Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 13

Morgunblaðið - 15.09.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 13 Pokinn kominn upp á dekk og látið fara úr honum í móttökuna. Háseti með einn stóran. Þorskurinn reyndist 22 kftó að þyngd, enda 10 óra gamall. trolliö látið fara, það síðan híft og þá fyllist allt af fiski. Ef vel fiskast verður aö hafa snör handtök í aögerðinni og þá getur veriö handagangur í öskj- unni. Það tekur oft um 15 mínútur að hífa trolliö og oft tekur þaö lengri tíma ef dýpið er mikiö. Þaö má segja að við sóum í stöðugri aðgerö alla vaktina, ef eitthvaö er af fiski, en troliið er híft tvisvar til þrisvar á vakt- inni, en henni lýkur um hálf eitt leytiö,“ sagöi Bjarni. „Við höfum verið að fiska í flottroll aö undanförnu og geng- iö sæmilega. Kosturinn við flot- trolliö er sá að viö getum fengiö mjög stór köst, allt upp í 35 tonn í hali, en stærri höl eru sjaldgæf. Hins vegar er erfiðara að vinna með fiottrolli, við erum lengur að hífa upp, en þar á móti kemur aö flottrolliö fiskar betur þegar fiskurinn stendur ofarlega í sjónum. Þá er einnig lítil hætta á aö það rifni.“ „Ég hef verið á Ingólfi síöan í aprflmánuö og kann mjög vel viö mig. Áöur var ég á fraktskip- um, en ég kann betur við togaravinnuna. Við vinnum á vöktum sex tíma í senn, alls tólf tíma á sólarhring og kann ég þvíu fyrirkomulagí vel. Viö höfum fiskaö ágætlega eins og áður sagði en einnig höfum viö fengið gott mat, enda með góöan fisk. Aö vísu er fiskurinn ekki alltaf stór, oft er mikiö um smáan þorsk. Þó kemur þaö fyrir aö einn og einn stór slæðist með og þaö geta veriö fiskar í lagi,“ sagöi Bjarni Guö- mundsson háseti á Ingólfi Arn- arsyni. Ljósm. Mhl. Kristján. Kristján Benediktsson formaður fræðsluráðs Reykjavíkur afhendir Arnfinni Jónssyni skólastjóra lykilinn að öðrum áfanga Ilólabrekku- skóla. Á milli Kristjáns og Arnfinns er Sigurður Sigurjónsson og lengst til hægri er Guðjón Davíðsson byggingarstjóri. Afhentur 2. áfangi Hólabrekkuskóla — veldur þáttaskilum í skólastarfinu BYGGINGARFYRIRTÆKIÐ Sigurður og Július hf. afhentu nýlega fræðsluyfirvöldum í Reykjavik annan áfanga Hólabrekkuskóla við athöfn, þar sem saman voru komnir borgarfulltrúar í Reykjavík, kennarar og skólastjóri Hólabrekkuskóla og starfsmenn þeirra fyrirtækja er unnið höfðu að skólabyggingunni. Er Sigurður Sigurjónsson og Guðjón Davíðsson höfðu lýst framkvæmdum fyrir hönd byggingaraðila afhenti Sigurður Kristjáni Benediktssyni formanni fræðsluráðs Reykjavíkur lykilinn að húsinu. Hélt Kristján stutt ávarp og afhenti að því búnu lykilinn Arnfinni Jónssyni skólastjóra Hólabrekkuskóla. Fyrsti áfangi Hólabrekkuskóla var tekinn í notkun haustið 1974. Bygging annars áfanga var boðin út haustið 1997 og hinn 12. desember það ár var undirritaður verksamningur við byggingarfyr- irtækið Sigurð og Júlíus h.f., og var þá miðað við að byggingaraðil- inn skilaði húsinu fullfrágengnu fyrir 1. september 1979. Tilboðsupphæðin var um 228 milljónir krónur, en í ávörpum við athöfnina í gær kom fram að kostnaður við húsið, fyrir utan aukaverk og breytingar væri orð- inn 320 milljónir króna. Húsið er tilbuíð að innan, en ólokið er endanlegum frágangi lóðar. Arkitekt annars áfanga Hóla- brekkuskóla var Gunnar Hansson, en burðarþols- og verkfræði- teikningar voru unnar á teikni- stofu Stefáns Ólafssonar, hita- og loftræstilögn teiknuð á teiknistofu Guðmundar og Kristjáns hf., og rafmagnsteikningar teiknaðar hjá Rafhönnun hf. Aðalverktaki var Sigurður og Júlíus hf., en að auki var fjölldi undirverktaka. Bygg- ingarstjóri var Guðjón Davíðsson. Að sögn Kristjáns Benedikts- sonar formanns fræðsluráðs Reykjavíkur munu tæplega 1.200 ungmenni stunda nám í Hóla- brekkuskóla á komandi vetri. Kennt yrði í húsinu í öllum deildum grunnskóla, og mundi tilkoma nýja hússins valda gjör- breytingum á starfinu. Skólastjóri Hólabrekkuskóla er Arnfinnur Jónsson og yfirkennari Valgerður Selma Guðnadóttir. Úr einni sérkennslustofunni i hinum nýja áfanga Hólabrekkuskóla. í þessari stofu verður kennd matreiðsla. Rafbíll Háskólans kominn til landsins FYRSTI fullsmíðaði rafbíllin.., sem kcyptur er til skráningar og notkunar hér á landi, kom til íslands með Bakkafossi á föstu- dag. Bíllinn er keyptur að frumkvæði Gísla Jónssonar prófessors, er framleiddur i Japan en drifbúnaður hannað- ur og framleiddur í Bandarikj- unum. Bifreiðar af þessari gerð sem nefnist Electra Van 500 kosta um 8 þúsund dali í Banda- rikjunum. Bíllinn er keyptur af Jet Industries í Texas og er fyrsti billinn sem það fyrirtæki selur til útlanda. Gísli Jónsson tekur við rafbif- reiðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.