Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 7
-MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
7
i
Byggöakeöjan
Meginhluti þess gjald-
eyris, sem þjóðín hefur til
ráöstöfunar, er aflað utan
höfuðborgarsvæöisins,
aðallega í útgerðar- og
fiskvinnslubæjunum,
sem mynda keðju verö-
mætasköpunar á gjörv-
allri strandlengjunni.
Þessi staðreynd liggur
nokkuð Ijós fyrir í vitund
almennings. Hitt dylst
mörgum að landbúnaður
er annar bakhjarl flestra
kaupstaða og kauptúna í
strjálbýli. Úrvinnsla bú-
vöru og verzlunar- og
iönaðarþjónusta við n»r-
liggjandi sveitir er víöa
helft atvinnu og afkomu
þessara byggðakjarna.
Sú byggðakeðja, sameig-
inlegra atvinnu- og af-
komuhagsmuna, sem
knýtir saman sveitir og
sjávarpláss, má því ekki
slitna. Geri hún þaö er
afkoma í þéttbýli, ekki
síður en strjálbýli, hætt,
og raunar efnahagslegu
sjálfstæöí þjóöarheildar-
innar. Mikil byggðarösk-
un myndi og skapa ný og
riaavaxin vandamál, sem
sízt yrðu auðveldari úr-
lausnar en sú offram-
leiðsla nokkurra búvöru-
tegunda, sem verið hefur
undir smásjá almanna-
umræðu undanfarið.
Landbúnaður veitir og
iðnaði (einkum ullar- og
skinnaiönaði) mikilvæg
hráefni. Gjaldeyrísöflun
landbúnaðar og iönaðar
úr búvöru er 8 til 10% af
heildargjaldeyrisöflun
þjóðarbúsins.
Vandi land-
búnaöar
Fram hjá hinu verður
ekki gengið að vandi
landbúnaðar, sem rætur
á í framleiðslu umfram
markaðseftirspurn,
krefst úttektar á þessari
grein þjóðarbúskaparins.
Sú endurskoðun þarf
ekki sízt aö taka miö af
því, hvern veg hægt er að
létta landbúnaði róðurinn
til breyttra framleiðslu-
hátta og hagkvæmni í
búrekstri. Hér skulu
nefnd nokkur athugunar-
atriði:
• 1) Efla þarf innlendan
fóöuriönað. Tilraunir
benda til þess að gras-
kögglar séu samkeppnis-
færir við erlent kjarnfóð-
ur hvað gæði snertir.
Notkun fitu og innlendra
fóðurefna i grasmjöl, áö-
ur en það er kögglað,
hefur gefið góða raun.
Fella ætti niður tolla og
söluskatt af vörum til
graskögglaverksmiðja.
Rafvæða þarf þessa
framleiöslu, sem nú notar
olíu sem orkugjafa, og
miða raforkuverð við
verð á afgangsorku.
• 2) Kanna þarf nýjar
leiðir í framleiðslu: sil-
ungs- og laxeldi, hand-
iðnað úr ull og öðru inn-
lendu hráefni, aukið
minnka- og refaeldi, eftir
því sem markaðseftir-
spurn segir til um, aukna
dúnframleiðslu o.m.fl. Þá
þarf að etla rannsóknir í
heyöflun, til að auka á
öryggi og lækka tilkostn-
að, ekki sízt varöandi
vothey og súgþurrkun.
• 3) Flest vestræn ríki
þ.á.m. helztu samkeppn-
isríkin, styðja landbúnað
ainn á margvíslegan hátt.
íslenzkar efnahagsað-
stæður hníga hinsvegar í
þá átt, að auka þurfi
aöhald í útflutningi bú-
vöru og setja verði reglur
um hámark útflutnings-
bóta, t.d. í hlutfalli af
heildsöluverði, og aö út-
flutningsleyfi verði ekki
veitt nema söluverð nái
ákveðnum hluta heild-
söluverðs. Aögerðir af
þessu tagi þurfa að taka
mið af því, að bændur
sitji við sama lífskjara-
borð og svokallaðar við-
miðunarstéttir, eins og
lög munu standa til.
• 4) Efla þarf markaðs-
leit fyrir íslenzka búvöru,
m.a. með aukinni sölu-
samkeppni, en einnig
með stuðningi sendiráða
og e.t.v. með beinum
samningum milli ríkis-
stjórna. Athuga þarf sér-
staklega, hvort ekki er
hagkvæmara að selja í
neytendapakkningum
eða öðru formi en nú er
gert.
• 5) Auka þarf hagræð-
ingu í rekstri sláturhúsa,
geymslu og dreifingu
kjötvöru, til að lækka
tilkostnaö, sem kemur til
frádráttar á endanlegu
verði til bænda. Gera þarf
vinnumælingar, kynna
nýjungar í vinnslutækni
og kanna leiðir til að
lækka stofnkostnað, m.a.
að því er húsnæði varðar.
Aukin samkeppni eykur á
framþróun hér sem ann-
ars staðar. Jafna þarf
mjólkurframleiðslu, sem
er helmingi meiri í júlf-
mánuði en febrúarmán-
uði, eftir árstíðum, sem
lækka myndi vinnslu-
kostnað, e.t.v. með mis-
háu verði til bænda, eftir
skilatima mjólkur. Hér er
að vísu fátt eitt nefnt og
stiklað á stóru, en nauð-
synlegt er að halda um-
ræðu um þessi mál gang-
andi og auka á skilning
fólks á sérstæðum, tíma-
bundnum vandamálum
íslenzks landbúnaðar,
sem er og verður einn af
hornsteinum í þjóðarbú-
skap okkar.
Skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík:
Mótmælir niðurskurði kennslu-
stundafjölda iðnfræðsluskóla
BORIST hefur eftirfar-
andi ályktun frá skóla-
nefnd Iðnskólans í
Reykjavík:
„Skólanefnd Iðnskólans í
Reykjavík mótmælir harð-
lega niðurskurði Mennta-
málaráðuneytisins á viku-
legum kennslustundafjölda
í iðnfræðsluskólum og lýsir
furðu sinni á meðferð máls-
ins, sem leitt getur til
mismunar á menntun iðn-
nema í hinum ýmsu skóla-
stofnunum.
Nefndin telur mjög var-
hugavert að ómerkja
námsskrár iðnfræðslunnar
með niðurskurði á tíma-
fjölda, sérstaklega þar sem
ljóst er að einn bekk vantar
í iðnfræðslukerfið.
Bendir nefndin á að bein
fyrirmæli eru í reglugerð
um iðnfræðslu að kennsla
skuli fara fram eftir
námsskrám er Mennta-
málaráðuneytið setur að
fengnum tillögum Iðn-
fræðsluráðs hvað faggrein-
ar snertir, en í almennum
greinum eftir sérstakri
námsskrá er ráðuneytið
setur. Enn fremur eru bein
fyrirmæli þess efnis, að
óheimilt sé skólanum að
skerða þann stundafjölda
sem gert er ráð fyrir í
námsskrá.
Að ofansögðu telur
skólanefndin Ijóst, að áð-
urgreind fyrirmæli ráðu-
neytis um niðurskurð
stangast á við reglugerð
um iðnfræðslu og telur að
slíkur niðurskurður sé
óheimill nema að undan-
gengnum breytingum á
námsskrám eða reglugerð
um iðnfræðslu.
Skýtur þetta nokkuð
skökku við yfirlýsingar
ráðamanna um eflingu
verkmenntunar, en hinn
raunverulegi vilji í þá átt
kemur einmitt í ljós við
fjárveitingar til verk-
menntunar.
Skólanefnd Iðnskólans í
Reykjavík vonar að Mennt-
amálaráðuneytið sjái að
sér í þessu efni og leggi
jafnt á borði sem í orði,
áherslu á uppbyggingu
verkmenntunar. Það fé sem
til hennar er varið skilar
sér aftur til þjóðfélagsins í
formi hæfari starfsmanna í
iðnaði landsins."
NÝ OG ÓDÝRARI
HITASTÝRITÆKI
í hinum nýju Grohe hitastýritækjum sameinast tæknileg
fullkomnun, gæði, öryggi og nýtiskulegt útlit. Einnig hafa þau
öryggisstillingu, þannig að þú átt ekki á hættu að fá á þig
óvænta hitastigsbreytingu á vatninu, brennheita eða ískalda.
Þú getur áhyggjulaus notið baðsins þvi þú lærir að treysta
Grohe. Sá sem kemst í kynni við þægindi og öryggi hitastýri-
tækjanna, getur aldrei án þeirra verið. Þessi Grohe hitastýri-
tæki eru líka ódýrari en mörg önnur sams konar tæki.
GROHE er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd-
unartækja.
RR BYGGINGAVÖRUR HE
SUOURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HUSIO)
NmHtimNHIIHN
■
| símanúmer
DITOT IfÍDhl nf
| nlStf I JUnli iJ'iX
1 QKRIF^TnFIIR'
Jþ lii typ ■ ■ t|Jr■ ■ ■
10100
i UGiySING Ra
Jrm%l>*%■ Ifc* ■ ■■■lli%imIfe■ ■
22480
AFIÍRTIÐ^LA'
83033
m
m
#
4 >
11
♦
#
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU