Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
t Maöurinn minn, ÞÓR SANDHOLT ■kólaatjóri andaöist aö heimili okkar, Laugarásvegi 33, aöfaranótt 29. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Guöbjörg Sandholt
+ Eiginmaöur minn og faðir okkar JÓN E. VESTDAL efnaverkfræóingur lést á Grænlandi 24. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram. Elísabet Veatdal Abéla Jóhannea Veatdal
t Móöir okkar, tengdamóöir og amma. ERLENDSÍNA GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR Tjarnarbraut 9 Hafnarfiröi lést á Landspítalanum aö morgni 29. ágúst. Börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma INGIBJÖRG GUDJÓNSDÓTTIR Ljóaheimum 4, andaöist í Borgarspítalanum þriöjudaginn 28. ágúst. Þóröur Guömundaaon, Inga Róaa Þóröardóttir Guómundur Steingrímaa&n, Berglind Róa Guömundadóttir, Sunna Björk Guðmundadóttir
+ Eiginmaöur minn og faöir okkar ÞÓRARINN JÓNSSON frá Starmýri andaöist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 27. ágúst s.l. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. sept. n.k. kl. 10.30. Blóm og kransar afbeöin en þeim sem vildu minnast hans er bent á aö láta elli- og hjúkrunarheimiliö Grund njóta þess. Stefanía Brynjólfadóttir Oddný Þórarinadóttir Elía Þórarinaaon.
Dóttir okkar og systir AÐALHEIÐUR ERLA GUNNARSDÓTTIR Syöra-Vallholti sem lést 26. þ.m. veröur jarösungin frá Víölmýrarkirkju laugardag- inn 1. september kl. 5 síðdegis. Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna Stefanía Sæmundadóttir Gunnar Gunnaraaon Jónína Gunnaraddóttir.
+ HALLDÓRA SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, póat- og afmatöövaratjóri, Grundarfirðí, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hennar skal bent á Krabba- meinsfélagiö eöa Grundarfjaröarkirkju. Fyrir hönd barna, móöur og annarra vandamanna, Frlörik Áakell Clauaen
+ Útför eiginmanns míns, fööur og afa, EINARS GUDBJARTSSONAR fyrrum kaupfélagaatjóra, Böövaragötu 17 Borgarneai, veröur gerö frá Borgarneskirkju, laugardaginn 1. sept. kl. 2.00. Guörún Grímadóttir Maria Einaradóttir Einar Guömar Halldóraaon
+ Móöurbróöir okkar SIGURÐUR PÁLMASON Áavallagötu 16, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 31. ágúst kl. 10.30 f.h. Jón Jóhanneaaon, ^'n,r Jóhanneaaon, Guðfinna Jóhanneadóttir og aörir aöatandendur.
Vinarkveðja — Hallur
Pálsson frá Garði
Vinarkveðja
Hallur Pálsson frá Garði
Hegranesi er látinn. Það er langt
síðan fundum okkar bar fyrst
saman, ég var víst á níunda árinu.
Foreldrar hans, Steinunn Halls-
dóttir og Páll Pálsson tóku mig þá
undir sinn verndarvæng, og veittu
mér skjól til fullorðinsára. Geisla-
baugur um það. Heimili þeirra var
alltaf ljúft og glatt, hvar sem þau
námu land, iðjusemi og regla ríkti
þar. Við þessa heimilishætti var
einkasonur þeirra, Hallur, alinn
upp. Hann átti heima á nokkrum
stöðum á sinni lífsleið. Hann var
mjög starfssamur, hvar sem hann
var. Alúð og trúmennska ein-
kenndi allt hans líf, hver sem
verkefnin voru, alltaf sami öðling-
urinn. Ég þykist þess fullviss, að
samstarfsmenn hans, hvar sem er,
minnist hans með virðingu og
þökk fyrir liðna daga, því að
minningin um slíka menn er öllum
hugljúf.
Það má mikið kynnast persón-
um manna, er þeir eru háðir
einhverjum erfiðleikum. Hallur
hefur verið mjög sjúkur nú um
langan tíma, en skaplyndi hans
var, eftir þvi sem ég bezt veit, í
framúrskarandi jafnvægi, mér
fannst alltaf ró og friður ríkja hjá
honum, þegar ég kom til hans.
Hann hélt alltaf sinni traustu og
alúðarfullu reisn.
Já, ég hef margs að minnast frá
fyrri samvistardögum okkar. Það
er stundum margbreytilegt lífið í
sveitinni, störfin stundum fjöl-
breytt. Þannig var það oft hjá
okkur. Það var alltaf gestkvæmt á
heimili foreldra hans, svo var
einnig hjá Halli og konu hans,
Kristínu Sigtryggsdóttur frá
Framnesi í Blönduhlíð, en hún er
látin fyrir mörgum árum. Hún dró
heldur ekki úr því að fagna gest-
um.
Við hjónin minnumst þess enn í
dag, er við heimsóttum þau á
Akureyri, móðir hans var þá
lifandi. Hvílík alúð og einlægni
brosti við okkur.
Hallur fékkst við ýmis störf um
ævina. Ég fer ekki að rekja bú-
skaparsögu hans. Hann fram-
kvæmdi margt í Garði, sem enn
mun standa. Hann var framúr-
skarandi reglusamur og snyrtileg-
ur í umgengni, það sýndi sig ekki
hvað minnst, er hann bjó einn í
Hátúni. Þar var gott.og gaman að
heimsækja hann, meðan heilsan
entist. Við hjónin þökkum honum
fyrir alúð og gestrisni frá fyrstu
tíð, og ég fyrir gamla daga. Alla
góðar vættir signi leið hans nú.
Jónas K. Jósteinsson.
Hinn 23. ágúst sl. lést fósturfað-
ir minn, Hallur Pálsson frá Garði
í Hegranesi í Skagafirði á sjúkra-
deild Landsspítalans að Hátúni
10—B, Reykjavík.
Hallur var fæddur 18. marz 1898
í Garði og voru foreldrar hans
hjónin Páll Pálsson og Steinunn
Hallsdóttir er lengst af bjuggu í
Garði. Þar ólst hann upp hjá
foreldrum sínum, — að undan-
skildum 5 árum, er þau bjuggu
vestan Héraðsvatna. Hann var
einkabarn þeirra hjóna.
Hallur mun mjög ungur hafa
farið að taka duglega til hendi við
búskaparstörfin með föður sínum
í hinni erfiðu lífsbaráttu þeirra
ára.
Vorið 1920 fluttist Hallur með
foreldrum sínum frá Garði að
Framnesi í Blönduhlíð. Árið 1921
gekk hann að eiga ömmusystur
mína og síðar fósturmóður, Krist-
ínu Sigtryggsdóttur frá Framnesi
í Blönduhlíð, dóttur Sigtryggs
Jónatanssonar bónda þar og
Sigurlaugar Jóhannesdóttur konu
hans. Bjuggu þau Hallur og Krist-
ín á 3/4 hluta Framness í 2 ár en
fluttust þá í Brimnes í Viðvíkur-
sveit og bjuggu þar í önnur 2 ár.
Jón E. Vestdal
dr. ing - Mnningarorð
Þegar mér barst fregnin um lát
dr. Jóns E. Vestdals vestur á
Grænlandi síðastliðinn föstudag,
24. ágúst, fór ég að blaða í gömlum
gerðarbókum félagsins Germaníu.
Reyndar mundi ég fullvel þá tíma,
eftir síðari heimsstyrjöldina er dr.
Jón og nokkrir félagar hans,
einkum háskólastúdentar, sem
stundað höfðu nám í Þýskalandi,
tóku höndum saman og söfnuðu fé
til þess að geta sent stríðsþjáðri
vinaþjóð þorskalýsi. Margar sögur
fara af því, hversu vel þessi litla
gjöf var þegin.
Félagið Germanía var stofnað
árið 1920 og hefir jafnan starfað
af miklum krafti, og strax er
síðara stríðinu lauk gekkst dr. Jón
fyrir því, að tekinn var upp þráð-
urinn þar sem frá var horfið 1939.
Hann varð fyrsti formaður félags-
ins árið 1951 og gegndi formanns-
starfinu samfleytt í 19 ár. Síðustu
árin var hann eini heiðursfélagi
Germaníu. Þegar blaðað er í gerð-
arbókunum sést að allir helstu
þættirnir í starfi félagsins voru
teknir upp af dr. Jóni, sýningar á
þýskum kvikmyndum, útgáfa árs-
rits á þýsku, með greinum um
ísland, fyrst á vegum Germaníu
einnar en síðar í samvinnu við
vinafélögin í Hamborg og Köln;
gagnkvæmar heimsóknir þýskra
og íslenskra fræði- og áhrifa-
manna, þýskar listsýningar haldn-
ar hér á landi eins og t.d. Nolde
sýningin, í Listasafni Islands árið
1970, er Germanía varð 50 ára, og
íslenskar listsýningar í þýskum
stórborgum. Nú síðast í vor var
haldin sýning á gömlum íslensk-
um landabréfum í sjálfu Guten-
bergssafninu í Mainz, að vísu ekki
á vegum Germaníu, en á sýning-
unni voru landabréf, sem voru
eign dr. Jóns Vestdals að miklu
leyti.
En dr. Jón hafði eignast fleira
en þetta dýrmæta landabréfasafn.
Bókasafn hans var fágætt, einkum
margar gamlar íslenskar bækur
og a.m.k. eitt fallegt gamalt ís-
lenskt handrit; einnig erlendar
bækur, sem varða ísland. Jón var
maður listelskur og átti gott safn
íslenskra málverka. Hann unni
menntun. En hann var þó fyrst og
fremst duglegur verkfræðingur og
einbeittur framkvæmdamaður.
Á því sviði ber Sementsverk-
smiðju ríkisins hæst en frumárin
var verksmiðjan undir stjórn dr.
Jóns. Hann var formaður stjórn-
skipaðrar nefndar árið 1949, sem
átti að ljúka rannsóknum á vænt-
anlegri sementsverksmiðju og
staðsetningu hennar, og hann
undirbjó einnig dælingu kalk-
sands til sementsframleiðslu úr
Faxaflóa og stjórnaði dælingar-
framkvæmdum. Þetta voru stund-
um erfið ár, ekki laust við að
tregðulögmálsins gætti nokkuð
sem endranær og stundum minnt-
ist dr. Jón velþegins stuðnings
ólafs Thors, sem þá var atvinnu-
málaráðherra. Eins og í Germaníu
var dr. Jón allt í öllu í Sements-
verksmiðjunni fyrstu árin, og
forstjóri hennar var hann um
fimmtán ára skeið frá 1955.
Jón varð rúmlega 71 árs, fæddur
7. apríl 1908 að Breiðabólsstöðum
á Álftanesi. Foreldrar hans voru
Erlendur, hreppstjóri þar, f. 1874,
d. 1953, Björnsson, og kona hans
María, f. 1866, d. 1947, Sveinsdótt-
ir, bónda og stórskipasmiðs í
Gufunesi. Jón lauk stúdentsprófi
1928, prófi í verkfræði frá TH í
Dresden 1932, vann að rannsókn-
um við TH í Dresden 1932—33 og
hlaut doktorsnafnbót (dr. ing.)
Hallur var þá eigandi að hluta í
jörðinni Garður í Hegranesi og
árið 1926 festi hann kaup í þeim
hluta jarðarinnar, er hann átti
ekki, og fluttust þau Kristín þá
um vorið í Garð. Jörðin var lítil og
í niðurníðslu og biðu ungu hjón-
anna ótæmandi verkefni við upp-
byggingu og ræktun. Þá var sá
tími ekki upp runninn að unnt
væri að beita stórvirkum vélum
við erfiðustu störfin.
Hallur var mikill ákafamaður
við vinnu og mun oft hafa lagt
nótt við dag á búskaparárum
sínum.
Garður var í þjóðbraut og því
jafnan mjög gestkvæmt þar. Árið
1929—1930 byggðu þau nýtt
íbúðarhús úr steinsteypu í Garði
og stendur það enn og árin eftir
byggðu þau hlöður og útihús.
Jafnhliða byggingarframkvæmd-
um vann Hallur óhemjumikið
starf við ræktun jarðarinnar.
Vorið 1937 brugðu þau hjónin
búi og fluttust til Akureyrar.
Bjuggu þau þar í 9 ár og vann
Hallur lengst af þar hjá skinna-
verksmiðjunni Iðunni.
Árið 1946 fluttist Hallur til
Reykjavíkur með fjölskyldu sína
og tók við Starfi fangavarðar í
Hegningarhúsinu, Skólavörðustíg
9. Skömmu síðar var hann skipað-
ur yfirfangavörður, þar sem mág-
ur hans, Jón Sigtryggsson, er
gegndi því starfi, slasaðist og varð
að hætta störfum. Alls starfaði
hann sem fangavörður í tæp 9 ár,
en er hann hætti hóf hann störf
sem verkstjóri hjá trésmiðjunni
Víði í Reykjavík og vann hann þar
til ársins 1965, er hann missti
heilsuna í mörg ár.
Þeim Halli og Kristínu varð
ekki barna auðið en á búskaparár-
um sínum í Garði tóku þau að sér
tvö fósturbörn, Guðrúnu Eiríks-
dóttur, sem gift er Ragnari J.
Trampe, búsett á Akureyri, og
undirritaðan, sem kýæntur er
Steinunni Halldórsdóttur og bú-
settur er í Kópavogi.
Hjónaband Halls og Kristínar
var mjög gott og ríkti hjá þeim
mikil samheldni. Kristín átti í
mörg ár við vanheilsu að stríða og
fyrir ritgerð sína um þessar rann-
sóknir sínar 1933. Fyrstu árin
eftir heimkomuna vann hann að
matvælarannsóknum á vegum
heilbrigðisstjórnarinnar og var
vorstöðumaður matvælaeftirlits
ríkisins 1934—46, einnig var hann
kennari í Verslunarskóla íslands
um fimm ára skeið. En lengst á
þessu æviskeiði var hann sérfræð-
ingur í iðnaðardeild Atvinnudeild-
ar Háskólans 1936—50. Á þessum
árum vann hann mikið stórvirki
(ásamt Hermanni Jónssyni lög-
fræðingi) við útgáfu Vöruhand-
bókar, með tilvísun í tollskrár, í
fjórum stórum bindum. Hann var
lengi í stjórn verkfræðingafélags
Islands og formaður þess
(1944—46) og einnig í ritstjórn (og
ritstjóri) Tímarits Verkfræðinga-
félagsins. Jón vann ásamt Stefáni
Bjarnasyni að fyrsta Verkfræð-
ingatalinu, sem út kom 1956. Hér
yrði of langt mál að telja upp allar
þær ritgerðir sem hann skrifaði og
birti og fjölluðu um hin óskyld-
ustu efni, sement, blý, olíu,
brennistein, alginsýrur og þara-
vinnslu, undanrennu, mjólk og
mjólkurafurðir, kartöflur o.fl. og
eitt er mér kunnugt um, að hið
rómaða ísl. brennivín var á sínum
tíma gert eftir hans forskrift, þá
er hann um skeið var ráðunautur