Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 16

Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 Japanir taka þátt í vaxta- kapphlaupinu JAPANIR haía nú bætzt í hóp þeirra ríkja sem á undanförnum mánuðum hafa hækkað almenna vexti vegna hinnar miklu þenslu í efnahagsmálum heimsins og verðbólgunnar heima fyrir. Japansbanki tilkynnti nú ný- verið að ákveðið hefði verið að hækka almenna vexti úr 4,25% í 5,25%, eða um 1% og að sögn talsmanns bankans er ein aðal- ástæðan fyrir þessari vaxtahækk- un sú, að á sama tfma og hver Bandarikjadollar hefur kostað um 215 japönsk jen allt frá því f apríl 8.1. hefur innflutningsverð á almennum vörum hækkað um 20% á ársgrundvelli. Þá telja sérfræðingar að ríkis- stjórn Ohiras hafi talið tíma vera til kominn að hækka vexti í kjölfar hækkunar vaxta í Vest- ur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum, enda veitti japanska gjaldmiðlin- um ekki af svolítilli hjálp í þeirri erfiðu stöðu sem hann hefur verið í að undanförnu. Þá er tálið að ríkisstjórnin vilji með hækkuninni stuðla að því að Ohira forsætisráðherra Japans. Dökkt útlit hjá byggingamönnum: ekki verði um mikla birgðasöfnun að ræða í landinu, en hún var þegar hafin. Slíkt hefði einfald- lega getað haft hinar verstu af- leiðingar fyrir efnahagslíf lands- ins, sem í byrjun þessa árs stóð á hátindi sínum frá stríðslokum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs jókst iðnaðarframleiðsla í Japan um 10% á sama tíma og japanskir hagfræðingar töldu um 7% aukningu hæfilega til að anna eftirspurn. Dökkt útlit Samdráttur hjá fyrirtækjum með um 61,8% alls mannafla BYGGINGAIÐNAÐURINN kom mun verr út á öðrum ársfjórðungi 1979 í samanburði við annan ársfjórðung 1978 samkvæmt niðurstöðum úr árs- fjórðungslegri könnun Land- sambands iðnaðarmanna á byggingastarfsemi. Þar segir að fyrirtæki með um 61,8% mann- aflans hefðu orðið að draga saman starfsemina og nam heildarsamdrátturinn um 13,8%. Ástæðuna fyrir minnk- andi verkefnum þessara fyrir- tækja telur Landsambandið vera lóðaskort. Talsverð aukning varð í bygg- ingastarfsemi á öðrum ársfjórð- ungi 1979 miðað við fyrsta árs- fjórðung. í heild nemur aukning- in um 12,9%. Ársstörfum í bygg- ingaiðnaði fjölgaði talsvert af þessum sökum og voru í lok júní um 250 störfum yfir meðaltali ársins 1977 sem var 7185 starfs- menn. Starfsmönnum fjöigaði sam- kvæmt þessu frá lokum fyrsta ársfjórðungs fram í lok annars ársfjórðungs um 850 starfsmenn. Horfurnar nú á þriðja ársfjórð- ungi gefa til kynna að mannafli haldist nær óbreyttur frá öðrum ársfjórðungi fram til september- loka. Fyrirliggjandi verkefni gefa hins vegar til kynna að síðla á þessu ári og því næsta muni atvinnuástand stefna mjög til verri vegar. Fyrirtæki með 47,1% mannaflans telja fyrirliggjandi verkefni of lítil, en fyrirtæki með 47,6% mannaflans telja þau hæfileg. Starfsmannafjöldi í byggingariðnaði 1. ársfj. 1979. 2. ársfj. 1979 410 Verktakar 3.851 491 Húsasmíði 1.277 492 Húsamálun 313 432 493 Múrsmfði 643 748 494 Pípulögn 390 399 495 Raflögn 586 632 496 Veggf. og dúkalögn 26 85 Heildarmannaf 6.568 7.424 Mannaflatölur í lok fyrsta -og annars ársfjórðungs 1979. Tómas Á. Tómasson fastafulltrúi fslands hjá Sameinuðu þjóðunum afhendir John Scott, yfirmanni lagadeildar S.þ. fullgildingarskjöl vegna aðildar landsins að tveimur aiþjóðlegum samningum um mannréttindi. stjórnmálaleg réttindi ásamt valfrjálsri bókun og alþjóða- samningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt- indi sem samþykktir voru á 21. allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- ana í New York og lagðir fram til undirritunar 19. desember 1966. í samningunum eru talin upp réttindi sem verndar skulu njóta og kveðið á um skyldu samningsríkja til skýrslugjafar. í samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eru ákvæði um stofnun sérstakrar mannréttindanefndar til þess að fjalla um skýrslur og kærumál. í valfrjálsu bókuninni er nefnd- inni heimilað að taka við kærum frá einstaklingum. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg Island og mannréttindin Hinn 22. þ.m. afhenti Tómas Á. Tómasson, fastafulltrúi ís- lands hjá Sameinuðu þjóð- unum, John Scott, settum yfir- manni lagadeildar Sameinuðu þjóðanna, fullgildingarskjöl vegna aðildar íslands að tveim- ur alþjóðasamningum um mannréttindi, sem taka gildi fyrir ísland 22. nóvember n.k. Alþingi veitti heimild til full- gildingar 8. maí s.l. Mannréttindasamningarnir sem hér um ræðir eru alþjóða- samningur um borgaraleg og réttindi tók gildi 23. mars 1976 og eru aðildarríki 60 talsins, en 22 þeirra eru aðilar að bókun- ínni. Alþjóðasamningurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi tók gildi hinn 3. janúar 1976 og eru 62 ríki aðilar að honum. „Börn eru þjód” „BÖRN eru þjóð“ nefnir Norræna listmiðstöðin eina sumarsýningu sína í Svíavígi undan Helsinki (Sveaborg, Suomenlinna). Hún miðar fyrst og fremst að því að virkja sjónskyn barnanna. Á sýning- unni eru leikstyttur fyrir börn- in, þar á meðal sex metra löng engispretta. Öll leiktækin eru gerð á staðnum. Börnin hafa einnig fengið að skapa sjálf og fást við efni af ýmsu tæi og þiggja við það leiðbeiningar hjá nemendum teiknikennaradeildarinnar við Listiðnaðarháskólann i Helsinki. í ágúst verður enn á vegum Norrænu listmiðstöðvarinnar sýning fyrir börn í Strandbúðun- um í Svíavígi. Á henni verða brúður og leikföng fyrri tíma úr einkasöfnum Piippu Tandefelts og Mailu Ponkkonens. Sýning- arnar eru báðar í tengslum við alþjoðlega barnaárið. Sex metra löng engisspretta, sem finnska iistakonan Irene Stenberg gerði úr trefjaplasti, stendur sem tákn fyrir ieikmyndir þær sem settar voru upp fyrir börnin á Gamla setuliðstorginu f Svíavígi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.