Morgunblaðið - 30.08.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
3
Reyna fleiri fyrir
sér við Jan Mayen?
LÍKLEGT er að fleiri loðnubátar
haldi í átt til Jan Mayen-svæðis-
ins í dag og reyni fyrir sér á
miðunum þar, sen lítill sem eng-
inn afli hefur fengizt á Halamið-
um síðustu vikuna. Tveir bátar
tilkynntu loðnunefnd í gær um
fullfermi, sem þeir höfðu fengið
við Jan Mayen, Magnús með 550
tonn og Keflvíkingur með 500
tonn. Þennan afla fengu bátarnir
á nokkrum tfma, en afli virðist
þó hafa verið heldur betri þar en
á miðunum úti af Vestfjörðum.
— Sá peðringur, sem var á
Halamiðum hvarf alveg þegar
kulaði í gær, sagði Andrés Finn-
bogason hjá loðnunefnd í spjalli
við Morgunbalðið. Á þriðjudag var
samtals tilkynnt um 3330 lestir til
nefndarinnar og voru það eftirtal-
in skip:
Náttfari 170, Börkur 120, Hrafn
150, Huginn 80, Gullberg 30, Arn-
arnes 100, Helga Guðmundsóttir
60, Jón Finnsson 30, Magnús 550,
Keflvíkingur 500.
Nýr sáttafundur á föstudag
SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu
Grafiska sveinafélagsins og Fé-
lags prentiðnaðarins var haldinn
í gær.
Samkvæmt upplýsingum
Torfa Hjartarsonar, sáttasemj-
ara rfkisins, urðu deiluaðilar
ásáttir í lok fundarins f gær að
koma aftur til sáttafundar á
föstudag klukkan 18. Ætla þeir
að fhuga nokkur atriði málsins
fram að þeim fundi.
í gær fór fram talning í Graf-
iska sveinafélaginu í atkvæða-
greiðslu um heimild stjórnar fé-
lagsins til boðunar vinnustöðvun-
ar. Samkvæmt upplýsingum Ár-
sæls Ellertssonar, formanns fé-
lagsins, var heimildin samþykkt.
Stjórn félagsins mun kunngera
atkvæðatölur á næsta félagsfundi.
Aflaverðmætið dugði
varla fyrir olíunni
Siglufirðl 28. ágúst. tonnum. Togarinn kom inn
SIGLUVÍK kom inn í dag með klukkan 6 að morgni og var
125 tonn af karfa. Lftið fæst farinn aftur klukkan 13,30. Er
fyrir karfann og er mér sagt að þetta methraði í löndun.
aflaverðmætið dugi varla fyrir Óskar Halldórsson og Húna-
olfukostnaði. röst voru að landa 270 tonnum af
Fyrir nokkrum dögum kom loðnu hvor bátur. Bræðsla geng-
Sólbakur hingað og landaði 130 ur vel. — m.j.
Engin leið að
halda vaxtapóli-
tíkinni einni úti
— segir Sighvatur Björgvinsson
„VIÐ Alþýðuflokksmenn vildum
að ekki yrði horfið frá Ólafslög-
unum varðandi stefnuna f vaxta-
málum, en hins vegar getum við
vel fellt okkur við þá niðurstöðu
sem varð, að hafa sjálfa vaxta-
hækkunina minni en leggja
meira af verðtryggingu við höf-
uðstólinn,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins, er Mbl.
spurði hann um afstöðu Alþýðu-
flokksins til vaxtamála.
„Eg er alveg sammála því, sem
Steingrímur Hermannsson sagði í
samtali við Mbl., að takmark
vaxtastefnunnar var miðað við
ákveðinn árangur í baráttunni við
verðbólguna og að það er engin
leið að halda vaxtapólitíkinni
einni úti, ef öll önnur efnahags-
atriði keyra áfram á fullu, meira
eða minna laus úr böndunum."
Sighvatur sagði það takmark
Alþýðuflokksins að menn skiluðu
aftur álíka verðmæti og þeir
fengju að láni og hefði vaxtastefn-
an verið miðuð við ákveðinn
árangur í baráttunni gegn verð-
bólgunni. „Hins vegar liggur í
augum uppi,“ sagði Sighvatur, „að
það er ekki hægt að ná verðbólg-
unni niður með því að herða eina
skrúfuna í drep, vaxtaskrúfuna,
þegar það vantar rærnar á allar
aðrar skrúfur í efnahagsmál-
unum.“
ÞórSandholt látinn
LÁTINN er í í Reykjavík Þór
Sandholt skólastjóri, sextfu og
sex ára að aldri. Þór var fæddur f
Reykjavfk hinn 30. mars árið
1913, sonur hjónanna Egils V.
Sandholt og Þórhildar Eirfks-
dóttur. Þór stundaði teikni- og
smfðanám, og sfðar framhalds-
nám f húsagerðarlist f háskólan-
um f Liverpool, þar sem hann
lauk prófi árið 1937.
Starfaði Þór sem arkitekt í
Reykjavík frá 1938, auk þess sem
hann gegndi ýmsum störfum og
trúnaðarstörfum fyrir ýmsa aðila,
og skólastjóri Iðnskólans var hann
frá 1954. Þór teiknaði margar
þekktar byggingar, svo sem Versl-
unarskólann í Reykjavík, Iðnskól-
ann, Oddfellowhúsið og margar
fleiri byggingar.
Sem fyrr segir gegndi Þór fjölda
trúnaðarstarfa fyrir opinbera að-
ila og félagasmatök um ævina, og
var meðal annars borgarfulltrúi í
Reykjavík 1962 til 1966.
Eftirlifandi kona hans er Guð-
björg Hreggviðsdóttir Sandholt.
TORGSINS
HALLVEIGARSTIG