Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 19

Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 19 75ára: Eiríkur Stefánsson kennari frá Skógum á Þelamörk Ekki er það neitt launungarmál að nokkur kvíði bærðist í brjósti mér er ég boðaði fyrsta kennara- fund minn haustið 1940, þá reynslulítill skólamaður, nýsettur skólastjóri við barna- og unglinga- skólann á Húsavík. Við kennar- arnir höfðum aldrei starfað neitt saman, kynni okkar flestra harla lítil og sumra alls engin. Hvernig mundu þessir menn reynast í kennslustarfi sínu? Hvernig mundi okkar mikilvæga samstarf takast fyrir æsku Húsa- víkur? Þessar og þvílíkar hugsanir bjuggu ekki síst í huga mér á fyrsta kennarafundi mínum. Mér var þá þegar fyllilega ljóst að blessun skólastarfs hvílir fyrst og fremst á færni kennaranna og hæfni þeirra til að umgangast nemendur sína og samstarfsmenn. En ég þurfti ekki lengi að bera neinn kvíða í brjósti eða velkjast í neinum vafa. Kennararnir allir reyndust hinir hæfustu og ýmsir með hreinum ágætum. A ég þá bæði við kennslu og samstarfs- hæfni og frábæran fúsleik og vilja til starfa. Það má gjarna koma hér fram að á þeim árum var ekkert hugsað um klukku ef skól- inn átti í hlut. Ef leysa þurfti eitthvað aukalega fyrir skólann, nemendur hans eða að mínu mati, var það sjálfsagt og allt gert með gleði og fúsum vilja án þess að nokkru sinni væri hugsað til launa. Minnist ég fjölmargra starfa af því tagi sem settu svip á skólastarfið og urðu til ánægju og aukinnar fjölbreytni. Er um það löng saga sem hér verður ekki rakin að sinni. Samstarf okkar kennaranna varð því strax einkar ánægjulegt og meðal okkar sumra mynduðust mjög sterk vináttutengsl sem var- að hafa æ síðan. Einn af kennurum þeim sem var í þessum fyrsta kennarahópi mín- um var Eiríkur Stefánsson frá Skógum á Þelamörk, þá nýkominn frá kennaraprófi, en hafði þó um árabil kennt réttindalaus í heima- sveit sinni. Eiríkur starfaði því miður aðeins þrjú ár hjá mér. En á þeim árum vann hann traust og vináttu allra sem honum kynnt- ust: nemenda, aðstandenda þeirra, samstarfsmanna og margra ann- arra. Hann var frábær kennari, fórnfús og skyldurækinn svo að af bar, hugljúfur í öllu samstarfi og umgengni, og alltaf broshýr, glett- inn og gamansamur þegar það átti við. Hann lagði gott til allra mála enda stálgreindur og víðlesinn djúphyggjumaður. Þótt við Eiríkur yrðum ekki lengur samkennarar hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar og við raunar alltaf haft náið sam- band og samstarf á ýmsum svið- um ekki síst eftir að við fluttum báðir til Reykjavíkur. Ástæðan til þess að þetta er nú rifjað upp með nokkrum orðum er sú að vinur minn, Eiríkur Stefáns- son, hefur í dag, 24. ágúst, náð þeim merka áfanga á ævibraut- inni að verða 75 ára. Hann nýtur enn þeirrar gæfu og guðsblessun- ar að halda góðri heilsu og raunar fullum starfskröftum, þótt árin séu orðin þetta mörg, enda sívinn- andi allan ársins hring ýmist við uppeldisstörf, félagsmál eða hugð- arefni af ýmsu tagi. Það sæti síst á mér að gleyma þessum merkis- degi í lífi Eiríks, svo djúpum rótum sem vinátta okkar og sam- skipti standa, og vil ég því leyfa mér að senda honum þessa litlu kveðju. Eiríkur er fæddur 24.ágúst 1904 á Refsstöðum í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hans voru Stefán H. Eiríksson og Svanfríður Bjarnadóttir. Hann missti föður sinn kornungur, var aðeins á þriðja ári, en ólst upp hjá móður sinni í Skógum á Þelamörk í hópi margra og efnilegra systk- ina. Eiríkur hefur sagt mér að hann telji það mikla gæfu að hafa fengið að alast upp í stórum systkinahópi. Meðal systkina Eiríks eru t.d. kennararnir Svava Fells og Marinó sem allir eldri kennarar þekkja vegna ágætra starfa þeirra. Þótt enginn væri auður í búi brutust systkinin flest til mennta. Eiríkur gekk fyrst í Eiðaskóla og telur sig hafa orðið þar fyrir einkar hollum og vekjandi áhrif- um. Eftir það gerist hann kennari í heimasveit sinni um árabil en lauk síðan kennaraprófi vorið 1940. Um haustið gerist hann svo kennari á Húsavík um þriggja ára skeið eins og fyrr getur. Því næst er hann kennari á Akureyri i fimmtán ár, lengst við Barnaskóla Akureyrar, en frá 1958—1971 var hann kennari við Langholtsskól- ann í Reykjavík. Tvisvar sinnum hefur Eiríkur farið námsferðir til nágranna- landanna, enda alltaf sivakandi og leitandi að því sem betur mætti fara í skólastarfinu. Eftir að Eiríkur hætti föstu starfi 1971 hefur hann öll árin haft nokkurra tíma sérkennslu á viku við sama skóla og stundum forfallakennslu. Auk kennslustarfanna hefur Eiríkur jafnan sinnt margvísleg- um öðrum málum, bæði nyrðra og syðra, og er það gömul saga þégar um svo fórnfúsa og fjölhæfa menn er að ræða og hann. Hér skal aðeins nefnt að hann er í nú í stjórn guðspekifélags íslands og hefur um langt árabil verið í stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu og í stjórn Bindind- isráðs kristinna safnaða. Þá hefur hann um árabil verið formaður í guðspekistúkunni Mörk og Bræðrafélagi Langholtssafnaðar. Og alls staðar vinnur hann verk sín af fórnfýsi, öryggi og ljúf- mennsku. Eiríkur hefur töluvert sinnt ritstörfum og er mjög vel hagur á íslenskt mál. Hann hefur skrifað með undirrituðum bókina LEIÐ- SÖGN í ÁTTHAGAFRÆÐI sem komið hefur í tveimum útgáfum. Þá hefur hann séð um útgáfu bókarinnar EFTIR LIÐINN DAG, minningar um Guðgeir Jóhanns- son kennara og ritað það æviágrip hans. Guðgeir var kennari á Eið- um á skólaárum hans og myndað- ist með þeim Eiríki djúpstæð og innileg vinátta. Hann var lengi í ritstjórn FORELDRABLAÐS- INSog sum árin ritstjóri þess. Þar á hann margar greinar um upp- eldis- og skólamál. Auk þess hefur hann skráð ýmsar greinar í blöð og tímarit. Hinn 30, október 1928 kvæntist Eiríkur ágætri konu, Laufevju Sigrúnu Haraldsdóttur Pálssonar bónda á Dagverðareyri og konu hans Katrínar Jóhannsdóttur. Var sambúð þeirra alltaf einkar hlý og náin. Þau eignuðust tvo sonu. Sá eldri dó aðeins fárra vikna gamall, en hinn yngri, Haukur, stúdent og blaðamaður, var gáfaður og glæsi- legur piltur, hvers manns hugljúfi. Því miður dó hann líka langt um aldur fram, í september 1963 aðeins 33 ára gamall, frá ungri eiginkonu og mörgum börnum sem öll voru á æskuskeiði. Konu sína missti Eiríkur árið 1957. Var það mjög mikið áfall fyrir hann. Má af þessu marka að hann hefur hlotið þá lífsreynslu sem þyngst er en það er ástvina- missir. Eftir lát konu sinnar tók Eirík- ur þann kost að flytja árið eftir til Reykjavíkur til sonar síns og tengdadóttur, Þórnýjar Þórarins- dóttur, og gerðist þá strax kennari við Langholtsskólann. Og eftir að Haukur sonur hans andaðist hefur hann staðið við hlið tengdadóttuh sinnar við uppeldi hinna bráðefni- legu barna þeirra. Það er göfugt hlutverk og i fullu samræmi við lífshugsjón mannkostamannsins Eiríks Stefánssonar. . Vinur minn, Eiríkur, er ekki heima í dag svo að vinir hans geta ekki heimsótt hann hér syðra. Hann mun nú dvelja meðal ætt- ingja norðan fjalla á sínum fögru æskuslóðum í Eyjafirði. Ég bið því Morgunblaðið að flytja honum þessa litlu kveðju með innilegri þökk frá okkur hjónunum fyrir hugljúft samstarf og samskipti frá fyrstu kynnum og einlægri ósk um að hann megi halda sinni góðu hcilsu um langt árabil enn. Sigurður Gunnarsson. GRUNDIG 22" 6212 Loekkun kr.114.500. Núákr.546.600. • Línumyndlampi. („Black-stripe inline“). • Einingaverk. • AFC og AGC (sjá 4613). • Kalt kerfi. (Aukin ending). • Framvísandi hátalari. (Betri hljómburður). • Tónstillir fyrir bassa og diskant. • Valhnotukassi. Stærð 67 X 5047. Öll GRUNDIG tæki eru búin sömu grund- vallareiginleikum. Yfirburðarmyndgæði, traust bygging og mikil ending eru þeirra einkenni. Nokkur munur er hins vegar á aukabúnaði þeirra. Við öll GRUNDIG tæki má tengja mynd- segulband og hvers konar leiktæki. Þrostur Magnússon Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.