Morgunblaðið - 24.08.1979, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1979
VlK>
MORöUlv-
IíAFF/NO
GRANI
— Mig undrar ekki, þótt viðgerðarreikningurinn verði hár.
— Voruð það þér, sem hringd-
uð til meindýraeyðisins?
„Enn ein „sprænu-
virkjun” á Austurlandi”
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í leik Engiands og Ungverja-
lands varð lokasögn sú sama á
báðum borðum í spilinu að neðan.
Englendingurinn tapaði sínu
spili en Ungverjinn Dumbovich
sneri á stjörnuspilarana Priday
og Rodrique, vann sitt spii og
hlaut fyrir eina af viðurkenning-
um Bols fyrirtækisins hollenska.
Austur gaf, allir á hættu.
Norður
S. Á1064
H. DG3
T. 6
L. KD982
Austur
S. G7
H. 8764
T. ÁDG109
Suður L 103
S. K932
H. Á102
T. K754
L. G6
Sagnirnar urðu þessar helstar:
Norður 1 lauf, austur 1 tígull,
Dumbovich í suður 1 spaði, vestur
2 tíglar og síðan varð Dumbovich
sagnhafi í fjórum spöðum.
Útspil tígulátta á ás og austur
skipti í hjartasjö. Vestur fékk á
kónginn og hann tók á laufásinn
áður en hann spilaði aftur hjarta.
Dumbovich tók það í blindum,
laufkóngurinn fylgdi og í lauf-
drottninguna lét austur hjarta-
áttu og suður hjartaás.
Síðan trompaði sagnhafi hjarta,
tók á tígulkóng, trompaði tígul og
síðan lauf heima. Þá voru eftir
þrjú spil á hendi:
Vestur Norður S. Á106 H. - T. - L. - Austur
S. D85 S. G7
H. - H. -
T. - T. 9
L. - L. -
Suður
S. K9
H. -
T. 7
L. -
Og Dumbovich spilaði tíglinum
”rá hendinni og varnarspilararnir
‘ upp. Sjálfsagt hefur þú
'ga á vörnina, sem hefði
"tur fékk nokkur tæki-
'áta tígul og þá hefði
ki komið upp.
Vestur
S. D85
H. K95
T. 832
L. Á754
COSPER
„Er það hjá tannlækninum? Ég get því miður ekki
komið, ég fæ enga barnfóstru fyrir bangsann minn.“
Nú hefur verið ákveðið eitt
afrekið enn til lausnar núverandi
orkuvanda. Það er undirbúningur,
og svo bygging, Bessastaðaár-
virkjunar. Ég hef það eftir góðum
heimildum að Bessastaðaá sé oft-
ast eins og bæjarlækur og þess
vegna þurfi að safna vatni upp um
fjöll og firnindi, helst á vorin
þegar snjóa leysir. Þetta vatn á
svo að geyma til vetrarins þegar
rafmagnsnotkun er mest. Ekki
þætti mér ólíklegt að þessar
vatnsbirgðir væru eitthvað farnar
að rýrna ef mikill þurrkur og
gaddavetur færu saman.
Ræfildómur orkuyfirvalda er
ofar skilningi hugsandi manna.
Það má segja að ekkert sé gert
nema að hrúga upp nefndum og
ráðum og benda á sparnað hér og
þar og árangurinn af þessu öllu er
minni en enginn. Reynt er að
draga úr eða fresta ýmsum al-
vöruorkuframkvæmdum. Jarðbor-
ar ríkisins eru hafðir verklausir
meðan víðsvegar vantar hitaveit-
ur.
Krafla stendur sem „bögglað
roð fyrir brjósti" margra. Ekki
þótti annað fært en að bora þar
tvær holur!! Allir vita að Krafla
misheppnaðist af náttúruhamför-
um og annað hvort er að bora þar,
segjum 10 holur, og láta reyna á
það hvort þar fæst næg orka fyrir
stöðina, eða bara gera ekkert og
segja öllu starfsfólki og meistara-
liði sem þar er nú. Aðeins yrðu
eftir fáir menn er gættu mann-
virkjanna. Það er meira en vafa-
samt að treysta á Kröflu og því
höfuðnauðsyn að hraða, eins og
frekast er mögulegt undirbúningi
að stórvirkjun á Austur- eða
Norðurlandi. Allt annað eru
undanbrögð og svik við landið og
þjóðina. Það er neitað um fjár-
magn til innlendrar orkuöflunar
sem er eina ráðið gegn olíuorku-
svívirðunni sem nú flæðir yfir
landið. En sjálfsagt þykir að
greiða Rússum tugi milljarða fyr-
ir olíu og stofna til gífurlegrar og
stöðugt vaxandi olíuskuldar við
þá. Og sjálfsagt er talið að stór-
skattleggja þjóðina til að greiða
niður olíu bæði fyrir skipaflotann
og til húsahitunar.
Ég tel það fullmikla góðsemi við
þá menn (sérstaklega norðan- og
austanlands) sem barist hafa með
hnúum og hnefum gegn virkjun-
unum í sínum heimabyggðum og
^ -JT • 1 1 > ^ Eftir Evelyn Anthony
__Lausnargjald 1 Persiu
54
Hann hafði iagt byssuna tii
hliðar. Þegar hún stóð við bfl-
inn fannst hcnni eins og væri að
ifða yfir hana. Hún hallaði sér
að bflnum eins og tii að leita
stuðnings og Frakkinn greip
utan um hana.
— Komið inn, sagði hann
glaðhlakkalegur.
Peters kom á eftir þeim.
— Láttu hana f friði, sagði
hann. Hann tók undir arm
hennar. Húsið var svalt og
rúmgott, neðsta hæðin var búin
glæsilegum og smekklegum
húsgögnum og málverk þöktu
alla veggi. Bandarfkjamaður-
inn fylgdi henni upp marmara-
stigann og inn gang. Herbergið
var fábrotið með rúmi, einum
stói og litlu borði. Gluggatjöld
voru dregin fyrir. Hann kom
með henni inn og sleppti takinu
á handleggnum á henni.
— Þér verðið hér, sagði
hann. — Baðherbergið er
þarna. Og ef þér hafið hægt um
yður verðið þér ekki fyrir nein-
um óþægindum.
— Bíðið ... Eileen sneri sér
að honum. — Gerið það fyrir
mig að hinkra við. Hvað ætlið
þið að gera? Hvers vegna hafið
þið takið mig?
Peters lokaði á eftir sér.
Hann ieitaði í vösum sfnum og
dró upp velktan sfgarettupakka
og kveikti sér f einni.
— Þér eruð þreytulegar,
sagði hann. — Setjizt niður.
Hún tyllti sér á rúmið, en
hafði ekki af honum augun.
— Hvað búizt þér við að hafa
upp úr þessu, sagði Eileen.
— Ég skil þetta ekki. Ég hef
aldrei komið til Palestínu, hvað
þá annað.
— Við höfum ekkert á móti
yður persónulega, sagði Peters.
— Við ætluðum að ná dóttur
yðar. Henni hefði ekki verið
gert neitt mein. Við erum ekk-
ert rustafóik.
Hann fékk sér aðra sfgarettu
og bauð henni ekki.
— Ekkert rustafólk? Þið vilj-
ið kannski meina að það sé
ekkert siðleysi að ætla sér að
ræna litlu barni? Þér hefðuð
skotið mig í bflnum, ef ég hefði
gefið frá mér hijóð, er það ekki
rétt til getið?
— Jú, svaraði hann. — Við
höfum verk að vinna og við
viijum ekki að neitt komi f
veginn. Hvað yður snertir frú
Fieid, var það bara yðar
óheppni að við skyldum taka
yður í staðinn. Við höfum engan
áhuga á yður, en við getum
notað yður. Hvort þér eruð
dauðar eða lifandi skiptir okk-
ur engu, svo að ég ræð yður til
þess að reyna engin brögð. Ég
skal færa yður eitthvað að
borða.
Hann fór út og hann læsti á
eftir sér. Hún reis upp af beðinu
og ieit í kringum sig. Hún gekk
út að glugganum og dró tjöidin
frá og opnaði gluggann, hann
opnaðist inn og öryggisiás var á
honum, svo að ekki var hægt að
opna hann nema til hálfs. Vold-
ugir rimlar voru fyrir gluggan-
um. Eileen gekk inn í baðher-
bergið og þar var annar gluggi
einnig með rimlum fyrir. Þaðan
var útsýni yfir flóann. Hún nam
staðar við spegilinn og horfði á
sjálfa sig og brá nokkuð í brún.
Hún var föl og þreytuleg og
tekin í andliti og hún var með
óhreinindablett í andlitið, en
engin sápa var þarna né heldur
handklæði. Hún þurrkaði sér á
rúmábreiðunni. Það var mjög
heitt og mollulegt í herberginu
og loftlaust og hún lagðist á
rúmið, lémagna. Hún var í þann
veginn að sofna þegar hún
heyrði lykli snúið í lásnum.
Bandaríkjamaðurinn kom inn
og bar bakka. Hann lagði hann
frá sér á borðið.
— Þér fáið þrjár máltfðar á
dag, sagði hann. — Og ef yður
vantar eitthvað getið þér beðið
Madeleine. Hún kemur upp á
eftir og tekur bakkann.
Eileen settist upp.
— Ef það er konan sem hót-
aði að myrða barnið mitt þá vil
ég ekki sjá hana nálægt mér.
Það myndi ekki hvarfla að mér