Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 42

Morgunblaðið - 30.08.1979, Side 42
„Vitleysa aö stilla upp þrem framherjum gegn jafn sterku liði og því hollenska" MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 s PÉTUR Pétursson, Teitur Þóröarson og Jóhannes Eðvaldsson fagna marki sem var skoraö gegn Sviss á Laugardalsvellinum í vor, en dæmd af á vafasömum forsendum. Vonandi fá þeir Pétur og Búbbi tækifæri tii aö fagna á þennan hátt gegn Hollandi, Teitur veröur hins vegar fjarri góöu gamní, „fellur ekki inn í þaö kerfi sem landsliöið á aö leika“ og því ekki valinn. SJÖUNDA VIÐUREIGN ÍSLANDS OG HOLLANDS: Varla hægt að mæta sterkari andstæðingi ÍSLENDINGAR og Hollending- ar leika landsleik íknattspyrnu á miðvikudaginn næstkomandi. Leikurinn, sem er liður í riðla- keppni Evrópukeppni lands- liða, er sjöunda viðureign þjóð- anna á knattspyrnuvettvangin- um. íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum við Ilollendinga, enda ólfku saman að jafna. Hollendingar hafa um margra ára skeið verið f hópi bestu knattspyrnuþjóða heims og hafa leikið til úrslita f tveimur sfðustu HM-keppnum. Reyndar töpuðust báðir úrslita- leikirnir, en Hollendingar þóttu þó vera sterkari aðilinn í báð- um leikjunum, sem voru gegn Vestur-Þjóðverjum og Argent- fnumönnum. íslendingar hafa að vísu einu sinni iagt hollenskt landslið að velli. Það var árið 1961 er land- inn vann 4—3, en það var áhuga- mannalandslið Hollands. ísland hefur tapað öllum leikjum sínum gegn atvinnumönnum Hollands og skal engan undra það. Það sætir meira að segja furðu hve íslenskum landsliðum hefur tek- ist að standa uppi í hárinu á hollenskum landsliðum. í því sambandi má minna á leik þjóð- anna á Laugardalsvelli 1976. Hollendingar unnu 1—0, en áttu lengst af í vök að verjast. Ári síðar tapaði Island 1—4 í Nij- megen, en úrslit síðari hálfleiks í þeim leik urðu 1—1. íslendingar hafa líka fengið ljóta skelli hjá Hollendingum, eins og t.d. þegar liðið lék tvo leiki á fáum dögum í Amsterdam og Deventer árið 1973. Leikirnir töpuðust 0—5 og 1—8. Hollend- ingar voru þá firnasterkir sem endranær og eini ljósi punktur- inn við úrslitin var mark Elmars Geirssonar, sem reyndist vera eina markið sem hollenska liðið fékk á sig af mótherja á leið sinni í úrslitaleik HM ári síðar. Tvö sjálfsmörk skoruðu þeir, en það var ekki fyrr en að Vest- ur-Þjóðverjar skoruðu tvívegis í úrslitaleiknum og unnu 2—1, að mótherja tókst að skora. Þetta er síðari viðureign Is- lendinga og Hollendinga í Evr- ópukeppni landsliða að þessu sinni, fyrri leikurinn fór fram í Nijmegen í fyrra og leuk mað öruggum sigri Hollands, 3—0. Það verður því fróðlegt að sjá hver útkoman úr leiknum á miðvikudaginn verður. Kunna leikmenn vantar í bæði liðin, en trúlega veikir það frekar ís- lenska liðið. Sigur gegn Hollandi er varla raunhæf krafa, en víst er að landsliðsmennirnir ís- lensku munu gefa allt sem þeir eiga til. 15 manna hópur fyrir lands- leikinn við Holland valinn ÞAÐ heföi Þurft glóandi tengur til aö draga upp úr Joura landaliöa- Þjálfara hvernig hann hefði huga- að aér aö leika gegn hollenaka liðinu. Blaðamenn reyndu að apyrja hann á blaðamannafundi í gær, en hugmyndir hana eru greinilega enn í mótun. Hann aagði Þó m.a.: „Þaö væri fávitalegt aö leika meö 3 framlínumönnum gegn liöi jafn sterku og því hollenska og þaö væri hlægilegt aö lýsa því yfir aö ég ætlaöi aö gera slíkt. Hitt er svo annaö mál, aö ég hef ávallt veriö andvfgur því aö pakka í vörn. Þaö veröur sótt aö okkur og viö munum neyöast til aö verjast, en síöan munum viö bíöa eftir því aö Hol- lendingarnir geri mistök og beita þá skyndisóknum." Blaöamenn vildu fá aö vita hvaöa „taktík“ yröi notuð, og loks tókst aö veiöa það upp úr Joura, aö ekki væri ólíklegt aö hann myndi tefla fram tveimur „svíperum" en svo nefnast á erlendu máli leikmenn sem leika fyrir aftan hina eiginlegu varnarmenn. Veröi tveir sóparar, er Ijóst aö ekki muni færri en 5 leikmenn skipa vörn íslands aö staöaldri, kannski fleiri. Samkvæmt þessu mun vera ætlunin aö leika upp á jafntefli, eöa mjög naumt tap. Hæpiö er að íslenska liðinu takist að skora ef mjög fátt veröur framar á vellinum. Þó vona allir þaö besta, ótrúlegri hlutir gerast jafnan á knattspyrnuvöllum. 25 prósentin renna í sjóð • FRAM kom í blaðinu eftir úrslitaleikinn f bikarkeppn- inni, að KSÍ fengi 25% af hagnaðinum af ieiknum. bessi prósenta rennur að vfsu til KSÍ, en nánar tiltekið í sjóð sem KSI geymir til styrktar félögum sem verða fyrir fjárhagslegu tapi vegna þátttöku sinnar f bikarkeppninni. Það er því ekki KSI sem græðir þarna stórfé. Forsala • Forsala að landsleiknum verður með líku sniði og áður. flún hefst á fornum slóðum við Qtvegsbankann á mánudaginn frá klukkan 13.00 til 18.00. Á iriðjudaginn og miðvikudaginn verður selt í tjaldinu frá klukk- an 10—17.00 og frá klukkan 10.00 á Laugardalsvelli keppn- sdaginn, fimmtudaginn. • Örn Óskarsson, Eyjamaöurinn fílefldi, kemur inn i landsliöiö á nýjan leik. Hollendingar eiga eitraöan útherja aö nafni Simon Athamata. Veröi sá meö gegn íslandi, væri þaö sterkur leikur aö tefla Erni fram gegn kappan- um. Undirritaöur hefur séö Tah- amata þennan ieika og er erfitt að finna lýsingarorö til aö lýsa hraöa hans og leikni. Þrír nýliðar Landsliösnefndin í knattspyrnu hefur valiö 15 manna hóp, sem velja á úr til að mæta Hollending- um á Laugardalsvellinum á mió- vikudaginn 5. september næat- komandi. Áður en fjallað verður nánar um val nefndarinnar, akul- um við líta á hópinn. Markverðir: Ársæll Sveinsson ÍBV (0) Þorsteinn Bjarnason La Louviere (3) Aðrir leikmenn: Atli Eövaldsson Val (14) Guömundur Þorbjörnsson Val (15) Árni Sveinsson ÍA (22) Höröur Hilmarsson Val (13) Dýri Guömundsson Val (2) Karl Þóröarson La Louviere (8) Jóhannes Eövaldsson Celtic (29) Magnús Bergs Val (0) Marteinn Geirsson Fram (42) Pétur Péturss. Feyenoord (7) Sigurlás Þorleifsson Víkingi (0) Tómas Pálsson ÍBV (5) Örn Óskarsson ÍBV (6) Margt er athyglisvert við hóp þennan. Annars á eftir að bæta viö einum leikmannai, sem ekki er vitaö hver verður á þessu stigi málsins. Marga af fastamönnum síöustu landsieikja vantar. Ásgeir Sigurvinsson og Árnór Guðjohnsen eru bundnir hjá félögum sínum þennan dag og mæta því ekki. Janus Guölaugsson, hinn sterki varnarmaður og annar af tveimur markhæstu leikmönnum landsliös- ins í sumar, meiddist fyrir nokkru meö liöi sínu Fortuna Köln og getur ekki af þeim sökum leikiö. Trausti Haraldsson, sem aö flestra mati stóö fyrir sínu í lands- leikjunum í vor, er nú úti í kuldan- um, en hugsanlegt er þó aö hann veröi sextándi leikmaðurinn í hóp- inn. Menn reka augun einnig í aö Teitur Þórðarson hlýtur ekki náð fyrir augum þjálfarans, hann hefur þó aldrei leikiö betur heldur en einmitt í þeim tveimur leikjum sem hann hefur leikiö undir stjórn Jouri. Aðspuröur um hvers vegna hann veldi ekki Teit sagöi Jouri: „Teitur mundi gera sitt besta yrði hann meö, á því er enginn vafi, en okkur vantar mann í sóknina sem getur hlaupiö hratt, haldiö boltanum vel og skoraö mörk, Teltur myndi ekki falla inn í þaö kerfi sem ég ætla aö tefla fram.“ Svo mörg voru þau orö. Margir töldu Pétur Ormslev einnig eiga heima í hópnum, en Jouri gaf sömu skýringar á fjarveru hans þar. Teitur ekki inn Helgi Daníelsson formaöur lands- liðsnefndar bætti því viö aö ekki væri hægt að velja nema 16 leik- menn. Jouri tjáði blaöamönnum aö hann heföi rætt viö Guögeir Leifs- son sem staddur er hérlendis þessa dagana. Guögeir leikur meö kandadíska félaginu Edmonton Drillers og hefur getiö sér þar gott orð. Þeir sem séð hafa tll Guögeirs vestra segja hann betri en nokkru sinni áöur. Jouri sagöi aö Guögeir heföi áhuga á að leika með lands- liöinu og hann æfði með hópnum. Hvort hann yröi í hópnum gegn Hollandi væri óvíst meö öllu, en ekkert líklega en aö hann yröi í hópnum sem mætir Austur-Þjóö- verjum nokkrum dögum síöar. Þrír nýliöar eru í hópnum aö þessu sinnl. Ársæll Sveinsson, markvöröur úr Vestmannaeyjum, Magnús Bergs úr Val og Sigurlás Þorleikfsson. Ársæll á þarna fylli- lega heima, en einstaklingsbundiö er hversu óvænt val hinna tveggja er. Þá koma aftur Inn tvær kempur sem léku nokkra leiki fyrir nokkrum árum, þeir Tómas Pálsson og Örn Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.