Morgunblaðið - 24.08.1979, Page 16

Morgunblaðið - 24.08.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 Kermóafoss eins og hann leit út meðan vatni var enn veitt í suðurkvísl Elliðaánna. Að vera og vera ekki Kermóafoss HELGI Hálfdanarson ritaði grein í Morgun- blaðið í gær þar sem hann vakti athygli á því, að Kermóafoss í Elliðaánum í Reykja- vík hefur verið þurrk- aður upp. Öllu vatni ánna hefði verið veitt í einn farveg og í suður- kvíslinni þar sem Kermóafoss var eitt sinn væri nú ekkert vatn. í grein sinni segir Helgi meðal annars: „Á liðnum árum hefur verið látið svo heita, að suðurkvíslin sé stífluð „aðeins“ um laxveiðitímann, sem þó er að sjálfsögðu sá hluti árs, þegar frið- samt fólk legði þangað helzt leið sína. Var fyrst um sinn látið duga að koma upp lauslegri fyrirhleðslu þar sem áin skipti sér. En svo sem vænta mátti, hefur ofríkið heldur betur fært sig upp á skaftið. Nú hefur verið gerð þar traust stífla, varin járni og steinsteypu, svo ljóst er, að ekki eiga margir vatnsdrop- ar að sleppa næstu ára- tugina þangað sem áður var Kermóafoss“. Ljósm. Emilía. Umhverfi fossins eins og það er í dag. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvín Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Askriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 180 kr. eintakió. ísland og Tékkóslóvakía Það var ekki að sökum að spyrja: Um leið og Morgunblaðið gaf rétta mynd af ástandinu í Tékkó- slóvakíu, reis Þjóðviljinn upp öndverður og fór að bera í bætifláka fyrir valdhafana austur þar og gcngur svo langt í þessari viðleitni sinni, að hann líkir saman innanlands- ástandinu þar og hér á landi. Þó vitum við það, að hinn venjulegi borgari í Tékkóslóvakíu er ekki frjáls að því að lesa það, sem hann vill, segja eins og honum býr í brjósti eða fara þangað, sem hann langar til. Og vitaskuld getur hann ekki gert sér vonir um að hafa áhrif á það, hverjir fari með stjórn landsins eða leitað réttar síns fyrir dómstólunum, þegar hann verður fyrir pólitískum ofsóknum. Nú bíða þar 10 manns dóms fyrir engar sakir og ótalinn fjöldi manns situr saklaus innilokaður í fangaklefa, en fjölskylda þeirra, maki og börn, verða fyrir ofsóknum og hvers kyns bágindum. Samt skrifar Þjóðviljinn, að það megi „vel bera saman þróunina í Tékkóslóvakíu og á íslandi"! Athyglisvert er, að Þjóðviljinn segir, að „um það vitni áreiðanlegar heimildir að almenningur í Tékkóslóvakíu kýs ekki að stíga skref afturábak til kapítalískra atvinnuhátta. Vonir hans eru bundnar við að fá svigrúm til þess að stíga skref framávið til fullkomnari lýðréttinda en þekkjast í borgaralegum þjóðfélögum...“ Nú getur það reynzt fullerfitt jafnvel hér á landi að fá upplýsingar um það, hver sé afstaða fólks til einstakra mála, svo að óyggjandi sé. Hvað þá í þeim lögregluríkjum, þar sem enginn getur opnað munninn án þess að eiga yfir höfði sér refsidóm og viðeigandi fangelsi ásamt með ofsóknum og persónunjósnum, sem bitna á börnum þeirra sjálfra. En Þjóðviljinn er ekki í vafa. Hann þykist vita, hvernig almenningur í Tékkóslóvakíu hugsar og vitaskuld hvarflar ekki að ritstjórum hans, að tékkóslóvakíska þjóðin yrði fullsæl með það frelsi, sem hann fær sjálfurj að njóta og miklu minna en það. Það yrði skref afturábak, segir hann. í líkingamáli talað hljómar boðskapur Þjóðviljans eitthvað á þá leið, að soltinn maður vilji ekki grálúðu, af því að hann sættir sig ekki við minna en nautasteik! Nú er að sjálfsögðu sama hvert litið er: Hvarvetna þar sem sósíalískir búskaparhættir eru, búa þjóðirnar við kúgun og ófrelsi. Lífskjör eru þar verri en í lýðræðisríkj- unum og skiptir raunar engu, hvar samanburðurinn er gerður. Hvarvetna hallar á hin sósíalísku ríki, enda hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi samanburði og rökum, að þau fá ekki staðizt án þess að vera varin með persónunjósnum og vopnaburði. En ritstjóri Þjóðviljans horfir ekki á staðreyndir, hlustar ekki á rök. Þess vegna lýkur hann forystugrein sinni í gær með þeim orðum, að „þegar og ef þetta skref“ til fullkomnari lýðréttinda en þekkjast í borgaralegum þjóðfélögum „verður stigið í ríkjunum í Austur-Evrópu mun hefjast nýtt tímabil í sögu iðnríkjanna. Slíkri þróun mundi Morgunblaðið ekki taka fagnandi"! Fyrr má nú vera draumaruglið, þótt látið sé við það eitt sitja að hugsa sér kommúnismann sem eitthvað mannúð- legt eða fagurt, þótt ekki sé velt sér upp úr því, hver viðbrögð Morgunblaðsins yrðu við slíku. Ætli það væri ekki nær fyrir ritstjóra Þjóðviljans að reyna að hverfa niður til raunveruleikans og sjá veröldina eins og hún er. Þá myndi hann e.t.v. öðlast skilning og samúð með því fólki, sem nú býr við andlega jafnt sem líkamlega neyð í Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.