinnu. Alls staðar var sama svarið, enginn hafði þörf fyrir verkfræðing. Árni hafði oft gaman af að segja frá þessu síðar, og kvaðst þá gjarnan hafa spilað og teflt til að eiga fyrir kaffibolla á Borginni. Fljótlega rættist þó úr og Árni fékk starf á Vegamálaskrifstofunni þar sem hann starfaði frá 1936—42. Þar annaðist hann í umboði vegamála- stjóra vatnsmælingar í fjöida áa og fljóta á íslandi og gerði frum- hönnun að Skeiðsfossvirkjun. Ennfremur sá Árni um hönnun og lagningu vega m.a. um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði og hannaði ýms- ar brýr, þ.á m. gömlu brýrnar yfir Eiliðaárnar sem Reykvíkingum eru í fersku minni. Árið 1941 stofnaði Árni ásamt fleirum Almenna Byggingafélagið hf. í Reykjavík. Hann var síðan framkvæmdastjóri þess frá 1942—69, lengst af ásamt félaga sínum Gústaf E. Pálssyni, sem síðar varð borgarverkfræðingur í Reykjavík. Hagur Almenna Bygg- ingafélagsins biómgaðist skjótt og verkefnum fór sífjölgandi. Má þar nefna stækkun Ljósafossstöðvar, byggingu Andakílsárvirkjunar í Borgarfirði. Gönguskarðsárvirkj- unar á Sauðárkróki og Rjúkandi- virkjunar við Ólafsvík. Þá voru byggðar síldarverksmiðjur á Skagaströnd og Siglufirði ásamt Faxaverksmiðjunni í Reykjavík, og hönnuð burðarvirki Áburðar- verksmiðju í Gufunesi, Sements- verksmiðju á Akranesi og Kísil- gúrverksmiðju við Mývatn. Hönn- uð var hitaveita á Selfossi, Sunda- höfn í Reykjavík og byggð íþrótta- höll í Laugardal, svo stiklað sé á stóru. Árið 1957 var stofnað sameign- arfélagið Efrafall sf., ásamt E. Phil & Son i Kaupmannahöfn. Á árunum 1957—65 var Árni jafn- framt framkvæmdastjóri þess fé- lags ásamt Sören Langvad verk- fræðingi. Helstu verkefni Efra- falls á þessum árum voru bygging Steingrímsstöðvar stækkun Ira- fossstöðvar, stækkun hafna í Þor- lákshöfn og Njarðvíkum, vegagerð fyrir ólafsvíkurenni og jarðgöng um Stráka við Siglufjörð. Síðasta stórverk Almenna Byggingafélagsins var síðan virkj- un Þjórsár við Búrfell í samvinnu við E. Phil & San og Sentab. Hinn 1. janúar 1970 tók Árni við starfi ráðuneytisstjóra í iðnaðar- ráðuneytinu og gegndi því til 1. janúar 1977, að hann lét af starfi sakir heilsubrests. Árni Snævarr var víða kvaddur til starfa og ráða. Á hann hlóðust nefnda- og félagsstörf fleiri en hér verði rakin. Hann var formaður Skáksambands íslands 1947—52, forseti Rotaryklúbbs Reykjavíkur 1963—64, formaður Verkfræð- ingafélags íslands 1966—68 og heiðursfélagi þess frá 1979. Hann var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og norsku Sankt Olavs Orden. Árni Snævarr var tæpur meðal- maður á hæð og þéttur á velli. í umgengni var hann ljúfmenni og það stafaði frá honum þögul hlýja. Hann hafði að jafnaði ekki mörg orð um hlutina. Hans orð voru dýr. Árni var alla tíð bókhneigður og sígrúskandi í alls kyns fróðleik. Hann eignaðist ágætt safn bóka og handlék þær með sýnilegri gleði. Fjölkunnátta hans vakti oft athygli og undrun, ekki síst á ferðum hans erlendis. Árni var í raun mikill húmanisti, íslensku- maður ágætur og minnugur með ólíkindum. Af honum mátti gera marga menn. Árni Snævarr stjórnaði ekki með tilskipunum. Honum var sér- lega lagið að laða fólk til sam- starfs og rækta með því með- ábyrgð og starfsgleði. Árni tók jafnan miklu ástfóstri við sinn vinnustað og við starfsfólk sitt. Hann var félagi þess fremur en yfirboðari, bróðir fremur en dóm- ari. Árni var raunar mannræktar- maður eins og hann átti ætt til. Margur íslenskur verkfræðingur hlaut sína eldskírn og reynslu undir hans handleiðslu, og bregð- ur þar mörgum fjórðungnum til fósturs. Árni var félagslyndur með af- brigðum og naut sín best í góðra vina hópi. Laus úr viðjum hvers- dagsleikans geislaði hann af frá- sagnargleði og fögnuði, þá léku honum gjarnan ljóð á tungu, eða leiftrandi frásögn. Hann naut þess að gefa af allsnægtum sínum og námu oft færri en vildu. Tjáningin var honum þörf og nautn. í einkalífi sínu var Árni mikill gæfumaður. Hann kvæntist 19. ágúst 1939, elskulegri konu, Lauf- eyju Bjarnadóttur Jónssonar for- stjóra í Galtafelli og k.h. Sesselju Guðmundsdóttur frá Deild á Akranesi. Þau eignuðust fjórar dætur, Lilly Svövu, g. Sverri Ing- ólfssyni viðskiptafr. og lögg. end- urskoðanda, Stefaníu Ingibjörgu g. Lárusi Guðmundssyni verzlun- armanni, Sesselju g. Kristjáni Steinssyni, lækni og Sigrúnu hb. Jakobi Möller kennara. Laufey eða Bíbí eins og hún er alltaf kölluð bjé mannP-síftttm- snemma afar fallegt heimili, sem var hans griðastaður æ síðan. Árni var mjög heimakær og dvaldi flestar frístundir í bókaherbergi sínu. Fjölskyldu sína bar hann á hönd- um til hins síðasta. Undirritaður hafði naumast slitið barnsskónum þegar Árni • bauð honum að koma til sín og dveljast við nám í Reykjavík. Lýsir það best umhyggju hans um sína nánustu. Ekki þarf að orð- lengja að ég dvaldi á heimili Árna og Bíbíar öll mín menntaskólaár, iðulega á háskólaárum og heima- gangur æ síðan. Árni bjó á þeim tíma að Galtafelli við Laufásveg í tvíbýli við Bjarna Jónsson tengda- föður sinn og hans góðu konu Sesselju Guðmundsdóttur. Heim- ilið á Galtafelli var orðlagt fyrir gestrisni og höfðingsskap. Það var ungum dreng af Austurlandi mik- ið ævintýri að flytja inn á þetta glæsilega heimili allt prýtt mál- verkum og höggmyndalist, stór- kostlegt fyrir ómótaðan ungling að þeysa með Árna milli vinnu- staða, hlýða á útskýringar hans og ótæmandi fróðleik, kynnast vinum hans og vettvangi. Það varð sjálf- gert að reyna að feta í fótspor hans. Síðar átti ég því láni að fagna að vinna fyrstu starfsárin undir hans stjórn og starfa raunar enn í dag við það fyrirtæki sem er arftaki fyrirtækis hans. Árni Snævarr var því ekki einungis móðurbróðir minn, heldur einnig örlagavaldur, hollvinur og fóstri. Við moldu hans er mér djúp þökk og söknuður í huga. Ég tel það mikla gæfu að hafa setið við fótskör hans. Árni Snævarr kunni manna best að gleðjast yfir unnum sigri, en mótlætið bar hann með fágætu æðruleysi. Gleðistundirnar voru margar en á honum braut einnig mörg aldan. Þyngst hygg ég að honum hafði orðið í skauti er varnarstífla í Þingvallavatni brast í ofviðri 17. júní árið 1959 og olli miklu tjóni á virkjunarstaðnum við Efra Sog. Það féllu engin orð, en mér fannst hann aldrei samur maður eftir. Fyrir nokkrum árum tók hann að kenna sjóndepru er leiddi til þess að hann varð að láta af embætti fyrir aldur fram. Þetta var honum mikið áfall, ekki síst þar sem áhugamál hans, bækurn- ar, skákin og skriftirnar, var allt tengt sjóninni. Enn féllu engin orð, en þrekið fór ört dvínandi, og veikleiki sótti að. Fágætur dreng- skapur ótalinna samstarfsmanna og vina megnaði ekki að fylla tómið, en gönguferðirnar í ráðu- neytið og stofnanir iðnaðarins voru honum mikil hugarfró. Árni Snævarr varð sjötugur hinn 27. apríl s.l. Það virtist lokatakmark að fá að lifa þennan dag. Það var honum ósegjanleg ánægja að mega enn gleðjast með vinum sínum, finna hlýjuna af nærveru þeirra og eiga við þá orðastað. Veðraður og veglúinn flutti hann sína lokaræðu nær blindur en algjörlega öruggur. Nú var hann ferðbúinn. Óbugaður af erfiðleikunum en gagntekinn þakklæti til fjölskyldu sinnar, samstarfsmanna og vina gekk hann á vit örlaga sinna. Hann sá ekki lengur Esjuna og Skarðsheið- ina. Nú sá hann aftur roðann á Rauðubjörgum, Múlann og fjöllin í Fannardal. Pétur Stefánsson. Kveðja frá Almennu V erkf ræðistof unni Enn er skarð fyrir skildi. Fall- inn er í valinn Árni Snævarr, verkfræðingur, einn af brautryðj- endum verkmenningar á íslandi, þeirrar verkmenningar, sem leyst hefur af hólmi puðið með hakann og skófluna, landi voru og þjóð til hagsbóta og blessunar. En við samstarfsmenn Árna getum vart minnst hins mikla framlags hans til tækniframfara á Islandi, án þess að minnast einnig Gústafs E. Pálssonar, verkfræð- ings, svo nátengd voru störf þeirra. Þeir luku námi um sama Ieyti frá tækniháskólanum í Dres- den í Þýskalandi. Þeir voru starfs- félágar hjá Vegagerð ríkisins nokkur ár að námi loknu. Ekki er að efa, að samstarf þeirra hefur verið báðum að skapi, því fljótt kom að því, að þeir ákváðu að stofna félag með sér. Þeim var ekki sársaukalaus sú minnimátt- arkennd okkar Islendinga, að hverju sinni, er leggja skyldi í meiri stórvirki en til þurfti haka og skóflu, þá var leitað til útlend- inga og þeim falin hönnun og framkvæmd. Þeir vildu stofna byggingafélag, sem hefði bolmagn til að taka að sér sem flestar veigameiri framkvæmdir á ís- landi. Þeir sögðu upp störfum hjá Vegagerðinni í árslok 1940 og losnaði Gústaf strax frá störfum gegn því að Árni ynni tvöfaldan uppsagnartima. I janúarmánuði 1941 stofnuðu þeir svo Almenna byggingafélagið hf. ásamt nokkr- um valinkunnum ágætismönnum. Lögðu þeir Árni og Gústaf til þekkinguna, en hinir fjármagnið. Er ekki að orðlengja það, að í nafni þessa félags ruddu þeir tækniframförum brautina í verk- legum framkvæmdum á íslandi. Keypti félagið fyrsta vélknúna ámoksturstækið til landsins og síðan hverja vinnuvélina af ann- arri. Voru þeir ætíð í fremstu röð í vélvæðingu byggingariðnaðarins hér á landi. I nafni Almenna byggingafélagsins höfðu þeir Gústaf og Árni forystu og umsjón með hönnun og framkvæmdum við fjölda þeirra stórvirkja, sem unn- in hafa verið hér á landi. Má þar nefna virkjanir við Sog, Anda- kilsá, Gönguskarðsá og Mjólká, hafnir í Njarðvík, Þorlákshöfn og Reykjavík, áburðarverksmiðjuna, sementsverksmiðjuna, þrjár síld- arverksmiðjur o.fl., o.fl. Svo vel unnu þeir Árni og Gústaf saman, að við var brugðið og mætti vera öðrum til fyrir- myndar. Sá Gústaf yfirleitt um framkvæmdirnar og Árni um hönnunina. I hönnunarstjórninni naut Árni dyggrar aðstoðar Ög- mundar Jónssonar, yfirverkfræð- ings, sem nú er einnig nýlátinn, eins færasta verkfræðings hér á landi í burðarþolshönnun, enda leituðu aðrir hérlendir verkfræð- ingar gjarnan ráða til hans í þeim efnum. Árni Snævarr var ákaflega glaðlyndur maður að eðlisfari og einstakt ljúfmenni í umgengni. Aldrei varð honum sundurorða við nokkurn mann og þá sjaldan á hann var ráðist, tók hann því með þeirri þögn, sem gerði hinn orðfá- an og undirleitan. Ekki mun hann hafa tekið orðið „vandamál" sér í munn, þótt mannheimur virðist nú til dags vera að drukkna í því orði. Hann hafði mjög gott lag á að leiða hópinn hjá ABF til virks samstarfs. Hann var ekki sá, sem sagði gerðu þetta og gerðu hitt, heldur sagði hann eitthvað á þessa leið: „Eigum við ekki ... eða hvað heldur þú?“, og þar með urðum við áhugasamir og virkir þátttakend- ur í leitinni að lausn. Þannig var andinn hjá Almenna byggingafé- laginu fullur gleði, áhuga og sam- starfsvilja þeirra foringjanna. Þar var ekki unnið eftir klukku, heldur að iausn verkefnanna með góðu samstarfi. En árin liðu og ekki fór hjá því að margir vildu fá slíka úrvals- menn sem Árna og Gústaf í þjónustu sína. Gústaf varð borg- arverkfræðingur 1961 og Árni ráðuneytisstjóri 1970. Og þegar Almenna byggingafélagið hætti starfsemi sinni, þá tóku þeir enn höndum saman, Gústaf og Árni, og unnu að því öllum árum, að þeir verkfræðingar, sem þá unnu hjá félaginu „strákarnir þeirra", gætu stofnað Almennu verkfræðistof- una, nýtt félag byggt á gömlum merg. Slíkur var drengskapur þeirra og hlýhugur til fyrri starfs- manna. Gústaf E. Pálsson andaðist 30. júlí 1977, Ögmundur Jónsson 30. júní s.l. og Árni Snævarr 15. ágúst. Verið þið allir kært kvadd- ir. Þökk fyrir samstarfið og leið- sögnina. Við, sem eftir lifum, biðjum þess, að okkur megi auðn- ast að halda því merki á lofti sem þið reistuð með svo miklum glæsi- brag. Við vottum ástvinum ykkar og ættingjum öllum einlæga samúð okkar, en minningin um ykkur mun lifa, ekki aðeins svo lengi sem við samferðamennirnir hugsum til ykkar, heldur svo lengi sem þau mannvirki standa, sem lið lögðuð hönd að. Kveðja frá Skáksambandi fslands Við fráfall Árna Snævarr, verk- fræðings og fyrrum ráðuneytis- stjóra, eiga íslenzkir skákmenn á bak að sjá gömlum félaga, sem mjög kom við sögu íslenzkrar skáklistar og skákhreyfingar fyrr á árum. Árni Snævarr var um langt árabil einn af öflugustu skák- meisturum Islendinga og í fremstu röð keppnisskákmanna okkar á innlendum sem erlendum vettvangi. Jafnframt þessu var hann mikilvirkur félagsmálamað- ur í þágu skákarinnar og var forseti Skáksambands íslands árin 1944—1946 og aftur 1949—1951. Vann hann mikið og fórnfúst starf að skákmálum og var alla tíð skákhreyfingunni mjög innan handar, enda þótt hann hætti að tefla á mótum og sinna félagsmálum hennar með virkri þátttöku. Skáksamband íslands þakkar Árna Snævarr mikið og gott fram- lag til skáklistarinnar á Islandi og flytur aðstandendum hlýjar samúðarkveðj ur. Skáksamband íslands. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Flugleiðir yfírtaka allan rekstur Fhigfélags íslands og Loftleiða Frá og með 1. október n.k. fá Flugleiðir h.f. öll flugleyfi sem hingað til hafa verið í nafni Flug- félags íslands h.f. og Loftleiða h.f. Samgönguráðuneytið staðfesti þessa tilhögun hinn 15. ágúst s.l. en umsókn Flugleiða þar að lútandi hafði verið send ráðuneytinu 9. júlf s.l. Þegar Flugfélag tslands h.f. og Loftleiðir h.f. voru sameinuð undir yfirstjórn Flugleiða h.f. 1. ágúst 1973 var gert ráð fyrir að flugfélögin störfuðu áfram, a.m.k. fyrst um sinn, en að Flugleiðir h.f. myndu annast allan rekstur þeirra annan en beinan rekstur flugvélanna. Þetta rekstrarform var nauðsyn- legt m.a. til að geta haldið IATA-aðild Flugfélags íslands h.f., og jafnframt þeirri aðstöðu sem Loftleiðir h.f. höfðu utan IATA, og þar með möguleika til sjálfstæðrar ákvörðunar fargjalda á tilteknum flugleiðum. Á undanförnum tveim árum hefur skipulag IATA verið tekið til endur- skoðunar, og eru aðildarskilyrði nú þess eðlis, að þau hindra ekki að Flugleiðir h.f. yfirtaki allan núver- andi rekstur Flugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f. í mars 1978 samþykkti stjórn Flugleiða h.f. að stefnt skyldi að yfirtöku Flugleiða h.f. á öllum rekstri Flugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f., 1. október 1978 og hlaut sú stefnumörkun staðfestingu og stuðning aðalfundar Flugleiða h.f. í apríl 1978. Af ýmsum ástæðum, m.a. djúpstæðrar deilu flugmanna um starfsaldurslista, var þessu skrefi frestað. Þrátt fyrir þennan frest hefur stjórn félagsins áfram unnið mark- visst að þessum málum. Með bréfi tii samgönguráðuneytisins, dags 9. júlí s.l., var óskað eftir því að öll leyfi til loftferðastarfsemi, svo og öll rétt- indi á innlendum flugleiðum og til flugs milli landa, sem í dag eru veitt nafni Flugfélagi íslands h.f. og Loftleiðum h.f., verði frá 1. október 1979 í nafni Flugleiða h.f. Þá var jafnframt tilkynnt sú ákvörðun félagsins, að frá sama tíma verði aðeins nafnið Icelandair notað fyrir félagið á erlendum markaði. Samgönguráðuneytið hefur 15. þ.m. fallist á þessa tilhögun og gefið út flugrekstrarleyfi til handa Flug- leiðum h.f., sérleyfi til áætlunarflugs með farþega, vörur og póst á 15 innanlandsleiðum, leyfi til áætlunarflugs með farþega, vörur og póst, án sérleyfis, á 6 innanlands- leiðum, heimild til áætlunarflugs með farþega, vörur og póst til 11 tiltekinna ríkja, sem ísland hefur tvíhliða loftfíutningasamning við, svo og heimild til áætlunarflugs til annarra ríkja þótt formlegur loft- flutningasamningur liggi ekki fyrir. Framangreind leyfi taka gildi 1. október n.k., og falla frá sama tíma úr gildi öll leyfi Flugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f. Gildistími leyfanna er rúmlega 5 ár, þ.e. til 31. desember 1984. (Frá Kynninsardeild Flugleiða Reykjavíkur(lugvelli)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.