Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 5

Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 5 Blaðamenn fordæma verk- bannsboðun FÉLAGSFUNDUR var í gær haldinn í Blaðamannafélagi ís- lands, þar sem rædd voru kjara- mál blaðamanna, en félagið er með lausa samninga frá því 1. júní síðastliðinn. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Félagsfundur í Blaðamannafé- lagi Islands, haldinn 14. septem- ber 1979, fordæmir harðlega þau vinnubrögð Vinnuveitendasam- bands íslands og viðsemjenda félagsins innan þess, að boða verkbann á félagsmenn Blaða- mannafélags íslands. Þetta verkbann var boðað án þess að þessir aðilar hafi rætt við félagið, þrátt fyrir bréf þess frá 7. september, þar sem því var lýst yfir, að Blaðamannafélagið sé reiðubúið til viðræðna við útgef- endur um framlengingu kjara- samnings. Með verkbannsboðun- inni var tilboði félagsins um framlengdan kjarasamning til áramóta hafnað. Félagsfundurinn felur stjórn og samninganefnd að ganga frá kröf- um vegna væntanlegra viðræðna við útgefendur." Þess ber að geta að verkbann það, sem nefnt er í ályktun félags- ins, hefur verið afboðað í kjölfar samnings prentiðnaðarins og Grafíska sveinafélagsins. Múrinn er 5-6 metrar í BAKSÍÐUFRÉTT Mbl. í gær um flótta Sigurðar Þórs Sigurðssonar í Vestre-fangelsinu í Kaupmanna- höfn slæddist inn sú villa, að fangelsismúrinn, sem Sigurði tókst að komast yfir, var sagður tveir og hálfur metri á hæð. Hið rétta er, að múrinn er 5—6 metrar á hæð. Leiðtogi Ananda Marga kemur á mánudag í MBL. í gær var sagt frá því að andlegur leiðtogi Ananda Marga, P.R. Sarkar, kæmi til landsins í gær. Töf varð hins vegar á hingað- komu leiðtogans og mun hann væntanlegur til landsins á mánu- daginn 17. september. Níu listamannanna sem verk eiga á afmælissýningu íélagsins íslensk grafík. Talið frá vinstri: Þórður Hall, formaður félagsins, Valgerður Bergsdóttir, Edda Jónsdóttir, Sigrid Valtingojer, Ingunn C. Eydal, Jónína Lára Einarsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Richard Valtingojer Jóhannsson og Sigrún Eldjárn. Á myndina vantar Björgu Þorsteinsdóttur, Ingiberg Magnússon, Jenný E. Guðmundsdóttur, Jóhönnu Bogadóttur, Jón Reykdal, Kjartan Guðjónsson, Lisu K. Guðjónsdóttur og Vigni Jóhannsson. Félagió íslensk grafík: Tíu ára afmælissýning FJÓRÐA samsýning félagsins íslensk grafík verður opnuð í dag, laugardaginn 15. septem- ber. Sýning þessi er jafnframt 10 ára afmælissýning félagsins og ber heitið „íslensk grafík ’79“. S.l. föstudag var sams konar sýning opnuð í Norræna mynd- listarsetrinu á Sveaborg, sem er skammt fyrir utan Helsingfors í Finnlandi og hefur félagið notið aðstoðar Norræna hússins við dreifingu hennar á Norðurlönd- unum. Sýningin verður síðan sett upp í 12 borgum á öllum Norðurlöndunum, þremur borg- um í hverju landi, og lýkur hringferðinni í Danmörku í lok ársins 1980. Á sýningunni eru 112 grafíkmyndir eftir 17 lista- menn. Vegleg sýningarskrá á þremur Norðurlandamálum hef- ur verið gerð í tilefni sýningar- innar og mun hún fylgja sýning- unni á hringferðinni. í skránni eru upplýsingar og myndir um hvern einstakan listamann sem verk á á sýningunni. Þórður Hall formaður íslenskrar grafíkar og Erik Sönderholm forstjóri Nor- ræna hússins rita formálsorð og Aðalsteinn Ingólfsson skrifar ágrip af sögu íslenskrar grafík- listar. Vegna eðlis grafíklistar er hægt að hafa sams konar sýn- ingu á fleiri en einum stað á sama tíma og verður því 10 ára afmælissýning félagsins íslensk grafík samtímis á íslandi og í Finnlandi út septembermánuð. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14—22 og lýkur sunnudaginn 30. septem- ber. Næring og heilsa — ný bók eftir Jón Óttar Ragnarsson tJT ER komin hjá Bókaútgáfunni Helgafelli bókin „Næring og heilsa“ eftir Jón óttar Ragnars- son. Kápumynd bókarinnar er eftir Ernu Ragnarsdóttur, en teiknimyndir í bókinni eru eftir Sigrúnu Eldjárn. Formáli er eftir dr. Bjarna Þjóðleifsson lækni. Bókin er tæplega 400 blaðsíður að stærð, og skiptist hún í 17 kafla og 6 viðauka, auk þess sem í bókinni eru fjölmargar myndir er tengjast og skýra það efni sem um er fjallað. í formála bókarinnar segir svo meðal annars: „Til að matbúa fjölbreytt fæði þarf þekk- ingu á fæðuflokkunum og sam- setningu algengustu matvæla. Fræðsla um þessi efni og um næringarfræði almennt er nánast engin í grunnskólakerfinu og er brýnt að bæta úr því. Þessi bók hefur að geyma öll undirstöðuatr- iði næringarfræðinnar ásamt helstu nýjungum í greininni og er hver kafli hennar byggður upp sem sjálfstæð heild með ágripi. Hún hentar vel til riotkunar á framhaldsskóla- og háskólastigi, en ætti ekki síður að koma hinum almenna lesanda að gagni í leit hans að svörum við þeim ótal spurningum, sem hljóta að vakna í hinu daglega lífi í neysluþjóðfé- lagi“. Höfundur bókarinnar, Jón Ótt- ar Ragnarsson fæddist árið 1945. Hann lauk B.Sc. prófi í efnaverk- fræði frá Edinborgarháskóla árið 1969, M.Sc. prófi í matvæla- og næringarfræði frá Massachusetts Institute of Technology 1971 og PhD prófi í matvæla- og næring- arefnafræði frá Minnesotaháskóla árið 1976. Hann var skipaður dósent í efnafræði við Háskóla íslands sama ár og er nú aðal- kennari í nýhafinni kennslugrein í matvælafræði við þá stofnun. Hann stjórnar einnig matvæla- og manneldisrannsóknum við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Haustið 1977 stjórnaði hann sjón- varpsþáttum um megrun og hollar lífsvenjur ásamt Sigrúnu Stefáns- dóttur fréttamanni. Hann á sæti í Manneldisráði íslands. RHODOS — eyja sólguðsins. Rhodos státar af því að eiga sólskinsmetió í Grikklandi. Þetta auk dásamlegra stranda og kristalltærs sjávar gerir Rhodos að uppáhaldi allra Norðurlandabúa. Þjóðlíf og skemmtanalíf er hér margþætt. Hér er líka margt, sem er spennandi að uppgötva. í gamla borgarhlutanum í borginni Rhodos eru mörg miðaldaöngstræti og fjöldi litskrúðugra smáverzlana og veitingastaða. Fiðrildisdalurinn hughrífur hvern og einn og hið stórbrotna Akropolis stendur uppi á klettum fyrir ofan borgina Lindos. Þarna er líka Kaimros, sem kallað er Pompej Rhodos. Verið velkomin til eyju sólguðsins. Grekiska Statens Turistbyrá (Kerðaskrifstofa j>ríska ríkisins) Grev Turegatan 2 • Box 5298 S-10246 STOCKHOI ' Sími 08-21II 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.