Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979 21
Tryggvi Halldórs
son sextugur
Það mun hafa verið á árinu
1962, eftir því, sem næst verður
komist, að Tryggvi Halidórsson
fer sína fyrstu ferð með Ferðafé-
lagi Islands, en sú ferð var í
Landmannalaugar. Innan þess fé-
lags hófust kynni okkar, sem hafa
haldist síðan og verður svo von-
andi áfram. Óhætt er að fullyrða,
að með komu Tryggva hafi félagið
fengið einn albesta félagsmann
sinn til virkra starfa. Fyrst fram-
an af ferðaðist Tryggvi sem far-
þegi án nokkurrar sérstakrar
ábyrgðar umfram aðra þátttak-
endur, en hæfileikar hans til
forystu komu fljótlega fram og
leið ekki á löngu þar til farið var
að biðja hann að taka að sér
fararstjórn. Hefur hann verið
einn af aðalfararstjórum félagsins
undanfarin ár. Tryggvi hefur til
að bera þá kosti, sem góðan
ferðamann og félaga prýða. Hann
kýs sér helst þann ferðamáta að
ferðast í hópi, því að hann er
félagslyndur, gleðimaður, síkátur
og brosandi við hverju sem á
gengur, nýtur hvers augnabliks,
allt frá byrjun ferðar til loka.
Hann er stilltur vel og íhugull,
laus við alla hleypidóma og þving-
un. Þessir eiginleikar Tryggva
hafa oft komið ferðafélögum hans
til góða.
Tryggvi er mikill og þolinn
göngumaður, enda eru þær ferðir,
sem hann helst velur sér, fjalla-
og jöklagöndur, svo og ferðir um
hálendið. Hann er minna fyrir
fjöruna og láglendið, því er það, að
tæplega veldi ég hann sem ferða-
félaga í fuglaskoðunarferð, og
hann myndi sennilega leita að
öðrum en mér til að labba með sér
á Herðubreið.
Tryggvi hefur gengið á mörg
fjöll og jökla, venjulega sem farar-
stjóri. Á s.l. ári gekk hann á 40
fjöll, sem eru yfir 500 m há. Hann
hefur gengið þrisvar sinnum á
Öræfajökul og a.m.k. 12 sinnum á
Snæfellsjökul, en á þeim jökli
hefur hann mikið dálæti, eins og
reyndar á Snæfellsnesinu öllu.
Tryggvi hefur komið sér upp mjög
góðum fjalla- og jöklaferðabúnaði
til að geta betur mætt ýmsum
þeim erfiðleikum, sem upp kunna
að koma í slíkum ferðum. Hann er
mjög gætinn og gerir sér ávallt
grein fyrir þeirri ábyrgð, sem
hann tekur á sig, er hann fer með
fólk í ferðir. Oft mun hann hafa
farið úr pokanum um nætur í
vafasömum veðrum, er aðrir
sváfu, til þess að líta eftir ástandi
tjaldbúðarinnar. Sjálfur er hann
ávallt í stóru tjaldi til að geta hýst
ferðafélaga, sem orðið hefur fyrir
óhappi með tjald sitt. Tryggvi
tekur aldrei áhættu að óþörfu,
þess vegna er hann í flokki þeirra
ferðamanna, sem engar frægðar-
sögur fara af um villur eða „hrap í
björgum, brotna fætur".
Tryggvi hefur oft verið farar-
stjóri Ferðafélagsins í Horn-
strandaferðum, en þær ferðir eru
mestar gönguferðir félagsins.
Hafa allir sem með honum hafa
farið í þær ferðir, verið einróma
um ágæti hans, þar sem annars
staðar. Tryggvi lætur ekki veður
ráða, hvort hann hefur ánægju af
ferð eða ekki. Hann kann þá list
að sveigja ferðina eftir veðrinu.
Þannig fær maður alltaf eitthvað
út úr ferð með Tryggva, eins og
sagt er á ferðamáli.
Tryggvi er ágætur skíðagöngu-
maður og stundar þá íþrótt vel á
vetrum. Mun reyndar hafa rétt-
indi sem skíðakennari, frá því er
hann var á ísafirði, en hann er
ættaður úr Djúpinu. Á síðastliðn-
um vetri var, á vegum Skíðasam-
bandsins, efnt til keppni í skíða-
göngu fyrir almenning. Þarf ekki
að orðlengja það, að Tryggvi sigr-
aði í sínum aldursflokki, bæði í 5
og 10 km göngu, og var með betri
tíma en sigurvegarar í yngri ald-
ursflokki. Vorum við vinir hans að
vekja máls á því, hversu mikinn
fjölda verðlaunagripa hann ætti,
hefði hann stundað keppni s.l. 40
ár.
Þá er ekki úr vegi að geta
annars þáttar, sem tengist ferða-
mennsku hans, en það er, að
Tryggvi er ágætur ljósmyndari, og
fáum við í Ferðafélaginu oft að
njóta þess með honum, er við
komum saman einu sinni í mánuði
á veturna og sýnum hvert öðru
myndir, venjulega úr ferðum fé-
lagsins. Að sjálfsögðu þarf vart að
taka það fram, að þegar Tryggvi
sýnir myndir sínar, þá er venju-
lega húsfyllir. Ennfremur hafa
verið birtar eftir hann myndir í
árbókum Ferðafélagsins.
Framkvæmdir sæluhúsabygg-
inga Ferðafélagsins eru ekki ein-
vörðungu verk nokkurra manna,
sem eru í forsvari fyrir félagið á
hverjum tíma, heldur eiga þar
margir almennir félagsmenn,
karlar og konur, drjúgan hlut. Eitt
er víst, að nyti ekki dugnaðar
þessa fólks, væru húsin ekki eins
mörg og raun er á. Ég tel vel við
hæfi, að getið sé, að hlutur
Tryggva, við byggingu og viðhald
sæluhúsanna, er mjög stór, þótt
aðrir eigi þar jafnstóran hlut og ef
Lissabon, 20. ágúst. Reuter.
LÆKNAR { Portúgal hótuðu að
hætta f dag útgáfu dánarvottorða
til að leggja áherzlu á kröfur
sfnar um launahækkanir, að þvf
er tilkynnt var af hálfu samtaka
læknanna f gær.
Læknarnir, sem eru 16.000 í
landinu, hafa flestir hverjir aðeins
til vill stærri. Tryggvi á nú sæti í
bygginganefnd sæluhúsanna.
Ekki veit ég hvort Tryggvi er
góður eða bara sæmilegur múrari,
en það er hann að brauðstriti, hef
heldur engan áhuga á að vita það.
En hitt veit ég, að þau verk, sem
hann vinnur við sæluhúsin, hvort
heldur er múrverk, skurðgröftur,
hreingerningar eða annað, sem til
fellur, þá er það unnið af fyllstu
vandvirkni og satnviskusemi.
Ekki veit ég hvar Tryggvi dvel-
ur á afmælisdaginn, en sennilega
er hann á fjöllum, og þá líklega í
tjaldi ásamt konu sinni, Svanhildi
Árnadóttur, sem er hin mesta
ferðakona, og er því jafnræði með
þeim hjónum, hvað það snertirr
(Hún gekk á 30 fjöll, 500 m og
hærri, á s.l. ári).
Við vinir hans getum því ekki
heimsótt hann í tilefni dagsins, en
það má hann vita, að ekki koma
allir dagar í einum böggli, og
enginn flýr örlög sín. Við munum
því áreiðanlega ná í skottið á
honum síðar í sumar eða haust,
fara með hann og Svönu á fjöll og
eiga með þeim hjónum ánægju-
ríka stund, eins og svo oft áður.
Grétar Eiríksson.
sinnt neyðartilfellum síðustu
þrjár vikurnar. Búist er við að
samstaða læknanna eigi eftir að
verða enn meiri og af þeim sökum
verður deila þeirra tekin sérstak-
lega fyrir á fundi stjórnarinnar á
miðvikudag. Kunnugir segja að
stjórnin muni leggja allt í sölurn-
ar til að fá fram lausn á vinnu-
deilu læknanna í þessari viku.
Hætta útgáfu dánarvottorða
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hey til sölu
í dag og á morgun, vélbundln
laöa. Uppl. í síma 71597.
Bútasala —
Útsala
Opiö á laugardaginn.
Teppasalan
Hverfisgötu 49
sími 19692.
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 18.00 hermannasam-
koma. Kl. 20.30 almenn sam-
koma. Laugardag kl. 20.30 al-
menn samkoma. Kl. 23.00
æskulýössamkoma. Aökomnlr
hermenn og foringjar taka þátt.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLOUGÖTU 3
SIMAR11798 og 19533.
Föstudagur 24. ágúst
kl. 20
1. Þórsmörk
2. Landmannalaugar
3. Hveravelllr
4. Sögustaöir Laxdælu, fararstj.
dr. Haraldur Matthfasson
5. Landmannalaugar — Þórs-
mörk 5 daga gönguferö.
Gist í húsum í öllum feröunum.
Laugardagur 25. ágúst
kl 08.
Hreöavatn — Langavatnsdalur.
Gist í tjöldum.
29. ágúst eiöasta miövikudags-
feröin i Þórsmörk
30. ágúst — 2. sept.
Noröur fyrir Hofsjökul. Glst í
húsum.
Allar nánari upplýsingar um
feröirnar og farmlöasala á skrif-
stofunni.
Muniö „Feröa- og Fjallabækurn-
ar
Feröafélag íslands.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Borgarnes
Til sölu eru eftirtaldar fasteignir í Borgarnesi.
Trésmíöaverkstæöi meö vélum viö Brákar-
braut. Hæö í tvíbýlishúsi viö Kveldúlfsgötu.
Upplýsingar í síma 93-7459 milli kl. 17 og 19
alla daga.
Garöur
Til sölu húseignjn Garðbraut 58 Garði. Stærð
149 ferm. Bílskúr 30 ferm. Stór og ræktuö
lóö, malbikuö heimkeyrsla. 5 svefnherb.,
stofa boröstofa, eldhús, baö og þvottahús.
Húseignin er í mjög góöu ástandi.
Fasteignasalan Hafnargötu 27,
Kefiavík, sími 1420.
Húsnæði — skólafólk
Til leigu nokkur rúmgóö vel búin herbergi, frá
1. september 1979 til 20. maí 1980. Góð
umgegni og reglusemi skilyrði.
Umsóknir sendist blaðinu fyrir 28. ágúst,
merkt: „H — 639“
Lítið verktaka-
fyrirtæki til sölu
Er í fullum gangi og verkefni eru framundan.
Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn og heimilis-
fang merkt: „Sjálfstæö vinna 641“, inn á
augld. Mbl.
Gamlar
útsýnismyndir
Gott safn gamalla útsýnismynda frá íslandi
frá ferð Gaimards um ísland, Gaimard,
Voyage en Islande, Paris 1843, til sölu.
Safnið eru 50 útsýnismyndir í svart/hvítu.
Verð n. kr. 25.000-
Damms antikvariat A/S,
Tollbugaten 25,
Oslo 1,
Norge.
Stólar til sölu
Vegna endurnýjunar eru stólar til sölu úr
Félagsheimilinu Festi Grindavík. Stólarnir eru
mjög vandaðir að gerð en þarfnast lagfær-
ingar. Uppl. gefur framkvæmdastjóri í síma
92-8255 og 8389 næstu daga.
Húsgögnin til sölu
Vegna lokunar eru húsgögn og aðrir munir
Matstofunnar „Á næstu grösum" nú til sölu.
M.a. norskir antík bekkir og borð úr eik meö
handofnum ullaráklæöi. Einnig fururborö,
stólar og klappstólar. Hagstæöir greiðsluskil-
málar. Til sýnir á staðnum laugardag og
sunnudag frá kl. 3—7.
MATSTOFAN
„ Á NÆSTU GRÖSUM ”
Laugavegi 42, 3.hæó