Morgunblaðið - 30.08.1979, Page 1

Morgunblaðið - 30.08.1979, Page 1
44 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA POPPBLAÐI 196. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Krafa Khomeinis: Kúrdar verði í kútinnkvaddir Teheran, Ankara, 29. ágúat. AP — Reuter. INNANRÍKISRÁÐHERRA írans sagði í kvöld að náðst hefði samkomulag í fjórum liðum við sendinefnd frá borginni Ma- habad er Kúrdar hafa á valdi sínu. Sagði ráðherrann að sendi- nefndin hefði meðal annars fall- ist á að íransher héldi inn f borgina og tæki öryggismál þar í sfnar hendur. Páfi fer ekki til N-írlands Vatikanlnu, 29. igúat. AP. Reuter. JÓHANNES Páll páfi hefur ákveðið að hætta við ferð sína til Norður-írlands er hann heimsækir írska lýðveldið í næsta mánuði, að því er til- kynnt var í Vatikaninu í dag. Var ferðinni aflýst vegna „illvirkjanna er framin hafa verið í N-írlandi og norð- vesturhluta írlands síðustu daga", er Mountbatten jarl, fjöldi brezkra hermanna og nokkrir óbreyttir fórust af völdum sprenginga írska lýð- veldishersins, IRA. Talsmaður Lýðræðisflokks Kúrda, KDP, sagði að vonlaust væri með öllu að innanríkisráð- herrann færi með rétt mál, þar sem það væri hverjum einasta ibúa Mahabad mjög á móti skapi að herinn héldi inn í borgina. Útilokað væri að sendinefndin hefði fallizt á innreið hersins í borgina. Að sögn innanríkisráðherrans náðist ennfremur um það sam- komulag að félagar í KDP, sem er bannaður, yrðu ekki eltir uppi og sóttir til saka. Ennfremur að þegar lög og regla kæmist á í Kúrdistan á ný yrðu íbúar héraðs- ins valdir í byltingarsveitir. Khomeini trúarleiðtogi var ómyrkur í máli í dag og lagðist gegn allri friðargjörð við Kúrda. Hvatti hann til þess að stjórnar- herinn yrði sendur inn í Mahabad, en herinn heldur til í um 35 kílómetra fjarlægð frá borginni. Ennfremur hvatti Khomeini til þess að skorin yrði upp herör gegn uppreisnarmönnum Kúrda og þeir kveðnir í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands gefur eiginhandarárit- un sfna brezka hermanninum Donaid Williams f Musgrave Park hersjúkrahúsinu í Belfast í gær. Forsætisráðherrann fór í gær í óvænta heimsókn til Norður-írlands. Símamynd - AP. Fellibylur gerir usla San Juan, Puerto Rico. Roseau, Domíníku, 29. áicúst. AP — Reuter. FELLIBYLURINN Davíð olli í dag talsverðum usla á eyjunum Martinique og Dominíku í Kar- fbahafi, en fellibylurinn er sá kröftugasti sem komið hefur í þessum heimshluta á þessari öld og var jafnvel búist við að hann næði til suðausturhluta Banda- rfkjanna áður en vindhraðinn, sem náði allt að 225 kflómetrum á klukkustund, lækkaði verulega. Er miðja ofviðrisins átti enn talsvert ófarið til Dominíku var þar komið fárviðri og vindhraðinn nam allt að 80 kílómetrum á klukkustund. Tré rifnuðu upp með rótum í höfuðborginni, samgöngur trufluðust og loka varð eina flug- velli eyjunnar. Búist var við mikl- um vatnavöxtum af völdum rign- ingar. Rafmagn rofnaði með þeim afleiðingum að útvarp eyjunnar hljóðnaði og veðurstofan varð sambandslaus. Ekki fóru neinar fregnir af manntjóni, en óttast var að ástandið á eyjunni ætti eftir að versna töluvert. Sömu sögu var að segja á Martinique og Barbados, en tjón varð þó minna þar en á Dominíku og Martinique. 2 menn í haldi vegna morðs á Mountbatten Dyflinni, London, Belfast, 29. ágúst. AP. Reuter. LÖGREGLAN á írlandi skýrði frá þvf f kvöld að hún hefði f haldi tvo menn og hefðu þeir verið yfirheyrðir í sambandi við morðið á Mountbatten jarli á mánudag. Sagði lögreglan að bifreið mannanna hefði verið stöðvuð skömmu cftir morðið og hefðu þeir þá verið á leiðinni til Dyflinnar frá vesturhluta lands- ins. Hefðu fundist leifar sprengi- efnis og saltvatns f fötum þeirra. Voru mennirnir leiddir fyrir rétt í dag og sakaðir um aðild að írska lýðveldishernum, IRA. Fyrr í dag skýrði varaforsætis- ráðherra írlands frá því að lög- reglan hefði fengið áreiðanlega vitneskju um hvar morðingjar Mountbattens hefðust við. Hefði ríkisstijórnin ákveðið að heita 100.000 pundum, eða um 90 millj- ónum króna, fyrir upplýsingar er leiddu til handtöku morðingja Mountbattens. Fjöldi fólks fagnaði Margréti Thatcher forsætisráðherra Bret- lands er ráðherrann kom í óvænta „Flúði til að þroska listhœfileika mína” New York. Moskvu, Washlngton. 29. ágúst. AP. Rcuter. SOVÉZKI ballettdansarinn Alexander Godunov, sem leitaði hælis sem pólitfskur flóttamaður f Bandarfkjunum f sfðustu viku. sagði f dag á fundi með fréttamönnum. að hann hefði flúið Sovétrfkin f þeim tilgangi að fá ný tækifæri til að þroska listhæfileika sfna. Godunov, sem var sólóisti með Bolshoi-flokknum í Moskvu, kvaðst hafa tekið ákvörðunina fyrirvaralaust. Hann hefði brótið útivistarreglur flokksins meðan á Bandaríkjadvölinni stóð og af þeim sökum hefði hann ekki átt afturkvæmt til Sovétrfkjanna. Ennfremur sagðist Godunov álíta að ef hann hefði haft tækifæri til að ræða við eigin- konu sína á flugvellinum í New York hefði hún ekki farið aftur til Sovétríkjanna. Hann sagðist vonast til að sjá konu sína á ný. Hann neitaði að hafa flúið vegna gylliboða og þrýstings banda- rískra embættismanna, eins og fjölmiðlar í Sovétríkjunum hefðu haldið fram. Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna skýrði frá því i dag að sovézk stjórnvöld hefðu farið þess á leit við ráðuneytið að það hefði milligöngu um fund Alexander Godunov ballett- dansari á blaðamannafundi f New York í gær. Símamynd - AP. sovézkra embættismanna með Godunov. Sagði talsmaður ráðu- neytisins að það væri venja að hvetja flóttamenn til að fallast á slíka fundi, „en við munum þó ekki neyða Godunov til slíks fundar," sagði talsmaðurinn. Ritstjóri tímaritsins „Dance“, en hann er náinn vinur Godu- novs, sagði í dag að stofnað hefði verið til hjónabands Godunovs og Ludmilu Vlasovu á sinum tíma af hentisemi. Gift hjón í Sovétríkjunum fá stærri íbúðir en fólk er býr í óvígðri sambúð, sagði ritstjórinn og bætti við að samband hjónakornanna hefði breytzt verulega á síðustu árum, og hefðu þau t.d. verið mjög samrýnd síðasta mánuðinn. skyndiheimsókn til Belfast í dag. Ráðherrann kvaðst hafa farið til N-írlands til að kynnast af eigin raun ástandi mála þar og hver vilji íbúa væri varðandi framtíð svæðisins. Sagði ráðherrann að finna yrði leiðir til að binda endi á öldu hryðjuverka á Norður-írlandi og væri sér ljóst að sá væri einlægur vilji óbreyttra íbúa hverrar trúar sem þeir væru. „Ef við sigrumst ekki á hryðjuverka- mönnunum mun lýðræðið líða undir lok," sagði ráðherrann. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerðar voru á N-írlandi síðustu daga eru þrír fjórðu íbúanna hlynntir því að brezka stjórnin stuðli að því að báðir trúarhóp- arnir fái lifað í sátt og samlyndi og starfað hlið við hlið. Brezka stjórnin kemur saman til fundar í fyrramálið og tekur þá málefni N-írlands, einkum örygg- isgæslu á svæðinu, sérstaklega fyrir. í dag fundaði írska stjórnin um öryggisgæzlu í héruðum við landamæri N-írlands, en ekkert var látið uppi um hvort gerðar hefðu verið einhverjar samþykktir á fundinum. Talsmaður stjórnar- innar sagði þó að gremju gætti í röðum ráðherra vegna skrifa brezkra blaða í morgun, þar sem írska stjórnin var sökuð um sinnu- leysi gagnvart IRA og að slakað hefði verið á öryggisgæzlu í landa- mærahéruðunum. Blöðin sögðu það dæmigert fyrir afstöðu stjórn- ar lýðveldisins að Jack Lynch forsætisráðherra hefði ekki séð ástæðu til þess að snúa heim úr sumarleyfi í Portúgal vegna morðsins á Mountbatten jarli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.