Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 5 Karnabær byggði 2400 fermetra hús á sjö mánuðum Okkur vantar þjálfað starfsfólk, segir Guðlaugur Bergmann KARNABÆR h.f. flutti nýlega inn í nýtt húsnæði við Fossháls í Reykjavík. Húsnseðið er verk- smiðjuhúsnæði fyrir Karnabæ og Beigjagerðina, sem nú er búið að sameina í eina verksmiðju, og auk þess eru í húsinu lager og skrif- stofur fyrirtækisins. Sá áfangi sem nú er tilbúinn er 2400 fer- metrar að stærð, en áætlað er að bæta við 1400 fermetrum sem þegar er byrjað að vinna við. Bygging hússins hefur tekið mjög skamman tíma. því hafist var handa við bygginguna í janúar- mánuði sfðastliðnum, og hafist var handa við flutning í júlí og er þeim nú lokið. Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann þakkaði þennan stutta byggingartíma dug- legum iðnaðarmönnum, og svo því að verkefnið var unnið undir umsjá Hauks Björnssonar framkvæmda- stjóra Félags íslenskra iðnrekenda sem drifið hefði verkið áfram, en iðnrekendur hafa haft frumkvæði að byggingu iðnaðarfyrirtækja á þessum stað. Haukur mun taka við störfum hjá Karnabæ um áramót- in, er hann lætur af störfum hjá Félagi islenskra iðnrekenda. Guðlaugur sagði að hagkvæmni þess að byggja á svona skömmum tíma væri augljós, ekki þyrfti að rökstyðja það öllu nánar. Það væru ekki aðrir en ríkisvaldið sem gæti leyft sér að taka sér lengri bygg- ingartíma í þeirri dýrtíð sem hér ríkir. Sagði hann fyrirtækið í raun og veru ekki hafa haft efni á öðru en að byggja á þeim hraða sem gert var. Guðlaugur sagði hið nýja hús- næði nýtast mjög vel til þeirrar starfsemi sem það var byggt fyrir, og öll vinnuaðstaða fólks væri þar Enn um framboð Svarthöfða Vísis í tilefni af grein Sturlu Böðv- arssonar sveitarstjóra í Stykk- ishólmi, sem birtist í Morgun- blaðinu (28. ágúst) um áform af minni hálfu eða annarra fyrir mína hönd um þingframboð á lista Sjálfstæðisflokksins í Vest- urlandskjördæmi í næstu kosn- ingum vil ég taka eftirfarandi fram: Enginn hefur rætt við mig um slíkt framboð né heldur hef ég leitað eftir stuðningi til þess. Sturla byggir grein sína á póli- tískum getspám Svarthöfða Vísis (2. ágúst): Að mínum dómi eru þau stjórnmálaskrif með þeim hætti, að óþarft er þeirra vegna að setja sig í jafn há- tíðlegar stellingar og Sturla ger- ir. Þeim mun síður finnst mér ástæða til að nota þau skrif sem tilefni þeirrar áreitni, sem Sturla stundar undir rós í grein sinni. Síðdegisblöðin hafa bæði verið með spádóma um framboð af minni hálfu á undanförnum vikum, annars vegar á Suður- landi og hins vegar á Vestur- landi. í Dagblaðinu var jafnframt látið að því liggja, að ekki væri ég velkominn til Suðurlands. Og af grein Sturlu verður ráðið, að Vestlendingar kæri sig síður en svo um að Reykjavíkurstrák sé upp á þá troðið enda séu slíkir framagosar best geymdir í sinni heimabyggð auk þess sem hann býður því, sem hann kallar „valdakjarna Sjálfstæðisflokks- ins“, byrginn. Ekki geri ég þá kröfu til Svartshöfða Vísis, að skrif hans byggist á staðreynd- um, en stjórnmálaskrif þeirra, sem stjórnmál stunda, verða a.m.k. að byggjast á því, sem einhver fótur er fyrir. Sturla hefur fallið í þá gryfju að taka Svarthöfða hátíðlega. Ég get fullvissað hann og aðra þá, sem kunna að hyggja á framboð fyrir Sjálfstæðismenn á Vesturlandi, um að þeir þurfa ekki að óttast keppni við mig og sama er að segja um þá Sjálfstæðismenn sem ganga með þingmann í maganum fyrir Sunnlendinga. Björn Bjarnason. 23 þúsund hafa séð kaupstefnuna TUTTUGU og þrjú þúsund manns höfðu séð alþjóðlegu vörusýninguna í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Á sýningunni er dregið daglega í gestahappdrætti. Vinningur hvern dag er 500 þúsund króna sólarlandaferð með Útsýn. Dregið hefur verið fjórum sinnum og hafa eftirtalin númer komið upp: 826, 2707, 8398 og 15414. Meðfylgjandi mynd sýnir vinningshafann á mánudag, Heimi Einarsson, er hann tók við vinningnum úr hendi Bjarna Ólafssonar framkvæmdastjóra kaupstefnunnar. Með þeim á myndinni er Dísa Dóra Hallgrímsdóttir starfsmaður Útsýnar. Hið nýja húsnæði Karnabæjar við Fossháls. Þrátt fyrir erfiðan vetur var húsið byggt á mjög skömmum tíma, eða á aðeins sjö mánuðum. mun betri en var í því húsnæði sem verksmiðjurnar voru í áður. Um tíma kvað Guðlaugur ugg hafa ríkt um það að fólk vildi ekki fara í nýja húsnæðið þar sem það er fjær miðbænum, en sú hefði ekki orðið raunin. Starfsfólkið hefði haldið áfram vinnu sinni hjá fyrirtækinu, enda væri vinnuaðstaða þess mun betri eftir en áður. Vegna stækkun- ar fyrirtækisins hefði hins vegar þurft að fjölga fólki, en erfitt hefði reynst að fá þjálfað iðnverkafólk til starfa, mikill hörgull virtist vera á slíku vinnuafli. Sagði Guð- laugur að því hefði orðið að grípa til þess ráðs að ráða óvant starfs- fólk og þjálfa það upp. Sagði hann þetta ástand ef til vill dæmigert hér á landi, öll áhersla væri lögð á hinar ýmsu námsgreinar í háskóla, en engin rækt væri lögð við að kenna fólki undirstöðuatriði í hin- um ýmsu iðngreinum í skólum hér á landi. Vinnuaðstaða er sem fyrr segir mjög góð í hinu nýja húsnæði, og einnig verður þar komið upp saunabaði fyrir starfsfólk, kaffi- stofa er mjög vistleg og fleira mætti nefna. Þá sagði Guðlaugur að íbúum Árbæjarhverfis sé sér- staklega boðið að koma og skoða fyrirtækið, og von Karnabæjar væri að íbúar hverfisins byrjuðu ekki á því að fara út fyrir hverfið ef Ljósm.: Emilía. þeir fyndu vinnu við sitt hæfi hjá fyrirtækinu. Rekstur fyrirtækisins sagði hann ganga mjög vel, og það væri hvatning á rekstur saumastofu Karnabæjar, að þær vörur sem þar væru framleiddar seldust langbest af öllum þeim vörum sem til sölu væri í verslunum Karnabæjar víða um land. Þá væri starfsfólkið einnig mjög hæft og duglegt, og því hefði framleiðni verið hlutfallslega mjög góð miðað við fyrirtæki erlendis. Það kæmi sér augljóslega vel fyrir fyrirtækið, auk þess sem það skilaði sér í hærri launum til starfsfólksins vegna bónusfyrir- komulags. STERKASTA RYKSUGA í HEIMI HOOVER S-3001 Hoover S-3001 er á tnargan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þin teþpi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrceðis er rofinn t handfanginu, undir þumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þtn. Til þœginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartœki, svo núgetur þú loksins haftfullt gagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga máhuði án tcemingar. Hringlaga lögunin gefur hinum risastóra 12 lítra ryhpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. FALKIN N SUfHJRLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.