Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
Rætt við Bjarna
Fr. Karlsson
umsjónarkenn-
ara sjávarút-
vegsbrautar
í Hagaskóla
einhverju áþreifanlegu að flagga
eftir námið í deildinni.
Við kennum nánast alla þá
siglingafræði, sem kennd er til 1.
stigs í Stýrimannaskólanum og
þjálfum nemendur rækilega í
sjókortavinnu og er það fyrst og
fremst hugsað til að auðvelda
þeim áframhaldandi nám þar.“
— Er þá ekki tvíverknaður
að fara fyrst í þessa deild og svo
í Stýrimannaskólann?
„Nei, alls ekki. Til inntöku í
Stýrimannaskólann þarf nem-
andinn að hafa verið minnst 24
mánuði á sjó. Þetta ákvæði hefur
það í för með sér að þeir, sem
hafa ætlað sér í skipstjórnar-
nám, t.d. eftir grunnskólagöngu,
hafa orðið að hætta í skóla í
minnst 2 ár áður en þeir geta
sest á skólabekk aftur. Oft hefur
þá farið svo að þeir hafa verið
búnir að stofna heimili og farnir
að greiða háa skatta áður en þeir
drifu sig í skólann aftur, og þarf
þá gífurlega mikið átak til að
láta skólagönguna verða að
veruleika. Eins hefur þetta hlé á
námi í för með sér að mikið af
því sem áður var lært vill gleym-
ast, einkanlega á þetta við um
stærðfræðina og tungumálin. Ég
hef heyrt það á kennurum við
Einnig hefur skólinn komið sér
upp þokkalegu safni af verkfær-
um og áhöldum, sem þarf til
kennslunnar, t.d. áttavita og
sextant, sem nemendur eru
þrautþjálfaðir í að nota. Við
höfum ekki getað átt við að
kaupa nein rafeindatæki af
skiljanlegum ástæðum, heldur
látum nægja að sýna myndir af
þeim og útlista nákvæmlega
hvernig þau vinna. Þess í stað
höfum við leitað til Stýrimanna-
skólans, með að sjá þessi tæki í
notkun, og höfum mætt þar
velvild og skiiningi.
Einnig tel ég að skólinn sjalf-
ur sé vel í sveit settur hvað
snertir vettvangs- og kynnis-
ferðir. Hér eru skipasmíðastöðv-
ar í nágrenninu, stutt að ganga
niður að höfn og hægt að skoða
þar flestar gerðir skipa. Haf-
rannsóknarstofnunin, Fiskifé-
lagið og Siglingamálastofnunin
eru í næsta nágrenni og síðast en
ekki síst Landhelgisgæslan."
— Er hægt að fara með nem-
endur á sjó?
„Það má segja að betra væri
að vera í sjávarplássi úti á landi
til siíkra hluta. Þar væri þægi-
legra að komast með fiskibátum
Nemendur setja upp línu
í skólastofunni.
„Sjómemiska og fLskvinnsla undirstaða
þess að hjólin í þjóðfélaginu snúist
Við Hagaskóla í Reykjavík verður í vetur starfrækt sjávarút-
vegsbraut á framhaldsskólastigi. Mun það vera eina námsbrautin
sinnar tegundar á öllu landinu, en henni var fyrst komið á í
tilraunaskyni haustið 1977. í fyrrahaust voru gerðar umtalsverð-
ar breytingar á námstilhögun við brautina, þannig að þetta
verður annað árið í röð, sem hún er starfrækt f núverandi mynd.
Umsjónarkennari brautarinnar er Bjarni Fr. Karlsson og er
blaðamaður Mbl. innti hann eftir þvf hvernig námið gengi fyrir
sig sagði hann að brautin skiptist f tvær deildir, fiskvinnsludeild
og skipstjórnardeild.
„Náminu er skipt í kjarna-
greinar, sem eru sameiginlegar í
báðum deildum, og svo kjör-
sviðsgreinar í hvorri deild.
Kjarninn er samræmdur náms-
efni fjölbrautaskólanna, þannig
að nemendur geta skipt yfir í
annað nám við fjölbrautaskóla
eftir að hafa verið í sjávarút-
vegsbrautinni, án þess að tapa
við það tíma,“ sagði Bjarni.
„Námið er byggt upp sem eins
vetrar nám. Fiskvinnsludeildin
er undirbúningur undir frekara
nám við Fiskvinnsluskólann í
Hafnarfirði og er skipulögð í
samvinnu við hann. Nemendur
þeirrar deildar útskrifas frá
okkur í mars og hafa þá lokið
öllu bóklegu námi, sem krafist er
til inntöku í Fiskvinnsluskólann.
Að því Ioknu fara nemendur í
Fiskvinnsluskólann og stunda
þar verklegt nám til maíloka.
Þessi deild er því með svipuðu
sniði og fiskvinnslubrautirnar
við fjölbrautaskólana.
Skipstjórnardeildin miðast
fyrst og fremst við að búa
nemendur undir nám við Stýri-
mannaskólann. Nemendur út-
skrifast ekki úr henni fyrr en í
maílok og er þar lögð mikil
áhersla á siglingafræði, siglinga-
reglur, skipagerð og verklega
sjóvinnu, auk þess sem hin ýmsu
veiðarfæri og veiðitæki eru
kynnt rækilega.“
Stýrimannaskólann að þeir telja
sig bæði missa af mörgum nem-
endum og einnig fá fleiri slaka
nemendur af þessum sökum.
Stýrimannaskólinn metur
nám frá skipstjórnardeildinni
hjá okkur til jafns við 6 mánaða
siglingatíma. Þannig þurfa okk-
ar nemendur ekki að missa úr
nema eitt skólaár, auk þess sem
þeir hljóta að standa mun betur
að vígi, hvað alla undirstöðu
snertir er þeir setjast í Stýri-
mannaskólann.
Ekkert skólaskip
— Er góð aðstaða í Haga-
skóla til þessarar kennslu?
„Hún má heita það. Við höfum
stóra kennslustofu, sem er sérút-
búin til kennslu í verklegri
sjóvinnu og til sjókortavinnu.
eða togurum, því þar er svo
mikið um að allir þekki alla. Svo
er auðvitað stóra meinið í þessu
að íslendingar eiga ekkert skóla-
skip og eru þar með viðundur
meðal fiskveiðiþjóða heims.
Ríkissjóður hefur ekki efni á að
reka slík skip skilst manni, en
hann hefur efni á að selja skip
eins og varðskipið Albert úr
lándi fyrir ámóta verð og fengist
fyrir 10 tonna skakdollu. En
þetta er nú kapítuli út af fyrir
sig.
Við gátum samt bjargað þessu
máli við að nokkru leyti í fyrra.
Kom þar til góður skilningur
Landhelgisgæslunnar á þessum
málum. Við fengum að fara
þriggja daga ferð með varðskip-
inu Oðni nú í vor og var sú ferð
alveg ómetanleg fyrir strákana,
því þar fengu þeir að sannprófa
yfirleitt allt, sem þeir höfðu
verið að læra í siglingafræðinni
og læra á siglingatækin. Varð-
skipsmenn voru einstaklega
hjálplegir við þá á allan hátt.
Kynntust strákarnir vel störfum
varðskipsmanna og fengu að
fara gæsluflug með TF-SÝR
Aðsóknin speglar
hið
almenna viðhorf
— Hvernig er aðsóknin í
deiidina?
„I hitteðfyrra voru sjö nem-
endur og níu í fyrra, þar af tvær
stúlkur. Ekki liggur alveg ljóst
fyrir með nemendafjölda næsta
vetur, en víst er að hann mætti
alveg aukast. Það er því rétt að
nota tækifærið og koma því að,
að við getum vel bætt við nokkr-
um nemendum í vetur.
Ég held að aðsóknin spegli
nokkuð hið almenna viðhorf,
einkanlega í Reykjavík, gagn-
vart sjávarútvegi, því miður. Það
má segja að skólakerfið hafi lítið
lagt af mörkum til að breyta
þessu viðhorfi. Allra síðustu árin
heur reyndar verið komið á
laggirnar kennslu í verklegri
sjóvinnu við ýmsa grunnskóla,
aðallega að tilhlutan Fiskifé-
lagsins. Krakkarnir geta þá val-
ið þetta í staðinn fyrir smíði,
teikningu, vélritun eða einhverj-
ar aðrar verklegar greinar. Þetta
er auðvitað gott og blessað, en
betur má ef duga skal. Ég held
það komi margur krakkinn í
sjóvinnu með það í huga að gott
sé að losna við vélritun, mat-
reiðslu eða eitthvað annað, sem
honum ef tii vill leiðist. Enginn
jákvæður áróður fyrir mikilvægi
sjávarútvegsins er rekinn af
hálfu fræðsluyfirvalda, þrátt
fyrir það að á síðustu árum
hefur mikið verið talað um að
efla verkmenntun í landinu. Þeg-
ar nú á að fara að spara í
menntakerfinu og skera niður er
hnífnum fyrst brugðið að verk-
legum greinum. Valtímum er
fækkað í 9. bekk, en valgreinar
eru yfirleitt verklegar greinar.
Enginn talar um að skera niður
tíma í bóklegum greinum. Þarna
sjáum við að hugur fylgir ekki
máli hjá fræðsluyfirvöldum. Sjó-
vinna er ekki til aðeins til þess
að hægt sé að losna við að læra
eitthvað, sem fólki leiðist. Sjó-
mennska og fiskvinna eru ekki
störf, sem aðeins á að stunda, ef
fólk nennir ekkert að læra í
skóla. Þetta eru þau störf, sem
eru undirstaða þess að hjólin í
þjóðfélaginu snúist og fræðsla
um þau ætti að vera skyldu-
námsgrein í öllum grunnskólum.
Þjálfaðir í
sjókortavinnu
— Fá nemendur einhver
skipstjórnarréttindi út úr nám-
inu?
„Jú, að vissu leyti. Þeir taka
hið svokallaða „pungapróf", sem
veitir réttindi til að stjórna
skipum upp að 30 rúmlestum, en
þó með fyrirvara um aldur og
siglingatíma. Hins vegar má
segja að þetta sé ekki svo merki-
legt próf í sjálfu sér, því nem-
endur hafa fengið að taka það í
9. bekk grunnskólanna víðs veg-
ar um landið. Hjá okkur er þetta
nú frekar gert til að þeir hafi
Nemendur úr skipstjórnardeild gera mælingar með sextant um borð í varðskipi sl. vor.