Morgunblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979
15
á esperanto við mikinn fögnuð
áheyrenda. Á þinginu var Árni
Böðvarsson, sem er mikill
áhugamaður um esperanto og
talar það mál og sagði hann á
esperanto frá íslenskri tónlist
og íslandi við það tækifæri.
Auk þess sem Hamrahlíðar-
kórinn var önnum kafinn við
sitt eigið tónleikahald fór mikil
vinna í kóræfingar með öðrum
kórum, því eitt aðalmarkmið
Europa Cantat er sámvinna
hinna ýmsu kóra á meðan á
hátíðinni stendur um leið og
sönglist frá ýmsum löndum er
kynnt.
Að sögn Þorgerðar fólst sam-
vinnan í því að hinir 3000
þátttakendur skiptust niður í 22
vinnuhópa (Ateliers).
Vinnuhóparnir fengust við
það að æfa í sameiningu ólík
tónverk eftir ýmsa höfunda og
valdi Hamrahlíðarkórinn að
vera með vinnuhópum, sem
tóku fyrir þrjú stór tónverk, tvö
eftir Giovanni Gabrielli, sem
stjórnað var af svissneskum
stjórnanda, sem jafnframt var
tónlistarstjóri hátíðarinnar, og
eitt eftir Heinrich Schutz undir
stjórn fransks stjórnanda.
Æfingarnar fóru fram daglega
frá klukkan hálfellefu til eitt og
aftur seinna um daginn frá
klukkan hálffimm til hálfsjö.
„Annars byrjaði dagurinn
alltaf á sameiginlegum morgun-
verði með hinum þátttak-
endunum, en strax á eftir var
komið saman og sungin lög upp
úr söngbók hátíðarinnar og tók
sá samsöngur yfirleitt um eina
klukkustund. Samsöng kóranna
stjórnaði Gottfried Wonters,
einn af virtustu kórstjórum
Evrópu í dag. Eftir sameigin-
legan hádegisverð héldu þeir
kórar, sem til þess voru valdir,
einkatónleika sína og að loknum
eftirmiðdagsæfingunum og
kvöldverði héldu vinnuhóparnir
tónleika, þar sem flutt voru þau
tónverk, sem æfð höfðu verið í
hópunum," sagði Þorgerður.
Mjög lærdómsrík
ferð fyrir kórinn
Að sögn Þorgerðar var þessi
söngferð kórsins mjög lærdóms-
rík, og var það mikil reynsla
fyrir kórinn að vinna með
hæfum stjórnendum og fylgjast
með kórum frá öðrum löndum,
sem náð hafa langt á þessari
braut.
„Ég held að það hafi verið
mjög mikilvægt fyrir kórinn að
komast að raun um það hvar
hann stendur gagnvart öðrum
kórum. Krakkarnir hafa verið
að keppa við að ná ýmsum
markmiðum, sem þeir hafa sett
sér og sáu fyrst tilganginn með
hinni miklu vinnu þegar þeir
komu út.“
Eftir hátíðina fór Hamra-
hlíðarkórinn í söngferð um
Sviss, en þá ferð skipulagði
Willi Gohl, einn þekktasti tón-
listarmaðurinn í Sviss. Kórinn
ferðaðist um í þrjá daga, en
lokatónleikarnir voru haldnir í
Winterthur. Ákveðið hafði verið
að halda tónleikana í litlu úti-
leikhúsi, sem þar er, og var búið
að undirbúa þá með blysum og
því tilheyrandi, til þess að gefa
tónleikunum ævintýralegri blæ.
Fimm mínútum áður en tón-
leikarnir áttu að hefjast skall á
þrumuveður og rigning, svo
flytja þurfti þá inn í tónlistar-
salinn á staðnum. Þrátt fyrir
það voru tónleikarnir mjög vel
heppnaðir og fóru blaðagagn-
rýnendur á staðnum lofsam-
legum orðum um frammistöðu
kórsins. Það má því með sanni
segja að þessi sjöunda utan-
landsferð Hamrahlíðarkórsins
hafi verið íslandi góð landkynn-
ing.
A. K.
Ilraunsvegur 6 í
Njarðvík. Ljósm.
Heimir Stigsson.
Njarðvíkingar og Kefl-
víkingar veittu nýlega
viðurkenningar fyrir fag-
urt umhverfi. Hraunsveg-
ur 6 fékk verðlaun sem
fegursti garðurinn í
Njarðvík 1979. Eigendur
eru Guðfinna Arngríms-
dóttir og Sigurjón Þórðar-
son.
Garðabær í
Innri-Njarðvík fékk við-
urkenningu fyrir góða
varðveislu á gömlu húsi.
Húsið er í eigu afkomenda
Magnúsar Pálssonar og
Steinunnar Ólafsdóttur er
fluttu að Garðabæ 1905.
Klapparstígur 4 í
Fegurstu hús og garðar
í Njarðvík og Keflavík
Njarðvík fékk viðurkenn-
ingu fyrir vel hirtan og
snyrtilegan garð. Eigend-
ur eru Guðfinna Jónsdótt-
ir og Marteinn Sigurðs-
son.
í umhverfisnefnd
Njarðvíkur eru Ólafur
Eggertsson, formaður,
Sigmar Ingason, Eiríkur
Bóasson, Sólbjörg Vigfús-
dóttir og Eyþór Þórðar-
son. Er þetta í fyrsta sinn
sem Njarðvíkingar veita
verðlaun fyrir fagurt og
snyrtilegt umhverfi.
Klapparstigur 4 i Njarðvik
Dómnefnd um verð-
launagarð i Keflavík var
einróma samþykk því að
veita 1. verðlaun garðin-
um við Háholt 1 í Kefla-
vík. Eigendur eru Elinrós
Eyjólfsdóttir og Sigurður
Jónsson. Verðlaunin voru
sæbarinn steinn með
áletraðri plötu. Að þessu
sinni voru verðlaunin
veitt í 20. skiptið. Dóm-
nefndina skipa Ásta
Árnadóttir, Jóhann Pét-
ursson, Huxley Ólafsson
og Kútur Höjeriis.
Garðabær i Innri-Njarðvík Háholt 1 í Keflavik
MNN
*
símanúmer
RITSTJÓRN 0G
^KRIF^TnFIIR*
AUGLYSINGAR:
22480
APfiREinQI A
MrwM ÍJIIhmihS fyll2l Sm Jh»i
m
10100 83033
| |§§§§§f^. ^ ^
: r