Morgunblaðið - 15.09.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
11
fram á, aö unnt sé að tryggja
kaupmátt verkafólks," sagði hann
og gumaði af ólöglegum verkföll-
um fyrr á árinu. Nokkrum dögum
síðar kom í ljós, að ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar ollu því, að
uppmælingarmenn fengu mestar
kauphækkanir, en hinir, sem
lægst höfðu launin, færri krónur
en áður. Ferjumaður kóngsins
manns yfir Skerjafjörð, Guð-
mundur jaki, hafði lagt blessun
sína yfir þetta, svo að ekkert var
við því að segja. Þó var einstaka
verkalýðsleiðtogi með múður eins
og Kristján Thorlacius eða Jón
Hannesson, en enginn tók mark á
þeim.
Bangastaðahöín
verðbólgunnar
í þann mund sem stjórnarsátt-
málinn var undirskrifaður var
hugur í einstaka krata, enda bakk-
aðir upp af Gylfa Þ. Gíslasyni sem
Benddikt Gröndal bað afsökunar,
af því að hann hafði reiðzt því
þegar Gylfi reyndi að hafa vit
fyrir honum. Má vera, að Gröndal
skilji það nú, hvað fyrir Gylfa
vakti, þótt hann skildi það ekki þá.
Þrír þingmenn Alþýðuflokksins
greiddu atkvæði gegn stjórnar-
sáttmálanum, enda sagði Sighvat-
ur Björgvinsson, að aðgerðirnar í
efnahagsmálunum yrðu til þess
eins fallnar „að halda áfram með
óbreytta óráðsíu, stjórnleysi og
óðaverðbólgu". Á tungumáli Vil-
mundar hét það: „Þetta er sóða-
skapur. Þetta er subbuskapur.
Þetta eiga kjósendur okkar ekki
skilið."
Þau Árni Gunnarsson og Jó-
hanna Sigurðardóttir samþykktu
stjórnarsáttmálann vegna þess,
sem ekki stóð í honum og ríghéldu
í einhver loðin loforð, sem fulltrú-
ar Framsóknar og Alþýðubanda-
lags áttu að hafa gefið í viðræðu-
nefndinni. Vitaskuld sagði Lúðvík,
að engin slík loforð eða fyrirheit
hefðu verið gefin, enda yrði efna-
hagsstefnan ekki sveigð að vilja
Alþýðuflokksins. Og Steingrímur
Hermannsson spurði, hvort Al-
þýðuflokkurinn hefði yfirleitt
nokkra efnahagsstefnu frá degi til
dags.
Þetta varð upphafið að senn-
unni um efnahagsmálin, sem enn
stendur og veldur því, að stýri-
mennirnir á þjóðarfleyinu, emb-
ættismennirnir, hrópa: „Engan
kúrs“, þegar spurt er um stefnuna.
Þeir verða að látast vera að stýra,
af því að Ólafur kafteinn segist
vera úti á rúmsjó, — þó vita þeir
Lúðvík, að bryggið er orðið vatns-
ósa og sígur æ meir út á bakborðs-
síðuna í Bangastaðahöfn verðbólg-
unnar. Þar er skipum hættast í
austanáttinni.
Hvað er í
vísitölunni?
Fyrir síðustu kosningar voru
allir að tala um það, að ekki væri
staðið við vísitöluna. Þó vissi
enginn, hvað í henni væri. Og
varla datt nokkrum í hug að virða
Geir Hallgrímsson fyrir það, að
hann reyndi ekki að nota sér af
þessari vanþekkingu. Á vordögum
1978 hugsuðu býsna margir eins
og Guðmundur jaki: Ég ætla ekki
að flytja kóngsins mann yfir
Skerjafjörð, hvorki lifandi né
dauður, — og hófu síðan heilagt
stríð fyrir samningunum í gildi en
álíka grundað og 1. krossferðin
forðum.
í september snemmindis fengu
kratar þá bókun samþykkta í
ríkisstjórninni, að endurskoðun
vísitölunnar skyldi lokið fyrir 20.
nóvember. — Dagsetningin er
svona óskadagur, sagði forsætis-
ráðherra og lét sér fátt um finn-
ast. Kommar fóru í fýlu og Svavar
sagði, að þeir væru i ríkisstjórn-
inni „til þess að verja kaupið. Og
við munum aldrei samþykkja neitt
sem gengur í þá átt að lækka
Valgerður Árna-
dóttir Hafstað
launin". Reynslan átti eftir að
sýna, að hann var ekki forvitri
eins og Njáll. Miklu fremur var
hitt, að um hann mætti segja:
Það sem helzt hann varast vann
varð þó að koma yfir hann.
Frá því mun brátt sagt verða.
Krötum var vísitalan undarlegt
alvörumál á þessari stundu með
hliðsjón af því hversu auðveldlega
þeir gleymdu henni þegar hin
dramatíska dagsetning 20. nóvem-
ber rann upp. Þannig talaði Magn-
ús Magnússon um, að hún væri
„prófsteinn á það, hvort aðilar
vinnumarkaðarins og ríkisstjórn-
in sjálf“ væru „tilbúin í slaginn
við verðbólguna". Þegar á átti að
herða var enginn tilbúinn í þenn-
an slag.
Örlögin höguðu því þannig, að
þjóðin fékk vitneskju um hvort
tveggja samtimis kröfuna um
endurskoðun vísitölunnar og
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn-
ar. I þeim var gert ráð fyrir áð
niðurgreiða stórlega nautakjöt,
sem löngu var uppselt í landinu,
og þannig fékkst fram lækkun á
kaupinu. Söluskattur var felldur
niður á sumum matvörum, af því
að þær vógu þungt í vísitölunni.
Hins vegar var vörugjald lagt á
aðrar vörur, sem voru ekki eða
gætti lítils í vísitölunni, einnig til
þess að kaupið yrði lægra en ella.
Skattar, sem ekki voru í víssitöl-
unni, voru lagðir á öðru sinni. Með
þessum hætti var svikamyllan
spennt. Samt töluðu hvorki
„verkalýðsflokkarnir" né Guð-
mundur jaki, ferjumaður kóngsins
manns yfir Skerjafjörð, um það,
að grunnur vísitölunnar væri það,
sem þyrfti að lagfæra. Spilamað-
ur, sem hefur rangt við, vill
ógjarna, að menn eins og Culbert-
son setjist við hans borð.
Ilvað varðar
mig um stjórnar-
skrána?
I Siglufirði var einu sinni sagt:
Hvað varðar mig um þjóðarhag? í
Þjóðviljanum höfum við lesið
þetta með ýmsum tilbrigðum æ
síðan. Næsta byggðarlag er í
Fljótum. Þaðan er forsætisráð-
herra upprunninn, sem lagði
grunninn að nýrri grein lögskýr-
ingar, þegar hann lét svo ummælt
um bráðabirgðalög sín: Þetta er
ekki beinlínis bannað.
Stjórnarskrá okkar íslendinga
er ekki í smámununum. Þar er
t.a.m. gengið út frá því sem
sjálfsögðum hlut, að skattar séu
lagðir á einu sinni á ári. Á 19.
öldinni voru menn svo rómantísk-
ir, að ekki hvarflaði að þeim, að
stjórnvöld myndu gera það tvisv-
ar. þrisvar eða fjórum sinnum.
A miðju sumri 1978 voru skatt-
ar lagðir á eftir venjunni og þóttu
jafn ranglátir og vant var. í
september þótti hinni nýju ríkis-
stjórn rétt að auka á óréttlætið
með því að leggja aftur á þá, sem
verst urðu úti við hina fyrri
álagningu. Lagaprófessor lét þess
getið, að hann efaðist um, að þetta
stæðist fyrir dómstólunum. Mér er
ekki kunnugt um, að úrslit hafi
fengizt í neinu slíku máli. En hitt
vita menn að með þessum ósköp-
um hófst ný skattabylgja, sém
riðið hefur yfir þjóðina æ ofan í æ
því að í þeim efnum er ekki ein
báran stök frekar en endranær.
Fyrir kosningar höfðu kratar
lofað því að afnema tekjuskatt, —
með öllu sögðu sumir þeirra. Samt
stóðu þeir að þessari nýju skatt-
lagningu og bættu um betur fyrir
áramótin. Svo hafa þeirra orð enzt
sem óbreytt kaup fyrir nauðþurft-
um. Annað ézt upp í verðbólgunni,
— úr hinu fer vindurinn eins og úr
belgnum
— í sem glettin ungfrú stakk
ástar títuprjóni.
H.Bl.
Einn góökunningi minn, er ég
hitti á sýningu Valgerðar Árnadótt-
ur Hafstaðs í FÍM-salnum, tók
þannig til orða: Það er svei mér
gott, að enn er til fólk, sem nennir
því að mála. Þetta fannst mér orð í
tíma töluð, og því segi ég frá þeim
hér. Sýning Valgerðar Hafstað er
þess eðlis, að maður fær á nýjan
leik trú á sjálft málverkið í öllu því
gumsi, er manni er boðið uþþ á og
flokkaö er sem myndlist. Ef til vill
er þannig komiö á öllum sviðum
listar, að lítið er eftir nema yfir-
borðsmenning og hismi, en ég
held, að fáar listgreinar hafi orðið
eins fyrir baröinu á því, er menn
kalla nútímalist og myndlistin á
þessum seinustu og verstu tímum.
Það getur einnig verið, að ætíð
hafi veriö seinustu og verstu tímar,
en ef það er rétt, held ég, aö
jafnan hafi nokkuö rofaö til um
síðir, og það er verðugt var lífs,
hafi orðiö þaö, er skapaði nýjungar
og hélt þróun listar í horfinu.
Þaö var sérstaklega ánægjulegt
að kynnast þessum verkum Val-
geröar Árnadóttur Hafstaö. Hún
hefur um langan aldur átt viö
myndlist og er því enginn viövan-
ingur í faginu. Hún stundaöi nám
hjá ágætum kennurum í Fransi hér
áöur og fyrr, en hefur nú búið í
návist New York borgar seinustu 5
árin. Þaö er engu líkara en dvöl
hennar þarna fyrir vestan hafi haft
hin ágætustu áhrif á myndgerð
Valgeröar. Hún hefur haldiö stöö-
ugt áfram á sinni fyrri braut og
þróaö myndgerð sína til miklu
meiri átaka og sannfæringarkrafts
DANSKA ferjan Ms.
Winston Churchill, sem
strandaði fyrir utan
Gautaborg 26. ágúst s.l.,
mun sigla milli Færeyja,
Danmerkur og Englands
næsta sumar. Winston
Churchill er nú í slipp í
Svíþjóð þar sem bráða-
birgðaviögerö fer fram.
'■'■'Aqn verður skipinu siglt
en áður fyrr. Hér er ekki kastað til
höndum, heldur unnið af mikilli
nákvæmni og innileik. Valgerður
hefur næma tilfinningu fyrir litum
og hrynjandi þeirra, form hennar
eru látlaus og oft á tíðum smá-
gerö, en hafa samt sinn tilgang í
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
sjálfri myndbyggingunni. Hér áður
fyrr voru þessi eiginleikar aö vísu í
mörgum verkum Valgerðar, en nú
er eins og þeir hafi þroskast og
fengið aukna merkingu. Og það er
auösætt, að það eru hin markvissu
vinnubrögð, sem hér eru að verki.
Ég hef haft auga meö verkum
Valgeröar, frá því hún stundaöi
nám í París fyrir tugum ára. Hún
fór sér ekki óðslega til aö byrja
með, en hélt ætíð á brattann. Nú
er mér næst aö segja, að koma sé
í Ijós afraksturinn af því öllu, er
hún hefur safnaö í sarpinn á
þessum árum. Hún var um tíma
mjög tengd því, er þá var kallaö
frammúrstefna, en eins og allir
góöir listamenn, hugsaði hún ekki
fyrst og fremst um nýjungarnar,
heldur var þaö strangt gildismat,
er hún byggði ætíö á. Nú í
FÍM-salnum sjáum við árangurinn.
Þessi sýning Valgerðar Árna-
dóttur Hafstaös er aö mínu áliti ein
til Danmerkur til endan-
legrar viðgerðar. Reiknað
er með að kostnaður við
viðgerðina nemi um 700
milljónum íslenskra króna
en nýtt skip sömu tegund-
ar mun hins vegar kosta
um 7 milljarða.
Winston Churchill var
smíðaður á ítalíu árið
besta sýning, er hér hefur sést um
langt skeiö. Hún er að minnsta
kosti í fremstu línu, hvað snertir
gæði og öryggi. Hér er á ferð
listakona, sem á það sannarlega
skilið, að eftir henni sé tekiö.
Yfirleitt eru það ekki fyrirferð-
armikil verk, er Valgeröur hefur
valið til sýningar aö sinni. En þau
standa fyililega fyrir sínu. Þarna
eru 42 verk, og eru þau flest undir
gleri. Þau eru unnin í akryl,
gouache og blandaða tækni. Ég
fæ ekki annað séð en aö þessi
sýning fari sérlega vel í FÍM-saln-
um, og er ekki kominn tími til, aö
þessi salur sé meira notaður en
verið hefur. Það hefur nokkuð
verið tönnlast á þessu hjá okkur,
sem skrifum um sýningar, en ef
einhver er í vafa um ágæti þessa
salar, þá getur hann sannfært
sjálfan sig, meö því að skoöa
sýningu Valgeröar Árnadóttur Haf-
staö.
Verulega falleg sýning, sem á
erindi til okkar, og þetta mun vera
sjötta einkasýning Valgeröar. Hér
verða að lokum nefnd nokkur
verk, er sérstaklega sanna mál
mitt hér aö framan. Verk, sem
maður gleymir ekki um leið og
komið er út í blíöa eöa stríöa
náttúruna. Þar á ég viö No. 13, 14,
18, 20, 26, 31, 37 en svo mætti
lengi telja. Ég þakka Valgerði fyrir
komuna og vonast til, aö hún eigi
eftir aö gleðja okkur aftur, áöur en
langt um líöur. Það eru ekki nema
nokkrir klukkutímar milli Reykja-
víkur og New York.
Valtýr Pétursson.
1967 og er 8,658 brúttó-
lestir aö stærö. Eigandi
skipsins er danska skipa-
félagiö D.F.D.S. sem und-
anfarin ár hefur haldiö
uppi feröum til Færeyja
meö ferjunni Ms. Englandi
sem nú verður seld. Þang-
að til mun England sigla
milli Newcastle og Gauta-
borgar.
T orf æruaksturskeppni
Björgunarsveitin Stakkur
heldur sína árlegu torfæru-
aksturskeppni í nágrenni
Grindavíkur sunnudaginn 16.
september kl. 2. Komiö og
sjáiö spennandi keppni um
leið og þiö styrkið gott
málenfi.
Björgunarsveitin Stakkur.
Ms. Winaton Churchill.
Churcill í Fœreyjosiglingu