Morgunblaðið - 30.08.1979, Page 43

Morgunblaðið - 30.08.1979, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 íslensku strákarnir voru tauga- óstyrkir ÍSLENSKA unglingaliðið í golfi sem keppir í Belgíu um þessar mundir, hafn- aði í síðasta sætinu í lands- keppninni sem fram fór í gær. 2 bestu töldu, en íslenska sveitin lék saman- lagt á 337 höggum. Vestur-Þýzkaland bar sigur úr býtum á 302 höggum, Belgar urðu í öðru sæti á 307 höggum og Englendingar urðu í þriðja sæti á 328 höggum. Páll Ketilsson stóð sig best íslensku keppendanna í gær, lék á 27 höggum og var í 35. sæti af 86 mögulegum. Skor hinna íslensku piltanna var þetta: Gylfi 86 högg, Magnús Ingi 86 högg, Björn 87 högg, Ásgeir 88 högg, Jón 90 högg og Magnús Jónsson 92 högg. í dag verður keppt í fjórbolta höggleik, þar sem besti keppand- inn er sá eini sem telur. - gK. Pétur skorar í • Pétur er óstöðvandi um þessar mundir. hver jum leik PÉTUR Pétursson var enn á skotskónum, þegar lið hans Feyenoord gerði jafn- tefli við Maastricht á heimavelli sínum í gær- kvöldi, 1 — 1. Er Pétur nú markhæsti leikmaður hol- lensku úrvalsdeildarinnar með 5 mörk í f jórum leikj- um. „Þetta voru afleit úrslit,“ sagði Pétur þegar Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. „Við sóttum látlaust allan tímann og áttum að vinna yfirburðasigur, en við gátum bara ekki komið boltanum í netið. Þeir skoruðu fyrst á 15. mínútu, alveg gegn gangi leiksins og við jöfnuð- um ekki fyrr en á 25. mínútu síðari hálfleiks. Iwan Nielsen sendi boltann til mín og ég lagði hann í markhornið af stuttu færi. Ég fékk nokkur fleiri færi sem fóru forgörðum, t.d. var bjargað á línu frá mér á síðustu mínútunni.“ Exelcior, liðið sem Árni Sveinsson lék með í fyrra, vann Haarlem 5—1 á útivelli og komst þar með í efsta sætið með 7 stig í 4 0 » ?ROHE leikjum. Ajax, sem gerði jafntefli í gærkvöldi, hefur jafnmörg stig, en Feyenoord hefur 6 stig og er í þriðja sæti. Pétur kemur heim um helgina og leikur með íslenska landsliðinu gegn Hollandi í næstu viku, hann meiddist í leiknum í gærkvöldi, en telur öruggt að hann verði orðinn góður af meiðslunum fyrir lands- leikinn. Úrslit í hollensku deildarkeppn- inni í gærkvöldi urðu sem hér segir: Go Ahead — Nac Breda 4—0 Vitessa Arnhem — Ajax 1—1 Haarlem — Excelsior 1—5 Alkmaar — Sparta 2—1 Utrecht — Den Haag 0—0 Feyenoord — Maastricht 1—1 Roda JC — PSV Eindhoven 1—3 Tvente — Nec Nijmegen 2—1 Willem Tilburg — Pec. Zwollel—1 - SS GUÐRÚN Ingólfsdóttir setti í gærkvöldi nýtt Is- landsmet í kringlukasti kvenna, er hún varpaði kringlunni 50,88 metra. Þetta er sannarlega glæsi- legur árangur, þar sem eldra metið var aðeins 46,60 metrar. Kastsería Guðrúnar var mjög góð í gær, þó að aðeins þetta kast hafi rofið 50 metra múrinn. 3ný Sigurborg Guðmundsdóttir var einnig á ferðinni með nýtt ís- landsmet. Keppti hún í 400 metra grindahlaupi og hljóp á 61,6 sekúndum, en gamla metið setti hún sjálf eigi alls fyrir löngu og var það 61,7 sekúndur. met Sveit Ármanns setti nýtt telpnamet í 4x100 metra hlaupi, hljóp á 53,6 sekúndum, en eldra metið var 54,3 sekúndur. Met þessi voru sett á innanfélagsmóti Ár- manns í Laugardalnum í gær. — Sg. Clemmence barg Liverpool ALLMIKIÐ var um óvænt úrslit í 2. umferð ensku deildarbikar- keppninnar. Þau lið sem hlutu slagsíðu í gærkvöldi og í fyrrakvöld fá þó möguieika á að hefna þegar síðari leikir umferðarinnar fara fram, en nú í fyrsta skiptið, er leikið heima og heiman í þessari umferð bikarkeppninnar. Mest kom á óvart að Blackburn hélt jöfnu gegn Nottingham Forest. Blackburn er í 3. deild. Larry Lloyd skoraði fyrir Forest snemma í leikn- um, en Parkes jafnaði á síðustu mínútunni. Minnstu munaði að Liverpool hlyti skell gegn Tranmere, því að eftir að hafa sótt allan leikinn, fékk Tranmere besta færi leiksins á síðustu mínútunni, en þá bjargaði Ray Clemmence meistaralega skoti Tom 0‘Niel. John Pratt og Glen Hoddle skor- uðu mörk Tottenham, sem vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu á kostnað Manchester Utd. Mick Thomas svaraði fyrir MU. Úrslit urðu í gær: Blackburn — N. Forest 1 — 1 Derby — Middlesbrough 0—1 Ipswich — Coventry 0—1 Leeds — Arnenal 1 — 1 Orient — Wimbledon 2—2 Petersbrough — Biackpool 0—0 Reading — Mansfield 4—3 Stockport — Crystal Palace 1 — 1 Stoke — Swansea 1—1 Sunderland — Newcastle 2—2 Tottenham — Manchester Utd. 2—1 Tranmere — Liverpool 0—0 WBA — Fulham 1 — 1 Úrslit samkvæmt áætlun í Laugardal HANN VAR FREKAR auðveldur sigurinn sem Víkingur vann á Haukum í fyrstu deild fslandsmótsins í knattspyrnu á Fögruvöllum í Laugardal í gær. Skoruðu Vfkingar þrjú mörk í leiknum, eitt í upphafi leiks, svona rétt til að kveða Hauka í kútinn og síðan tvö í lokin til að undirstrika yfirburðina sem liðið hafði í einum aumasta leik sem sést hefur í fslandsmótinu til þessa. Lengst af var varla heil brú í samleik liðanna og það sem jákvætt var, var gjarnan afraksturinn af einstaklingsframtaki vissra leikmanna. Sem fyrr segir greiddu Víkingar náðarhöggið þegar í upphafi leiks- ins, nánar tiltekið á 7. mínútu. Aðalsteinn Aðalsteinsson, hinn kornungi framherji Víkings, skoraði þá af stuttu færi, frekar óvænt mark. Víkingarnir höfðu töglin og hagldirnar í fyrri hálf- leik, en skoruðu þó ekki fleiri mörk um sinn. Minnstu munaði þegar Örn markvörður varði naumlega gott skot Helga Helga- sonar, sló Orn knöttinn í stöngina og út. Haukar komust næst því að skora, þegar Róbert Agnarsson miðvörður Víkings skaut naum- lega yfir eigið mark, er hann rak fótinn fyrir fyrirgjöf Kristjáns Kristjánssonar. Víkingur: Haukar stungusendingu inn fyrir vörn Hauka. Sigur Víkings hefði getað orðið stærri, en Haukarnir voru í fáein skipti hársbreidd frá því að skapa sér færi. Eigi að síður var boðið upp á dapra knattspyrnu, enda skiptu úrslitin engu máli, Haukarnir fallnir og Víkingar' milli skers og báru. Aðeins einn leikmaður á vellinum stóð upp úr meðalmennskunni, nei, tveir. Helgi Helgason var langbestur á vellinum og Diðrik markvörður gerði vel það sem af honum var krafist. Aðrir voru slakir og meira að segja Haukarnir léku langt undir getu. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild, Laugardals- völlur: Víkingur — Haukar 3—0 d-0). MÖRK VÍKINGS: Aðalsteinn Aðalsteinsson (7. mín.), Helgi Helgason (76. mín) og Sigurlás Þorleifsson (80. mín.). SPJÖLD: engin. ÁHORFENDUR: 228. - KK- í síðari hálfleik hresstust Haukarnir nokkuð og áttu þá þokkalegan leikkafla sem stóð í hart nær 15 mínútur. Virtist blasa við að jöfnunarmarkið væri við næsta horn. Markið er enn við hornið því að það voru Víkingarn- ir sem sneru skyndilega vörn í sókn og Helgi Helgason gerði út um leikinn. Markið var sérlega klaufalegt frá sjónarhóli Hauka. Björn Svavarsson var að þvælast með knöttinn á miðjum eigin vallarhelmingi, lét Helga ræna honum af sér. A.m.k. tveir aðrir Haukar voru mjög nærri, en hvorki þeir né Björn gerðu tilraun til að hefta för Helga að marki og hann skoraði með þrumufleyg, 2-0. K.R. Badmintondeild Vetrarstarfið hefst 1. september næstkomandi. Fyrri félagar halda tímum sínum til 30. ágúst. Tekið á móti umsóknum þriöjudag og fimmtudag í K.R. húsinu frá kl. 19.30 — 21.30. Stjórnin BADMINTONDEILD GERPLU Sigurlás skoraði þriðja markið 4 mínútum síðar (76. og 80. mín.) eftir að hafa fengið fallega INNRITUN FER FRAM KL. 7—9 NÆSTU KVÖLD, SÍMI 74925. f, Æ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.