Morgunblaðið - 24.08.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.08.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Orsök óhappsins er sovézkri þotu hlekktist á á Arlanda: Flugmennirnir gleymdu að setja hæðastýrið í samband og stórskemmdist, en í eldsneytis- FLUGMENNIRNIR gleymdu að kveikja á þrýstibúnaðinum fyrir haeðarstýrið og því fór sem fór, en heppni réði að ekki varð stórslys. Þannif; segir í niðurstöðum skýrslu er rannsakaði óhapp það sem varð á Arlanda fluKvelli í Stokkhólmi 14. nóvember í fyrra. en þá komst sovésk þota af gerð- inni TU-154 ekki í loftið ok hafnaði vélin utan flugbrautar. Um borð f vélinni voru 65 farþegar og níu manna áhöfn, en engan sakaði. í skýrslunni segir að flug- mennirnir þrír hafi gleymt að kveikja á þrýstibúnaðinum þrátt fyrir það að aðvörunarljós blikkaði og á öðru skilti stóð að vélin væri ekki tilbúin til flugtaks. Kveikt er á búnaðinum með þremur rofum í stjórnborðinu. Þegar svo flugstjór- inn togaði í stýrið til þess að lyfta vélinni gerðist ekkert, hún æddi aðeins eftir flugbrautinni á um 300 km hraða. Flugmennirnir rufu aflið, en eitthvað voru þeir svifaseinir og tókst ekki að stöðva vélina á braut- inni. Hún fór fram af brautinni og hafnaði úti í móum. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið stórslys, segir í skýrslunni, þar sem annar vængurinn rakst á loftnetsmastur tönkum í vængjunum var 21 smá- lest af eldsneyti. Rannsóknarnefndin gagnrýndi flugmennina harðlega fyrir gleymsku sína, en einnig segir í skýrslunni að orsakirnar megi að ýmsu leyti rekja til félagsins Aero- flot, og eru því gefin ráð til endur- bóta í skýrslunni. Þar segir að Aeroflot láti alltaf sömu áhafnirnar fylgjast að, stokki ekki upp í áhöfnunum eins og flest önnur flugfélög geri. „Með þessu fyrir- komulagi er mikil hætta á að slakað verði á aga og að fyllsta öryggis verði ekki gætt,“ segir í skýrslunni. Einnig segir í skýrslunni að samvinna flugmannanna hefði ekki verið hnökralaus, einkum hefði fum gert vart við sig þegar í ljós kom hvert stefndi. Hefði það verið sök flugfélagsins að mestu, þar sem áhafnir væru ekki þjálfaðar til að bregðast rétt við í slíkum tilfellum og væri leiðbeiningum til áhafna í slíkum tilfellum í mörgu ábótavant. Loks segir í skýrslunni að flug- mennirnir hefðu ekki farið í gegn um „tékklistann" sem og venja er við flugtak. Hefðu þeir í mesta lagi lesið hann á hundavaði, og t.d. ekki athugað hvort hæðarstýrið væri í sambandi er þeir undirbjuggu flug- takið. Sovézka þotan cr laskaðist á Arlanda. Flugvélin komst ekki á loft þar sem flugmennirnir gleymdu að setja hæðarstýrið í samband. Mikil mildi þykir að ekki hlauzt stórslys af. Veður víða um heim Akureyri 8 alskýjaó Amsterdam 20 heióskírt Apena 32 heióskírt Barcelona 26 lóttskýjaó Berlín 20 heióskírt Brussel 21 skýjað Chicago 28 rigníng Feneyjar 26 heióskírt Frankfurt 18 skýjaó Gent 23 heióskírt Helsinki 20 heiðskírt Jerúsalem 33 heióskírt Jóhannesarborg 17 skýjaö Kaupmannahöfn 19 skýjað Las Palmas 24 lóttskýjaó Lissabon 30 heióskfrt London 19 heióskírt Los Angeles 29 heiöskírt Madríd 31 heióskírt Malaga 26 heióskírt Mallorca 27 háltskýjað Miami 31 skýjað Moskva 23 heiöakírt New York 30 skýjað Osló 17 heióskírt París 20 heióskírt Reykjavík 14 lóttskýjaó Rio de Janeiro 25 skýjaó Rómaborg 26 heióskirt Stokkhólmur 19 heiðakírt Tel Aviv 31 heióskirt Tókýó 31 heiöskírt Vancouver 23 heióskirt Vínarborg 26 heióskfrt GRUNDIG 20"4632 Loekkun kr.91 Núá kr.569.700. % Útborgun: Mánaðargr.: 20% kr. 115.000 2 X kr. 228.000 30% kr. 170.000 3 X kr. 133.000 40% kr. 228.000 4 X kr. 86.000 50% kr. 285.000 5 X kr. 57.000 60% kr. 342.000 Frjálst innan árs 100% kr. 541.200 (5% staðgr.afsl.) VEXTIR OG KOSTNAÐUR EKKIINNIFALIÐ. • Línumvndlampi. („Black-stripe inline“). • Einingaverk. • AFC og AGC (sjá 4613). • Kalt kerfi. (Aukin ending). • Framvísandi hátalari. (Betri hljómhurður). • Tónstillir fyrir hassa og diskant. • Þráðlaus fjarstýring. (Innrauður geisli). • Sjálfvirk miðstilling. Tölva sem stillir liti, birtu og hljóð eins og best verður á kosið, strax við gangsetningu. • Tölvubúinn, sjálfvirkur stöðvaveljari með rninni. • Valhnotukassi eða silfur og svart. Stærð 57 X 42 X 45 cm. 0PNA ÖLUIM MÖGULEIKA. GILDA FYRIR ALLAR NISC0 VÖRUR AÐVERÐMÆTI YFIR KR.100.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.